Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Jóla vörurnar komnar Fegurð án samviskubits! Umhverfisvænir og vegan förðunarbustar VIÐTAL Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi Mörg hús í gamla miðbænum í Stykkishólmi hafa verið endurbyggð og vekja athygli ferða- manna. Húsið Narfeyri er eitt þeirra, byggt árið 1906. Það er kennt við Guðmund Jónsson frá Narfeyri á Skógarströnd sem keypti húsið 1920. Um síðustu aldamót var húsinu breytt í veitingastað og hafa hjónin Steinunn Helga- dóttir og Sæþór Þorbergsson rekið Veitinga- húsið Narfeyrarstofu frá árinu 2001 og er það með eldri kennitölum í þessum rekstri. Hjónin eru mjög samhent í rekstrinum og vinnur sonur þeirra, Þorbergur Helgi mat- reiðslusveinn, þeim við hlið. Dóttirin Aníta Rún, sem er í háskóla í London, kemur og starfar með þeim í fríum. Auk þess hafa þau frábært starfsfólk. Starfsemin hefur breyst mikið frá byrjun. Þá voru ferðamenn á Íslandi um 300.000 en síðan hefur fjöldi þeirra sexfaldast. Sæþór er matreiðslumeistari að mennt. Hann segir að gestum hafi fjölgað gífurlega og yfir sumarið sé það húsnæðið sem takmarki gestafjöldann. Reksturinn gengur vel og nú er opið alla daga ársins. Yfir sumartímann vinna mest 17 við þjónustu. Áhugi á lífrænni ræktun Viðhorf erlendra matargesta hefur líka mikið breyst og eins kröfur þeirra. Nú er áhugi fyrir lífrænni ræktun, rekjanleika hrá- efnis og hráefni úr nærumhverfi. „Við leggjum metnað okkar í að koma til móts við þessar óskir. Það gerum við með því t.d. að reka okkar eigin kjötvinnslu. Nú er það svo að við kaupum beint frá bændum og er lambakjötið vinsælast,“ segir Sæþór Hann heldur áfram og segir: „Í ár kaupum við rúmlega 200 lambsskrokka frá Helgafelli í næsta nágrenni og svo fáum við 60 skrokka af fullorðnu fé frá Smáhömrum á Ströndum. Við úrbeinum allar okkar afurðir og nýtum allt kjöt sem kemur af skepnunum. Við reykjum hangikjöt fyrir jólin, gerum pylsur og ham- borgara úr lambakjöti, gröfum og þurrkum kjöt, því allt er þetta matur og verðmæti,“ segir Sæþór og bætir við: „Við vinnum ein- göngu hráefni úr nærumhverfinu. Allur fisk- ur, bláskel, hörpudiskur og krabbategundir sem eru á matseðli okkar koma úr Breiðafirð- inum. Ég hef í raun og veru verið í tvö ár að þróa okkar framleiðslu og ekki enn kominn að lokapunktinum.“ Breyta þarf markaðsmálum En Sæþór er ekki ánægður með hvernig markaðssetning fer fram hjá sláturleyfis- höfum. Þeir eigi margt ólært. Það varð til þess að þau hjónin gáfust upp á að versla við þá og sneru sér beint til bænda. „Sauð- fjárbændur hafa tekið miklum framförum í framleiðslu á lambakjöti og er það að þakka gæðastýringunni, þar sem lambakjöt og full- orðið fé er flokkað í ákveðna gæðaflokka, EU- ROP. Svo fer kjötið í frystiklefa og þar er eins og það fari allt í einn pott, sem ég kalla „ríkis- lamb“, segir Sæþór og er ekki ánægður á svip. „Ef ég óska eftir að kaupa af sláturleyfishöfum get ég ekki valið eftir kjöt- mati, fitumati eða öðru, heldur fæ ég sendan skrokkafjöldann sem pantaður er, skammtað eftir handahófskenndum aðferðum og ég sé ekki hvað ég hef keypt fyrr en hann kominn vestur til mín. Þess vegna snerum við okkur beint til bænda. Það var eina leiðin til að fá það kjöt sem við viljum kaupa. Ég valdi bændur sem eru þekktir fyrir góða fram- leiðslu og ég fæ skrokkana alla merkta eftir afurðamati og get þess vegna valið kjötinu hlutverk eftir gæðamati.“ Sæþór bendir á að í þessu sambandi þurfi ekki að finna upp hjólið „Lítum til sjávar- útvegsins. Þar kaupir maður þann fisk sem óskað er, eftir stærð, fiskhlutum og hvaðan fiskurinn kemur, en lítið er um rekjanleika í sauðfjárræktinni. Það væri svo auðvelt að gera í áframhaldi af gæðastýringunni. Vill leggja áherslu á sérstöðuna Eins og staðan er í dag hjá sauðfjár- bændum virðast fáir vera tilbúnir til að taka við af þeirri kynslóð sem fer að ljúka starfs- ævinni. Ég vil að bændur fái leyfi til að slátra sjálfir við skynsamlegar aðstæður og kröfur. Á þann hátt fækkaði milliliðum og bændur fengju stærri hluta kökunnar til sín. Þannig kæmist líka á gott samband milli seljenda og kaupenda.“ Sæþór vill leggja áherslu á sérstöðu ís- lenska lambakjöts. „Mig langar að nefna eitt dæmi. Í Brokey á Breiðafirði er rekið sauð- fjárbú. Sauðfé sem þar er gengur um land sem ekki er borinn á áburður og engin lyf notuð, eins lífrænt og hægt er að hafa það. Um haustið fara lömbin í sláturhús og koma þaðan út sem „ríkislamb“ eins og hvert annað kjöt. Það er ekkert gert til að selja þetta kjöt sem sérstaka afurð sem hærra verð fengist fyrir. Mér finnst þróun í sölumálum kinda- kjöts taka alltof langan tíma; við höfum tæki- færin og þurfum að fara að sjá meiri árangur. Gæðin og sérstaðan eru fyrir hendi.“ Lokaorð Sæþórs eru: „Við hjónin höfum haft mikla ánægju af að standa í þessum rekstri. Við erum að gera það sem okkur langar til og þegar við sjáum gestina sem koma til okkar fara ánægða heim eftir heim- sóknina í Stykkishólm er markmiðinu náð.“ Lambið nýtur ekki sannmælis  Steinunn og Sæþór bjóða upp á hráefni úr nærumhverfi sínu á Stykkishólmi  Rekjanleiki afurð- anna skiptir miklu máli  Erlendir matargestir gera nú aðrar kröfur  „Ríkislömb“ í einum potti Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Narfeyrarstofa Hjónin Sæþór Þorbergsson og Steinunn Helgadóttir fyrir framan Narf- eyrarstofu. „Við hjónin höfum haft mikla ánægju af að standa í þessum rekstri,“ segir Sæþór. Eldhús Sæþór við úrbeiningu lambakjöts. Þau nýta allt kjöt sem kemur af skepnunum. Borgarstjórinn í Reykjavík býður til opins kynningarfundar um uppbygg- ingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík föstudaginn 16. nóvember kl. 9-11 í Ráð- húsi Reykjavíkur. Boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8:30. Fund- urinn er opinn öllum, segir í fundarboði. Þar segir að á fundinum verði dregin upp heildstæð mynd af fram- kvæmdum og framkvæmdaáformum á húsnæðismarkaði í Reykjavík. Áhersla verði lögð á samþykkt verkefni og framkvæmdir sem eru nýlega hafnar, en einnig verði gefin innsýn í verkefni á undirbúningsstigi. Kynnt verður ný greining á fasteignamarkaðinum sem Capacent vann, en sambærileg greining var unnin fyrir tveimur árum. Kynningarfundur um húsnæðismarkað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.