Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Starfsmenn embættis skattrann- sóknarstjóra ríkisins telja að eig- endur aflandsfélagsins Dekhill Ad- visors, sem hagnaðist á Hauck & Aufhäuser-fléttunni við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum, séu Ágúst og Lýður Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör. Þetta kemur fram í nýrri bók Þórðar Snæs Júlíussonar, rit- stjóra Kjarnans, „Kaupthinking, bankinn sem átti sig sjálfur“ sem kemur út í dag. Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands árið 2003, kemur fram, að þeir bræður sögðu sig ekki reka minni til at- riða sem tengdust félaginu Dekhill Advisors. Rann- sóknarnefndin komst að því að stjórnvöld, al- menningur og fjölmiðlar hefðu verið blekkt við sölu Búnaðarbankans og að aðkoma Hauck & Aufhäuser að kaupum á helmingshlut í Búnaðarbankanum hefði einungis verið til málamynda en Kaupþing fjármagnað kaupin að fullu. Ágóðinn sat á aflandseyju Féð til kaupanna á Búnaðarbank- anum kom frá Kaupþingi í gegnum aflandsfélagið Welling & Partners á Bresku Jómfrúaeyjum. Hlutabréfin, sem Hauck & Aufhäuser keypti til málamynda, voru síðar seld nokkrum árum seinna með milljarða króna hagnaði sem varð eftir á bankareikn- ingi Welling & Partners hjá Hauck & Aufhäuser. Snemma árs 2006 var þessi hagnaður greiddur til tveggja aflandsfélaga. Annað þeirra var Mar- ine Choice Limited, í eigu Ólafs Ólafssonar, sem kenndur er við Sam- skip, sem hagnaðist um 3,8 milljarða. Hitt félagið var Dekhill Advisors en treglega hefur gengið að staðfesta eignarhald félagsins. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kom fram að Belginn Karim Van den Ende hefði aðstoðað Kaupþings- menn með stofnun aflandsfélaganna og útvegaði hann m.a. félagið Welling & Partners. Segir síðan í skýrslunni: „18. janúar 2006, millifærði Hauck & Aufhäuser samkvæmt beiðni Welling & Partners 46,5 milljónir Banda- ríkjadala [2,9 milljarðar á þávirði] inn á reikning aflandsfélags með heitinu Dekhill Advisors Ltd. Sú símgreiða var send í gegnum tilgreindan bankareikning í útibúi svissneska bankans Julius Bär & Co í Zürich til Dekhill sem endanlegs viðtakanda hjá útibúi sama banka í Genf.“ Dekkhill Advisors var þá skráð á Tortóla en rannsóknarnefnd Alþingis tókst ekki að afla upplýsinga um raunverulega eigendur þessa félags eða afdrif þessara fjármuna eftir greiðsluna. Í bók sinni rifjar Þórður Snær upp tilvitnun í Bryndísi Krist- jánsdóttur skattarannsóknarstjóra um að embættið telji sig hafa trú- verðugar vísbendingar um hvaða að- ili/aðilar séu á bak við Dekhill en op- inberar síðan hvaða aðilar embættið telur það vera. „Hér er hægt að opinbera það í fyrsta sinn að þeir sem starfsmenn skattrannsóknarstjóra telja að séu endanlegir eigendur Dekhill Advis- ors eru bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir,“ skrifar Þórður. Dekhill enn virkt árið 2016 RÚV greindi frá því í fyrra að fé- lagið virtist enn virkt löngu eftir hrun. „Fyrir liggur að einhver var enn að notast við Dekhill Advisors mörgum árum eftir hrun. Í desember 2009 gerði félagið handveðssamning við svissneska bankann Julius Bäer vegna fjármálagjörnings sem það var að taka þátt í. Gögn sýna síðan að Dekhill Advisors var enn til og virkt í lok september 2016,“ skrifar Þórður. Árið 2018 fékk embætti skattrann- sóknarstjóra þau svör frá sviss- neskum yfirvöldum að frá þeim væri engar upplýsingar að hafa um það hver væri eigandi Dekhill Advisors. Ástæðan væri sú að eigendur félags- ins lögðu fram vottorð þess efnis að þeir væru ekki skattskyldir á Íslandi og þar af leiðandi töldu yfirvöld í Sviss sig ekki geta veitt embættinu upplýsingar. „Sá aðili sem veitti stað- festinguna, sem það vottorð er byggt á er ríkisskattstjórinn á Íslandi,“ segir í bókinni. Lengi leitað að eigendum Endalausar getgátur hafa verið uppi um hver eða hverjir væru raun- verulegir eigendur Dekhill Advisors. Ólafur Ólafsson sagði á fundi stjórn- skipunar- og eftirlitsnefndar í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndarinnar að hann hefði ekki hugmynd um hver ætti félagið. „Ég væri ánægður ef ég gæti sagt þér það,“ sagði Ólafur og bætti við að það ætti að spyrja stjórn- endur Kaupþings og Hauck Aufhäu- ser, við hvern þeir gerðu samning. Fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson birti pistill á vefsíðu sinni nú í haust þar sem hann sagðist telja sig vita hverjir eigendur þess væru. „Því er vandlega haldið leyndu fyrir skattrannsóknarstjóra hverjir eiga Dekhill Advisors, en ýmsir sem þekkja þokkalega til hafa hvíslað því að mér að þar að baki séu stærsti hluthafi og æðstu stjórnendur Kaup- þings,“ skrifaði Björgólfur. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver- andi forstjóri Kaupþings, sagði við mbl.is í fyrra að hann taldi sig geta fullyrt að hann hefði ekki heyrt minnst á félagið Dekhill Advisors Limited, fyrr en í bréfi rannsókn- arnefndar Alþingis sem hann fékk í mars 2017. Hann sagði það sama við rannsóknarnefnd Alþingis en Hreið- ar var aðstoðarforstjóri Kaupþings á þeim tíma sem kaupin fóru fram. Úr matvælum í viðskipti Í bókinni er uppgangur Bakkavar- arbræðra í íslensku viðskiptalífi m.a. rakinn en þeir keyptu hlut í eign- arhaldsfélaginu Meiði við lok árs 2002, eftir að hafa upphaflega hagn- ast á matvælafyrirtækinu Bakkavör. Meiður var áður í eigu átta spari- sjóða og var notað til að hýsa eign- arhlut þeirra bræðra í Kaupþingi. „Í október 2002, á sama tíma og meintir fundir lykilmanna úr S- hópnum [kaupendur Búnaðarbank- ans] og Kaupþingsmanna um vænt- anlega sameiningu áttu sér stað í Kringlunni, setti Kaupþing eign sína í sjálfu sér inn í eignarhaldsfélagið Meið sem átti eftir það 15,7 prósent í Kaupþingi,“ ritar Þórður en Kaup- þing mátti samkvæmt lögum ekki eiga meira en tíu prósent í sjálfu sér og því var ljóst að fyrirtækið þurfti að selja sinn hlut í Meiði. Fór sú sala fram nokkrum dögum áður en geng- ið var frá kaupum á Búnaðarbank- anum. „Kaupin voru fjármögnuð af Kaupþingi og kaupandinn var Bak- kabraedur Holding, félag í eigu bræðranna Lýðs og Ágústar.“ Sterk tengsl við Kaupþing Rekur Þórður tengsl bræðranna við Kaupþing en þeir höfðu verið við- skiptavinir Kaupþings um skeið og sterk tengsl höfðu skapast á milli þeirra þegar kom að sölu á hlut bankans í Meiði. „Kaupverðið var 2,4 milljarðar króna, eða nánast sama upphæð og Hauck & Aufhäuser greiddi fyrir sinn meinta hlut í Bún- aðarbankanum. Kaupþing lánaði því Bakka- vararbræðrum til að kaupa hluti í sjálfum sér. Peningarnir sem Bakkavararbræður greiddu Kaup- þingi (og fengnir voru að láni frá sama banka) nýttust svo til að lána Welling & Partners á Bresku Jóm- frúaeyjum sem lánaði Hauck & Auf- häuser til að þykjast kaupa hlut í Búnaðarbankanum,“ segir í bók Þórðar. „Bræðurnir urðu þannig með sín 55% hlut í Meiði meðal stærstu eiganda hins sameinaða banka eftir kaup Kaupþings á Bún- aðarbankanum.“ Síðar var nafni Meiðs breytt í Ex- ista og var það ásamt Kjalari hf., fé- lagi Ólafs Ólafssonar, stærsti eigandi Kaupþings. Héldu þeir eignarhlut sínum fram að falli bankans í októ- ber 2008. „Við blasir að hvorugur aðilinn borgaði neitt eigið fé fyrir þann hlut sem hann eignaðist í Kaupþingi. Þeir lögðu ekki fram eina krónu. Allir hlutaðeigandi efnuðust stórkostlega á þessum tíma. Exista varð að mörg hundruð milljarða króna fjárfesting- arfélagaskrímsli. Ólafur Ólafsson varð einn ríkasti og valdamesti mað- ur landsins. Í árslok 2003 voru eignir Kjalars, fjárfestingarfélags Ólafs, metnar á 3,2 milljarða króna. Tveim- ur árum síðar voru þær metnar á 85 milljarða króna,“ ritar Þórður Snær Júlíusson. Bakkavararbræður taldir eiga Dekhill  Bók um Kaupþing banka kemur út í dag  Eigendur aflandsfélagsins Dekhill Advisors ltd., sem hagnaðist á sölu Búnaðarbankans, eru taldir vera Lýður og Ágúst Guðmundssynir í bókinni Morgunblaðið/Heiddi Bakkavararbræður Lýður og Ágúst Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör, eru taldir eigendur aflandsfélagsins Dekhill Advisors, samkvæmt nýrri bók Þórðar Snæs Júlíussonar; Kaupthinking, bankinn sem átti sig sjálfur.Þórður Snær Júlíusson Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um þátttöku Hauck & Aufhäuser í einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands árið 2003 kemur fram að nefndinni tókst ekki að afla upplýsinga um eigend- ur Dekhill Advisors ltd. en voru að- ilar tengdir Kaupþingi taldir líklegir. Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari og Kjartan Bjarni Björgvinsson, sem nú er héraðsdómari, fóru fyrir nefndinni. Í niðurstöðum þeirra segir meðal annars að „við rann- sókn nefndarinnar komu ekki fram upplýsingar um raunverulega eig- endur síðastnefnda félagsins [Dek- hill Advisors]. Með vísan til þess að Kaupþing hf. lagði fram fjármuni til þeirra viðskipta sem baksamningarnir lutu að, bar í reynd alla fjár- hagslega áhættu af baksamningunum og að öðru leyti annars sem rakið hefur verið í skýrslunni varð- andi þátt starfsmanna Kaupþings hf. í gerð og síðari framkvæmd hinna leynilegu baksamninga telur nefndin þó að líkur standi til þess að Kaupþing sjálft eða aðilar því tengdir hafi verið raunverulegir eig- endur Dekhill Advisors eða notið þeirra fjármuna sem þangað runnu.“ Í svarbréfum Sigurðar Einarssonar, Kristínar Pét- ursdóttur og Steingríms Kárasonar var spurningum nefndarinnar um Dekhill Advisors ekki svarað sér- staklega. Í bréfum Sigurðar Einarssonar, Hreiðars Más Sig- urðssonar, Steingríms Kárasonar og Magnúsar Guð- mundssonar var hins vegar fullyrt að þeir hefðu aldrei sjálfir notið fjárhagslegs ávinnings af við- skiptum sem tengdust þeim baksamningnum sem fyrirspurnir til þeirra lutu að. „Þá hafa þeir Lýður og Ágúst Guðmundssynir svarað fyrirspurnum nefnd- arinnar um félagið á þann veg að þá reki ekki minni til atriða sem því tengjast,“ segir í skýrslunni. Aðilar tengdir Kaupþingi taldir líklegir eigendur RANNSÓKNARNEFND ALÞINGIS UM ÞÁTTTÖKU HAUCK & AUFHÄUSER Kjartan Bjarni Björgvinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.