Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 53
ásamt mökum þeirra og börnum
færðu henni mikla lífsfyllingu og
gleði.
Við kveðjum frænku okkar
með virðingu og þakklæti og
sendum Agli, Sveini Yngva og
Tryggva Þóri og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðar-
kveðjur.
Tryggvi, Stefán,
Haraldur og Magnús.
Brynja Tryggvadóttir, eða
Stella frænka eins og hún var
kölluð, hefur nú kvatt þetta líf
eða tilverustig, eins og afi
Tryggvi hefði viljað kalla það.
Mig langar að minnast hennar í
nokkrum orðum, því hún var
mér náin, kær og ómetanleg
stoð yfir langan tíma. Eftir frá-
fall föður míns og bróður henn-
ar var hún mér nánast sem önn-
ur móðir. Stella tók mér
unglingnum alltaf opnum örm-
um, sem oft var þaulsætin á síð-
kvöldum í alls konar fullorðins-
spjalli. Síðar var elsta dóttir mín
kærkomin á heimili hennar og
átti góðar stundir með sonar-
dætrum hennar. Ég tel mig hafa
kynnst vel persónuleika hennar
og gildismati, sem var mér fal-
leg fyrirmynd. Hún hafði þægi-
lega nærveru, bar sig tígulega
og fötin voru fallegri á henni en
öðrum. Brynja lifði hófsömu lífi,
var mikill fagurkeri og bar
heimili hennar þess glöggt
merki. Hún unni bókmenntum
og las mikið, en tónlistin var
hennar ástríða. Hún nam píanó-
leik hjá Árna Kristjánssyni, en
bætti síðar við sig námi hjá
Margréti Eiríksdóttur, til að
gera píanókennslu að sínu ævi-
starfi. Hún kenndi bæði á heim-
ili sínu og í Nýja tónlistarskól-
anum, þar sem hún eignaðist
góða vini. Sjálf elskaði hún að
spila á flygilinn sinn heima í
stofu. En í stóra samhenginu
vafðist forgangsröðunin ekki
fyrir henni, því augljóslega var
stærsta hlutverkið í lífi hennar
að rækta fjölskylduna, vera eig-
inkona, móðir og amma. Afkom-
endurnir hafa notið mikillar
elsku og umhyggju þeirra Egils,
sem alltaf voru til staðar. Ég og
mínir fengum líka að njóta.
Ég votta Agli, eftirlifandi eig-
inmanni Brynju, sonunum
Sveini Yngva og Tryggva Þóri
og fjölskyldum þeirra mínar
innilegustu samúðarkveðjur og
þakka kærri frænku fyrir sam-
fylgdina.
Valgerður.
Hún elsku Stella er búin að
yfirgefa þessa jarðvist. Svo góð,
göfug og falleg sál fer áreið-
anlega til æðra tilverustigs. Við
vorum systradætur og mjög
nánar vinkonur. Hún var eins
og systir okkar systranna, mín
og Helgu Heiðar. Sem börn
lærðum við á píanó hjá sama
kennara, Gunnari Sigurgeirs-
syni, en fórum síðar til annarra
kennara. En sem fullorðnar
kenndum við báðar og samtímis
við Nýja tónlistarskólann í ára-
raðir. Það var yndislegt að
heimsækja Stellu og Egil á
þeirra fallega og listræna heim-
ili, að ógleymdum garðinum,
yndi Stellu, allt ber þar vott um
listhneigð þeirra hjóna og
smekkvísi. Þau voru öðlingar
heim að sækja og svo voru þau
svo einstaklega skemmtileg
hjón. Oft voru þau löng, símtölin
okkar Stellu, því við höfðum um
svo margt að tala. Eitt sinn fyr-
ir löngu, fyrir farsímann,
hringdi síminn og Jóhann sonur
minn svaraði. Sagði svo kíminn
„mamma, það er Stella“, rétti
mér tólið og sagði svo „sé þig
með vorinu“, þetta var í októ-
ber. Ég tel það mikla gæfu fyrir
yndislega syni Stellu og Egils,
þá Svein Yngva og Tryggva
Þóri, að hafa eignast svona frá-
bæra foreldra. Þeirra missir,
Egils og allrar fjölskyldunnar er
mikill og ég sakna hennar sár-
lega. Egill annaðist Stellu af svo
einstakri umhyggju í veikindum
hennar að það var með eindæm-
um. Ég votta öllum aðstandend-
um Stellu mína dýpstu samúð
en minningin um hana varir og
er góð og hlý.
Unna.
Guðrún Birna Hannesdóttir.
Mig langar að minnast
Brynju Tryggvadóttur sem
aldrei var kölluð annað en Stella
og var öll mín bernskuár órjúf-
anlegur hluti tilverunnar, en
hún var gift Agli móðurbróður
mínum og bjuggu fjölskyldurnar
í sama húsi við Sólvallagötu. Við
Tryggvi frændi minn vorum
jafnaldrar og bestu vinir þannig
að samgangur var eðlilega mjög
mikill. Ekki er víst að alltaf hafi
allt verið með ró og spekt í hús-
inu því við frændurnir vorum
reyndar fimm, allt strákar á
sprækasta aldri og í ofanálag
áttum við bræður óuppalinn
hund. Stella var góður píanó-
leikari og kenndi á flygil heima
og eflaust hefur hún oft þurft að
brynja sig þolinmæði þegar læt-
in keyrðu um þverbak, en aldrei
minnist ég þess að hún hafi ver-
ið að skamma okkur og var hún
mér reyndar alltaf sérlega góð.
Gott dæmi um það er þegar við
Tryggvi höfðum tekið málstað
indíána og vorum indíánar í
bófahasar, en búningar við hæfi
voru ekki á hverju strái í þá
daga. Þá gerði Stella sér lítið
fyrir og saumaði á okkur vand-
aða indíánabúninga með kögri
og ýmsum indíánatáknum og
gladdi það barnshjartað mikið.
Reyndar voru búningarnir svo
flottir að aldrei hef ég tímt að
farga eða gefa búninginn minn.
Ekki þótti heldur tiltökumál að
kippa manni með í sumarfrí og
þá ekki í neinn skreppitúr, held-
ur í eftirminnilega ævintýraferð
alla leið vestur á Ísafjörð sem
var langt og seinlegt ferðalag
eftir vondum malarvegum og
tímafrekt eftir því.
Þegar ég var um fermingu
fluttust Stella og Egill ásamt
strákunum í Teigagerði og
bjuggu þar upp frá því. Fyrstu
árin var ég hálfgerður heima-
gangur þar og hélt áfram að
venja komur mínar þangað
langt fram á fullorðinsár. Alltaf
var manni tekið fagnandi, boðið
í kaffi og svo var alltaf tími til
að spjalla. Ekki finnst mér langt
síðan þetta var en tíminn hefur
liðið hratt og síðast þegar ég
hitti Stellu var hún orðin veik af
þeim sjúkdómi sem hún að lok-
um laut í lægra haldi fyrir. Ég
minnist hennar sem ljúfrar og
skemmtilegrar manneskju sem
svo sannarlega átti alla tíð stað í
hjarta mínu.
Ég kveð hana með þakklæti
og við fjölskyldan vottum Agli,
Tryggva, Sveini og fjölskyldum
þeirra innilega samúð.
Pétur Sævald Hilmarsson.
Í dag, 15. nóvember, er
Brynja Tryggvadóttir lögð til
hinstu hvílu. Brynja var píanó-
kennari við Nýja tónlistarskól-
ann frá stofnun hans 1979 allt til
ársins 2003. Hún var ákaflega
farsæll kennari og hlúði vel að
nemendum sínum og var þeim
góð fyrirmynd. Hún var natin
og fylgin sér í hvívetna og báru
nemendur mikla virðingu fyrir
henni. Brynja var sterkur per-
sónuleiki, skemmtilegur kollegi
og hafði fínan húmor og skaut
oft skondnum athugasemdum
inn í umræðuna. Hún var alveg
sérstaklega fáguð í framkomu
við nemendur, foreldra og
starfsfólk skólans, svo eftir var
tekið. Við kennarar og stjórn-
endur Nýja tónlistarskólans
minnumst hennar með þakklæti
og hlýhug og sendum eigin-
manni, sonum og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Fyrir hönd starfsfólks Nýja
tónlistarskólans,
Sigurður Sævarsson.
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018
✝ Richard Krist-jánsson fædd-
ist 5. maí 1931 á
Brekkuvöllum á
Barðaströnd. Hann
lést 7. nóvember
2018.
Foreldrar hans
voru þau Kristján
Ólafsson og Lilja
Kristófersdóttir.
Systkini Richards
eru Sæmundur,
Edvard, Leifur, Grétar og Elsa.
Leifur lifir systkini sín.
Richard kvæntist Stellu
Gísladóttur, f. 18. júní 1939, d.
15. nóvember 2017. Börn þeirra
eru: 1) Guðrún, f. 1959, gift
Gunnari Brynjólfssyni, þeirra
synir eru tveir, Brynjólfur Árni
og Guðni Páll, kvæntur Auði
Ásgeirsdóttur, þau eiga Dag
Gunnar og Bjarka Storm. 2)
Árný, f. 1960, var gift Friðriki
Dungal, hann er látinn. Synir
þeirra eru Richard Þór og Árni
Kristinn, hann er látinn. Giftist
síðar Ívari Atlasyni og eiga þau
einn son, Elliða. 3) Gísli, f. 1962.
Kvæntist Sigríði Halldórs-
dóttur, þau slitu samvistum.
Börn þeirra eru Halldór Fannar
og Stella Valdís. 4) Vignir, f.
1963. Kvæntist Unni Ýri Björns-
dóttur, þau slitu samvistum.
Börn þeirra eru
Axel Kári og Fjalar
Orri og fóstur-
sonur Vignis er
Trausti Björn. 5)
Fjalar, f. 1969, d.
1993, var í sambúð
með Svanhvíti
Yngvadóttur, þau
slitu samvistum.
Börn þeirra eru
Friðrik og Lilja
Margrét. 6) Frosti,
f. 1973, var í sambúð með Hjör-
dísi Gígju Brandsdóttur, þau
slitu samvistum. Börn þeirra
eru Hlífar Máni, Anton Breki
og Emma Dögg. Kvæntist Auði
G. Sigurðardóttur. Fósturbörn
Frosta eru Gunnar Logi, Júlí
Ósk og Unnar.
Richard starfaði við sjó-
mennsku á Patreksfirði, starf-
aði síðan hjá Olíuverslun Ís-
lands á Patreksfirði og ók þar
olíubílnum. Eftir að hann flutti
suður til Reykjavíkur keyrði
hann strætisvagn hjá Strætis-
vögnum Reykjavíkur, þá vann
hann um tíma á sanddælu-
skipum hjá Björgun. Síðast var
hann stöðvarstjóri gasstöðvar
Skeljungs í Skerjafirði.
Útför Richards fer fram frá
Seljakirkju í dag, 15. nóvember
2018, klukkan 15.
Í dag kveðjum við föður,
tengdaföður, afa og langafa,
Richard Kristjánsson.
Hann andaðist 7. september
og er jarðsunginn í dag, 15.
nóvember, sem er dánardagur
eiginkonu hans. Það varð tæpt ár
á milli þeirra hjóna en Stella and-
aðist 15. nóvember 2017.
Hann var alla tíð kallaður
Rikki en á Patreksfirði var hann
Rikki á olíubílnum. Rikki var nat-
inn við að gera sjálfur við sína
bíla. Vann um árabil hjá Vél-
smiðjunni Loga á Patreksfirði og
öll meðhöndlun á alls konar verk-
færum, tækjum og tólum æfðist
þar vel. Rikki var mikill snyrti-
pinni og handlék þvottakústa,
bóntuskur og afþurrkunarklúta
með stílbrigðum þannig að kol-
svartur Bensinn var hreinn og
glansandi þó að hvorki væru göt-
urnar á Patreksfirði malbikaðar
né vegir Barðastrandarsýslu og
nærsveita, þegar þau bjuggu á
Patró.
Rikki var sjómaður eins og
margir sem bjuggu á lands-
byggðinni, þar sem athafnalífið
snerist einkum um fisk. Rikki og
fjölskylda fluttu svo suður.
Rikki og Stella áttu marga
húsbíla í gegnum tíðina og ferð-
uðust mikið á þeim. Var yfirleitt
farinn einn hringur um landið á
hverju sumri, auk þess sem
ferðast var flestar helgar. Þau
áttu góða og trausta ferðafélaga
sem voru í samfloti með þeim í
lengri og skemmri ferðum. Eitt
sumar fór hópurinn til Færeyja.
Það fór afskaplega vel um þau í
síðasta bílnum sem þau áttu, en
þau keyptu hann nýjan, með inn-
réttingu sem hentaði þeim vel.
Skemmtilegt og eftirminnilegt
var fjölskylduferðalagið þegar
farið var á ættarmót að Núpi í
Dýrafirði. Keyrt var í fyrsta
áfanga að Laugum í Sælingsdal,
þar sem fór vel um Rikka og
Stellu inni í hlýjum og vistlegum
húsbílnum og ekki síður um litlu
fjölskyldurnar þeirra sem
klæddu sig vel fyrir nóttina, áður
en tjaldrennilásarnir voru dregn-
ir niður og tjöldum lokað. Um
morguninn vöknuðu allir eld-
snemma við að Rás 1 var frekar
hátt stillt inni í húsbílnum. Rikki
og Stella voru þá að undirbúa að
taka á móti litlu fjölskyldunum
sem voru í tjöldum í námunda við
húsbílinn. Rikki hafði sinn hátt á
að kalla okkur til morgunverðar.
Það væri orðið tímabært að fara
svo að leggja af stað að Núpi. Jú,
við höfum alltaf haft gaman af
sögunni þegar við fórum út að
borða svona í morgunsárið á
tjaldstæðinu í Sælingsdal.
Rikki og Stella töluðu með
miklum söknuði um þann góða og
skemmtilega tíma sem þau áttu í
góðra vina hópi þegar þau ferð-
uðust frjáls á húsbílnum, bæði
hætt að vinna og engar sérstakar
skyldur sem biðu heima. Ávallt
var þess vel gætt að hádegis-
maturinn væri á réttum tíma svo
hægt væri að leggja sig á meðan
fréttir voru lesnar á Rás 1, sama
hvort þau voru að ferðast eða
voru bara heima.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Guðrún Richardsdóttir
Gunnar Brynjólfsson
Guðni Páll Gunnarsson og
Auður Ásgeirsdóttir
Brynjólfur Árni Gunnarsson
Dagur Gunnar Guðnason
Bjarki Stormur Guðnason.
Richard
Kristjánsson
✝ Elín SigurlaugHaraldsdóttir-
fæddist 13. október
1935 á Völlum á
Seltjarnarnesi. Hún
lést 21. október
2018 á Hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli. Foreldrar
hennar voru Har-
aldur Erlendsson, f.
1906, d. 1988, frá
Ketilvöllum í Laug-
ardal og Anna Elísabet Elí-
mundardóttir, f. 1905, d. 1956,
frá Dvergasteini á Hellissandi.
Að loknu skydunámi við
barnaskólann á Seltjarnarnesi
gekk Elín í Kvennaskólann í
Reykjavík. Eftir það fékk hún
fljótlega vinnu við Útvegsbank-
ann og starfaði þar uns hún
komst á eftirlaun.
Elín hafði fyrr á
árum mikinn áhuga
fyrir svifflugi og
lauk þar öllum stig-
um sem hægt var
að ljúka. Hún tók
einnig skriflegt
flugmannspróf en
flaug ekki nógu
marga tíma til að fá
flugmannsréttindi,
enda mjög dýrt.
Eftir lát móður sinnar hélt El-
ín heimili með föður sínum,
lengstum í Hamrahlíð 35. Undir
lokin bjó hún á hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli.
Hún var alla tíð ógift og eign-
aðist ekki börn.
Jarðarförin fór fram í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu.
Nú er hátíð á himnum. Hún er
komin heim.
Ég kynntist Elínu fyrir um það
bil ári síðan í gegnum bróður
hennar Erlend Haraldsson. Strax
við fyrstu sýn sá ég hana sem fal-
lega konu með klassískt andlit, há
kinnbein og hárið rennislétt í axl-
arsídd. Líkaminn var grannur.
Raunar var hún sjúklega grönn
þegar ég kynntist henni, en per-
sónuleiki hennar var mjög sterkur
og ákveðin var hún og greind. Þar
voru bersýnilega persónutöfrar
og lífsreynsla á ferð.
Aristóteles hefði sagt um hana
að hún hefði haft „klassa“. Enginn
hefur getað lýst því fyrr eða síðar
eins og hann hvað það er. En það
var eitthvað eins og grátt ský yfir
henni. Einhvers konar djúp sorg.
Seinna sagði Erlendur mér að hún
hefði orðið fyrir miklu áfalli um
tvítugt. Mig grunar að það hafi
verið ástarsorg, en núna er það
Guð einn og hún, sem veit hvað
það var. En eitt er víst að vegir
hjartans svo sem vegir Guðs eru
órannsakanlegir og ekki fyrir okk-
ur að skilja. Við vitum aðeins að
við fæðumst inn í þennan heim til
að þroska sálina og deyjum svo að
loknum lærdómi á vit hins ókunna.
Í þann tíð, þegar Elín var ung,
var ekki um áfallahjálp að ræða.
Fólk þurfti að harka af sér og bera
harm sinn í hljóði. Þó var veitt
sjúkrahúsinnlögn í erfiðustu til-
fellum og Elínar var eitt slíkt. Svo
virtist sem hún hefði aldrei beðið
þess bætur sem fyrir hana kom.
Elín gekk í barnaskólann á Sel-
tjarnarnesi og síðar í Kvennaskól-
ann í Reykjavík. Hún lærði svifflug
á unga aldri og lauk öllu bóklegu
námi, en aftur komu vonbrigði inn í
hennar líf, því hún hafði ekki efni á
að ljúka verklegu flugnámi. Hún
vann í Búnaðarbankanum flest sín
fullorðinsár eða þar til hún fór á
eftirlaun. Það sannaði hve manns-
andinn getur verið sterkur að yf-
irstíga erfiðleika og þrautseigja
hennar var mikil.
Elín var ógift og barnlaus. Hún
var mikill fagurkeri og klæddist
fallegum fötum sem fóru henni
alltaf vel. Hún var mikill náttúru-
unnandi og átti margar góðar
stundir með bróður sínum, Er-
lendi, í sumarbústað hans við
Laugarvatn, að snyrta trén hans,
en hann hefur komið upp miklum
skógi kringum bústaðinn og svo
naut hún þess að mála með honum
bústaðinn hér og þar og gera allt
fallegt innanhúss.
Elínar verður sárt saknað af
öllum þeim sem þótti vænt um
hana, en hún er nú loksins laus við
allar andlegar og líkamlegar þján-
ingar og því ber að fagna.
Elsku Elín, við kveðjum þig
með þökk fyrir jarðvistina og góð
kynni.
Er líður þú inn í ljóssins heima
líkni þér englafjöld.
Megi góður Guð þig geyma
og gleðin taka völd.
(Björg)
Björg Jakobsdóttir.
Elín Sigurlaug
Haraldsdóttir
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur,
faðir okkar, tengdafaðir, sonur, afi og
langafi,
JÓN RAFNS ANTONSSON
byggingatæknifræðingur,
Jakaseli 20, Reykjavík,
sem lést miðvikudaginn 7. nóvember,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn
19. nóvember klukkan 11.
Guðrún Clausen
Sólveig Andrea Jónsdóttir Hilmir Víglundsson
Svava Hróðný Jónsdóttir Stefán Jónsson
Guðrún A. Sólveigardóttir Þorbjörn Þór Sigurðarson
Svava Jónsdóttir
afa- og langafabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ERLA ÞÓRÐARDÓTTIR,
Glerárholti, Akureyri,
lést þriðjudaginn 6. nóvember á
Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju mánudaginn 19. nóvember
klukkan 10.30.
Þórður Rist Lára Jósefína Jónsdóttir
Jóhann Pálsson Rist Brynhildur Pétursdóttir
Kristín Laufey Ingólfsdóttir Stefán Hlynur Björgvinsson
ömmu- og langömmubörn
Mín ástkæra eiginkona,
ÁSDÍS BERG MAGNÚSDÓTTIR,
andaðist á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar
mánudaginn 5. nóvember. Útför hennar
verður gerð frá Patreksfjarðarkirkju
laugardaginn 17. nóvember og hefst
athöfnin klukkan 14.
Þeir sem vilja minnast hennar eru beðnir að láta
slysavarnadeildina Unni njóta þess.
Hermann Ármannsson
og aðrir aðstandendur