Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.11.2018, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Móskarðshnúkar Úr Mosfellsdalnum er skemmtileg gönguleið á Móskarðshnúka, líparíthnúka austur af Esju. Stórbrotið útsýni er í nánast allar áttir á hæsta hnúknum sem er 807 metra hár. Eggert Pakkinn er að sjálfsögðu 3. orkupakki Evrópusambandsins en ráðherrarnir eru ekki bara núver- andi ráðherrar því fyrrverandi ráðherrar virðast komnir í sama pakkann. Þeirra a meðal er Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og formaður utanríkismála- nefndar Sjálfstæðisflokksins og núverandi formaður starfshóps ríkisstjórnarinnar um EES- samninginn. Björn hefur að undanförnu skrifað nokkra pistla til stuðnings orkupakk- anum og virðist helst telja það málinu til fram- dráttar að ríkisstjórn mín hafi ekki kæft áform ESB um þriðja orkupakkann í fæðingu. Línan gefin Það er engu líkara en starfandi ráðherrar flokksins séu orðnir lærisveinar forvera síns og EES-formannsins í málinu. Þeir endurtaka í sí- fellu sama svarið við öllum spurningum um þriðja orkupakkann. Svarið er að ríkisstjórn mín (og þ.a.l. sérstaklega ég) hafi ekki sett ofan í við Evrópusambandið á sínum tíma vegna þriðja orkupakkans. „Röksemdafærslan“ sem að baki liggur er sú að þá þegar hafi verið tímabært að taka afstöðu til málsins en þar sem það hafi ekki verið gert sé ekki tímabært að taka afstöðu til málsins nú og því þurfi meiri tíma til að velta því fyrir sér. Að innleiða eða innleiða ekki Nú kann vel að vera að ég og aðrir stjórnar- þingmenn fyrri ára hefðum átt að gera enn meira af því en raun var að beita okkur gegn hugmyndum sem upp hafa komið innan Evrópusam- bandsins um aukna ásælni á ýms- um sviðum. Ég verð þó að við- urkenna að vangaveltur í Brussel um þriðja orkupakkann komu ekki mikið inn á radar ráðuneytisins í minni tíð. Önnur mál voru þar ofar á baugi og ekkert þeirra snerist um undanlátssemi við Evrópusam- bandið, öðru nær. Að minnsta kosti er ljóst að við innleiddum ekki þriðja orkupakk- ann eða aðrar tilraunir ESB til að auka vald sitt yfir stjórn landsins. Það er nýmæli ef Sjálfstæðisflokkurinn, sem ósjaldan hefur bent á minnisleysi annarra flokka um þátttöku í ríkisstjórn, kannast ekki við hlut- verk sitt í ríkisstjórnum undanfarinna ára. Ég minnist ekki mikillar mótspyrnu úr þeirri átt gagnvart reglugerðafargani ESB á sínum tíma. Þó skal ég vera fyrstur til að viðurkenna að gagnrýni á fyrri ríkisstjórnir fyrir að hafa ekki veitt ESB enn meiri viðspyrnu og kæft fleiri mál í fæðingu kunni í einhverjum tilvikum að vera réttlætanleg. Slík gagnrýni getur þó varla verið réttlæting fyrir því að núverandi ríkisstjórn taki stór skref í að gefa eftir fullveldi landsins og inn- leiði löggjöf sem skerðir sjálfstjórnarrétt Ís- lands. Nýjasta útspil EES-formanns ríkisstjórn- arinnar er að minna á að ég hafi umborið áhuga Davids Camerons, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, á að skipa hóp til að skoða hugsanlega lagningu sæstrengs til Íslands. En eins og ég sagði hinum breska nafna mínum á sínum tíma, og fram kom í þingræðum og viðtölum, taldi ég ekki líkur á að niðurstaðan yrði sú að slík tenging þjónaði hagsmunum Íslands. Og þá var ekki einu sinni orðið ljóst að ESB ætlaði sér að stjórna orkumálum á Íslandi. Í þessu máli þarf bandamenn Hvað varðar afstöðu Sjálfstæðisflokksins og ráðherra hans til orkupakkans hef ég engan áhuga á að gera flokkinn að andstæðingi mínum í málinu. Samfylkingin og Viðreisn geta séð um það hlutverk. Andstæðingar gera stundum sitt gagn en í þessu máli vil ég miklu fremur banda- menn en andstæðinga. Málið snýst enda um grundvallarhagsmuni og fullveldi þjóðarinnar. Annars eru áhyggjurnar líklega óþarfar því framsóknarmenn munu hafa ályktað um að flokk- urinn sé andsnúinn þriðja orkupakkanum og þá hljóta ráðherrar og þingmenn flokksins að fara eftir því. … Nei, þetta er líklega ekki rétti tíminn fyrir hótfyndni. Nú þurfum við stuðning allra sem eru reiðubúnir til að verja fullveldi landsins, sama hvort þeir gera það af sannfæringu eða vegna þess að einhverjir aðrir eru til í þann slag. Má gagnrýna EES-mál? Það er raunar merkilegt hversu margir eru viðkvæmir fyrir gagnrýni á Evrópusambandið eða EES-samninginn. Samningurinn hefur gríð- arleg áhrif á reglur og viðskipti á Íslandi. Það hlýtur því að vera óhætt og eðlilegt að ræða eðli hans, kosti og galla. Það eru ekki mjög mörg ár síðan íslenskir kratar lofuðu EES-samninginn í hástert og út- skýrðu á Alþingi, á fundum og í fjölmiðlum að vöxtur íslensku bankanna og útrás íslenskra fyr- irtækja væru afleiðing EES-samningsins og hefðu ekkert með þáverandi stjórnvöld að gera. Sá málflutningur hvarf skyndilega, nánast á ein- um degi. Mig minnir að það hafi verið haustið 2008. Eftir það var umræðunni í auknum mæli beint að stjórnarskrá landsins og henni kennt um alla skapaða hluti. EES-samningurinn hefur vissulega gert gagn á ýmsum sviðum en hann er sannarlega ekki gallalaus. Æskilegt og eðlilegt væri að Íslend- ingar ræddu samninginn og áhrif hans mun meira en raunin hefur verið. Vonandi mun nið- urstaðan af vinnu Björns Bjarnasonar gefa til- efni til þess. Í millitíðinni er ljóst að við getum ekki leyft okkur að fallast á tilraunir til að færa erlendum stofnunum valdheimildir á Íslandi og leggja grundvallarhagsmuni þjóðarinnar í hendur ókjörinna fulltrúa erlendra ríkja. Prinsippið eitt og sér nægir til að hafna slíkum tilburðum. Til viðbótar hefur þeim praktísku hættum sem af málinu stafa þegar verið lýst ágætlega af inn- lendum og erlendum sérfræðingum. Þarf nú að berjast við vindmyllur? Loks veldur það mér áhyggjum að sjá að iðn- aðarráðherra landsins skuli þegar vera farinn að tala fyrir draumórum Evrópusambandsmanna (og afmarkaðs hóps íslenskra vinstrimanna) um að gera Ísland að vindmyllugarði. Það er í sam- ræmi við hugmyndir um að gera Ísland að orkubúi í svokölluðu „Super-grid“-orkukerfi Evrópu. Vindmyllur eru hins vegar hvorki lausn- in á orkubúskap Íslands né umhverfisvanda heimsins eins og ég hef áður fjallað um nokkuð ítarlega. Vonandi þurfum við ekki að slást við vindmyllur þegar búið er að skila þriðja orku- pakkanum. Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson » Það er raunar merkilegt hversu margir eru viðkvæmir fyrir gagnrýni á Evrópusambandið eða EES-samninginn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Höfundur er formaður Miðflokksins. Ráðherrar fastir í sama pakkanum Fyrir Alþingi liggur frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiði- gjald. Í athugasemdum frum- varpsins og í kynningum ráðherra hefur verið lögð á það áhersla að hvorki sé verið að hækka né lækka gjaldið. Vafalaust hafa margir skoðun á því hvort það sé kostur eða galli. Það er hins vegar óþarft að takast á um þessa staðhæfingu; hún er röng. Hið rétta er að það er verið að hækka veiðigjaldið. Tveir afgerandi þættir eru óyggjandi staðfesting þess og mikilvægt er að allir átti sig á hvers eðlis þeir eru. Fyrir utan hið augljósa að rétt skuli vera rétt. Föndrað við breytilegan kostnað Í sinni einföldustu mynd felst aðferðafræði veiðigjalds í því að taka 33% af afkomu veiða. Afkoman felst í heildartekjum að frádregnum kostnaði (sem myndar svokallaðan reiknistofn). Að því er kostnað varðar er bæði litið til breyti- legs og fasts kostnaðar. Í útgerð er breytilegur kostnaður nokkuð augljós, en í honum felst all- ur kostnaður sem breytist eftir því hve mikið veiðist. Gjöld ýmiss konar sem miðast við veitt magn og falla til við það að veiða fisk og koma með hann að landi eru þannig hluti breytilegs kostnaðar. Má þar meðal annars nefna afla- gjald og veiðigjald. Nú bregður hins vegar svo við, að í 3. mgr. 5. gr. frumvarps- ins er veiðigjald ekki talið breyti- legur kostnaður. Engar skýr- ingar er því miður að finna á þessari grundvallarbreytingu frá fyrri framkvæmd og fordæma- lausu skilgreiningu á breyti- legum kostnaði. Þegar ráðherra hefur verið inntur svara hefur jafnframt orðið fátt um svör, enda er enga rökrétta skýringu á þessu að finna. Þessum mikil- væga kostnaðarlið hefur einfald- lega verið kippt út til þess að blása upp reiknistofninn – og hækka þannig álagt veiðigjald. Svona vinnubrögð eru óboðleg við smíði vand- aðrar löggjafar og sanngjarnrar gjaldtöku. Föndrað við aflaverðmæti uppsjávarfisks Samkvæmt frumvarpinu er lagt til að hætt verði að innheimta veiðigjald af fiskvinnslu enda er þar ekki um nýtingu auðlindar að ræða. Sú breyting felur því í sér leiðréttingu á rangri gjaldtöku. Eðli máls samkvæmt hefði mátt ætla að við þessa leiðréttingu hefði lækkun orðið á reiknistofni, þar sem ekki er þá lengur lagt auðlindagjald á fiskvinnslu. Í frumvarpinu bregður hins vegar svo við að bætt er 10% álagi á aflaverðmæti uppsjávarafla, með þeirri skýr- ingu að „fyrirliggjandi gögn um aflaverðmæti botnfiskafla og uppsjávarafla [séu] ekki að öllu leyti sambærileg vegna ólíkra aðstæðna sem uppi eru við bæði veiðar og vinnslu þeirra teg- unda sem um ræðir.“ Þessi skýring fær ekki staðist. Hvort sem litið er til botnfiskveiða eða upp- sjávarveiða, þá liggur aflaverðmæti fyrir. Í því samhengi má meðal annars benda á að uppsjávarútgerðir senda vikulega ítarlegar upplýsingar um verð til Verðlagsstofu skipta- verðs og sú ríkisstofnun rýnir þær og gætir að því að verð einstakra útgerða víki ekki í veru- legum atriðum frá því sem algengast er. Verð- lagsstofa kemur þessum upplýsingum síðan áleiðis til úrskurðarnefndar sjómanna og út- vegsmanna. Ekkert er því á huldu í þessum efnum sem réttlætt getur þá aðgerð sem frum- varpið boðar, þ.e. að hækka handvirkt aflaverð- mæti uppsjávarútgerða um 10%. Raunar er hér um sérstaklega varhugaverða tillögu að ræða þar sem hún leiðir til þess að hlutfall gjaldsins verður hærra í erfiðu árferði. Til skýringar má benda á að ef framlegðar- hlutfall er 20% verður gjaldhlutfallið 50% af reiknistofni og ef framlegðarhlutfall er 10% verður gjaldhlutfallið 66% af reiknistofni. Verð- ur að telja þetta verulegan ágalla, enda verður fyrirtækjum þá íþyngt enn frekar þegar erf- iðlega gengur. Hún fer því þvert gegn mark- miði frumvarpsins um að láta veiðigjaldið end- urspegla, með betri hætti en gert er í dag, afkomu greinarinnar á hverjum tíma. Líkt og með breytilega kostnaðinn, er eina sannanlega skýring þessarar aðgerðar ekki önnur en sú að blása upp reiknistofninn – og hækka þannig álagt veiðigjald á uppsjávarfisk. Svona vinnu- brögð eru óboðleg við smíði vandaðrar lög- gjafar og sanngjarnrar skattheimtu. Bellibrögð að baki 33% Þekki menn ekki þeim mun betur til hljómar það vafalaust ágætlega að 33% af afkomu út- gerða séu greidd í formi auðlindagjalds. Sú tala er þó lítt upplýsandi ef menn þekkja ekki af hvaða fjárhæð sú prósenta er tekin. Með frum- varpinu er handvirkt verið að stækka reikni- stofn og hækka þannig veiðigjaldið. Um það þarf ekki að deila. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að Al- þingi átti sig á forsendum fyrirliggjandi frum- varps og að leitað sé skýringa á þeim sjónhverf- ingum sem beitt er þegar staðhæft er að hvorki sé verið að hækka né lækka veiðigjald. Sé það raunveruleg ætlun löggjafans að miða veiði- gjald við rétta afkomu, þ.e. sannanlegar tekjur og gjöld, þá er ekki unnt að samþykkja óbreytt frumvarp með því fordæmalausa föndri sem þar er viðhaft. Sé það hins vegar vilji meirihluta Alþingis að hækka veiðigjald, og skaða þannig samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs frekar en nú er væri réttara að koma hreint fram og leggja einfaldlega til hækkun á því hlutfalli sem tekið er af raunverulegum tekjum að frádregn- um sannanlegum gjöldum. Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur » Þegar ráðherra hefur verið inntur svara hefur jafn- framt orðið fátt um svör, enda er enga rökrétta skýringu á þessu að finna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri. Hækkun á veiðigjaldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.