Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018
lengi ef maður ætli sér á toppinn.
Hann segir þetta eitt af fátækustu
ríkjum Asíu og lýsir því hvernig hús-
in eru enn kynt með nautgripum á
neðri hæð og baðstofuloft á efri hæð.
Trúarbrögðin eru líka mjög sterk
þarna og allt mjög frumstætt og
áhugavert.
Ætlar að taka þátt í
Everest-maraþoninu 2020
Halldóra er harðákveðin í að drífa
sig í maí 2020, þá aftur með Leifi
Erni Svavarssyni, leiðsögumanni hjá
Íslenskum fjallaleiðsögumönnum,
sem fór með þau í þessa ferð. Planið
er að ganga upp á átta dögum og svo
hlaupa niður í hinu árlega Everest-
maraþoni.
Hulda Bjarnadóttir
hulda@k100.is
Hópurinn gekk upp í grunnbúðir
Everest og um það svæði, sem hefur
verið mikið í umræðunni eftir að lík
tveggja íslenskra fjallgöngugarpa
fundust í Nepal, 30 árum eftir að
þeir fórust á niðurleið af fjallinu Pu-
mori í október 1988.
Hún segir þetta hafa verið eina
lærdómsríkustu ferð sem hún hafi
farið. Þau sprittuðu sig út í eitt; fyrir
mat, eftir mat … Ekkert kjöt, ekk-
ert ferskt grænmeti eða annað sem
gæti valdið magakveisu. Hins vegar
var það háfjallaveikin eða hæð-
araðlögunin sem olli þeim vanlíðan
um tíma, svo sem kvef, slappleiki og
höfuðverkur. Hún segist breytt
manneskja. „Þetta kennir svo mikið
hvað við höfum það gott,“ útskýrir
Halldóra sem segir að maður verði
betri manneskja af að upplifa það
sem þau upplifðu saman. Maður
setji hlutina einfaldlega í annað sam-
hengi og kunni betur að meta allt.
Þarna er allt af skornum skammti,
samt eru allir glaðir og gefandi og
umhverfið engu líkt.
Ólafur Már Björnsson hefur
myndað íslenska náttúru mjög mikið
og hið sama gerði hann í þessari ferð
og því mikið magn mynda sem á eft-
ir að vinna. Hann tekur undir hvert
orð hjá Halldóru enda hafi hann allt-
af langað að fara á þessar slóðir.
„Hjá okkur sem erum á fjöllum er
Everest alltaf í umræðunni,“ segir
Ólafur Már spurður út í þessa æv-
intýraþrá að komast í návígi við
Everest. En ætlar hann aftur og þá
kannski á toppinn? Hann svarar því
játandi að langa aftur en maður
þurfi að vera tilbúinn að líða illa ansi
Nýkomin frá Nepal
og langar aftur
Ljósmynd/Úr einkasafni, Ólafur Már Björnsson
Hér er hópurinn Ísbirnir samankomnir í grunnbúðum Evererst í 5.364
metra hæð en þá eru eftir tæpir 3500 metrar á topp fjallsins.
„Þetta er miklu meira mál en fólk gerir sér grein fyrir, aðallega út af hæðinni,“
segir Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé sem lýsir lungnaerfiðleikum, asma-
einkennum, miklu ryki í dalnum og fleiri þáttum sem spila inn í. Hún og Ólafur
Már Björnsson, úr útivistarhópnum Ísbjörnum, eru nýkomin frá Nepal.
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
Ath
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a
595 1000
Frá kr.
93.800
GRAN CANARIA 28. NÓV. Í 23 NÆTUR
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a. 2 FYRIR 1
eið
ré
ttin
gaa
ás
lík
u.
Ath
.a
ðv
er
ðg
etu
r
ROQUE NUBLO APARTAMENTOSaa
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu. Tilvalið fyrir
hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt
2, 3, 4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat
og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu
verslunum og mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunar-
ferðir fyrir hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur
í höllum, köstulum eða húsum frá miðöldum.
www.transatlantic.is Sími 588 8900
GLÆSILEGAR MIÐALDA
BORGIR Í A-EVRÓPU
Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt
fyrir sínar glæsibyggingar sem margar
eru á minjaskrá Unesco, forna menningu
og spa/heilsulindir. Búdapest hefur verið
kölluð heilsuborg Evrópu en baðmenningu
Ungverja má rekja hundruðir ára aftur í
tímann. Þar hefur í árhundruði blandast
saman ýmis menningaráhrif sem gerir borg
ina svo sérstaka.
Wrocalaw er ein mesta ferðamannaborg
Póllands. Wroclaw var kosin menningarborg
Evrópu 2016. Wroclaw hefur svo mikið uppá
að bjóða. Borgin er ægifögur menningarborg
með svo margt fyrir ferðamanninn sem gerir
hana svona vinsæla. Gamli bærinn er augna
yndi með fagrann arkitektur frá fyrri tímum,
mikið er af söfnum og menningarviðburðir í
borginni hafa ætíð verið fjölbreyttir.
Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji
tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka.
Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er vernd
aður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í
Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan.
Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi
hvert sem litið er og setur borgina á stall
með fallegri borgum Evrópu.
RIGA Í LETTLANDI
WROCLAW
BÚDAPEST
NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ
Vilnius,
Gdansk,
Krakow, Varsjá,
Bratislava
Vínarborg og
Brugge