Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 70
70 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
ÚLPUDAGAR
FIMMTUDAG TIL MÁNUDAGS
20%
AFSLÁTTUR
AF ÚLPUM OG
REGNKÁPUM
Í kaflanum sem hér fer á eftir er lít-
illega fellt innan úr . Tilvísunum er
sleppt.
Þegar flakkarar á síðustu áratugum
19. aldar eru teknir til skoðunar, kem-
ur í ljós að í hópnum voru allmargir
góðir sögumenn. Nokkrir kváðu líka
rímur eða lásu upp á kvöldvökunni og
aðrir ferðuðust beinlínis um sveitir
með skemmtiatriði og uppákomur.
Það síðastnefnda kemur dálítið á
óvart, enda nefna fræðimenn fram-
takið hvorki þegar fjallað er um
skemmtanalíf alþýðu á 19. öld eða ís-
lenska leiklistarsögu. Leiklist í sveit-
um landsins var þannig öllu fjölbreytt-
ari á þessum árum
en menn hafa átt-
að sig á. Sumt
förufólkið í þess-
um hópi leit líka
alls ekki þannig á
að það væri á
flakki, heldur færi
mikilsverðra er-
inda, þó aðrir hafi
litið öðruvísi á
málin. Gunna, sem kynnti sig alltaf
sem systur Gests á Björnólfsstöðum
og var þess vegna kölluð Gunna Gests,
fór til dæmis um Húnavatnssýslur
með rokkinn sinn og spann, en hún
spáði líka í spil. Eyfirðingurinn Mar-
grét Guðmundsdóttir spáði í bolla og
það gerðu fleiri förukonur. Af þessu
hefur fólk á bæjunum áreiðanlega haft
nokkuð gaman, en ekki síður af sögum
þeim, þulum og kvæðum, sem margar
förukonur gátu ausið úr óþrjótandi
brunni.
Sagnaskemmtun og upplestur var
líf og yndi margra í hópi förufólksins
og þar sjáum við það sem menning-
arbera. Einn af slíkum förumönnum
var Jón greifi, sem var í kaupavinnu
um sláttinn, en flakkaði utan þess
tíma um sunnanlands með prentaðar
bækur í poka og las upp þar sem hann
gisti. Það sem hann las helst voru
þjóðsögur og Íslendingasögur. Sögu-
Hannes sem einnig flakkaði sunn-
anlands er annar sem þótti segja
snilldarlega frá, en hann sagði sög-
urnar „upp úr sér“ öfugt við Jón
greifa. Það voru mest þjóðsögur sem
hann hafði heyrt sagðar eða lesnar.
Hann var sagður mjög viðkvæmur
fyrir gagnrýni og ekki mátti hlæja að
honum eða grípa fram í, þá var úti um
söguskemmtunina í það skiptið. Af
öðrum slíkum má nefna Helga malara
sem sagði sögur og Hannes roðauga
sem flakkaði um Suðurland og kvað
rímur eða sagði sögur sem a.m.k.
krakkar höfðu mjög gaman af. Sumt
af þessu fólki er jafnvel ekki kennt við
flakk, heldur kallað sagnamenn í
heimildunum, ef það var sérlega fært í
íþrótt sinni. Til dæmis nefna heimild-
armenn Jón blinda á Mýlaugsstöðum
sem ferðaðist um og sagði sögur af
mikilli list ávallt sagnamann.
Höfundar sagnaþátta og heimild-
armenn segulbandasafns Árnastofn-
unar og þjóðháttasafns Þjóðminja-
safnsins nefna marga fleiri
sannkallaða sagnabrunna, sem hafa
orðið mönnum minnisstæðir. Meðal
þeirra er sagnakonan Hallfríður sem
einn heimildarmaður þjóðháttasafns
segir frá, en annars er ekkert vitað
um:
Ein er sú kona sem vert er að minn-
ast er fór mikið á milli bæja, en átti
heimili á sama stað, en lifði mest á því
er henni var gefið og hélt sér uppi á
bæjum tíma og tíma. Hún hét Hall-
fríður, fædd árið 1848. … Mér er
minnisstæðast hvað hún sagði vel frá.
Og fór með þulur og kvæði, Grýlu-
kvæði, Gilsbakkaþulu og ótal fleiri.
Sérstaklega flutti hún Grýlukvæði vel,
það var unun á að hlýða.
Aðrir förumenn skemmtu með leik-
atriðum og eftirhermum á þeim bæj-
um sem þeir sóttu heim og léttu þann-
ig lund manna á gististöðum sínum.
Erfitt er að meta hvort þeir lista-
mannshæfileikar sem þar komu í ljós
hafi að hluta verið ástæðan fyrir að
flökkulífið varð hlutskipti þeirra. Lík-
legara er að flakkararnir hafi viljað fá
útrás fyrir þessa hæfileika og um leið
hafi þeir séð að með því að koma sér
upp sérkennilegum skemmtiatriðum
yrði viðmótið í þeirra garð jákvæðara
og ekki amast eins við flakkinu. At-
hyglisvert er að ekki hafa fundist frá-
sagnir um förukonur sem höfðu komið
sér upp sérstöku leikatriði.
Í þessum hópi flakkara með leik-
hæfileika voru sumir sem sungu
skringilega söngva bændum og búaliði
til skemmtunar, til að mynda Bjössi
sólskinsauga sem stundum var kall-
aður Björn búfræðingur, en hét Björn
Jónsson (1856-1908). Hann var illa tal-
andi, en fór á milli bæja í Þingeyj-
arsýslu og Eyjafirði og söng hástöfum
og lék orðin um leið með miklum til-
þrifum. Gvendur ralli var annar sem
flakkaði víða um og hafði í frammi alls
kyns skrípalæti og söng til að
skemmta fólki. Á síðari hluta 19. aldar
fór Einar grettir um norðanlands,
með kálfshala í farangrinum og
skringilæti til skemmtunar. Ein helsta
list hans var að „kálfast“. Sú íþrótt var
í því fólgin að hann hengdi á sig hal-
ann og líkti síðan eftir kálfunum, þeg-
ar þeim er hleypt út í fyrsta sinn á vor-
in. Annar förumaður, Jón Eyjólfsson í
Vopnafirði, hafði hlutverki að gegna
þar sem ungt fólk kom saman til að
skemmta sér. Hann var um skeið eft-
irsóttur til að tralla fyrir dansi, en er
harmonikkurnar héldu innreið sína í
landið gufaði eftirspurnin eftir trallinu
upp.
Halldór Þorkelsson (1845-1895)
sem ávallt var kallaður Halldór Hóm-
er flakkaði um Austurland frá því um
1865 og fór um með leikatriði, eins og
einn heimildarmaður þjóðháttasafns
lýsir:
Hann var frábrugðinn öðru föru-
fólki, því hann var einskonar trúður,
sem fór um og skemmti og tók hlut-
verk sitt all alvarlega. Hann söng og
lék m.a. barnagælur o.fl., sem hann
samdi sjálfur. Ekki þótti það mikill
skáldskapur þá en líklega hefði hann
komist á skáldalaun núna.
Full ástæða er til að staldra aðeins
við og kanna lífsferil Halldórs Hómers
betur. Hann var fæddur árið 1845 í
Múlasýslu og var á faraldsfæti frá því
um tvítugsaldur. Um hann var mikil
þjóðsagnamyndun og ein skýring-
arsagan um örlög hans segir að sem
ungbarn hafi hann þótt óvenju skyn-
ugur og efnilegur. Móðir hans hafi síð-
an skilið hann eftir hjá álfhól í túninu
eitt sinn, meðan hún gekk til engja
ásamt öðru fólki. Sagan segir að þegar
hann hafi verið sóttur hafi hann verið
gjörbreyttur og var álfunum kennt
um.
Halldór Hómer ólst upp hjá for-
eldrum sínum þar til hann var sjö eða
átta ára gamall. Hann þroskaðist
fremur seint og var því sendur til Guð-
mundar Magnússonar móðurbróður
síns sem var hinn mesti búforkur og
átti að gera hann að nothæfum smala
og koma honum til manns. Fljótlega
kom í ljós að Halldór var frábitinn allri
vinnu. Framkvæmdi hann öll verk
bæði seint og illa og svaf yfir ánum
sem hann átti að gæta. Að lokum sá
Guðmundur þann kost vænstan að
láta Halldór hætta allri smala-
mennsku og reyndi að láta hann
dunda við heimaverk og heyskap. Það
gafst heldur ekki vel. Hins vegar kom
snemma í ljós að Halldór hafði ánægju
af ýmiss konar skrípaleikjum og eft-
irhermum og þegar hann var kominn
fram yfir fermingu gafst Guðmundur
upp á honum. Halldór flutti þá vist-
ferlum á Borgarfjörð eystra og fór síð-
an á flakk. ...
Halldór Hómer leit á sig sem skáld
og listamann og það var köllun hans
að helga sig listinni og leyfa öðrum að
njóta hennar. Hann tók því að syngja
og leika og dansa á bæjunum þar sem
hann kom, auk þess sem hann tók að
sér prestsverk sem skemmtiatriði. Í
prestskrúðanum tónaði hann marg-
víslega texta, skírði flöskur í stað
barna, tók fólk til bæna og gifti líka
vinnufólk á bæjum sem hann gisti á. ...
Halldór Hómer gerði það mjög oft
til skemmtunar að gifta vinnufólk á
bæjunum þar sem hann stoppaði og
var alveg fáanlegur til að gefa saman
tvo karlmenn, ef stúlkur voru ekki til
taks, eða öfugt:
Tók hann venjulega aura fyrir sína
þjónustu, þ. á m. vissan „púss-
unartoll“, mig minnir það væru 10
aurar. Guldu allir slíkt ánægðir. En
títt var að það voru svo kærðir fyrir
honum einhverjir sambúðarörð-
ugleikar að morgni, og krafist skiln-
aðar. Það þótti honum leiðinlegt, og
reyndi að tala á milli, en ef það gekk
ekkert, varð hann að skilja parið aftur.
Það var dýrara en giftingin.
Skilnaðarathöfnin fór þannig fram
að hann lét hjónin stilla sér upp hvort
á móti öðru og halda hvort í sinn end-
ann á hrosshársreipi. Síðan sargaði
hann bandið sundur með miklum se-
remoníum og tilfæringum, nákvæm-
lega í miðju, og kallaði það að losa
hjónin við háðungarhaft. Heimild-
armenn segja að Halldór hafi tekið
giftinguna alvarlegar en aðrir sem
þátt tóku í athöfninni og verið fremur
ófús að veita skilnað, en telja má víst
að það hafi fyrst og fremst verið hluti
af leiknum. Hið sama gildir örugglega
um tilburði hans í þá átt að sækja um
prestsembætti, en sagt var að einu
sinni hafi hann ætlað að sækja um
slíkt þegar Hofteigur var laus. Ætlaði
hann að fara suður og biðja biskup um
vígslu en sagðist hafa orðið of seinn
því skömmu síðar var prestakallið
veitt.
Þeir sem segja frá Halldóri Hómer
eru sammála um að hann hafi verið af-
bragðs leikari, en aldarhátturinn ekki
gert honum kleift að stunda þá list.
Hann hafi verið of snemma á ferð, eins
og Sigurbjörn Snjólfsson segir frá í
viðtali:
… ef að hann hefði verið svona 70
árum seinna á ferðinni, þá hefði hann
sennilega verið kominn í tölu þeirra
sem að leika í Þjóðleikhúsinu því hann
var áreiðanlega fæddur leikari. Hann
var fæddur leikari, en þá var nú ekki
aðstaða til þess að þróa eða þroska þá
list með mönnum. En hann var þannig
að hann var eiginlega alltaf að leika.
Hann var alltaf að leika, allt sitt líf.
Sagnamenn og skemmtikraftar
Í bókinni Á mörkum mennskunnar – Viðhorf
til förufólks í sögnum og samfélagi fjallar þjóð-
fræðingurinn Jón Jónsson um þær frásagnir
sem til eru af sérkennilegu fólki og fátæku
förufólki sem flakkaði um landið fyrr á öldum.
Ljósmynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Björn Jónsson sem kallaður var Bjössi sólskinsauga eða Björn búfræðingur.
Teikning/Vigfús Sigurðsson/Ásbúðarsafn
Halldór Þorkelsson, sem kallaður
var Halldór Hómer.