Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 markmiðið er alltaf að ferðalagið sé sem skilvirkast, hvort sem farþegar eru að koma til Íslands, fara frá Ís- landi, eða fljúga í gegnum Ísland. Við höfum sagt að þegar búið er að byggja tengibygginguna eigi hún ein og sér eftir að breyta upplifun farþega þegar komið er upp eftir vopnaleit og gengið inn í verslunar- og veitingasvæðið og farið út að hlið- unum. Þetta breytir allri upplifun af Keflavíkurflugvelli,“ segir Guð- mundur Daði. Kostar um 70 milljarða Næsti áfangi er að stækka norðurbygginguna til norðurs og byggja austurálmu með flughliðum. Guðmundur Daði segir nú áætlað að sá áfangi kosti um 70 milljarða. „Vinna við að hanna austurálm- una er ekki hafin. Frá því að við byrjum að huga að því að byggja austurálmuna mun verkefnið taka um fimm og hálft ár. Ef hafist verð- ur handa við að undirbúa hana á næstu 12 mánuðum gæti hún mögu- lega verið tilbúin í kringum 2025.“ Með stækkun norðurbyggingar- innar til norðurs verða til ný af- greiðslusvæði komu- og brottfarar- farþega. Á annarri hæð norður- byggingar verður innritunarsalur brottfararfarþega, ásamt nýju svæði fyrir öryggisleit. Á fyrstu hæð verða ný færibönd við heimkomu. Kostnaður við stækkun norður- byggingar til norðurs liggur ekki fyrir. Hins vegar hefur verið rætt um 30 milljarða til viðmiðunar. Þá hefur norðurbyggingin ekki verið tímasett. Gengið er út frá því að fyrst verði byrjað á austurálmu en norðurbygging þyrfti að vera tilbúin á sama tíma og allir áfangar austur- álmu eru fullbyggðir. Auðvelt að áfangaskipta Tengibyggingin gæti því kostað 25-30 milljarða og austurálman og norðurbyggingar kostað 70 og 30 milljarða, eða alls 130 milljarða. „Hvað varð austurálmuna og stækkun norðurbyggingarinnar til norðurs hafa stærðirnar áhrif hvor á aðra. Það er afar líklegt að þessum framkvæmdum verði áfangaskipt. Í raun hefur öll þróunaráætlunin gengið út á að auðvelt væri að áfangaskipta verkefninu. Það var einn af kostunum sem við sáum til dæmis við að byggja austurálmuna að þar er nú bílastæði. Þetta er gott byggingarsvæði. Á meðan verið er að byggja austurálmuna er hægt að hafa nánast allan flugvöllinn í fullum rekstri en tryggja aðkomu allra verktaka og þeirra sem eru að byggja,“ segir Guðmundur Daði. Virkjast með farþegafjölda Guðmundur Daði segir aðspurður að tíðindin af WOW air breyti ekki heildarmyndinni. Þau gefi ekki til- efni til að setja verkefnið á ís. „Við höldum áfram með verkefnið eins og áður, sérstaklega með tengi- bygginguna. Lykilatriði fyrir okkur er að það er ekki búið að fara í fjár- hagslegar skuldbindingar. Áætlunin miðast við og gengur út á ákveðinn farþegafjölda og hún virkjast þegar við sjáum að það er þörf fyrir að byggja fyrir þann fjölda. Ef þessi órói mun hægja á vexti þá sníðum við okkur stakk eftir vexti. Það er mjög auðvelt að áfangaskipta aust- urálmunni og norðurbyggingunni. Norðurbyggingin skiptist í þrjár innritunareyjur. Það væri ekki hag- kvæmt að byggja eina en það væri hægt að byggja tvær í staðinn fyrir þrjár og svo framvegis. Við erum enn með sömu langtímaáætlunina en hvernig hún verður framkvæmd mun skýrast. Við fylgjumst grannt með því sem er að gerast.“ Þarf ekki á framlagi að halda Tekjur Isavia hafa aukist mikið síðustu ár. Félagið er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Guðmundur Daði segir aðspurður að sjóðstreymi dugi ekki fyrir öllum framkvæmdum. Félagið geri í sínum áætlunum ekki ráð fyrir að íslenska ríkið, sem eigandi félagsins, muni leggja fram aukið hlutafé til upp- byggingar verkefnisins. Lánsfé verði sótt á almennum markaði í gegnum skuldabréfaútboð eða lán- töku. Það sé ekki ljóst hversu mikil lántakan verður. „Það er verið að gera fjár- streymisáætlanir. Framkvæmdir á flugvelli eru í eðli sínu mjög fram- þungar. Það er verið að leggja til mjög dýr mannvirki en það fást ekki neinar tekjur fyrr en þau eru tekin í notkun. Því er eðlilegt að bilið sé brúað milli framkvæmda og þar til tekjurnar koma inn.“ Veiking krónu hefur áhrif Guðmundur segir aðspurður vís- bendingar um að veiking krónunnar í haust hafi haft áhrif á eftirspurn erlendra ferðamanna á vellinum. „Við sjáum breytta kauphegðun Árið 2012 Flugstöðin hefur verið stækkuð til suðurs. Umferðin er farin að þyngjast mikið. Ljósmyndir/Ljósmyndir ehf./Birt með leyfi 2018 Suðurbyggingar hafa verið stækkaðar frekar og byggt við norðurbyggingu til vesturs.  SJÁ SÍÐU 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.