Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 56
56 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018
SMÁRALIND – KRINGLAN
Fyrir kokkinn á heimilinu
Skurðabretti
Ofnhanskar
Svuntur
Ævar Austfjörð, bryti á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum, á 50ára afmæli í dag. Hann er lærður kjötiðnaðarmaður ogmatartæknir, en matartæknir er kokkur fyrir fólk sem er á
sérfæði t.d. vegna sjúkdóma eða ofnæmis.
Ævar heldur uppi merkjum kjötsins og fyrir akkúrat fimmtán mán-
uðum ákvað hann að neyta einungis kjöts. „Það eru engar reglur í
þessu en markmiðið er að útiloka plöntufæðu. Ég hef ekki enn fundið
gilda ástæðu til að hætta þessu. 99% þess sem ég borða er lamb og
naut, ég borða örsjaldan ost egg og fisk og enn sjaldnar svínakjöt eða
kjúkling. Ég hef tvisvar tekið máltíðir þar sem ég hef fengið mér ör-
lítið meðlæti og einu sinni eftirrétt. Það var ekki að gera neitt fyrir
mig annað en að ég svaf illa nóttina á eftir.“
Í tilefni af stórafmælinu fór Ævar til Spánar með fjölskylduna, þ.e.
konu, börn, barnabarn, foreldra og annan tengdasoninn en hinn
komst ekki, en í dag tekur hann sér frí í vinnu í tilefni dagsins „Það
verður vinahittingur í kvöld og svo verður opin æfing hjá Karate-
félagi Vestmannaeyja, þar sem ég er formaður og þjálfari. Planið er
að endurtaka hverja æfingu 50 sinnum.“
Eiginkona Ævars er Ása Sif Tryggvadóttir, aðstoðarmatráður á
Sjúkrahúsinu og næstráðandi í eldhúsinu þar. Börn Ævars eru
Elsa Lind og Kolfinna Mist og barnabarn Ævars og dóttir Elsu er
Harpa Lind og annað barn Elsu er á leiðinni. Stjúpbörn Ævars eru
Tryggvi Trausti og Erla Donna.
Kjötkallinn „Móðir allra steika, spikfeit og hnausþykk nauta-ribeye.“
Í fimmtán mánuði
verið á kjötfæði
Ævar Austfjörð er fimmtugur í dag
K
ristján Tómas Ragn-
arsson fæddist í Vest-
urbæ Reykjavíkur
15.11. 1943. Hann lauk
stúdentsprófi frá MR
1963 og læknanámi við HÍ 1969,
stundaði framhaldsnám í orku- og
endurhæfingarlækningum við New
York-háskóla 1971-75 og lauk
bandarísku sérfræðiprófi 1976.
Kristján var sérfræðingur á
Landspítalanum 1975-76, var skip-
aður aðstoðarprófessor við lækna-
skóla New York-háskóla haustið
1976, var síðan skipaður prófessor
og deildarforseti endurhæfing-
ardeildar Mount Sinai-læknaskólans
og yfirlæknir deildarinnar við Mo-
unt Sinai-sjúkrahúsið 1986 og sinnti
þeim störfum til 2016.
Kristján var í sveit á sumrin en á
námsárunum vann hann við Timb-
urverslun Völundar, var í bygging-
arvinnu, upp- og útskipun við höfn-
ina, vann í grjótnámi Sementsverk-
smiðjunnar í Hvalfirði, var á togar-
anum Mars og í hvalskurði í fjögur
sumur hjá Hval hf. Hann lék körfu-
bolta með KR og var fyrirliði bik-
armeistara KR 1969 og 1970 og
stundaði hestamennsku.
Með læknanáminu og fyrst eftir
útskrift sinnti hann afleysingum
lækna á Þórshöfn, Vopnafirði, í
Hafnarfirði, Bolungavík, á Ísafirði
og í Súgandafirði og var í sérnámi
sem kennari nema í sjúkra- og iðju-
þjálfun og í stoðtækjasmíði við New
York-háskóla.
Kristján hefur einkum getið sér
orð fyrir þekkingu á meðferð fólks
með mikla og langvarandi fötlun.
Hann hefur um áratuga skeið verið
talinn meðal helstu sérfræðinga
heims í meðferð fólks með mænu-
skemmdir. Hann hefur hlotið fjölda
rannsóknastyrkja, ritað nær 180
greinar og bókarkafla um lækn-
isfræðileg efni og haldið hátt á ann-
að hundrað fyrirlestra víða um heim.
Kristján hefur verið kjörinn for-
seti ýmissa bandarískra lækna-
samtaka og gegnt formennsku í
fjölda nefnda, fyrir Mount Sinai og
ýmis samtök. Hann hefur hlotið
æðstu verðlaun allra helstu samtaka
bandarískra lækna í hans sérgrein,
var margsinnis kjörinn af öðrum
læknum sem einn af bestu læknum
New York og Bandaríkjanna allra.
Kristján hefur unnið mikið að því
að styrkja samskipti Íslands og
Bandaríkjanna og var heiðraður
með Cobb-verðlaunum Fulbright-
Kristján Tómas Ragnarsson, læknir og prófessor í New York – 75 ára
Fjölskyldan Kristján Tómas og eiginkona hans, Hrafnhildur, með börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum.
Einn virtasti endurhæf-
ingarlæknir í Ameríku
Á Íslandi Kristján og Hrafnhildur.
Neskaupstaður Draumey
Júlía fæddist 18. janúar 2018.
Hún vó 4.505 g og var 52,5 cm
að lengd. Foreldrar eru Magda
Pabisiak og Bjarki Fannar
Birkisson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.