Morgunblaðið - 29.11.2018, Page 24

Morgunblaðið - 29.11.2018, Page 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 búningur í keppnisbílana sjálfa, skrúfa þá í sundur, gera við og rétta ef eitthvað er úr sér gengið. Á vorin fer í gang undirbúningur fyrir keppnirnar sjálfar, það þarf að vinna mörg verk í tengslum við hverja keppni, fá leyfi fyrir þeim hjá yfir- völdum, útbúa tímaáætlun, leiðarlýs- ingu, raða niður rásröð keppenda og svo framvegis. Keppendur undirbúa sig síðan sérstaklega fyrir hverja keppni, skoða keppnisleiðirnar og skrifa niður leiðanóturnar sem ekið er eftir. Margir nota orðið tæknina til að hjálpa sér í undirbúningnum, horfa á „incar“ upptökur af leiðinni og stúdera hverja einustu beygju og brekku. Svo þarf að skipuleggja ferð- ir á staðinn, viðgerðarlið, nesti og jafnvel gistingu fyrir allan hópinn.“ Sá myndarlegan ökumann Í ferðinni á Snæfellsnes haustið 2009 var það ekki bara sportið sem heillaði heldur segist Guðný hafa rekið augun í bráðmyndarlegan að- stoðarökumann, Aðalstein Símonar- son úr Borgarnesi. „Þetta var næstum því ást við fyrstu sýn því við fórum að spjalla strax þegar við hittumst í fyrsta sinn þegar ekið var um Jökulhálsinn. Það samtal vatt upp á sig og á einni sér- leiðinni var ég næstum búin að klúðra ræsingunni því við vorum að tala svo mikið. Það var hrikalega fyndið, ég náði að bjarga ræsingunni en þorði ekki að segja frá þessu lengi á eftir. Til að gera langa sögu stutta urðu samtölin mun fleiri og við Aðal- steinn áttum sjö ára brúðkaups- afmæli núna í október.“ Guðný á ekki rallýbíl en þau hjónin áttu Toyota Corolla Twin Cam, ár- gerð 1984, sem þau hafa keppt á. „Sá bíll var gamall og lúinn, skap- aði góðar minningar en krafðist mik- illar umhyggju. Við seldum hann því til góðs manns sem hafði bæði tíma og fjármagn til að hlúa vel að honum.“ Guðný álítur mótorsport vera jað- arsport á Íslandi sem verulega eigi undir högg að sækja. „Af einhverri ástæðu er sú mýta í gangi að þetta sé stórhættulegt bæði fólki og náttúru, en sannleikurinn er hins vegar sá að keppnisbílar eru að mínu mati örugg- ari heldur en fjölskyldubíllinn úti í al- mennri umferð.“ Í flestum greinum akstursíþrótta er lítill hópur fólks, oftast sama fólkið ár eftir ár. Það þekkjast allir, teng- ingar eru sterkar á milli hópa og fólk hjálpast að ef eitthvað kemur upp á. „Auðvitað er keppnisskap í mönnum og upp geta komið ágreiningsmál en þá erum við með Akstursíþrótta- samband Íslands (AKIS) sem ætlað er að halda utan um regluverkið og leysa úr erfiðari málum,“ segir Guðný. Erlent samstarf Akstursíþróttasamband Ísland er hluti af FIA (Federation Inter- nationale de L’Automobile) og Norð- ur-Evrópusvæði alþjóðaaksturs- íþróttasambandsins (FIA North European Zone). AKIS er virkt þar, m.a. hvað varðar nefndarþátttöku Guðnýjar í Women in Motorsport Commission á vegum FIA en árið 2009 setti FIA á laggirnar verkefni sem ber heitið „Women in Motor- sport“ en markmið þess er að efla þátttöku kvenna í akstursíþróttum um allan heim. Skipuð var nefnd til að sinna þessu verkefni (WIM Com- mission) en í henni sitja þrjár konur víðs vegar að úr heiminum. Hluti þeirra er kosinn af stjórn FIA en síð- an eru fulltrúar tengdir sportinu, til dæmis ein fyrir hönd keppenda, önn- ur fyrir hönd framleiðenda, þriðja fyrir hönd starfsfólks mótorsports og svo framvegis. Guðný var tilnefnd fyrir ári síðan fyrir Íslands hönd. „Þetta er í fyrsta sinn sem við eig- um fulltrúa í framkvæmdanefnd FIA og er ég afar stolt af kjörinu. Nefndin vinnur að ýmsum verkefnum, við reynum að vekja athygli á þeim kon- um sem nú þegar eru að gera góða hluti en einnig kynna mótorsport fyr- ir stúlkum í von um að vekja áhuga þeirra. AKIS tekur þátt í ýmsu sam- starfi, til dæmis er „FIA NEZ tor- færan“ hluti af slíku samstarfi. Auk þess hafa Íslendingar keppt í ýmsum greinum úti, svo semrallýi, rallýcross og drifti,“ segir Guðný að lokum. Alls konar fólk keppir í rallýi  Guðný Jóna Guðmarsdóttir fékk mikinn áhuga á akstursíþróttum  Ást við fyrstu sýn í rallýkeppni  Á sæti í alþjóðlegri nefnd sem ætlað er að efla hlut kvenna í íþróttinni  Segir alla geta ekið bíl Rallýhjón Guðný Jóna og Aðalsteinn Símonarson tóku þátt í Suðurnesja- rallinu fyrir nokkrum árum, hann við stýrið og hún til aðstoðar. Morgunblaðið/Guðrún Vala Rallýkona Guðný Jóna Guðmarsdóttir er komin á kaf í akstursíþróttirnar og á sæti í alþjóðlegri nefnd sem ætlað er að auka hlut kvenna í sportinu. VIÐTAL Guðrún Vala Elísdóttir vala@simenntun.is Guðný Jóna Guðmarsdóttir man fyrst eftir rallýbílum þegar hún var krakki að alast upp í Gnúpverja- hreppi. Þá var keppt upp við Heklu en sérleiðin var í gegnum sveitina. Mörgum árum seinna, árið 2009, bauðst Guðnýju að vera tímavörður í Skagafjarðarrallinu, en segist ekki alveg hafa fallið fyrir sportinu þá. Sama ár um haustið fór hún ásamt sex öðrum galvöskum stelpum úr Bílaklúbbi Skagafjarðar að aðstoða við keppni á Snæfellsnesi. Þá kom að því að Guðný féll kylliflöt fyrir íþrótt- inni, enda segist hún vera mikill adr- enalínfíkill og líkar vel hraðinn og spenna sem fylgir henni. Undanfarin ár hefur hún verið í námi, lauk BA í sálfræði frá HA, dip- lomu í málefnum flóttafólks s.l. vor frá HÍ og er núna í meistaranámi í sálfræðilegum áföllum og ofbeldi. Keppni á jafningjagrundvelli „Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá er rallý að aka bíl inni á sérleið, vegi sem er lokað fyrir annarri umferð á meðan, á sem stystum tíma. Sérleið er leiðin sem keppt er á en leiðin milli sérleiða er kölluð ferjuleið þar sem almennar umferðarreglur gilda, meðan á sérleið er í raun allt leyfi- legt,“ segir Guðný. „Alls konar fólk keppir í rallýi, konur og karlar á öll- um aldri. Ökumaður þarf að hafa gilt bílpróf en aðstoðarökumaður þarf að hafa náð 15 ára aldri. Það skemmti- lega við rallý er að þar keppir fólk á jafningjagrundvelli óháð kyni eða aldri, jafnvel blandað í liði. Ég hef keppt sem aðstoðarökumaður nokkr- um sinnum, það á vel við mig. Hins vegar er ég oftar í starfsmannahópn- um, er í dag einn af reyndari tíma- vörðum landsins auk þess að hafa skapað mér góðan sess sem rallý- ljósmyndari.“ Hún segir íþróttina vera tímafreka en það sé þó misjafnt eftir árstíðum. „Yfir veturinn fer mestur undir- Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Langar þig í ný gleraugu VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.