Morgunblaðið - 16.11.2018, Side 4

Morgunblaðið - 16.11.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018 FATNAÐUR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr lífrænni ull og silki Kíktu á netverslun okkar bambus.is Veður víða um heim 15.11., kl. 18.00 Reykjavík 3 rigning Akureyri 3 rigning Nuuk -8 heiðskírt Þórshöfn 8 súld Ósló 10 þoka Kaupmannahöfn 8 þoka Stokkhólmur 9 súld Helsinki 9 skýjað Lúxemborg 4 þoka Brussel 11 heiðskírt Dublin 13 rigning Glasgow 13 alskýjað London 12 þoka París 9 þoka Amsterdam 10 heiðskírt Hamborg 9 heiðskírt Berlín 7 heiðskírt Vín 8 léttskýjað Moskva -1 skýjað Algarve 20 léttskýjað Madríd 13 skúrir Barcelona 15 þrumuveður Mallorca 20 léttskýjað Róm 18 heiðskírt Aþena 13 skýjað Winnipeg -4 snjókoma Montreal -8 alskýjað New York 0 alskýjað Chicago 0 snjókoma Orlando 22 heiðskírt  16. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:00 16:26 ÍSAFJÖRÐUR 10:25 16:11 SIGLUFJÖRÐUR 10:09 15:53 DJÚPIVOGUR 9:35 15:50 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á laugardag Suðaustan 13-20, hvassast suðvestan- til, og rigning, en þurrt og bjart norðaustanlands. Hiti 8 til 13 stig. Á sunnudag Sunnanátt, víða 10-15 m/s, og rigning, einkum suðaustanlands. Suðaustan hvassviðri eða stormur, 15-23 m/s. Rigning, talsverð rigning sunnanlands, og hlýn- andi veður, en heldur hægari og þurrt á norðaustanverðu landinu. Dregur úr vindi seint í kvöld. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Byggingarfulltrúi í Reykjavík hefur afgreitt tugi umsókna í ár vegna veitingarekstrar í miðborginni. Samkvæmt lauslegri athugun á fundargerðum hjá byggingarfulltrúa hafa um fjörutíu slíkar umsóknir verið afgreiddar á árinu. Eru hér undanskildar umsóknir sem höfðu verið afgreiddar en verið lagðar fram á ný með ósk um breytingar. Listinn ætti því að endurspegla umsóknir vegna nýrra staða. Skal tekið fram að hann er ekki tæmandi. Fjöldi annarra veitingastaða er í pípunum, ekki síst á nýjum reitum í miðborginni. Kaffihús sem selja létt- ar veitingar eru hér meðtalin. Þá er hér allt frá kaffiteríu í Há- skóla Íslands upp í veitingastaði fyrir hundruð gesta á hótelum. Á Hverfisgötu 33 og Bankastræti 14 er um að ræða staði sem selja áfengi. Veitingahús á þéttingarreitum Meðal annars hefur verið rætt um að veitingastaðir verði á Hafnar- torgi, á Austurhöfn við Hörpu og á jarðhæð þriggja nýrra fjölbýlishúsa á Hverfisgötu, þ.e. á Brynjureit og á tveimur reitum á horni Hverfisgötu og Barónsstígs. Ennfremur er verið að byggja veitingahús á Mýrargötu 18, ásamt því sem veitingarými verð- ur líklega á hóteli á Laugavegi 95-99, sem áformað er að opna í sumar. Þá er rætt um að veitingastaðir verði í íbúðahverfinu Vesturbugt við höfn- ina. Á listanum eru ný Mathöll á Granda og umsókn um matarmark- að í Kringlunni, alls 14 staðir. Kemur þetta til viðbótar við Mathöllina á Hlemmi sem var opnuð í fyrrahaust og fyrirhugaða Mathöll á Bíldshöfða sem ætlunin er að opna í desember. Fjórar umsóknir tengjast hótel- um. Á Hótel Öldu (Icelandair-hótel), á Laugavegi 66-68, fékkst leyfi til að innrétta veitingastað. Þá var leyfi veitt fyrir veitingastað á fyrirhuguðu hóteli í Skipholti 1 og á áformuðum hótelum við Austurvöll, Lækjargötu 2A og á Seljavegi 2. Undirbúningur að byggingu þessara hótela er langt kominn. Á Laugavegi 55 verður veit- ingasala á nýju Guldsmeden-hóteli. Verða veitingagötur Með nýju veitingastöðunum breytist ásýnd margra gatna í borg- inni. Fjórar umsóknanna eru á Grandagarði en þar eru fyrir nokkr- ir veitingastaðir. Hugmyndir eru um hótel í húsi CCP á Grandagarði 8 og í Alliance-húsinu skammt frá. Á Klapparstíg 29 er áformað að opna veitingahús fyrir 120 gesti. Þar var lengi rekin rakarastofa. Í Bankastræti 14 vék rakarastofa fyrir bjórstað, Session. Á Bergstaðastræti 14 hefur verið sótt um leyfi fyrir veitingastað í kjallara en þar var kjötbúð. Á Mýrargötu 26 verður opnað núðluveitingahús en handan götunn- ar verður bakarí, Brikk, þar sem veitingahúsið LOF var áður. Stein- snar frá, á Mýrargötu 18, er sem fyrr segir verið að byggja veitinga- hús. Á Laugavegi 4 verður veitingasala í ísgalleríi í kjallara sem áformað er að opna upp úr áramótum. Fundargerðirnar ná aftur til 9. janúar í ár. Síðan hafa orðið svipt- ingar í ferðaþjónustunni. Má til dæmis rifja upp þau orð Hrefnu Sætran, veitingamanns á Fisk-, Grill- og Skelfiskmarkaðnum, í sam- tali við Morgunblaðið, að einhverjum veitingahúsum kynni að verða lokað vegna harðnandi samkeppni. Hrefna og viðskiptafélagar hennar opnuðu Skelfiskmarkaðinn, eitt stærsta veit- ingahús borgarinnar, í ágústlok. Veitingahúsum gæti því fækkað samhliða því að ný eru opnuð. Gífurlegir hagsmunir Veiking krónunnar í haust ætti að óbreyttu að styrkja rekstrargrund- völl veitingahúsa í miðborginni. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins úr veitingageiranum hefur róðurinn þyngst hjá mörgum veit- ingamönnum eftir vaxtarskeið. Það ásamt milljarða fjárfestingu í nýjum hótelum í miðborginni vitnar um þá gífurlegu hagsmuni sem veit- ingageirinn og ferðaþjónustan hefur af því að ekki verði bakslag. Þá eru ótalin þau hundruð starfa sem myndu skapast á nýjum stöðum. Umsóknir varðandi rekstur veitingastaða hjá byggingarfulltrúa Póstnúmer 101, 103, 105 og 107 í Reykjavík Heimilisfang/umsækjandi Um hvað er sótt 1 Bergstaðastræti 10aMálstaður Innrétta kaffihús í flokki I 2 Laugavegur 116Mai Thai Auka leyfilegan gesta- fjölda í 45 3 Bergstaðastræti 14*Grettisberg Leyfi fyrir veitingastað í flokki II 4 Grundarstígur 10Hannesarholt Breyta veitingastað úr flokki I í flokki II 5 Mýrargata 26Reykjavík núðlur ehf. Breyta áður samþ. kaffi- húsi í núðluveitingahús 6 Hjarðarhagi 2-6Háskóli Íslands Innrétta veitingastað í flokki II, kaffihús 7 Vesturgata 6-10a, Tryggvagata 18 The Black Pearl Innrétta veitingastað í flokki II 8 Lækjargata 6bReykjavík Rent Leyfi fyrir veitingastað fyrir 55 gesti í kjallara 9 Laugavegur 77Reitir Fjölga gestum úr 60 í 80 10 Laugavegur 66-68Reitir Innrétta veitingastað á hótelinu 11 Hlíðarendi 6-10Valur veisluhöld Veitingast. í íþróttam. Vals við Hlíðarenda 12 Grettisgata 3CupCake Café Innrétta kaffihús 13 Laugavegur 42Valdís Breytingar á innra rými fyrir ísbúð 14 Skipholt 1Skipholt ehf. Hótel fyrir 156 gesti og veitingast. á 1. hæð 15 Grandagarður 16Faxaflóahafnir Reka matarmarkað og 9 veitingastaði 16 Grandagarður 14Grandagarður 14 ehf. Bryggju og veitingastað fyrir 80 gesti Heimilisfang/umsækjandi Um hvað er sótt 17 Fiskislóð 43F43 ehf. Byggja sýningarhús með veitingastað o.fl. 18 Grandagarður 5Kría Hjól ehf. Innrétta veitingastað fyrir 80 gesti 19 Frakkastígur 8Blómaþing ehf. Fjölga gestum veitingast. úr 80 í 120 20 Eyjarslóð 7*Hífandi ehf. Innrétta veitingastað fyrir 50 gesti 21 Thorvaldsensstræti 2Lindarvatn Byggja 145 herb. hótel með veitingahúsi 22 Lækjargata 2aReitir Fjölga gestum úr 150 í 300 í kjallara hótels 23 Bankastræti 14-14bB14 ehf. Innrétta veitingastað fyrir 80 gesti á 2. hæð 24 Seljavegur 2 Seljavegur ehf. (CenterHotels) Byggja hótel fyrir 304 gesti og opna veitinga- stað í flokki II 25 Hverfisgata 33R101 ehf. Veitingastað fyrir 130 gesti á 1. hæð og í kj. 26 Skipholt 31Víðsjá - kvikmyndagerð Gera bruggstofu ásamt veitingastað 27 Hafnarstræti 1-3*Strjúgur ehf. Breyta verslun í veitinga- hús fyrir 50 gesti 28 Freyjugata 41 Ásmundarsalur ehf. Innrétta veitingahús fyrir 55 gesti 29 Nóatún 17Íshamrar Innrétta veitingastað 30 Laugavegur 4Laugastígur ehf. Innrétta veitingastað í kjallara 31 Grandagarður 15-37Corvino ehf. Innrétta bar/verslun sem verður hluti veitingahúss 32 Klapparstígur 29*Barbræður Innrétta veitingastað fyrir 120 gesti 1 4 7 8 6 11 12 13 5 14 15 17 18 19 16 910 2 Heimilisfang/umsækjandi Um hvað er sótt 33 Snorrabraut 27-29Vietnamese cuisine Veitingastað fyrir 80 gesti 34 Vitastígur 12Hugver ehf. Innrétta kaffihús fyrir 20 gesti 35 Þingholtsstræti 1/ Ingólfsstræti 2 Reykjavík Rent Innrétta veitingastað á 1. hæð Heimilisfang/umsækjandi Um hvað er sótt 36 Laugavegur 20BStórval Breyta veitingastað úr flokki III í flokk II, eða í krá 37 Borgartún 8-16a*Höfðavík ehf. Veitingastað á jarðhæð 38 Kringlan 4-12Reitir Breyta verslunareiningu í matarmarkað, 4 veitingahús og krá 20 21 22 24 25 26 27 28 29 30 23 31 32 33 34 35 36 373 5 38 *Afgreiðslu frestað Heimild Reykjavíkurborg Ásókn í veitingasölu í miðborginni  Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur samþykkt tugi umsókna um veitingastaði í miðborginni í ár  Allt frá kaffiteríu til staða fyrir hundruð gesta  Samhliða opnun staða kann öðrum að verða lokað Morgunblaðið/Hanna Nostra Veitingahús var nýverið opnað í Kjörgarði á Laugavegi 59.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.