Morgunblaðið - 29.11.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 29.11.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Veður víða um heim 28.11., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Hólar í Dýrafirði -2 snjókoma Akureyri 2 snjókoma Egilsstaðir 2 rigning Vatnsskarðshólar 6 skýjað Nuuk -3 skýjað Þórshöfn 8 rigning Ósló -4 skýjað Kaupmannahöfn 1 léttskýjað Stokkhólmur -6 þoka Helsinki -8 heiðskírt Lúxemborg 4 súld Brussel 8 skýjað Dublin 11 rigning Glasgow 12 rigning London 12 súld París 11 alskýjað Amsterdam 7 þoka Hamborg 1 heiðskírt Berlín 0 heiðskírt Vín 0 léttskýjað Moskva -9 heiðskírt Algarve 17 heiðskírt Madríd 11 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 17 heiðskírt Róm 11 heiðskírt Aþena 18 léttskýjað Winnipeg -7 alskýjað Montreal 1 snjókoma New York 3 alskýjað Chicago -5 snjókoma Orlando 9 heiðskírt  29. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:41 15:53 ÍSAFJÖRÐUR 11:14 15:29 SIGLUFJÖRÐUR 10:58 15:11 DJÚPIVOGUR 10:17 15:15 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á föstudag Norðan 15-23 m/s NV-til og með SA- ströndinni, annars 10-18 m/s. Snjókoma og síðar él norðan til, en lengst af úrkomulaust syðra. Dregur úr vindi þegar líður á kvöldið. Frost víða 1-6 stig. Dregur smám saman úr vindi en bætir í ofankomu norðan til síðdegis. Hiti 0 til 5 stig fyrir sunnan, en frost 0 til 10 stig norðan heiða. Silkitoppurnar á myndinni glöddu augu ljósmyndarans á Seyðisfirði í kalsaveðri nýlega. Silkitoppan er óreglulegur gestur sem kemur stundum í stórum hópum á haustin og veturna, sennilega vegna fæðu- skorts á vetrarstöðvum. Síðustu tvær vikur hafa silkitoppur meðal annars einnig sést á Höfn, Djúpa- vogi, Akureyri, Selfossi og Sand- gerði. Göngurnar byrja oftast í október og dvelja fuglarnir stundum vetrar- langt, jafnvel fram í apríl, og stöku fuglar sjást flesta vetur. Fyrstu skráðar heimildir um silkitoppur hér á landi eru frá 1903, samkvæmt upplýsingum Jóhanns Óla Hilmars- sonar fuglafræðings. Ein stærsta silkitoppuganga sem vitað er um var veturinn 2010-2011. Þá sáust þær hundruðum saman og varp var staðfest á Dalvík, við Mývatn og í Fellabæ. Silkitoppurnar hurfu að varpi loknu og hafa ekki reynt varp aftur svo vitað sé. Silkitoppa er auðgreind á skraut- legum fjaðurham sínum, grunnlitur er grábleikur, höfuðtoppur, svart andlit, gult, hvítt og rautt lita- mynstur á vængjum og stéli og rauður undirgumpur eru einkenn- andi. Hún verpur nyrst í barr- skógabelti Skandinavíu, Rússlands, Síberíu og N-Ameríku. Hér sækja silkitoppur í reyniber og önnur ald- in í görðum, en þegar þau þrýtur þiggja þær gjarnan epli og aðra ávexti eða annað sem býðst. aij@mbl.is Litríkar silkitoppur lífguðu upp á umhverfið Morgunblaðið/Bogi Þór Arason Gáð til veðurs á Seyðis- firði Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þeir hafa leyfi til að sækja um vörur eins og hver annar birgir,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Vínbúðarinnar, í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til þess að verslunarrisinn Costco hefur nú fengið leyfi til að selja áfengi undir merki sínu Kirk- land Signature í verslunum Vín- búðarinnar. Komu nokkrar tegundir í sölu í byrjun þessa mánaðar og er von á fleiri vörum á næstunni. Alls má nú finna sex tegundir af Kirkland-víni í Vínbúðunum. Er um að ræða kampavín, freyðivín, marga- rítablöndu, hvítvín, rauðvín og romm, en vínið kemur frá Frakk- landi, Ítalíu, Bandaríkjunum og Spáni. „Þessar vörur eru nú þegar komnar í sölu og svo eru einhverjar tvær til þrjár tegundir til viðbótar sem eru í ferli,“ segir Sigrún Ósk. Bjóða þeir í aðrar vörur? Hver sá sem hefur áfengis- heildsöluleyfi og hefur gert stofn- samning telst vera birgir ÁTVR og getur sent umsóknir um að koma vöru í sölu í Vínbúðunum. Birgir ákveður svo sjálfur verð til ÁTVR. Spurð hvort Costco sé búið að falast eftir því að selja annað áfengi í Vínbúðunum en það sem finna má undir vörumerki Kirkland kveður Sigrún Ósk nei við. „En ef birgir sækir um vörur sem annar er með þá fer það bara í formlegt ferli, sem kallast verðboð, og þá gildir bara hvor aðili hefur betra verð. Það er opinn möguleiki fyrir alla, hvort sem það er Costco eða einhver annar,“ segir hún. Áfengi Costco komið í verslanir Vínbúðarinnar  Sex áfengisteg- undir frá Kirkland komnar í sölu og fleiri á leiðinni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ÁTVR Costco er nú einn þeirra birgja sem selja í Vínbúðinni. Sorphirða Reykjavíkur auglýsir nú sérstaklega eftir konum til starfa í von um að stuðla að jafnari kynja- skiptingu innan starfsgreinarinnar. Er um að ræða starf við hreinsun á blönduðum heimilisúrgangi og end- urvinnsluefnum frá íbúðarhúsum í Reykjavík og verkefni sem því til- heyra. „Um er að ræða starf sem felur í sér hreyfingu og útiveru,“ segir í auglýsingu sorphirðunnar. „Þetta tengist tilraunaverkefni borgarinnar um jafnari kynja- hlutföll á þremur starfsstöðvum,“ segir Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar, í samtali við Morgunblaðið, en auk sorphirð- unnar taka leikskóli og þjónustuver borgarinnar þátt í verkefninu. „Í þessu verk- efni tökum við sérstaklega fyrir vinnustaði þar sem hallar á ann- að kynið. Hjá sorphirðunni vinna mestmegnis karlmenn en á hinum tveimur starfsstöðvunum eru konur í miklum meirihluta. Það er því auglýst eftir því kyni sem er í minnihluta,“ segir Eygerður og bendir á að markmiðið sé að jafna út stöðu karla og kvenna á starfs- stöðunum. „Og einnig að reyna að breyta þeim viðhorfum sem tengj- ast ákveðnum störfum, þ.e. að sum störf séu sérstaklega karla- eða kvennastörf,“ segir hún. khj@mbl.is Reykjavíkurborg vill fleiri konur í sorphirðu Í rusli Sorphirða er oft mikið verk. Björgunarsveitir alls staðar á land- inu voru í viðbragðsstöðu í gærkvöldi vegna óveðurs sem gengur yfir land- ið. Ekki er búist við að veðrið gangi niður fyrr en aðfaranótt föstudags. Var nokkrum hlutum hringvegar- ins lokað þegar undir kvöld í gær. Veginum milli Núpsstaðar og Hafn- ar í Hornafirði var lokað fyrst og var ekki búist við að sá vegarkafli yrði opnaður á ný fyrr en síðdegis í dag. Þá var veginum um Kjalarnes lok- að í gærkvöldi og einnig veginum milli Hvolsvallar og Víkur. Nú í morgunsárið átti að taka afstöðu til þess hvort veginum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi yrði lokað og einnig var talið líklegt að veginum um Öxnadalsheiði yrði lokað í dag. Veðurstofan gaf í gær út appels- ínugula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland vegna óveðursins en annars staðar á landinu var gul við- vörun í gildi. Þannig var því spáð að vindhviður gætu mælst 45-55 metrar á sekúndu við fjöll frá Lómagnúpi til austurs í Lón. Aðstæður til ferðalaga voru taldar hættulegar og líkur á grjót- og sandfoki. Þá gerði spáin ráð fyrir því að vindhviður í Mýrdal gætu náð allt að 50 m/s. Yrði veðrið þar vara- samt ökutækjum og líkur á foktjóni. Aðvörun var sett inn á Safe Tra- vel-vefinn og staðbundin SMS-skila- boð send út. Eins voru ferðaþjón- ustufyrirtæki beðin um að vara ferðamenn við en nokkur þúsund er- lendir ferðamenn eru á landinu. Vegum lokað vegna óveðurs  Viðvörun vegna veðurs um allt land  Spáð allt að 55 metrum á sekúndum í vindhviðum frá Lómagnúpi að Lóni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.