Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fíknisjúk-dómar hafasett mark
sitt á íslenskt
samfélag á þessu
ári. Í frásögnum af ástandinu
kemur ekki aðeins fram
hversu erfitt er að losa um tök
fíknarinnar, heldur er dregin
upp mynd af skuggalegum
heimi þar sem ofbeldið er
skefjalaust og einskis er svif-
ist.
Vigfús Bjarni Albertsson
prestur vakti athygli á
ástandinu á félagsmiðlum þar
sem hann sagðist hafa í starfi
sínu kynnst ótrúlegum frá-
sögnum. „Nýlega las ég frá-
sögn manns sem lýsti því þeg-
ar allir fingur hans voru
brotnir; einn af öðrum,“ skrif-
aði Vigfús Bjarni í færslu
sinni um aðfarir handrukkara.
„Þetta stóð í kveðjubréfinu,
en sá sem skrifaði var maður í
vímuefnanotkun og með hugs-
uninni rökstuddi hann sig út
úr lífinu.“
Í viðtali við Morgunblaðið á
mánudag sagði Vigfús Bjarni
að segja mætti að „allt þetta
ár hafi fíknisjúkdómar verið
faraldur á Íslandi“.
Í frétt í Morgunblaðinu í
gær sagði Valgerður Rúnars-
dóttir, yfirlæknir á Vogi, að
dauðsföllum hjá yngri sjúk-
lingum hefði fjölgað mikið síð-
ustu misseri og erfitt væri að
horfa upp á það.
Í fréttinni kom fram að und-
anfarin þrjú ár hefðu verið
sérlega slæm. 27 manns undir
fertugu létust árið 2016, 25 í
fyrra og á fyrstu tíu mánuðum
þessa árs hefðu 27 manns látið
lífið fyrir fertugt af þeim sem
komið hefðu í meðferð hjá
SÁÁ.
Valgerður dregur upp
dökka mynd af ástandinu og
segir verst að ekki sé nóg bol-
magn til að grípa fyrr inn í en
gert er. „Vandinn versnar
bara,“ segir hún. „Svo þarf að
hjálpa fólki að komast í virkni,
að komast í vinnu til að hugsa
um sínar fjölskyldur. Fólk
sem kemur til okkar á flest
börn svo það er gríðarlega
mikilvægt fyrir samfélagið að
sinna þessum hópi.“
Jón Kristján Magnússon,
yfirlæknir á bráðadeild Land-
spítalans, segist hafa orðið
var við aukna hörku í fíkni-
efnaheiminum á undanförnum
fimm árum. Í einstaka tilvik-
um sé augljóst að um alvar-
lega handrukkun hafi verið að
ræða, en vandinn sé iðulega sá
að fórnarlömbin séu hrædd
við árásarmennina og þori
ekki að segja hvað gerðist í
raun.
Með einhverjum hætti þarf
að brjóta þetta
ógnarvald glæpa-
manna á bak aftur.
Það er vissulega
hægara sagt en
gert og handrukkarar eru síð-
ur en svo nýtt fyrirbæri, en
það er ótækt að yfirvöld séu
ráðalaus gagnvart glæpa-
mönnum þannig að þeir geti
haldið fórnarlömbum sínum í
greipum skelfingar án að þau
þori að leita réttar síns. Það
er fokið í flest skjól ef réttar-
ríkið getur ekki veitt fólki
vernd fyrir ofbeldi og yfir-
gangi.
Jón Kristján segir að neysl-
an sé orðin almennari og hjá
breiðari hópi ungs fólks en áð-
ur og aðgerðir verði að taka
mið af því. „Við þurfum að
beina spjótum að þjóðfélaginu
almennt, á sama hátt og við
gerðum með unglingadrykkju
á árum áður. Það þarf heild-
rænt þjóðarátak til að ná
árangri í þessum málum,“
segir hann.
Vigfús Bjarni talar á svip-
uðum nótum. „Ég hef heldur
enga sérstaka trú á því að
stofnanir eða hið opinbera
kerfi breyti neinu nema rétt á
yfirborðinu,“ segir hann og
bætir við: „Eigi að verða
hreyfing þarf frumkvæði frá
fólkinu í grasrótinni.“
Margir þættir valda því að
ástandið í þessum málum hef-
ur versnað á undanförnum ár-
um. Ópíóðar hafa skilið eftir
sig sviðna jörð víða í Banda-
ríkjunum og er talað um neyð-
arástand. Hér hafa lyfseðils-
skyld lyf einnig valdið miklum
skaða. Svo virðist einnig sem
leiðin á botninn sé mun styttri
en áður var. Ekki líður langur
tími frá því neysla hefst þar til
allt er komið í óefni. Það er
nauðsynlegt að umræða um
þessi mál verði opin og hrein-
skilin þannig að ekki fari á
milli mála hvað neysla fíkni-
efna getur haft í för með sér.
Það er stutt frá fikti í fíkn.
Þá þurfa úrræðin að vera í
takt við vandann. Ýmislegt
hefur vissulega verið gert til
að hjálpa fíklum og meira
stendur til. Ástandið er hins
vegar ískyggilegt. Undanfarið
hefur staðið yfir undirskrifta-
söfnun til stuðnings auknum
fjárframlögum til starfsemi
Vogs. Ítrekað hefur komið
fram að þar eru að jafnaði um
600 manns á biðlista eftir að
komast í meðferð. Það er stórt
skref að leita sér loks hjálpar
og biðin á þessum lista getur
verið afdrifarík.
Það þarf að bregðast við
þessum skæða faraldri fíkni-
sjúkdóma með öllum tiltækum
ráðum.
Leiðin frá fikti í fíkn
getur verið stutt}Faraldur fíknisjúkdóma
F
ormaður Samfylkingarinnar lagði
nýlega fram þingsályktunar-
tillögu um aðgerðaáætlun í hús-
næðismálum, þar sem lagt er til
að brugðist sé við alvarlegu
ástandi og að stjórnvöld komi að byggingu
5.000 leiguíbúða til að mæta skorti á húsnæði.
Skilaboðin eru skýr; formaður Samfylking-
arinnar hefur ekki trú á því að vinstri meiri-
hlutinn í Reykjavík standi við skyldu sína um
að tryggja nægjanlegt framboð á byggingar-
lóðum á hagstæðu verði. Hann virðist heldur
ekki hafa trú á því að flokksbróðir hans, borg-
arstjórinn í Reykjavík, standi við gefin loforð
um fjölda nýrra íbúða í höfuðborginni.
Kannski ekki að undra þar sem loforðin eru
endurunnin frá síðasta kjörtímabili enda ekki
við þau staðið.
Það er öllum ljóst að það ríkir vandi á hús-
næðismarkaði. Vandinn er fyrst og fremst framboðs-
vandi, ekki síst vegna skorts á byggingarlóðum á hag-
stæðu verði. Ábyrgðin er sveitarstjórna og mörg hafa
staðið undir þeirri ábyrgð. Önnur hafa ekki sinnt sínum
skyldum eins og formaður Samfylkingarinnar virðist
átta sig á.
Stjórnvöld eiga að tryggja raunverulegt valfrelsi í
húsnæðismálum. Í nýlegri skýrslu Íbúðalánasjóðs kem-
ur fram að langflestir (92%) vilja búa í sínu eigin hús-
næði. Þannig byggir fólk upp fjárhagslegt öryggi og
sjálfstæði, eitthvað sem vinstri flokkunum hugnast illa.
Það kann að henta sumum að vera í leiguhúsnæði til
skemmri tíma, t.d. ungu fólki í námi. Aðrir vilja hrein-
lega búa í leiguhúsnæði og líta á það sem
ákveðið frelsi frá fjárhagslegum skuldbind-
ingum. Stefna stjórnvalda á hins vegar ekki
að einblína á það að byggja ótakmarkað magn
af leiguhúsnæði, heldur eiga stjórnvöld að
gera það sem þau geta – og innan skyn-
samlegra marka – til að aðstoða einstaklinga
við að eignast sitt eigið húsnæði.
Ríkisvaldið getur gert sitt með því að
breyta og eftir tilvikum afnema óþarfar
reglugerðir og minnka kostnað við íbúðar-
kaup. Áður hefur verið bent á það að með
breyttum byggingarreglugerðum sé hægt að
lækka byggingarkostnað um 15-20%, án þess
að skerða öryggi, aðgengi og gæði bygginga.
Stimpilgjald er kostnaðarliður sem þarf að
afnema og skapa þannig heilbrigðara um-
hverfi á fasteignamarkaði. Af 35 milljóna
króna íbúð þarf að greiða tæpar 300 þúsund
krónur í stimpilgjald til ríkisins. Þessi tilgangslausi
skattur bitnar ekki einungis á ungu fólki heldur líka öll-
um þeim sem hyggjast hreyfa sig á húsnæðismarkaði,
t.d. eldra fólki sem vill minnka við sig svo tekið sé dæmi.
Ég hef aftur lagt fram frumvarp um afnám stimpil-
gjalda vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði, ekki
bara vegna fyrstu íbúðarkaupa heldur almennt allra ein-
staklinga. Ég vonast til þess að hægt verði að klára
frumvarpið á yfirstandandi þingi. Þannig stígum við
stórt skref í átt að betri húsnæðismarkaði.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Afnemum stimpilgjald
Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálf-
stæðisflokksins. aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Atvinnulausum útlendingumá vinnumarkaði hefurfjölgað í nokkrum mæli ogjafnt og þétt á umliðnum
mánuðum. Eru þeir nú réttur þriðj-
ungur allra atvinnuleitenda, voru um
eitt þúsund í október fyrir ári en
hafði fjölgað á atvinnuleysisskrám í
1.558 um seinustu mánaðamót.
Flestir erlendu ríkisborgararnir
sem eru á atvinnuleysisskrá um þess-
ar mundir koma frá Póllandi eða 863,
sem er um 55% allra erlendra ríkis-
borgara á atvinnuleysisskrá, skv.
Vinnumálastofnun. Því næst koma
Litháar og Lettar, en færri af öðru
þjóðerni.
Pólverjar eru sem kunnugt er
langfjölmennastir meðal erlendra
ríkisborgara sem búsettir eru á ís-
landi en í nýjum tölum Þjóðskrár
kemur fram að þeir eru nú um 19
þúsund talsins af alls 43.726 útlend-
ingum sem búsettir eru á Íslandi og
fjölgaði þeim um rúmlega tvö þúsund
frá 1. desember sl.
Karl Sigurðsson, sérfræðingur
hjá Vinnumálastofnun, segir að fjölg-
un útlendinga á atvinnuleysisskrá sé
ekki stórvægileg frá því sem verið
hefur en aukningin sé þó nokkur og
ætla megi að hún geti verið til marks
um upphaf að einhverjum samdrætti
og uppsögnum sem tengjast ferða-
þjónustunni og mögulega bygging-
ariðnaðinum að einhverju leyti.
„Ef þetta er eitthvað annað en
árstíðarsveifla og upphaf að ein-
hverjum samdrætti má auðvitað bú-
ast við að þetta geti verið vaxandi
vandi en það er erfitt að segja til um
það núna.“
Nú er hlutfallslega mun meira
atvinnuleysi meðal útlendinga en Ís-
lendinga hér á landi eða 5,1% sam-
anborið við 2,4% atinnuleysi á öllum
vinnumarkaðinum. Ríflega helm-
ingur allra erlendra ríkisborgara sem
eru á atvinnuleysisskrá eru skráðir
verkamenn eða tæplega 800 alls. Stór
hópur eða um 250 unnu við þjón-
ustustörf og 131 við sölu- og af-
greiðslustörf. Um 200 atvinnulausir
útlendingar voru við störf í mann-
virkjagerð, 290 störfuðu á veitinga-
og gistihúsum og 233 við ýmsa sér-
hæfða þjónustu samkvæmt skrám
Vinnumálastofnunar.
Meirihluti erlendra ríkisborgara
sem eru án atvinnu í dag eru karlar.
Ríflega helmingur atvinnulausra út-
lendinga hefur lokið námi eftir
grunnskóla og er með einhverja
framhaldsmenntun. Tæplega 200 eru
menntaðir í iðngreinum og 309 eru
háskólamenntaðir.
Athygli vekur að tæplega helm-
ingur allra erlendra ríkisborgara sem
voru á atvinnuleysisskrá um seinustu
mánaðamót hefur verið án atvinnu í
sex mánuði eða lengur og þar af hafa
338 verið án atvinnu og í atvinnuleit
lengur en í eitt ár.
Að sögn Karls hafa útlendingar
um talsverðan tíma verið rúmlega
tuttugu prósent í hópi langtíma-
atvinnulausra, þ.e. þeirra sem hafa
verið án atvinnu í eitt ár eða lengur.
Langflestir útlendingar sem
koma til starfa á Íslandi koma frá
löndum sem tilheyra sameiginlega
evrópska vinnumarkaðinum og vinna
sér inn bótarétt með sama hætti og
Íslendingar, eftir að hafa verið í
ákveðinn tíma á vinnumarkaði. Þeir
sem hafa verið í fullri vinnu samfleytt
í tólf mánuði eiga fullan bótarétt ef
þeir missa vinnuna og skrá sig at-
vinnulausa.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær hefur atvinnuleysi á
landinu aukist nokkuð að undan-
förnu. Karl Sigurðsson segir engar
stórkostlegar breytingar þó blasa
við. Ennþá sé verið að flytja inn
fjölda starfsfólks í gegnum starfs-
mannaleigur til starfa í byggingar-
iðnaði. Þar er allt í fullum gangi enn
sem komið er og búist við að svo verði
fram á næsta ár. Í ferðaþjónustunni
hafa verið sveiflur á milli mánaða og
ekki alveg ljóst hvað er framundan að
mati Karls en könnun meðal stærstu
fyrirtækja bendir þó til þess að það
muni hægja töluvert mikið á á næstu
sex mánuðum að sögn hans. „Við
reiknum ekki endilega með neinum
snörpum samdrætti en að þenslan
eða aukningin sé kannski að stöðv-
ast.“
Útlendingar nú þriðj-
ungur atvinnulausra
Fjöldi á atvinnuleysisskrá eftir ríkisfangi
Þróun síðustu 2 árFjöldi Hlutfall af öllum
1.200
1.000
800
600
400
200
0
40%
30%
20%
10%
0%
Pólverjar Aðrir erlendir ríkisborgarar
september 2016 september 2018
Heimild: Vinnumálastofnun
Hlutfall erlendra ríkisborgara
af öllum á atvinnuleysisskrá
Erlendir ríkisborgarar á atvinnuleysisskrá
700
600
500
400
300
200
100
0
Stjórnendur
og sérfr.
Sér-
menntaðir
Skrifstofu-
fólk
Þjónustu-
störf
Sölu- og
afgr.störf
Iðnaðar-
menn
Vélafólk Verkafólk Annað/óvíst
48 47 52
250
131 127
61
793
49
H
ei
m
ild
: V
in
nu
m
ál
as
to
fn
un
Fjöldi eftir starfsstéttum í október 2018