Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018
ÍSLENDINGASÖGUR
Sýning í tali og tónum, byggð á sögum Íslendinga fyrr og nú,
ofin í myndrænan ljósagjörning.
Aðgangur að sýningunni er ókeypis en boðsmiða má nálgast á
vef Hörpu, harpa.is/fullveldi eða í síma 528 5050. 1000 miðar
eru í boði og má hver og einn skrá sig fyrir tveimur miðum.
Að sýningunni standa forsætisráðuneytið í samstarfi við
Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hörpu og RÚV.
Nánari upplýsingar á fullveldi1918.is og harpa.is
SINFÓNÍSK SAGNASKEMMTUN
HÁTÍÐARVIÐBURÐUR Í ELDBORG HÖRPU
FULLVELDISHÁTÍÐ 1. DESEMBER 2018
orðfæri og hugtök sem notuð voru um
heyskapinn og hægt væri að skrifa
heila bók um. Það sem sumir kalla að
snúa tala aðrir um að fætla hey eða
tætla það. Ég kenndi þessa grein í all-
mörg ár og þurfti þá að gæta að því
hvaða orð væru notuð svo allir skildu
um hvaða verk var verið að ræða.
Nemendur komu með nöfn heiman að
frá sér og þá sá maður mun á milli
sveita um það hvaða orð voru notuð,“
segir Bjarni.
Tilgangurinn er enn hinn sami
Í byrjun tuttugustu aldar voru hey-
skaparverkfærin ekki margbrotin,
eins og fram kemur í bókinni: Orf og
ljár, hrífa og reipi; fátt annað á flest-
um bæjum. En árangurinn náðist
með mikilli vinnu. Margt sem ein-
kenndi heyskap aldanna var enn tíðk-
að.
Bjarni líkir breytingunum í hey-
skap á tuttugustu öldinni og raunar
öllum búskap við byltingu – eða bylt-
ingar. Líklega myndi aldamótabónd-
inn 1901 fátt hafa þekkt hefði hann
komið út í flekk hjá stéttarbróður sín-
um einni öld síðar. „Sama sólin skein
þeim að vísu og golan var söm við sig
en völlurinn annar og heylyktin líka
svo ólík sem töðuangan nútímans er
ilmi útheys fyrri tíma,“ skrifar
Bjarni.
Fólk sem er að alast upp í sveitum í
dag kann lítil skil á gömlu vinnu-
brögðunum en veit allt um rúllu-
baggatækni og stæðuheyskap. En til-
gangur heyverkanna er enn hinn
sami: Að afla vetrarfóðurs sem að
magni og gæðum svarar til krafna
búfjárins er heysins bíður að vetri,
eins og Bjarni bendir á.
Óþurrkasumrin hurfu að mestu
Bjarni segir að mesta breytingin á
síðustu öld hafi verið koma drátt-
arvélanna. Þegar nýtt afl nýttist við
heyskapinn, sérstaklega við sláttinn.
Byltingartíminn var að hans sögn á
árunum 1945 til 1955. Kaupamenn-
irnir voru farnir í aðra vinnu og þá
vantaði vél til að leysa þá af hólmi.
Um leið hafi bændur verið leystir úr
álögum.
Hann nefnir rúllubaggatæknina
sem kom löngu síðar. „Þá nærri því
hurfu óþurrkasumrin,“ segir Bjarni.
Hvernig væri umhorfs í sveitum
nú, eftir óþurrkasumarið 2018 sunn-
anlands og vestan ef nútímatækni
nyti ekki við? „Það væri til mikið af
skemmdu heyi, síðslegnu og mygluðu
og heybrunar algengir frá miðjum
september og fram í nóvember. Síðan
væru menn að gefa myglað hey fram
eftir öllum vetri, skepnum og sjálfum
sér til heilsutjóns,“ svarar Bjarni.
Á sama tíma er verið að flytja hey
frá Norðurlandi til Noregs. „Það sýn-
ir okkur hversu auðvelt er, ef réttar
aðstæður eru, að rækta gras og verka
hér á landi. Ísland er grasræktarland,
fyrst og fremst. Þá sýnir þetta að við
höfum yfir að ráða góðri verktækni,
rúllubaggatækninni, sem flutt var til
landsins en löguð hefur verið að ís-
lenskum aðstæðum,“ segir Bjarni.
Byltingar í tækni við heyskapinn
Vélarnar leystu kaupamennina af hólmi Nú getur bóndinn aflað heyja og gefið skepnum sínum
án þess nokkru sinni að snerta heyið Bjarni Guðmundsson segir frá heyskaparháttum í nýrri bók
Ljósmynd/Magnús Þór Hafsteinsson – Vesturland
Upplestur Bjarni Guðmundsson kynnir bók sína, Íslenskir heyskaparhættir, á Ólafsdalshátíð í sumar.
Ljósmynd/Páll Jónsson
Hópvinna Heimilisfólk í Vigur í Ísafjarðardjúpi rakar heyi í föng.
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þeirri breytingu sem varð í sveitum
landsins á tuttugustu öld þegar vélar
leystu af hólmi mannaflsfreka hey-
skaparhætti sem höfðu lítið breyst í
rás aldanna er lýst í bók Bjarna Guð-
mundssonar, Íslenskir heyskapar
hættir. Nú er svo komið að bændur
geta aleinir aflað fóðurs til vetrarins
og gefið skepnum sínum, án þess
nokkru sinni að snerta heyið.
„Heyskapur var alltaf undirstaðan
í lífi þjóðarinnar, á meðan 75% henn-
ar eða jafnvel meira bjuggu í sveitum
eða höfðu landbúnað sem meginfram-
færslu. Vinsælt er að draga fram
þjóðsöguna um Hrafna-Flóka sem
var svo áhugasamur um veiðar í
Vatnsfirði að hann gleymdi að afla
heyja og sinna öðrum undirbúningi
fyrir veturinn svo kvikfé hans féll og
hann yfirgaf landið. Ég er fæddur í
lok handverkstímans og langaði til að
gera skil þeim stórkostlegu breyt-
ingum sem orðið hafa,“ segir Bjarni.
Rifjar hann upp að þegar hann var að
alast upp á Kirkjubóli í Dýrafirði hafi
verið til ein rakstrarvél og öll störf
unnin með hestum og höndum. Nú sé
allt unnið með vélum á bænum.
Heyi snúið eða tætlað
Bjarni hefur afburðaþekkingu á
efninu því hann var allan sinn starfs-
aldur kennari við Bændaskólann á
Hvanneyri og Landbúnaðarháskóla
Íslands og vann að rannsóknum á
heyverkun og heyskapartækni. Hann
hefur miðlað þekkingu sinni í nokkr-
um bókum á undanförnum árum.
Bókin Íslenskir heyskaparhættir er
systurbók Íslenskra sláttuhátta og
áður hefur hann sent frá sér vinsælar
bækur um dráttarvélar og innreið
vélanna. Bjarni er byrjaður að vinna
að bók um nátengt efni, ræktun túna
og engjabætur og vinnubrögð við það.
„Margt er hægt að skoða í hey-
skapnum. Það var til dæmis á tímabili
heil stétt kaupamanna við þetta og
heil stétt kaupakvenna. Síðan er það
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum Súgþurrkunin er meðal áhrifa-mestu breytinga við heyverkun á
tuttugustu öldinni. Hún er hug-
mynd frá Bandaríkjunum sem lög-
uð var að íslenskum aðstæðum. Í
bók Bjarna kemur fram að
tækninni var komið upp á vel-
flestum búum landsins og var
ríkjandi heyverkunarháttur frá
seinni hluta sjötta áratugarins og
fram yfir árið 1990. „Þessi aðferð
var svo útbreidd að Íslendingar
voru heimsmeistarar í notkun
hennar,“ segir Bjarni. Hann segir
að færa megi rök að því að súg-
þurrkun sé ein umhverfisvænasta
verkunaraðferð heys sem þekkist.
Notuð er endurnýjanleg orka, raf-
afl, til að þurrka heyið í hlöðunum
og stytta með því dvalartíma heys-
ins á velli. Við bætist að jarðvarmi
var víða notaður og það er sér-
íslensk aðferð. Mikil vinna sparast,
miðað við fyrri aðferðir, og fóð-
urgæði súgþurrkaðrar töðu eru
jafnframt mikil.
Umhverfisvænasta
aðferðin mikið notuð
Ljósmynd/Ólafur Guðmundsson
Hirðing Mokað í blásara eins og algengt var á sínum tíma. Pilturinn „á stútn-
um“ í hlöðugatinu stjórnaði dreifingu heysins. Myndin er frá Hvanneyri.