Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 59
DÆGRADVÖL 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Síðumúli 13 • 108 Reykjavík • 552 9641 • seimei.is seimeiisland • seimei.is Opið mánud.-fimmtud. kl. 12-18, föstud. og laugard. kl. 12-16 Tilboðsdagar 15.-17. nóvember 15% afsláttur af húsgögnum í verslun20% afsláttur af smávöru Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gefðu þér tíma til þess að skoða málin frá öllum hliðum áður en þú ákveður hvað til bragðs skal taka í erfiðu máli sem tengist vinnunni. 20. apríl - 20. maí  Naut Það má alltaf græða á samtali við góðan mann, einkum ef hann deilir áhuga- málum með þér. Reyndu að brosa og sýna öðrum þolinmæði. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú átt það til að ganga of langt í samskiptum við aðra. Meðtaktu mistök þín og reyndu að gangast við misfellunum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur unnið mikið að undan- förnu og þarft því á einveru og hvíld að halda. Sýndu mönnum tillitssemi og leyfðu þeim að segja sitt, ef þú vilt á annað borð vinna trúnað þeirra og fylgi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu ekki einhverja smámuni ná helj- artökum á þér. Brettu upp ermarnar og náðu stjórn á málunum eins og þér er gef- ið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu í þér heyra og framkvæmdu af dirfsku, með því skaparðu stígandi og gerir eitthvað gáfulegt án þess að fatta það. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hugmyndir yfirboðara verða þér hvatning til að gera endurbætur í vinnunni. Láttu ekki aðra stjórna gjörðum þínum hvað þetta snertir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú er rétti tíminn til að hlúa að nánasta sambandi þínu. Sýndu þolin- mæði og skilning og sannaðu mál þitt með rökum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú getur varla beðið eftir að segja öðrum frá einhverri uppgötvun sem þú hefur gert í starfi. Metnaður er góður og því vilja margir njóta félagsskapar þíns. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ekki láta hlutina vaxa þér í aug- um. Hvað hrinti af stað vissum atburði skiptir minna máli en að bregðast við hon- um. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er ýmislegt sem þig langar til þess að kanna og þú ættir að athuga möguleikana á að láta það eftir þér. Reyndu að laga þig að þeim hraða sem er í lífi þínu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ef ágreiningur rís meðal fjölskyldu- meðlima þarf að komast að málamiðlun. Fyrir fólkið í kringum þig skiptir álit þitt máli. Í „Bragfræði og háttatali“ Svein-bjarnar Beinteinssonar segir að til sé gömul vísa ort undir vikhend- um hætti, en að Sigurður Breið- fjörð hafi fyrstur ort rímu með hon- um. Einnig orti Sigurður Bjarnason rímu vikhenda og Stefán frá Hvíta- dal kvæði, „Haustið nálgast“, með þessum brag óbreyttum og byrjar svo: Sólin blessuð sígur rauð til viðar, glóa á lofti gullin ský, grátklökk áin niðar. Haustið nálgast, hríð og vetrarrosinn, senn er ekki sólar von, senn er áin frosin. Og lýkur svo: Himinn yfir. Huggast þú sem grætur. Stjörnur tindra, geislar guðs, gegnum vetrarnætur. Vetrarnóttin varla mun oss saka, fyrst að ljósin ofan að yfir mönnum vaka. Þetta er fyrsta vísan í 18. rímu Sveinbjarnar í háttatali hans: Ferðalúinn fótum hef ég gengið yfir fjöllin urðum sett, óblítt veður fengið. Nú hefur Pétur Stefánsson ort vikhent á Boðnarmiði – og nokkuð í öðrum dúr: Margt hef ég á minni ævi dundað, keðjureykt af kappi og kvennafarið stundað. Daðrað gat ég dömur við á kvöldin. Átt svo með þeim unaðsstund oft á bak við tjöldin. Öl og vín ég óspart drakk um nætur. Daginn eftir örðugt var oft að skríða á fætur. Áður fyrr ég einatt þótti villtur, Loksins nú ég orðinn er edrú, vænn og stilltur. Ingólfur Ómar Ármannsson brást þannig við: Öndin skánar angur þver, ákaft brána léttir. Ef á krána Ómar fer öli í tána skvettir. Áður drakk ég eins og svín engan hlaut því framann. Áttu hug minn víf og vín var þá stundum gaman. Þetta var í denn, Pétur. Halldór Þorsteinsson sagði eitt- hvert vesen á símanum en ætlaði að kommenta á vikhendurnar. Yrkja vikhent verð ég hér að reyna vita hvort ég höndla að hnoða saman eina Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vikhendur af ýmsu tagi „ÉG HEF TAPAÐ FJÓRTÁN ÁRUM ÆVI MINNAR VIÐ ÞETTA AFGREIÐSLUBORÐ, SVO ÉG GET ÍMYNDAÐ MÉR HVERNIG ÞÉR LÍÐUR AÐ HAFA TÝNT REGNHLÍFINNI ÞINNI.” „HANN HLÝTUR AÐ HAFA HEYRT EINHVER HLJÓÐ NIÐRI.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar aldrei er hörgull á kokkum. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann MEINARÐU ÞAR SEM AÐRIR SJÁ TIL OKKAR?! NÝI KONUNGURINN SEGIST VERA AÐ SKAPA FLEIRI NÝ STÖRF! HVÍ ER LÍSA SVONA SPÉHRÆDD? FÖRUM ÚT AÐ DANSA! ÉG ÞEKKI EKKI ÞENNAN MANN ÞAÐ ER RÉTT! ÞAÐ ER NÝBÚIÐ AÐ RÁÐA MIG SEM KVALARA Í KASTALANUM! Stundum þurfa blaðamenn að tak-ast á við stóru spurningar lífsins, líkt og samstarfsmaður Víkverja sem í gær þurfti að fá svar við spurning- unni hvort vinsæll barnaleikur héti „skæri-blað-steinn“ eða „steinn- skæri-blað“. Skiptar skoðanir voru um það hvort væri rétt, en það eina sem fólk var sammála um var að bein þýðing á nafni leiksins úr ensku, „steinn-blað-skæri“, gengi ekki upp. x x x Telur Víkverji það ekki vera í sínumverkahring að kenna lesendum hvernig á að spila þennan leik. Í stuttu máli snýst hann þó um að hver keppandi hefur val um einn af þrem- ur valmöguleikum og nær hver val- möguleikinn að sigra annan af hinum tveimur og tapa fyrir hinum. x x x Einn stakur leikur af „skæri-blað-steinn“ milli tveggja keppenda nýtist kannski helst til þess að skera úr um það hvor aðilinn eigi að taka á sig leiðinleg húsverk, eða hver eigi að sitja í aftursætinu í stuttri bílferð. Sé spilað oftar en einu sinni í röð getur hins vegar myndast nokkur sam- keppni, og jafnvel það sem á ensku heitir „meta-game“, þar sem kepp- endur reyna jafnmikið að leika á and- stæðing sinn með gabbi og fyrri sögu spilsins og þeir eru að reyna að upp- götva hvort steinn, blað eða skæri sé best í þessum tilteknu aðstæðum. x x x Innst inni hefði Víkverja ekki grunaðað svo mikil fræði lægju á bak við þennan einfalda barnaleik, en þegar hann kynnti sér málin kom í ljós að „skæri-blað-steinn“ er dauðans al- vara fyrir sumum. x x x Nokkuð margar keppnir er að finnafyrir þá sem þyrstir í slíkt og hefur meira að segja verið keppt í „heimsmeistaramóti“ í „skæri-blað- steinn“ frá árinu 2002. x x x Nú hefur Víkverji engin plön um aðfara á slíkt mót. Enda vita lík- lega allir hvaða merki hann setur allt- af út fyrst í þessum leik. vikverji@mbl.is Víkverji Ég skil ekki hvað ég aðhefst. Það sem ég vil geri ég ekki, hitt sem ég hata, það geri ég. (Rómverjabréfið 7.15)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.