Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Búnaður í Jaguar F-Pace er m.a.: 18" álfelgur, halógen-aðalljós með dagljósum, framsæti með vönduðu áklæði og átta stefnu handvirkri stillingu, baksýnisspegill með sjálfvirkri deyfingu, gljásvart króm á skrautlista, 10" Touch Pro, upplýstar sílsahlífar úr málmi með Jaguar-áletrun. B ún að ur b íls á m yn d er fr áb ru g ð in n au g lý st u ve rð i VERÐ FRÁ: 8.190.000 KR. Jaguar F-Pace. E N N E M M / S ÍA / N M 9 0 7 8 7 VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR JAGUAR HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500 JAGUAR F-PACE ÞAÐ VILJA EKKI ALLIR VERA EINS OG ALLIR HINIR. Árið 2017 samþykkti meirihluti stjórnar Orkuveitunnar greiðslu 750 milljóna króna arðs til Reykja- víkurborgar fyrir rekstrarárið 2016. Minnihluti stjórnar, þau Áslaug María Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, mótmælti áformunum enda arðgreiðsluskil- yrði ekki uppfyllt. Í aðdragandanum voru slegin lán til að fjármagna veisluna. Þarna misnotaði pólitíkin Orkuveituna sem tekjutusku fyrir óskilgreind verkefni borgarstjóra. Ég gerði arðgreiðslurnar að um- talsefni á dögunum. Steig þá Gylfi Magnússon á stokk, föndraði fínar tölur og sakaði mig um ásetning til útúrsnúnings. Einu út- úrsnúningarnir voru þó hans slaufukennda töl- fræði og sérbökuðu stað- reyndir. Hann skautaði að fullu framhjá umræðu- efninu – arðgreiðslum sem ekki uppfylltu tilsett skilyrði. Hann var auðvit- að í varnarstöðu. Hann er einn þeirra sem tóku ákvörðunina á sínum tíma. Í kjölfar hrunsins réðust flest fyr- irtæki landsins í aðgerðir til að rétta reksturinn. Þar var Orkuveitan ekki undanskilin. Orkuveitan bjó hins veg- ar við þann munað – ólíkt öðrum fyr- irtækjum – að geta velt stórum hluta sinna rekstrarvandræða yfir á borg- arbúa. Þannig hækkaði fyrirtæki í einokunarstöðu gjaldskrár á versta tíma fyrir sína viðskiptavini. Með einu pennastriki. Samhliða var slegið lán hjá borgarsjóði, sem auðvitað er fjármagnaður af skattgreiðendum. Nauðsynlegum innviðafjárfestingum var frestað. Allar bitnuðu ráðstaf- anirnar á borgarbúum. Nú hefur rekstur Orkuveitunnar náð betra jafnvægi. Myndi maður þá ætla að borgarbúar nytu ágóð- ans, en aldeilis ekki. Ávinninginn af árangrinum ætlar núverandi meiri- hluti í borgarstjórn að setja lóðbeint í bauk borgarsjóðs. Áform standa til ríflega 14 milljarða arðgreiðslna til borgarinnar næstu sex árin. Tak- mörkuð áform standa til gjald- skrárlækkana. Þetta er kunnuglegt stef hjá stjórnmálafólki – kunn- uglegur freistnivandi meirihlutans – engum er betur treystandi fyrir peningum en kjörnum fulltrúum. Ég aðhyllist ekki sama stef. Ég tel engum betur treystandi fyrir fjár- munum en einmitt þeim sem afla þeirra. Borgarbúum. Rekstrarárangur Orkuveitunnar á mun fremur að renna beint til rétti- legra eigenda Orkuveitunnar – borgarbúa – með lækkun gjald- skrár. Það er ekki lögmál að skattar og gjöld geti eingöngu hækkað en aldrei lækkað. Borgarstjóri innheimtir nú þegar hæsta lögleyfða útsvar, hefur skuld- sett borgina upp í rjáfur, innheimtir fasteignagjöld sem valda smærri fyrirtækjum verulegum vandræðum og eyðir því sem aflögu er í gælu- verkefni. Afrakstur þessara sömu gæluverkefna er svo færður einka- aðilum undir markaðsverði. Sam- hliða setur borgarstjóri arðgreiðslu- kröfur á Orkuveituna – og skuldsetur svo fyrirtækið fyrir æv- intýrinu. Allt á kostnað borgarbúa. Auðvitað eru arðgreiðslur til eig- enda í góðu árferði sjálfsagðar og eðlilegar í hefðbundnum fyrirtækja- rekstri. Orkuveitan er þó annars eðlis – hún er orkufyrirtæki í al- mannaeigu. Kjarnahlutverk hennar er að veita góða þjónustu á hag- stæðu verði. Á næsta borgarstjórn- arfundi mun ég leggja til að horfið verði frá arðgreiðsluáformum og þjónustugjöld lækkuð til samræmis. Óþarflega háar gjaldskrár sem leiða til arðgreiðslna í hendur stjórnmála- manna eru ekkert annað en dulbúin skattheimta á borgarbúa. Eftir Hildi Björnsdóttur »Óþarflega háar gjald- skrár sem leiða til arð- greiðslna í hendur stjórn- málamanna eru ekkert annað en dulbúin skatt- heimta á borgarbúa. Hildur Björnsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hildurb@reykjavik.is Dulbúin skattheimta Það sagði mér mað- ur, afar áreiðanlegur og traustur, sannorður og einlægur, virtist vel tengdur inn í Samfylk- inguna á dögum R- listans, 1998 eða 1999, að eftirfarandi formúla við gerð reikninga til Reykjavíkurborgar væri vel liðin og nyti velþóknunar: 1. Þú finnur út eðli- legt verð sem þú myndir rukka vin þinn. 2. Þú tvöfaldar þá upphæð. 3. Þú bætir við einu núlli. Þannig væri sem dæmi 100.000 kr. eðli- legt verð sem viðkom- andi tvöfaldar upp í 200.000 kr. og sendir síðan reikning upp á 2.000.000 kr. sem gjald- keri greiðir út innan þriggja mánaða. Innan mánaðar ef sendandinn veit í hvaða embætt- ismenn er áhrifaríkast að hringja. Innan viku ef hann er „vel tengdur“ eins og það kvað kall- ast. Samdægurs, segir sagan, þegar um er að ræða „afar sterkt tengsl- anet“ en það mun sjaldgæft. Það er því engin furða að fjármál höfuðborgarinnar, í höndum þessa gerspillta vinstraliðs, skuli vera í miklum ólestri. Þessi eitraða form- úla sem viðgengist hefur allt of lengi innan borgarkerfisins er að eyði- leggja þjóðfélagið innan frá. Lygar og svik eru það sem þetta byggist á og getur aldrei endað vel. Eftir höfðinu dansa limirnir segir máltækið og þegar dansstjórinn er brosmilt glæsimenni, þá dunar hann af áfergju; allt er leyfilegt að draga fram í dagsljósið, jafnvel dönsk grasstrá. Borgarstjórinn lítur mildi- lega allt þetta bruðl og útgjöld, virð- ist hreinlega vinna gegn borginni og þar með þjóðinni allri. Þrátt fyrir skrifleg mótmæli tuga þúsunda Ís- lendinga réðst hann gegn Reykja- víkurflugvelli og byrjaði á því að loka sjálfri neyðarflugbrautinni – þeirri einu á suðvesturhorninu við vissar aðstæður. Stefna Dags B. Eggertssonar og hans liðs; þrengingar umferðaræða, þétting byggðar og fækkun bíla- stæða í miðborginni, „borgarlínan“ og núna síðast „Miklabraut í stokk“, er bersýnilega afleiðing hroðalegs misskilnings og þröngsýni. Ekki er unnt að spá fallega fyrir svo skammsýnum borgarstjóra. Það segir í ævafornum sútrum, helgirit- um trúarbragða sem eru sýnu eldri en þau sem við best þekkjum flest – og þó taka undir: Karma. Eins og maðurinn sáir, þannig mun hann uppskera. Orsök og afleiðing. Ekki alltaf í sömu jarðvist, því fólk fæðist líf eftir líf í eilífðinni og lærir í hverri jarðvist. Eina leið umrædds manns, að ég held, til ásættanlegs lífsástands, er einlæg iðrun. Og upplausn þessa skelfilega meirihluta sem mergsýg- ur borgarsjóð og hann ber ábyrgð á. Eftir Pál Pálmar Daníelsson Páll Pálmar Daníelsson » Það er því engin furða að fjármál höfuðborgarinnar, í höndum þessa gerspillta vinstraliðs, skuli vera í miklum ólestri. Höfundur er leigubílstjóri. Eitruð formúla of margra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.