Morgunblaðið - 15.11.2018, Page 45

Morgunblaðið - 15.11.2018, Page 45
UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2018 Búnaður í Jaguar F-Pace er m.a.: 18" álfelgur, halógen-aðalljós með dagljósum, framsæti með vönduðu áklæði og átta stefnu handvirkri stillingu, baksýnisspegill með sjálfvirkri deyfingu, gljásvart króm á skrautlista, 10" Touch Pro, upplýstar sílsahlífar úr málmi með Jaguar-áletrun. B ún að ur b íls á m yn d er fr áb ru g ð in n au g lý st u ve rð i VERÐ FRÁ: 8.190.000 KR. Jaguar F-Pace. E N N E M M / S ÍA / N M 9 0 7 8 7 VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR JAGUAR HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500 JAGUAR F-PACE ÞAÐ VILJA EKKI ALLIR VERA EINS OG ALLIR HINIR. Árið 2017 samþykkti meirihluti stjórnar Orkuveitunnar greiðslu 750 milljóna króna arðs til Reykja- víkurborgar fyrir rekstrarárið 2016. Minnihluti stjórnar, þau Áslaug María Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, mótmælti áformunum enda arðgreiðsluskil- yrði ekki uppfyllt. Í aðdragandanum voru slegin lán til að fjármagna veisluna. Þarna misnotaði pólitíkin Orkuveituna sem tekjutusku fyrir óskilgreind verkefni borgarstjóra. Ég gerði arðgreiðslurnar að um- talsefni á dögunum. Steig þá Gylfi Magnússon á stokk, föndraði fínar tölur og sakaði mig um ásetning til útúrsnúnings. Einu út- úrsnúningarnir voru þó hans slaufukennda töl- fræði og sérbökuðu stað- reyndir. Hann skautaði að fullu framhjá umræðu- efninu – arðgreiðslum sem ekki uppfylltu tilsett skilyrði. Hann var auðvit- að í varnarstöðu. Hann er einn þeirra sem tóku ákvörðunina á sínum tíma. Í kjölfar hrunsins réðust flest fyr- irtæki landsins í aðgerðir til að rétta reksturinn. Þar var Orkuveitan ekki undanskilin. Orkuveitan bjó hins veg- ar við þann munað – ólíkt öðrum fyr- irtækjum – að geta velt stórum hluta sinna rekstrarvandræða yfir á borg- arbúa. Þannig hækkaði fyrirtæki í einokunarstöðu gjaldskrár á versta tíma fyrir sína viðskiptavini. Með einu pennastriki. Samhliða var slegið lán hjá borgarsjóði, sem auðvitað er fjármagnaður af skattgreiðendum. Nauðsynlegum innviðafjárfestingum var frestað. Allar bitnuðu ráðstaf- anirnar á borgarbúum. Nú hefur rekstur Orkuveitunnar náð betra jafnvægi. Myndi maður þá ætla að borgarbúar nytu ágóð- ans, en aldeilis ekki. Ávinninginn af árangrinum ætlar núverandi meiri- hluti í borgarstjórn að setja lóðbeint í bauk borgarsjóðs. Áform standa til ríflega 14 milljarða arðgreiðslna til borgarinnar næstu sex árin. Tak- mörkuð áform standa til gjald- skrárlækkana. Þetta er kunnuglegt stef hjá stjórnmálafólki – kunn- uglegur freistnivandi meirihlutans – engum er betur treystandi fyrir peningum en kjörnum fulltrúum. Ég aðhyllist ekki sama stef. Ég tel engum betur treystandi fyrir fjár- munum en einmitt þeim sem afla þeirra. Borgarbúum. Rekstrarárangur Orkuveitunnar á mun fremur að renna beint til rétti- legra eigenda Orkuveitunnar – borgarbúa – með lækkun gjald- skrár. Það er ekki lögmál að skattar og gjöld geti eingöngu hækkað en aldrei lækkað. Borgarstjóri innheimtir nú þegar hæsta lögleyfða útsvar, hefur skuld- sett borgina upp í rjáfur, innheimtir fasteignagjöld sem valda smærri fyrirtækjum verulegum vandræðum og eyðir því sem aflögu er í gælu- verkefni. Afrakstur þessara sömu gæluverkefna er svo færður einka- aðilum undir markaðsverði. Sam- hliða setur borgarstjóri arðgreiðslu- kröfur á Orkuveituna – og skuldsetur svo fyrirtækið fyrir æv- intýrinu. Allt á kostnað borgarbúa. Auðvitað eru arðgreiðslur til eig- enda í góðu árferði sjálfsagðar og eðlilegar í hefðbundnum fyrirtækja- rekstri. Orkuveitan er þó annars eðlis – hún er orkufyrirtæki í al- mannaeigu. Kjarnahlutverk hennar er að veita góða þjónustu á hag- stæðu verði. Á næsta borgarstjórn- arfundi mun ég leggja til að horfið verði frá arðgreiðsluáformum og þjónustugjöld lækkuð til samræmis. Óþarflega háar gjaldskrár sem leiða til arðgreiðslna í hendur stjórnmála- manna eru ekkert annað en dulbúin skattheimta á borgarbúa. Eftir Hildi Björnsdóttur »Óþarflega háar gjald- skrár sem leiða til arð- greiðslna í hendur stjórn- málamanna eru ekkert annað en dulbúin skatt- heimta á borgarbúa. Hildur Björnsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hildurb@reykjavik.is Dulbúin skattheimta Það sagði mér mað- ur, afar áreiðanlegur og traustur, sannorður og einlægur, virtist vel tengdur inn í Samfylk- inguna á dögum R- listans, 1998 eða 1999, að eftirfarandi formúla við gerð reikninga til Reykjavíkurborgar væri vel liðin og nyti velþóknunar: 1. Þú finnur út eðli- legt verð sem þú myndir rukka vin þinn. 2. Þú tvöfaldar þá upphæð. 3. Þú bætir við einu núlli. Þannig væri sem dæmi 100.000 kr. eðli- legt verð sem viðkom- andi tvöfaldar upp í 200.000 kr. og sendir síðan reikning upp á 2.000.000 kr. sem gjald- keri greiðir út innan þriggja mánaða. Innan mánaðar ef sendandinn veit í hvaða embætt- ismenn er áhrifaríkast að hringja. Innan viku ef hann er „vel tengdur“ eins og það kvað kall- ast. Samdægurs, segir sagan, þegar um er að ræða „afar sterkt tengsl- anet“ en það mun sjaldgæft. Það er því engin furða að fjármál höfuðborgarinnar, í höndum þessa gerspillta vinstraliðs, skuli vera í miklum ólestri. Þessi eitraða form- úla sem viðgengist hefur allt of lengi innan borgarkerfisins er að eyði- leggja þjóðfélagið innan frá. Lygar og svik eru það sem þetta byggist á og getur aldrei endað vel. Eftir höfðinu dansa limirnir segir máltækið og þegar dansstjórinn er brosmilt glæsimenni, þá dunar hann af áfergju; allt er leyfilegt að draga fram í dagsljósið, jafnvel dönsk grasstrá. Borgarstjórinn lítur mildi- lega allt þetta bruðl og útgjöld, virð- ist hreinlega vinna gegn borginni og þar með þjóðinni allri. Þrátt fyrir skrifleg mótmæli tuga þúsunda Ís- lendinga réðst hann gegn Reykja- víkurflugvelli og byrjaði á því að loka sjálfri neyðarflugbrautinni – þeirri einu á suðvesturhorninu við vissar aðstæður. Stefna Dags B. Eggertssonar og hans liðs; þrengingar umferðaræða, þétting byggðar og fækkun bíla- stæða í miðborginni, „borgarlínan“ og núna síðast „Miklabraut í stokk“, er bersýnilega afleiðing hroðalegs misskilnings og þröngsýni. Ekki er unnt að spá fallega fyrir svo skammsýnum borgarstjóra. Það segir í ævafornum sútrum, helgirit- um trúarbragða sem eru sýnu eldri en þau sem við best þekkjum flest – og þó taka undir: Karma. Eins og maðurinn sáir, þannig mun hann uppskera. Orsök og afleiðing. Ekki alltaf í sömu jarðvist, því fólk fæðist líf eftir líf í eilífðinni og lærir í hverri jarðvist. Eina leið umrædds manns, að ég held, til ásættanlegs lífsástands, er einlæg iðrun. Og upplausn þessa skelfilega meirihluta sem mergsýg- ur borgarsjóð og hann ber ábyrgð á. Eftir Pál Pálmar Daníelsson Páll Pálmar Daníelsson » Það er því engin furða að fjármál höfuðborgarinnar, í höndum þessa gerspillta vinstraliðs, skuli vera í miklum ólestri. Höfundur er leigubílstjóri. Eitruð formúla of margra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.