Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.11.2018, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2018 ✝ Agnes Geirs-dóttir fæddist í Reykjavík 28. apríl 1952. Hún lést á líknardeild Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja 28. október 2018. Foreldrar henn- ar voru Gunn- hildur Viktors- dóttir húsmóðir, f. 1929, d. 2013, og Geir Þorvaldsson verkstjóri, f. 1930, d. 2004. Systkini Agnesar eru: Mar- teinn Elí, f. 1951, maki Hugrún Pétursdóttir; Helga Margrét, f. 1954, maki Valdimar Bergsson; Þorvaldur Geir, f. 1958, maki Ólöf Ingimundardóttir; Guð- rún, f. 1961, maki Steinar Birg- isson. Fyrri eiginmaður Agnesar var Birgir Lárusson kaup- maður, f. 1951, þau skildu. Egill, f. 2008, og Brynhildur Una, f. 2015. Agnes ólst upp á Sogavegi í Reykjavík en bjó síðar í Mos- fellsbæ og Reykjanesbæ. Hún starfaði lengi sem aðalbókari hjá Álafossi, síðan Miklagarði og Rúmfatalagernum. Einnig starfaði Agnes sem fram- kvæmdastjóri Smáratorgs ehf. Síðustu árin hannaði hún og saumaði föt undir vörumerkinu Agnes Design og hélt úti vinnu- stofu á frumkvöðlasetrinu Eld- ey á Ásbrú í Reykjanesbæ. Agnes var félagi í Inner Wheel Keflavík og einnig var hún virk í Oddfellowreglunni í Rebekkustúkunni Steinunni. Hún málaði og vann glerlist. Hún söng í bæði Álafoss- kórnum og Mosfellskórnum. Agnes hafði áhuga á golfi og þau hjónin ferðuðust mikið bæði innanlands og utan og áttu margar ánægjustundir í sumarbústaðnum Hreiðrinu. Útförin fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 16. nóvem- ber 2018, klukkan 13. Börn þeirra eru: 1) Geir Rúnar, f. 1974, maki Laufey Ólafsdóttir. Börn Geirs og fv. eigin- konu hans, Stef- aníu Óskar Þor- steinsdóttur, eru Agnes, f. 1997, Björgvin Óli, f. 2001, og Ásbjörn, f. 2005. 2) Hrafn- hildur, f. 1980, maki Aðalsteinn Sigurðsson, börn þeirra eru Birgir Jarl, f. 2001, og Amanda Brák, f. 2009. Eftirlifandi eiginmaður Agnesar er Guðjón Guðmunds- son, fv. framkvæmdastjóri, f. 1949. Börn Guðjóns frá fyrra hjónabandi eru: 1) Kristín, f. 1965, maki Gísli Stefán Sveins- son. 2) Hildur, f. 1982, maki Arnar Snæberg Jónsson, börn þeirra eru Tómas Andri, f. 1998, Brynjar Freyr, f. 2002, Elsku ástin mín. Aldrei bjóst ég við því að þú yrðir á undan mér yfir í sumarlandið. Við sem áttum eftir að gera svo margt og njóta efri áranna. Við áttum yndislega ævi saman. Fjölskyld- una, vinina, öll ferðalögin, golfið, sumarbústaðinn og svo margt fleira. Nú sit ég eftir og skoða myndir og yndislegar minningar rifjast upp. Við hættum snemma fastri vinnu og nutum lífsins sam- an og gerðum það sem okkur langaði. Þú blómstraðir sem listamaður. Glerlistin, málverkin og síðar hönnun og saumaskapur sem átti stóran sess í sköpun- arþrá þinni. Meira að segja fár- sjúk á líknardeild lagðir þú á ráð- in um nýjar flíkur og óskaðir þess að þú hefðir meiri tíma. Þú tókst á við veikindi þín af einstakri bjartsýni, trú og þraut- seigju alveg frá upphafi. Þetta var bara verkefni sem við ætluð- um að klára saman og sigrast á. Þegar ljóst var að það tækist ekki sýndir þú óbilandi æðruleysi og kjark sem ég hefði aldrei trúað að hægt væri að sýna við slíkar að- stæður. Þú tókst á við næstu verkefni, áttir góðar kveðjustundir með fjölskyldu og vinum, bjóst í hag- inn fyrir framtíðina, undirbjóst útförina og umgjörð hennar. Þú varst þakklát fyrir alla þá aðstoð og umönnun sem þú fékkst og óskaðir sérstaklega eftir því að ég myndi skila góðum þökkum til hennar Ingu vinkonu okkar fyrir hlýhug, hugulsemi og hjálp m.a. með þá hluti sem okkur körlun- um yfirsést, en skipta ykkur elsk- urnar svo miklu máli. Allt til enda hélstu reisn þinni, jákvæðni og lífsgleði. Fyrir það er ég stoltur og þakklátur. Þú styrktir okkur um leið með þín- um sterka persónuleika og ein- staka húmor. Þú gafst okkur hin- um ró og kærleik sem gerði okkur betur kleift að takast á við kvíðann og missinn sem í vænd- um var. „Ástin setur öngul sinn í hjarta þér og knýr þig til að skilja að hið sterkasta af öllu sterku, ástin, er ómótstæðileg.“ (William Law 1686-1761) Ástin mín. Ég kveð þig í bili með einlægri ást og virðingu. Þinn Guðjón. Að minnast góðrar móður er mannsins æðsta dyggð og andans kærsti óður um ást og móðurtryggð. Hjá henni blíðum barmi er barnsins hvíld og fró. Þar hverfa tár af hvarmi og hjartað fyllist ró. (Freysteinn Gunnarsson) Móðurmissir er sár. Mikil sorg greip mig þegar stundin kom og ég kvaddi mömmu mína í síðasta sinn. Það var mér afskaplega dýrmætt að vera með mömmu síðustu vikurnar í lífi hennar. Fá tækifæri til að kveðja hana fal- lega og þakka henni fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og gaf mér. Hún var mér góð fyrirmynd sem veitti mér áhyggjulausa og gleði- lega æsku. Fyrir það verð ég ávallt þakklát. Mamma var alltaf sérlega glæsileg. Iðulega spurði hún mig hvort hún væri ekki fín. Og jú hún var alltaf fín. Heimili mömmu voru alltaf falleg. Hún hafði gott auga fyrir fallegum hlutum og skapaði þá líka sjálf. Henni var margt til lista lagt. Hún gerði glerlistaverk, málaði myndir, hannaði föt og útkoman var alltaf stórkostleg því hún kom auga á fegurðina allt um kring. Hún saumaði föt á mig og dúkkurnar mínar og einu sinni saumuðum við saman hárteygjur og fórum með þær og seldum í búðum á Laugavegi. Það er minning sem yljar og líka kósí- kvöldin þegar við sátum og horfð- um saman á sjónvarpið, borðuð- um Lindubuff og drukkum kók með lakkrísröri. Mamma var ákaflega dugleg og félagslynd. Ef hún var ekki að vinna, eða sat við eldhúsboðið að spjalla við vinkonur, eða á kaffi- húsum, var hún á kóræfingu eða að sinna félagsmálum. Mamma naut þess að syngja og hlusta á góða tónlist. Það var alltaf gaman að koma í mat til hennar og Guðjóns. Í eld- húsinu var mamma líka snillingur og töfraði þar fram veislumat og nóg af honum. Hún passaði vel upp á að það væri alltaf nóg til og uppskriftirnar voru oftar en ekki margfaldaðar. Það er mér svo minnisstætt þegar ég hringdi í hana fyrir jólin í fyrra til að fá uppskrift að jólaísnum fræga frá Gunnömmu. Ég skrifaði upp- skriftina samviskusamlega niður og svo fórum við hjónin að kaupa hráefni í ísinn. Við áttuðum okk- ur fljótlega á að eitthvað væri bogið við magnið í uppskriftinni. Við ákváðum að gera bara einn fjórða en samt dugði ísinn öll jól- in. Í veikindunum sýndi mamma ótrúlega mikinn styrk og já- kvæðni. Hún tókst á við veikindin af miklu æðruleysi og ró sem ég vissi ekki að hægt væri að hafa á tímum sem þessum. Ég er þakk- lát fyrir þá sterku og samheldnu fjölskyldu og þá góðu vini sem hún átti sér við hlið. Hún var um- vafin ást í baráttu sinni. Þá er ég sérstaklega þakklát fyrir að mamma hafi átt Guðjón sinn að. Ástina sína. Hann var kletturinn í lífi hennar allt til enda þess. Ég á eftir að sakna þess mikið að geta ekki tekið upp símann og heyrt í mömmu. Hún skildi mig alltaf og umvafði mig bæði í sorg og gleði. Ég er stolt og þakklát að hafa átt hana fyrir móður, hún kenndi mér margt og skilur eftir dýrmætar minningar sem lýsa veginn. Ég mun ávallt minnast hennar sem sterkrar, ástríkrar konu sem var ákaflega lífsglöð og elskaði skilyrðislaust. Nú er hún farin en lifir áfram í hjörtum okk- ar um ókomna tíð. Hrafnhildur Birgisdóttir (Habbý). Að kveðja nána vini og ætt- ingja er sárt og erfitt. Í dag kveðjum við elsku Agnesi. Agnes var tengdamóðir mín í 22 ár, amma barnanna minna og ágætis vinkona mín. Við vorum nú ekki alltaf sammála og fórum ólíkar leiðir í ýmsu. Agnes var mikill fagurkeri og í gegnum tíðina fékk hún ýmis áhugamál. Við vissum í raun aldr- ei hvaða áhugamál kæmi næst enda voru þau mörg. Sem dæmi um áhugamál má nefna kórsöng, leirmálun, listmálun, útsaum með pallíettum, brauðbakstur, glerlist og kjólasaum, sem var hennar nýjasta áhugamál. Þegar Agnes fékk áhuga á einhverju var farið á fullt í það, allt keypt sem þurfti til að sinna því og svo var setið við löngum stundum. Hún sagði allt- af að annaðhvort hefðirðu áhuga eða ekki. Hún átti það líka til að hætta skyndilega að stunda áhugamálin en var ávallt komin með ný innan skamms. Ekki sat hún aðgerðalaus, svo mikið er víst. Við sem stóðum henni næst eigum marga hluti sem tilheyrðu hverju og einu áhugamáli. Við eigum málverk, glerspegla, jóla- styttur, útsaumaða jólasokka, kjóla og margt fleira sem hún gaf okkur. Allt er þetta mjög fallegt og er enn í notkun í dag. Allt sem Agnes gerði gerði hún vel og henni var ótal margt til lista lagt. Golfið átti hug þeirra hjóna og ósjaldan fengum við að heyra þegar tengdamamma spilaði vel, það var mun sjaldnar sem slæmu hringirnir fóru í loftið. Guðjón gaf Agnesi golfbíl í afmælisgjöf og það sem hún var glöð með hann og sagði mér að það væri svo nauðsynlegt fyrir Guðjón að vera á bíl því hann ætti erfitt með að ganga 18 holu völl en alls ekki hún. Ég spurði hana rétt fyrir andlátið hvað þau hjónin hefðu verið lengi að verða góð í golfi. Það stóð ekki á svari: „Sko, ég var bara í tvo mánuði en Guðjón tuttugu ár.“ Það var aldrei langt í húmorinn og hann hélst til síð- asta dags. Agnes var alltaf smart og vel tilhöfð, fallega lakkaðar neglur og varalitur var staðalbúnaður þar á bæ. Oft langaði mig að geta notað sömu númer og hún af föt- um og skóm því hún var dugleg að kaupa sér föt og alveg sama hvað hún keypti; allt var það flott og elegant. Agnes og Guðjón voru sérlega gestrisin og ekki spillti fyrir hvað þau saman elduðu góðan mat. Ég hlakkaði alltaf til að fara í mat til þeirra. Svo var spilað fram á nótt, kana, og við fengum okkur í tána. Svona getum við rifjað upp minn- ingarnar sem hrannast upp á slíkri stundu. Erfiðir tímar taka nú við en saman komumst við í gegnum sorgina og minningin um Agnesi lifir með okkur til dauðadags. Ykkar Ósk. Við andlát Agnesar tengda- móður minnar lauk samleið okk- ar sem varði í rúmlega tuttugu ár. Agnesi kynntist ég í gegnum Habbý mína og fann ég strax frá fyrstu kynnum gagnkvæma væntumþykju og virðingu. Alltaf þótti mér gott að heimsækja þau hjónin, Agnesi og Guðjón, hvort sem var í sumarbústaðinn þeirra eða á heimili þeirra. Ávallt var boðið upp á veislumat og nóg af honum. Það truflaði Agnesi þó alltaf pínulítið hvað ég var lengi að borða, enda vildi hún alltaf vera fljót að taka af borðinu og gera fínt eftir matinn. Enda var alltaf allt fínt og flott hjá henni. Skipti þar engu máli hvort hún hafði keypt það eða skapað það sjálf enda var Agnes mikill listamað- ur. Þannig gerði hún stórkostleg listaverk með speglum, málaði falleg málverk og síðustu árin hannaði hún og saumaði föt. Allt sem hún snerti varð fallegt. Agnes gerði líka gómsætar sultur og var afar áhugasöm um berjarækt okkar hjóna eftir að við eignuðumst garð með rifs- berja- og sólberjarunnum. Hún spurði reglulega hvort komin væru ber og hvort þau væru að verða tilbúin og varð spretta þessa síðasta sumars hennar okkur báðum því mikil vonbrigði. Í sumarbústaðnum var alltaf sérlega kósý. Eldur í kamínunni, falleg tónlist og notaleg stemn- ing. Oft sátum við Agnes lengi og spjölluðum í bústaðnum, jafnvel langt fram á nótt og eru þær stundir mér afar dýrmætar og hefði ég gjarnan viljað hafa þær mun fleiri. Agnes var alltaf sérstaklega stolt af börnunum sínum, Geira og Habbý, og notaði hún hvert tækifæri til að láta vini þeirra og fjölskyldur vita hvað þau væru dugleg og hvað hún væri stolt af þeim. Ávallt við öll stór tímamót í þeirra lífum, svo sem stórafmæli, útskriftir eða annað hélt hún ræðu þar sem hún sagði frá af- rekum þeirra og því hversu stolt hún væri af þeim. Ef hún ein- hverra hluta vegna gat ekki sjálf verið á staðnum var ræðan send og skyldi hún flutt í veislunni. Þannig kom það í hlut Habbýjar minnar að flytja bróður sínum ræðu Agnesar í afmæli hans fyrir nokkrum árum og tókst þeim mæðgum vel upp með það sam- starf. Agnes varð þeirrar gæfu að- njótandi að eiga Guðjón að og fal- legri hjón er vart hægt að hugsa sér. Þau nutu þess að vera sam- an, hvort sem var á ferðalögum, í golfi eða bara í hversdagsleikan- um. Þau voru samstiga í öllu sem þau gerðu og gátu stutt hvort annað bæði í gleði og í sorg. Hvergi var þetta þó jafn augljóst og í veikindum Agnesar þar sem Guðjón hennar sat yfir henni all- an sólarhringinn og gerði allt sem hann gat til að auðvelda henni lífið og gleðja hana. Sterk- ari ást hef ég aldrei séð en ást þeirra hjóna. Mikill er missir okkar en engum þó meiri held ég en Guðjóns sem misst hefur sálu- félaga sinn. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst jafn stórkostlegri konu og henni Agnesi og ég bið Guð að vernda hana. Ég vil einnig biðja Guð að gefa Guðjóni huggun og frið í hjarta sitt. Aðalsteinn Sigurðsson. Elsku amma sem varst með hjarta úr gulli og alltaf með bros á vör. Það var alltaf svo gaman að koma til þín. Takk fyrir að vera amma mín, þú ert í hjörtum okk- ar allra og verður þar alla tíð. Þinn Birgir Jarl. Elsku amma mín er nú farin úr veikum líkama til mömmu sinnar og pabba. Þar er gott að vera. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa, hvort sem það var heim til þeirra eða í sumarbú- staðinn. Amma tók stundum á móti okkur með svuntuna á sér og húsið ilmaði. Upp í bústað fór- um við oft í mínígolf og í heita pottinn og þar var alltaf skemmtilega sumarbústaðar- tónlistin. Það var alltaf gott að gista hjá ömmu og afa, þau áttu mjúkan svefnpoka fyrir mig. Allt- af þegar amma háttaði mig eða hjálpaði mér í föt þá gerði hún kross framan á mig með hend- inni. Mér finnst vænt um það og smá fyndið, mikið er það falleg minning sem mun fylgja mér. Fyrir jólin bökuðum við oft smá- kökur, og mikið af þeim, og gerð- um konfekt. Amma gat breytt kartöflum í konfekt, en kartöflu- konfektið er uppáhaldið mitt. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér og þann kærleika sem þú sýndir mér. Takk fyrir að vera góð amma. Ég veit að ég á eftir að sakna þín, elsku amma mín, en ég veit líka að nú ertu hjá Guði og þar líður þér vel. Þín Amanda Brák. Elsku Agga, stóra systir mín. Mikið eru þetta búnir að vera miklir sorgardagar undanfarna vikur. Ég veit að við áttum að gráta þig en fyrr má nú vera. Að hitta þig ekki í Hreiðrinu, spila golf saman, drekka rauðvín fram eftir nóttu þegar karlarnir okkar eru farnir að sofa, hlæja saman, gráta saman og hlusta á falleg lög. Það eru svo mörg lög sem ég tengi við þig. Þú varst kletturinn minn þegar pabbi okkar dó svo skyndilega fyrir 14 árum og það sem þú gerðir fyrir mig mun ég aldrei gleyma. Svo þegar þú stofnaðir Agnes design er það mér svo mikils virði að hafa að- stoðað þig á Ljósanótt, Lækjar- ási, Ásbrú, Hrafnagili við Akur- eyri þar sem við áttum yndislega daga með elskunum okkar. Þegar þú varst komin á líknardeildina fékk ég þann heiður að taka þátt í bænarstund með þér og fá að að- stoða þig á þann hátt sem ég fékk, það yljar mér um hjarta- rætur. Elsku Agga mín, ég veit að góður Guð hefur tekið þér opnum örmum. Ég ætla að enda þetta á fermingarversinu okkar sem við vorum að tala um síðustu dagana þína. Vísa mér vegu þína, Drottinn, kenn mér stigu þína. (Davíðssálmur 25) Elska þig. Þín litla systir Guðrún. Það er ólýsanlega erfitt að setjast niður og skrifa um hana Agnesi systur mína sem kvaddi þennan heim 28. október síðast- liðinn. Við vorum ekki bara syst- ur heldur bestu vinkonur, það voru aðeins tvö ár á milli okkar en við vorum fimm systkini sem ólumst upp á Sogaveginum hjá ástríkum foreldrum. Marteinn elstur, svo Agnes, ég sem þetta skrifa, Þorvaldur og yngst er Guðrún. Það eru svo ótalmargar minn- ingar sem koma upp í hugann, það væri hægt að skrifa heila bók um Öggu systur eins og ég kallaði hana oftast. Við sem litlar stelpur söfnuðum servíettum og leikara- myndum, lékum okkur inni og úti og svo komu unglingsárin, þá fékk ég að vera með vinahópnum hennar, við sögðumst vera tví- burar svo ég kæmist með í Silfur- tunglið. Eftir að við urðum full- orðnar var farið í ferðalög saman; við Valdimar maðurinn minn í Hreiðrið þeirra fyrir austan og þau Guðjón komu norður í Sjarma til okkar. Við fórum sam- an í utanlandsferðir ásamt eigin- mönnum okkar og vinum til Köben, Þýskalands, Karíbahafs- ins, Glasgow og nú síðast til Tenerife í apríl síðastliðnum. Agnes var mjög dugleg, hún tók allt með trompi, vann hratt og örugglega. Ég segi stundum að þegar við vinkonurnar saumuð- um eitt dress þá saumaði Agga fimm, þegar við bökuðum tvær formkökur bakaði hún tíu form- kökur og tíu botna, allt tekið með trompi. Námskeiðin voru mörg, indverskt matreiðslunámskeið, glerlist, postulínsmálun og nagla- myndir. Hún saumaði, prjónaði, svo fór hún í golf, Oddfellow, fór að mála myndir, já, já, að sjálf- sögðu var haldin málverkasýn- ing. Hún bjó til sultur með vin- konum í Keflavík, fór að hanna föt á konur fyrir nokkrum árum og tók það hug hennar allan, al- veg fram á síðasta dag var hún að spá og spekúlera í hönnun, ný snið og efni. Agnes var glæsileg, alltaf vel tilhöfð, laðaði fólk að sér með sjarma sínum, hún var skemmtileg og sagði frá á svo skemmtilegan hátt. Hún elskaði börnin sín og barnabörn og var svo stolt af þeim, eiginmann sinn, hann Guðjón, elskaði hún svo innilega og var þeirra samband mjög fallegt og er hann búinn að standa sig eins og hetja við hlið hennar í þessum miklu veikind- um hennar ásamt börnunum þeirra. Elsku, elsku stóra systir mín, ég sagði þér hvað ég elska þig mikið og mun alltaf gera, góða ferð í sumarlandið. Sjáumst þegar minn tími kemur. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Við Valdimar biðjum Guð að blessa Guðjón, börn, tengdabörn, barnabörn og aðra ástvini Agnesar. Þín Helga systir. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. (Bragi Valdimar Skúlason) Elsku Agga mín. Ég get ekki annað en hugsað til þín þegar ég les textann hér að ofan. Þú lifðir í núinu og naust þess á hverjum degi að vera til. Með Guðjón þinn, börnin, barna- börnin, systkini og aðra ættingja og vini þér við hlið. Þannig leið þér best. Það var alltaf svo ynd- islegt að koma til ykkar Guðjóns í Hreiðrið ykkar fyrir austan. Góð- ur matur, gott vín og heiti pottur- inn klikkar seint. Þú varst best í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Þér fannst það og okkur fannst það líka. Þú tókst allt alla leið. Þú fékkst saumavél og innan skamms stofnaðir þú vörumerki og hélst tískusýningar. Þú byrj- aðir að mála og fyrr en varði varstu farin að selja málverk. Glerlistin og golfið, það er hægt að halda endalaust áfram. Þú varst einfaldlega best. Þú hafðir óbilandi trú á sjálfri þér og ekki skrítið. Allt sem þú gerðir, gerðir þú vel. Þú varst sigurvegari á öll- um sviðum og þess vegna vorum við alveg viss um að þegar þú greindist með krabbameinið myndir þú sigra það líka. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskylduna Agnes Geirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.