Morgunblaðið - 16.11.2018, Side 11

Morgunblaðið - 16.11.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Gögn tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík um stærri framkvæmdir sveitarfélaga og rík- isins sýna að 89% allra verkefna sem voru til skoðunar fóru fram úr áætl- uðum kostnaði. Þetta var meðal þess sem kom fram í kynningu Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, á fundi Verkfræðinga- félagsins á Hilton í gær. Þórður Víkingur sagði gagna- grunn deildarinnar ekki tæmandi, en að hann gæfi ákveðna vísbend- ingu um að mikill meirihluti opin- berra fram- kvæmda færi fram úr kostnað- aráætlun. Hann sagði ljóst að ekki væri verið að ná betri árangri í kostnað- aráætlunum sem væri áhyggjuefni sérstaklega á þess- um tímum og vísaði til þess að erfitt væri að vera viss um hvaða tölur væri verið að tala um í fréttum og til- kynningum þegar framúrkeyrsla væri almennt um 60%. Þórður Vík- ingur fullyrti að hægt væri að gera betur, en skortur væri á upplýsing- um um fyrri verkefni. Benti lektorinn á að hvergi væri til miðlægur gagnagrunnur um op- inberar framkvæmdir á Íslandi svo hægt væri að læra af reynslu fyrri verkefna og að nágrannaþjóðir Ís- lands hefðu komið á kerfum til þess að mæta áskorunum við áætlana- gerð með verulegum árangri. Þörf á skýringum Oft er vísað til skorts á upplýs- ingum og gögnum til þess að skýra það að kostnaður við framkvæmdir fari fram úr áætlun, að sögn Þórðar Víkings. Hann telur slíkar skýringar ekki fullnægjandi þar sem slíkt myndi leiða til þess að hlutfall fram- kvæmda undir og yfir áætluðum kostnaði myndi vera jafnari. Stað- reyndin sé hins vegar sú að mikill fjöldi framkvæmda endi mikið um- fram áætlaðan kostnað og má því rekja vandann til félagslegra þátta. „Þetta er ekki eitthvert sérís- lenskt vandamál. Það er vel þekkt vandamál sem kallast umboðs- vandi,“ sagði lektorinn og útskýrði að með því væri átt við mismunandi hagsmuni greiðanda, hagsmunahópa og umboðsaðila sem geta stangast á. Vísaði hann meðal annars til stjórn- málamanna, kjósenda, þrýstihópa og annarra hagsmunaaðila. Rakti hann einnig vitsmuna- skekkju sem myndast allt frá því að verkefni væri á hugmyndastigi yfir í framkvæmdastig. Á hugmyndastig- inu ríkir mikil bjartsýni sem getur leitt af sér sjálfsblekkingar og þegar framkvæmd hefst getur myndast þrýstingur ólíkra hópa sem flækja málið. Gæðatrygging Til þess að takast á við þann vanda sem myndast þarf að hanna styrkari ramma um hvernig málum sé háttað til þess að efla áætlana- gerðir, að mati Þórðar Víkings. Sagði hann önnur lönd sem Íslend- ingar gjarnan bera sig saman við hafa innleitt verkferla til þess að bæta áætlunargerð og vísaði til þess að Norðmönnum hefði tekist að lækka raunkostnað framkvæmda um 14% með innleiðingu opinberrar gæðatryggingar. „Ísland hefur valið aðra leið en þær þjóðir sem við ber- um okkur helst saman við. Norð- menn voru á sama stað og við erum nú fyrir um 15 til 20 árum.“ Upptaka opinbers gæðatrygg- ingakerfis er mikilvægur hlekkur í að auka árangur í áætlanagerð að mati lektorsins. Þá þarf að skil- greina betur þætti eins og hag- kvæmisathuganir og koma á skýrum reglum um samskipti verktaka, hönnuða og annarra við hið opin- bera. Einnig lagði Þórður Víkingur áherslu á mikilvægi þess að til yrði miðlægur gagnagrunnur um opinber verkefni svo hægt væri að meta áhættu af umframkostnaði á grund- velli reynslu. „Reynsla leiðir okkur framhjá óskhyggjunni,“ staðhæfði hann. Opinberar framkvæmdir almennt 60% yfir áætlun  Vantar gagnagrunn um framkvæmdir  Lektor segir hægt að gera betur Morgunblaðið/G. Rúnar Yfirkeyrsla Kostnaður við Hörpu var 188% umfram áætlaðan kostnað. Raunkostnaður stærri opinberra verkefna Fjöldi verkefna og raunkostnaður umfram kostnaðaráætlun Raunkostnaður umfram kostnaðaráætlun 8 7 6 5 4 3 2 1 0 fjöldi verkefna -25% 0% +25% +50% +75% +100% +125% +150% +175% +200% +300% Heimild: Verkfræðideild HR 1 4 5 2 1 3 8 3 6 1 1 89% verkefna voru yfirkostnaðaráætlun Undir kostnaðaráætlun Raunkostnaður jafn áætlun Yfir kostnaðaráætlun Þórður V. Friðgeirsson Hæstiréttur hefur dæmt Akur- eyrarbæ til að greiða Snorra Óskarssyni 3,5 milljónir króna í skaðabætur vegna uppsagnar hans sem grunnskóla- kennara við Brekkuskóla á Ak- ureyri. Áður hafði Héraðsdómur Norðurlands dæmt bæ- inn til að greiða honum 6,5 milljónir. Snorra var sagt upp störfum hjá Akureyrarbæ vegna ummæla um samkynhneigð á bloggsíðu sinni árið 2012. Þar skrifaði hann m.a. þetta: „Kjarninn í sjónarmiði evangelískra er sá að samkynhneigðin telst vera synd. Syndin er ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“ Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur höfðu dæmt uppsögnina ólöglega. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að hann hafi fallist á að Snorri eigi rétt á skaðabótum frá Akureyrarbæ. Hins vegar taldi rétturinn að þegar litið yrði til aðdraganda uppsagnar hans yrði hvorki talið að með uppsögninni né í aðdraganda hennar hefðu viðkom- andi starfsmenn bæjarins komið fram með þeim hætti að í því hefði falist ólögmæt meingerð gegn Snorra. Ak- ureyrarbær var því sýknaður af kröfu um miskabætur. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að vegna uppsagnarinnar og með tilliti til þess að Snorri fékk greidd laun í fimm mánuði eftir hana voru bætur til hans ákveðnar 3.500.000 krónur með drátt- arvöxtum. Akureyrarbær skaut málinu til Hæstaréttar í desember síðastliðnum og krafðist aðallega sýknu af kröfum Snorra, en til vara að þær yrðu lækk- aðar. Snorri áfrýjaði héraðsdómi í mars í ár. Hann krafðist þess að Akur- eyrabær skyldi greiða sér annars veg- ar 13.682.779 krónur og hins vegar 4.000.000 krónur. Snorri fær 3,5 milljónir í bætur Snorri Óskarsson  Hæstiréttur lækk- aði um 3 milljónir Eftir að haustfeti hafði varla sést í haust kom smáskot í síðustu viku og sjá mátti fiðrildið við útiljós við heimili fólks. Erling Ólafsson, skor- dýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir að sumarið hafi verið erfitt fyrir mörg skordýr vegna vætut- íðar. „Stöðug rigning á uppvaxtartíma lirfanna í júní og fram í júlí gerði það að verkum að aldrei hefur sést eins lítið af haustfeta. Í síð- ustu viku var nokkuð hlýtt heila sjö daga í röð og þeir haustfetar sem voru á lífi á annað borð sáu að ekki þýddi að hangsa lengur og fóru af stað. Því var nokkuð um stráka á flögri í leit að stelpum, þótt það hafi ekki verið neitt í líkingu við þann fjölda sem verið hefur síðustu haust,“ segir Erling. Á pödduvef Náttúrufræðistofnun- ar segir meðal annars um haustfeta: „Kvendýrin skríða upp eftir trjá- stofnum þegar þau koma úr púpum á haustin og út á greinar trjánna. Þar laða kerlurnar fleyg karldýrin til sín með efnaboðum til að mak- ast … Drapplit karldýrin eru oft áberandi á húsveggjum í október þegar mest er af þeim, ekki síst að morgni umhverfis útiljós sem hafa logað yfir nótt. Engin önnur tegund feta er á ferli á sama tíma.“ Vöktun ársins á fiðrildum víða um land er nýlega lokið, en þeim er safn- að í ljósgildrur. Úrvinnsla er hins vegar eftir. Erling segir að varðandi haustfetann virðist niðurstaðan vera hin sama í gildrunum og á hús- veggjum. Fáir á ferðinni fyrr en í síðustu vitjunum. aij@mbl.is Ljósmynd/Erling Ólafsson Haustfeti Karldýrin sækja í útiljós við heimili fólks. Hrun hjá haustfeta  Rigning á uppvaxtartíma  Færri strákar hafa flögrað um í stelpuleit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.