Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Norðurljósaferðir eru alltaf vinsæl- ar en það hefur ekki viðrað vel til þeirra í haust. Það er ekki hægt að ganga að norðurljósunum vísum,“ sagði Þórir Garðarsson, stjórnar- formaður ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line Iceland. Hann sagði að fjöldi ferðamanna kæmi hingað vegna norðurljósanna enda hentaði Ísland einkar vel til norðurljósaskoð- unar. Norðurljósin eru eitt aðal- aðdráttaraflið sem dregur hingað vetrarferðamenn. Þórir sagði að þeir hefðu verið frumkvöðlar í að bjóða upp á norðurljósaferðir og byrjað með þær árið 2001. Þá hefðu menn haft mis- jafnlega mikla trú á þessu framtaki en nú væri þetta orðið mjög algengt. „Það geta verið þúsundir farþega að fara að kvöldi úr borginni að leita að norðurljósum. Við seljum í raun ekki norðurljósaferðir heldur leit að norðurljósum,“ sagði Þórir. Hjá Gray Line gildir að sjáist ekki norðurljós geta farþegar komið aftur í allt að tvö ár, sér að kostnaðar- lausu, þar til þeir sjá norðurljósin. Stundum gefur ekki til norður- ljósaleitar nokkra daga í röð og þá safnast upp mikill fjöldi fólks sem bíður eftir betri tíð. „Ég held að metið hjá okkur hafi verið um 2.000 farþegar á einu kvöldi. Þá hafði ekki sést til norðurljósa í nokkurn tíma. Meðaltalið er hins vegar 2-3 hund- ruð manns eða 4-8 rútur á kvöldi,“ sagði Þórir. Stuðst er við reynsluna og nokkrar norðurljósaspár, íslensk- ar og erlendar, þegar metnar eru líkur á því að sjá norðurljós. Vakt- stjórarnir þekkja nú orðið hvar lík- urnar eru mestar miðað við vindátt og skýjafar. Mest er farið á staði á Vesturlandi eða Suðurlandi þar sem er lítil ljósmengun. „Þegar við byrjuðum á þessu var almennt ekki mikil þekking á norðurljósum. Hún er orðin miklu meiri,“ sagði Þórir. „Við Íslendingar erum farnir að meta norðurljósin meira en við gerðum fyrir 10-15 árum.“ Þórir sagði að myndavélatækninni hefði líka fleygt mikið fram. Nú fengju menn miklu betri norður- ljósamyndir en áður og oft sæju myndavélarnar norðurljósin betur en bert mannsaugað. Ýmislegt ber við í ferðunum Japanir voru markhópurinn þegar norðurljósaferðirnar hófust 2001 en þeir hafa almennt áhuga á norður- ljósum. Síðan hafa fleiri þjóðir bæst í hópinn, t.d. sækja Bretar í að sjá norðurljós, að sögn Þóris. „Einhvern veginn finnst mér að þeir sem hafa alist upp í stórborgum þar sem allt er upplýst séu hrifnari af því að upplifa myrkrið og norðurljósin en hinir sem þekkja myrkrið,“ sagði Þórir. Það ber ýmislegt við í norður- ljósaferðunum. Fólk hefur trúlofað sig undir norðurljósunum eða játast hvort öðru. Skemmtilegasti norður- ljósatíminn er fram undan, það er frá desember og fram í mars þegar jörð er snævi þakin og endurspeglar tunglsljósið, stjörnuskinið og norður- ljósin. Norðurljósin draga að ferðamenn  Besti norðurljósatíminn er að ganga í garð  Þúsundir ferðamanna í leit að norðurljósum á sama kvöldi  Þekking á norðurljósunum og hvar best er að sjá þau hverju sinni hefur almennt aukist Morgunblaðið/Eggert Norðurljós Erlendir ferðamenn sækjast margir eftir því að sjá hin rómuðu norðurljós í ferð sinni til Íslands. afmæli kirkjunnar 16. desember klukkan 11. Hópur fólks í eldra starfi Kópa- vogskirkju skoðaði endurbætta glugga á suðurhlið kirkjunnar á þriðjudag og kunni vel að meta. Að sögn Sigurðar var Stefan Oidtmann og hans fólki fagnað með lófaklappi og síðan húrrahrópum. höfum víða fengið vilyrði um stuðn- ing,“ segir Sigurður. „Mikið munar um myndarlegt framlag frá Jöfn- unarsjóði sókna og einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök hafa stutt okkur dyggilega, sem er þakkað af heilum hug.“ Hann segir að þessum endurbótum verði sérstaklega fagn- að í guðsþjónustu á 56 ára vígslu- Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Senn sér fyrir endann á endur- bótum sem unnið hefur verið að í Kópavogskirkju frá því í sumar. Í vikunni luku starfsmenn þýska fyrirtækisins Oidtmann við að setja upp steinda glugga Gerðar Helga- dóttur í kirkjunni eftir viðgerð í Þýskalandi, þar sem þeir voru smíð- aðir. Þá hafa starfsmenn Fagsmíði unnið við viðgerð á ytra byrði glugganna frá júníbyrjun, útilýsing verður öflugri en áður, ný raf- magnstafla er komin í kirkjuna, unnið hefur verið við jarðvegs- framkvæmdir og málað, svo fátt eitt sé nefnt. Nú er verið að fjarlægja vinnupalla innan úr kirkjunni. Þakkar stuðning Sigurður Arnarson, sóknarprest- ur Kópavogskirkju, segir að þessi verkefni hafi verið kostnaðarsöm og áætlar að kostnaður verði talsvert á fjórða tug milljóna króna. „Við Morgunblaðið/Árni Sæberg Einkenni Gluggar Gerðar Helgadóttur setja mikinn svip á Kópavogskirkju, en þeir voru smíðaðir í Þýskalandi. Endurbótum í Kópa- vogskirkju að ljúka  Kostnaður á fjórða tug milljóna  Gert við glugga Gerðar Á heimavelli Sigurður Arnarson sóknarprestur og fólk úr sókninni skoðar gluggana eftir lagfæringar sem staðið hafa frá því snemma í sumar. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Við höfum ekki orðið vör við að það sé neitt meira í gangi núna en oftast er á þessum árstíma. Það eru fyrst og fremst kvefpestir sem hrjá landann en inflúensu höfum við ekki orðið vör við,“ segir Jón Aðal- steinn Jónsson, fagstjóri lækn- inga á Heilsu- gæslunni í Mjódd í Reykjavík. Jón segir kvef- pestir geta haft misjafnar afleið- ingar fyrir fólk. Sumir geti fengið lungnakvef og ungviðið eyrnabólgu. En flestum batni ef þeir fara vel með sig og halda sig jafnvel heima, það geti líka komi í veg fyrir smit. Jón segir að í hita- breytingum sem fylgi vetrinum sé mikilvægt að klæða sig eftir veðri. Inflúensan ekki komin á flug Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur í smitsjúkdómum barna og staðgengill sóttvarna- læknis hjá Embætti landlæknis, tekur í svipaðan streng og Jón, það sé fyrst og fremst venjulegt kvef sem gangi um þessar mundir. Hún segir að inflúensa og RSV-veirusýn- ing séu ekki komnar á flug. Þær byrji yfirleitt fyrir alvöru upp úr miðjum desember á kaldasta tíma ársins. „Vegna fjölda kvefveira er erfitt að mynda ónæmi fyrir kvefpest þrátt fyrir að hafa fengið kvef oft áður. Inflúensuveirur breytast hratt og þess vegna eru útbúin bóluefni á hverju ári sem líkjast eins mikið og mögulegt er þeim veirum sem eru líklegar til þess að fara af stað það ár- ið,“ segir Kamilla. Flestir jafna sig fljótlega á flensu, segir Kamilla en alvarleg veikindi og fylgikvillar séu algengari hjá fólki eftir sextugt og hjá þeim sem eru með lungnasjúkdóma eða bælt ónæmiskerfi af einhverjum orsökum. „Það eru ekki til nákvæmar tölur um umgagnspestir og orsakir þeirra. því aðeins lítill hluti þeirra, sem fá kvef eða niðurgang, fer til læknis og enn færri sýni eru send til rannsókn- ar,“ segir Kamilla. Hún bætir við að smitleiðir inflúensu og kvefpesta séu svipaðar. Veirurnar berist með drop- um eða úða frá nefi eða munni, til dæmis þegar hnerrað er eða nefið nuddað. „Það er auðvelt að verða sér úti um kvef á ferðalögum. Hurðarhúnar og bakkarnir í öryggiseftirliti í flug- stöðvum geta borið veirur í stuttan tíma og sá næsti sem handfjatlar hlutinn getur smitast,“ segir Kam- illa. Best sé að snerta sem fæsta fleti með berum höndum á ferðalagi og nota til dæmis olnboga til þess að opna baðherbergishurðir en fyrst og síðast sé handþvottur besta vörnin. Kvefpestir herja á landsmenn  Mikilvægt að klæða sig eftir veðri Kvef eða flensa? Kvefeinkenni ✔ Stíflað nef ✔ Hnerri ✔ Særindi í hálsi ✔ Þurr hósti ✔ Vægur höfuðverkur ✔ Vægir verkir í vöðvum og liðum ✔ Þyngsli í brjóstkassa ✔ Slappleiki Flensueinkenni ✔ 39-40º hiti í 3-4 daga ✔ Höfuðverkur ✔ Verkir í vöðvum og liðum ✔ Slæmur hósti ✔ Þreyta og slappleiki í 2-3 vikur Kamilla Sigríð- ur Jósefsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.