Morgunblaðið - 29.11.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 29.11.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. 595 1000 Bratislava Brottfarir 1. maí eða 19. september Frá kr. 96.995 verð m.v. brottför 1. maí í 4 nætur Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur íslenska ríkið ekki uppfylla skyldu sína hvað varðar 16. grein EES- samningsins, vegna sölu ríkisins á áfengi í Fríhöfn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. ESA sendi íslenskum stjórnvöldum formlegar athuga- semdir í gær en í bréfinu segir að vöruvalskerfi og markaðssetning Fríhafnarinnar samræmist ekki reglum EES. Í 16. gr. EES samningsins, sem ESA vísar í, segir: „Samnings- aðilar skulu tryggja breytingar á ríkiseinkasölum í viðskiptum þannig að enginn greinarmunur sé gerður milli ríkisborgara aðildarríkja EB og EFTA-ríkja hvað snertir skilyrði til aðdrátta og markaðssetningar vara.“ Því er krafa um að markaðs- setning og auglýsingastarfsemi Frí- hafnarinnar sé hlutlaus. Í samn- ingnum kemur næst fram að ákvæðin gildi m.a. um einkasölur sem ríki hefur fengið öðrum í hendur. Ríkinu er veittur tveggja mán- aða frestur til að svara at- hugasemdum ESA. Málið er til skoðunar hjá fjármálaráðuneytinu en ekki fengust viðbrögð þaðan í gær. Tildrög bréfsins eru kæra frá áfengisinnflytjandanum DISTA ehf. er barst ESA í ágúst 2016, þess efn- is að Fríhöfnin hafi ekki sett sér reglur um val á vörum til sölu sem uppfylltu reglur EES. Reglur hefðu ekki verið settar um að val á vörum væri málefnalegt, hlutlaust og gagnsætt. Skýr niðurstaða DISTA ehf. er heildverslun sem selur áfengar og óáfengar drykkjarvörur. Fyrirtækið hefur lengi selt bjór frá danska brugghús- inu Royal Unibrew. Lögmaður DISTA ehf., Jónas Fr. Jónsson, segir að niðurstaða ESA sé skýr varðandi það að í skilningi EES sé um ríkiseinkasölu að ræða í fríhöfn- inni. „Fríhöfninni ber því skylda, samkvæmt 16. gr. EES-samnings- ins, að hafa vöruvalsreglur sem eru hlutlausar og gagnsæjar og kveða á um skyldu til að rökstyðja niður- stöðu. Maður áttar sig ekki á því hvers vegna ríkið vill ekki að fyr- irtæki sem eru í ríkiseigu hafi hlut- lægt og gagnsætt kerfi til að velja inn vörur,“ segir Jónas. Í bréfi ESA til fjármálaráðu- neytisins segir að ef ráðuneytið bregst ekki við athugasemdunum geti ESA gefið út rökstutt álit. Sé ekki brugðist við því innan gefins frests geti ESA vísað málinu til EFTA-dómstólsins. Áfengissala samræmist ekki EES  ESA telur áfengissölu Fríhafnarinnar ekki samræmast EES-samningnum  Stjórnvöldum bárust formlegar athugasemdir í gær vegna málsins  Vöruvalskerfi og markaðssetning gagnrýnd Morgunblaðið/Eggert Fríhöfn ESA gagnrýnir áfengis- sölu í fríhöfn Leifsstöðvar. Norðmaðurinn Magnús Carlsen var krýndur heimsmeistari í skák í London í gær. Hann hafði betur í bráðabana gegn Bandaríkjamanninum Fabiano Caruana. „Ég er mjög ánægður, ég átti ágætis vinnudag í dag,“ sagði Magnús á blaða- mannafundi eftir sigurinn og uppskar hlátur. „Allt gekk eins og í sögu.“ Fjöldi fólks fylgdist með einvíginu og hafa tugir Íslendinga m.a. lagt leið sína til London til að horfa á skákirnar. Hjörvar Steinn Grétarsson, stórmeist- ari í skák, er meðal þeirra en hann er einnig góðvinur Magnúsar. Hann seg- ist því ekki hafa verið hlutlaus þegar kom að því að spá fyrir um sigurvegara í einvíginu. „Ég var þó handviss um að Magnús myndi vinna Fabiano. Magnús er ein- faldlega sterkasti skákmaður í heimi og hefur verið það síðustu 6-7 árin. Hann er mögulega sterkasti skákmað- ur frá upphafi,“ segir Hjörvar. Þeir Magnús kynntust á skákmóti í hollenskum bæ en sameiginlegur áhugi þeirra á fótbolta átti stóran þátt í því að þeir bundust vináttuböndum. Að- spurður hvort jafnteflisboð Magnúsar í seinustu kappskákinni hafi komið hon- um á óvart segir Hjörvar að hann hafi orðið hissa, enda leit út fyrir að hann hefði getað teflt áfram án mikillar áhættu. Þó sé styrkleikamunur þeirra töluvert meiri í hraðskákum. „Í ljósi þess hvernig fór að lokum má segja að áætlun Magnúsar hafi gengið full- komlega upp.“ Morgunblaðið/Hari Fylgst með einvígi Íslenskir skákáhugamenn fylgdust af áhuga með bráðabananum í heimsmeistaraeinvíginu í gær á Bryggjunni, brugghúsi, þar sem Ingvar Þór Jóhannesson og Björn Þorfinnsson skýrðu úrslitaskákirnar. Mögulega sterkasti skákmaður sögunnar  Magnús Carlsen hafði yfirburði í bráðabana HM-einvígis Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, og Arkadí Dvorkovítsj, forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, áttu fund í Lundúnum í gær þar sem þeir ræddu um þá hugmynd að halda heimsmeistaraeinvígið í skák árið 2022 á Íslandi, en þá verða 50 ár liðin frá því að Bobby Fischer og Borís Spasskí tefldu hér einvígi um heimsmeistaratitilinn í skák. „Honum líst vel á þessa hugmynd,“ sagði Gunnar. Hann segir að Dvorkovítsj ætli að koma til Íslands á næsta ári þegar Reykjavíkur- skákmótið verður haldið og sé tilbúinn að ræða við íslenska ráðamenn um málið. Um heimsmeistaraeinvígið, sem lauk í Lundúnum í gærkvöldi, segir Gunnar að hann hafi að sjálfsögðu haldið með Magnúsi Carlsen, sem hafi reynst miklu betri en Fabiano Caruana þegar umhugsunartíminn í skák- unum var styttri. Líst vel á einvígi á Íslandi FORSETI ALÞJÓÐASKÁKSAMBANDSINS Rætt um einvígi Gunnar og Dvorkovítsj ræða saman í Lundúnum í gær. Ríkisútvarpið (RÚV) braut gegn 2. og 5. mgr. 7. gr. laga um Ríkisút- varpið með kostun á dagskrárliðnum Saga HM, sem sýndur var á RÚV sumarið 2018, og með ófullnægjandi birtingu gjaldskrár fyrir auglýsing- ar og kostanir í tengslum við HM 2018. Kemur þetta fram í ákvörðun fjölmiðlanefndar frá í gær. Vegna þessa er Ríkisútvarpinu gert að greiða 1 milljón króna í stjórnvalds- sekt. Er þetta í annað skiptið sem Ríkisútvarpið brýtur gegn sömu lagagrein en fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu árið 2017 að RÚV hefði gerst brotlegt með kost- un á fimm dagskrárliðum. Fjölmiðlanefnd barst kvörtun frá Símanum 25. maí sl. vegna háttsemi Ríkisútvarpsins á auglýsingamark- aði í tengslum við HM karla í knatt- spyrnu. Jafnframt bárust nefndinni óformlegar ábendingar af sama toga frá öðrum keppinautum RÚV. Í er- indi Símans var m.a. kvartað yfir að RÚV skilyrti kjör til viðskiptavina og skyldaði þá til að kaupa auglýs- ingar fyrir tiltekna lágmarksfjár- hæð, vildu þeir fá auglýsingar birtar í tilteknum auglýsingaplássum vegna HM. Og að RÚV víki frá birtri gjaldskrá og byði auglýsingar vegna HM með tilboðum og afsláttarkjör- um án þess að gagnsæi ríkti um þau kjör og tilboð og án þess að þau væru birt á vef RÚV í samræmi við lög um Ríkisútvarpið. Fjölmiðlanefnd taldi hins vegar að ekki hefði verið sýnt fram á að RÚV hefði gert lágmarkskaup fyrir til- teknar fjárhæðir að skilyrði fyrir að- gengi auglýsenda að auglýsingum í tengslum við HM 2018. Ríkisútvarpið brotlegt við lög  Gert að borga 1 milljón í stjórnvaldssekt Morgunblaðið/Eggert Sekt Fjölmiðlanefnd hefur gert Ríkis- útvarpinu að greiða stjórnvaldssekt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.