Morgunblaðið - 29.11.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
595 1000
Bratislava
Brottfarir 1. maí eða 19. september
Frá kr.
96.995
verð m.v. brottför 1. maí í 4 nætur
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur
íslenska ríkið ekki uppfylla skyldu
sína hvað varðar 16. grein EES-
samningsins, vegna sölu ríkisins á
áfengi í Fríhöfn Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar. ESA sendi íslenskum
stjórnvöldum formlegar athuga-
semdir í gær en í bréfinu segir að
vöruvalskerfi og markaðssetning
Fríhafnarinnar samræmist ekki
reglum EES.
Í 16. gr. EES samningsins,
sem ESA vísar í, segir: „Samnings-
aðilar skulu tryggja breytingar á
ríkiseinkasölum í viðskiptum þannig
að enginn greinarmunur sé gerður
milli ríkisborgara aðildarríkja EB
og EFTA-ríkja hvað snertir skilyrði
til aðdrátta og markaðssetningar
vara.“ Því er krafa um að markaðs-
setning og auglýsingastarfsemi Frí-
hafnarinnar sé hlutlaus. Í samn-
ingnum kemur næst fram að
ákvæðin gildi m.a. um einkasölur
sem ríki hefur fengið öðrum í
hendur.
Ríkinu er veittur tveggja mán-
aða frestur til að svara at-
hugasemdum ESA. Málið er til
skoðunar hjá fjármálaráðuneytinu
en ekki fengust viðbrögð þaðan í
gær.
Tildrög bréfsins eru kæra frá
áfengisinnflytjandanum DISTA ehf.
er barst ESA í ágúst 2016, þess efn-
is að Fríhöfnin hafi ekki sett sér
reglur um val á vörum til sölu sem
uppfylltu reglur EES. Reglur hefðu
ekki verið settar um að val á vörum
væri málefnalegt, hlutlaust og
gagnsætt.
Skýr niðurstaða
DISTA ehf. er heildverslun
sem selur áfengar og óáfengar
drykkjarvörur. Fyrirtækið hefur
lengi selt bjór frá danska brugghús-
inu Royal Unibrew. Lögmaður
DISTA ehf., Jónas Fr. Jónsson,
segir að niðurstaða ESA sé skýr
varðandi það að í skilningi EES sé
um ríkiseinkasölu að ræða í fríhöfn-
inni. „Fríhöfninni ber því skylda,
samkvæmt 16. gr. EES-samnings-
ins, að hafa vöruvalsreglur sem eru
hlutlausar og gagnsæjar og kveða á
um skyldu til að rökstyðja niður-
stöðu. Maður áttar sig ekki á því
hvers vegna ríkið vill ekki að fyr-
irtæki sem eru í ríkiseigu hafi hlut-
lægt og gagnsætt kerfi til að velja
inn vörur,“ segir Jónas.
Í bréfi ESA til fjármálaráðu-
neytisins segir að ef ráðuneytið
bregst ekki við athugasemdunum
geti ESA gefið út rökstutt álit. Sé
ekki brugðist við því innan gefins
frests geti ESA vísað málinu til
EFTA-dómstólsins.
Áfengissala samræmist ekki EES
ESA telur áfengissölu Fríhafnarinnar ekki samræmast EES-samningnum Stjórnvöldum bárust
formlegar athugasemdir í gær vegna málsins Vöruvalskerfi og markaðssetning gagnrýnd
Morgunblaðið/Eggert
Fríhöfn ESA gagnrýnir áfengis-
sölu í fríhöfn Leifsstöðvar.
Norðmaðurinn Magnús Carlsen var
krýndur heimsmeistari í skák í London
í gær. Hann hafði betur í bráðabana
gegn Bandaríkjamanninum Fabiano
Caruana.
„Ég er mjög ánægður, ég átti ágætis
vinnudag í dag,“ sagði Magnús á blaða-
mannafundi eftir sigurinn og uppskar
hlátur. „Allt gekk eins og í sögu.“
Fjöldi fólks fylgdist með einvíginu
og hafa tugir Íslendinga m.a. lagt leið
sína til London til að horfa á skákirnar.
Hjörvar Steinn Grétarsson, stórmeist-
ari í skák, er meðal þeirra en hann er
einnig góðvinur Magnúsar. Hann seg-
ist því ekki hafa verið hlutlaus þegar
kom að því að spá fyrir um sigurvegara
í einvíginu.
„Ég var þó handviss um að Magnús
myndi vinna Fabiano. Magnús er ein-
faldlega sterkasti skákmaður í heimi
og hefur verið það síðustu 6-7 árin.
Hann er mögulega sterkasti skákmað-
ur frá upphafi,“ segir Hjörvar.
Þeir Magnús kynntust á skákmóti í
hollenskum bæ en sameiginlegur áhugi
þeirra á fótbolta átti stóran þátt í því að
þeir bundust vináttuböndum. Að-
spurður hvort jafnteflisboð Magnúsar í
seinustu kappskákinni hafi komið hon-
um á óvart segir Hjörvar að hann hafi
orðið hissa, enda leit út fyrir að hann
hefði getað teflt áfram án mikillar
áhættu. Þó sé styrkleikamunur þeirra
töluvert meiri í hraðskákum. „Í ljósi
þess hvernig fór að lokum má segja að
áætlun Magnúsar hafi gengið full-
komlega upp.“
Morgunblaðið/Hari
Fylgst með einvígi Íslenskir skákáhugamenn fylgdust af áhuga með bráðabananum í heimsmeistaraeinvíginu í
gær á Bryggjunni, brugghúsi, þar sem Ingvar Þór Jóhannesson og Björn Þorfinnsson skýrðu úrslitaskákirnar.
Mögulega sterkasti
skákmaður sögunnar
Magnús Carlsen hafði yfirburði í bráðabana HM-einvígis
Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, og Arkadí Dvorkovítsj,
forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, áttu fund í Lundúnum í gær þar
sem þeir ræddu um þá hugmynd að halda heimsmeistaraeinvígið í skák
árið 2022 á Íslandi, en þá verða 50 ár liðin frá því að Bobby Fischer og
Borís Spasskí tefldu hér einvígi um heimsmeistaratitilinn í skák.
„Honum líst vel á þessa hugmynd,“ sagði Gunnar. Hann segir að
Dvorkovítsj ætli að koma til Íslands á næsta ári þegar Reykjavíkur-
skákmótið verður haldið og sé tilbúinn að ræða við íslenska ráðamenn
um málið.
Um heimsmeistaraeinvígið, sem lauk í Lundúnum í gærkvöldi, segir
Gunnar að hann hafi að sjálfsögðu haldið með Magnúsi Carlsen, sem hafi
reynst miklu betri en Fabiano Caruana þegar umhugsunartíminn í skák-
unum var styttri.
Líst vel á einvígi á Íslandi
FORSETI ALÞJÓÐASKÁKSAMBANDSINS
Rætt um einvígi Gunnar og Dvorkovítsj ræða saman í Lundúnum í gær.
Ríkisútvarpið (RÚV) braut gegn 2.
og 5. mgr. 7. gr. laga um Ríkisút-
varpið með kostun á dagskrárliðnum
Saga HM, sem sýndur var á RÚV
sumarið 2018, og með ófullnægjandi
birtingu gjaldskrár fyrir auglýsing-
ar og kostanir í tengslum við HM
2018. Kemur þetta fram í ákvörðun
fjölmiðlanefndar frá í gær. Vegna
þessa er Ríkisútvarpinu gert að
greiða 1 milljón króna í stjórnvalds-
sekt.
Er þetta í annað skiptið sem
Ríkisútvarpið brýtur gegn sömu
lagagrein en fjölmiðlanefnd komst
að þeirri niðurstöðu árið 2017 að
RÚV hefði gerst brotlegt með kost-
un á fimm dagskrárliðum.
Fjölmiðlanefnd barst kvörtun frá
Símanum 25. maí sl. vegna háttsemi
Ríkisútvarpsins á auglýsingamark-
aði í tengslum við HM karla í knatt-
spyrnu. Jafnframt bárust nefndinni
óformlegar ábendingar af sama toga
frá öðrum keppinautum RÚV. Í er-
indi Símans var m.a. kvartað yfir að
RÚV skilyrti kjör til viðskiptavina
og skyldaði þá til að kaupa auglýs-
ingar fyrir tiltekna lágmarksfjár-
hæð, vildu þeir fá auglýsingar birtar
í tilteknum auglýsingaplássum
vegna HM. Og að RÚV víki frá birtri
gjaldskrá og byði auglýsingar vegna
HM með tilboðum og afsláttarkjör-
um án þess að gagnsæi ríkti um þau
kjör og tilboð og án þess að þau væru
birt á vef RÚV í samræmi við lög um
Ríkisútvarpið.
Fjölmiðlanefnd taldi hins vegar að
ekki hefði verið sýnt fram á að RÚV
hefði gert lágmarkskaup fyrir til-
teknar fjárhæðir að skilyrði fyrir að-
gengi auglýsenda að auglýsingum í
tengslum við HM 2018.
Ríkisútvarpið
brotlegt við lög
Gert að borga 1 milljón í stjórnvaldssekt
Morgunblaðið/Eggert
Sekt Fjölmiðlanefnd hefur gert Ríkis-
útvarpinu að greiða stjórnvaldssekt.