Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 xton™ heyrnartækin gera meira en að hjálpa þér að heyra betur. u opna nýjar leiðir í samskiptum, rjúfa þögnina og gefa tóninn. u auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu rnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin Re Þa Þa he HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is y Í yfirlýsingu sveitar- félaga á höfuðborgar- svæðinu og samgöngu- ráðherra frá 21. sept. sl. er greint frá sam- starfshópi sem „er ætl- að að skila tillögum sem eyða muni flösku- hálsum“ og á hópurinn að skila tillögum í síð- asta lagi 15. nóvember næstkomandi. Hér er sett fram til- laga fyrir samstarfshópinn til að skoða og tjá sig um ef svo verkast. Undirritaður sér gatnamót Miklu- brautar við Grensásveg sem stærsta flöskuháls umferðarinnar á höf- uðborgarsvæðinu. Að þeim gatna- mótum kemur umferð án truflunar (þ.e. á leiðinni eru bara mislæg gatnamót) frá: – Korputorgi á Vesturlandsvegi, aðallega umferð frá Mosfellsbæ og Vesturlandi – Víkurvegi við Vesturlandsveg þar sem stór hluti umferðar frá Grafarholti, Úlfarsárdal og Grafar- vogi kemur inn á Vesturlandsveg – Rauðavatni á Suðurlandsvegi þar sem umferð frá austurhluta Kópavogs og Árbæjar og mestöllu Norðlingaholti kemur inn á Suður- landsveginn – Höfðabakkagatnamótum þar sem umferð frá stórum hluta Ár- bæjar og Grafarvogs og austurhluta Breiðholts kemur inn á Vestur- landsveginn – Mislægum gatnamótum Reykjanesbrautar við Breiðholts- braut þar sem stór hluti umferðar frá Breiðholti, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði hefur safnast saman Ofangreind umferð sem stoppar á ljós- unum við Grensásveg er að fara til miðborgar Reykjavíkur og er hér áætlað gróft að um helmingur umferð- arinnar sé að fara að Umferðarmiðstöðinni við Hringbraut þar sem eru í næsta ná- grenni Landspítalinn, háskólarnir tveir, Vatnsmýrin og flug- völlurinn svo fátt sé nefnt og svo miðbær Reykjavíkur í Kvosinni. Þessi umferð er að hríslast með til- heyrandi flöskuhálsum eftir Miklu- braut um gatnamót Grensásvegar, Háaleitisbrautar, Kringlumýrar- brautar, Lönguhlíðar og Snorra- brautar og væri það til bóta ef um- ferðin að Umferðarmiðstöðinni kæmist fram hjá þessum nefndu gatnamótum. Tillaga undirritaðs er sú að byggð verði jarðgöng frá Grensásvegi og að Umferðarmiðstöðinni (þar mætti byggja veglegt bílastæðahús) og væru slík jarðgöng rúmlega þrír kílómetrar á lengd. Með þeim væri mjög létt á núver- andi gatnamótum á leiðinni (flösku- hálsar ættu að minnka mikið) og flöskuhálsinn austan við Grensásveg ætti einnig að styttast verulega, en sem dæmi nær hann norður fyrir Korputorg flesta virka morgna ca á milli kl. 7.30 og 8.30 og er þar um að ræða um sjö kílómetra langa bíla- lest. Þessi jarðgöng gætu verið tveggja akreina göng sem væru ekin til vesturs fyrri part dags og til austurs seinni part dags. Slík jarð- göng er hér áætlað að kosti um tvo milljarða kr./km sbr. tilboð í Dýra- fjarðargöng og nýja kostnaðar- áætlun fyrir ný Hvalfjarðargöng og ættu því umrædd jarðgöng undir Miklubraut að kosta sjö til átta milljarða króna, sem er ekki há upp- hæð miðað við fjárhæðir sem hafa verið nefndar í þessu sambandi. Þar vil ég sérstaklega nefna nýlega áætlun Reykjavíkurborgar (jan. 2018) um gerð umferðarstokks und- ir Miklubraut frá Snorrabraut og austur fyrir Kringlu og er kostn- aður í frummati áætlaður 21 millj- arður króna, en með jarðgöngum frá Grensásvegi að Umferð- armiðstöðinni væri slíkur umferð- arstokkur óþarfur. Þessi jarð- stokkur gerir ekki neitt fyrir umferðina við gatnamót Grensás- vegar og Háleitisbrautar við Miklu- braut. Jafnframt þessari tillögu um jarð- göng tel ég rétt að skoðað verði að gera jarðgöng sem byrjuðu á Kringlumýrarbraut sunnan við Bú- staðaveginn og lægju að ofan- greindum jarðgöngum með teng- ingu við þau rétt vestan við gatna- mót Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar, lengd þeirra jarðganga væri tæpur kólómetri. Með slíkum jarðgöngum væri umferð frá stórum hlutum Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar gert kleift að komast að miðbæ Reykjavíkur án þess að fara um gatnamót Kringlumýrar- brautar við Bústaðaveg, Listabraut, Hamrahlíð og Miklubraut og án þess að fara um vestasta hluta Miklubrautar og gatnamót hennar við Lönguhlíð og Snorrabraut. Samtals myndu þessi jarðgöng kosta um 10 milljarða króna. Ýmislegt getur skotið þessa til- lögu undirritaðs í kaf, t.d. léleg klöpp og dýpi á klöpp og hvernig jarðgangagerð gæti gengið undir byggð á jarðgangaleiðinni. En ef engin stór vandamál eru við gerð jarðganganna hlýtur þessi til- laga að teljast þess virði að hún sé skoðuð frekar og er það hér lagt í hendur samstarfshópsins sem á að leggja fram tillögur til að eyða flöskuhálsum á höfuðborgarsvæð- inu. Svo eru það veggjöldin. Fyrir samgönguráðherra starfar nefnd og er að undirbúa tillögur varðandi veggjöld. Væru ekki umrædd jarðgöng gott dæmi að skoða varðandi veggjöld? Hér væri ökumönnum boðið að fara þrjá kílómetra án tafasamra gatna- móta fyrir hófstillt veggjald, t.d. 100 kr. fyrir ferðina, sem samsvarar stuttu bílastæðagjaldi í miðborginni. Dæmi: Ef 10 þús. bílar fara um göngin á sólarhring og hver borgar 100 kr. fyrir ferðina gerir það 365 milljónir kr. á ári í veggjöld sem samsvarar gróft vaxtakostnaði af 10 milljarða króna framkvæmd. Vænt- anlega yrði umferð um umrædd jarðgöng nær 15 þús./b/shr. og myndu þá veggjöldin greiða niður framkvæmdina. Að lokum: Umrædd jarðgöng ættu að fækka til muna slysum á öll- um gatnamótum Miklubrautar. Flöskuhálsar og veggjöld Eftir Bjarna Gunnarsson » Tillaga undirritaðs er sú að byggð verði jarðgöng frá Grensás- vegi og að Umferðar- miðstöðinni (þar mætti byggja veglegt bíla- stæðahús) og væru slík jarðgöng rúmlega þrír kílómetrar á lengd. Bjarni Gunnarsson Höfundur er umferðar- verkfræðingur. Tillaga um að minnka gegnumstreymisumferð á Miklubraut með jarðgöngum frá Grensásvegi að Umferðarmiðstöðinni Miklabraut Bústaðavegur Hringbraut Kortagrunnur 2018 - Borgarvefsjá Útfært af BG / Hnit hf - Nóvember 2018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.