Morgunblaðið - 29.11.2018, Side 27
FRÉTTIR 27Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018
Höfuðborgarbúar hafa tekið eftir
því að Esjan er að mestu snjólaus,
nú þegar jólamánuðurinn er að
ganga í garð. Það er ekki algengt
að svona lítill snjór sé á Esjunni á
þessum árstíma, segir Trausti Jóns-
son veðurfræðingur.
Talsverður snjór hafði safnast á
fjallið í haust en hann hvarf að
mestu leyti í hlýindunum og og
rigningunni sem gekk yfir Reykja-
vík dagana 16. til 18. nóvember.
Samtals komu 83,2 millimetrar í úr-
komumælinn á Veðurstofutúni
þessa daga. Var þetta met fyrir
tveggja daga úrkomusummu í
Reykjavík.
Gamlir skaflar í Gunnlaugsskarði
og nágrenni lifðu af hlýindin en sá
gamli snjór er mun lífseigari en sá
sem fallið hefur í haust. Umræddur
skafl, sem öðlast hefur talsverða
frægð, hefur lifað af öll sumur frá
árinu 2015.
Nú er öflug norðanátt á landinu
og líklegt er að um helgina muni
bætast við snjór í djásn höfuð-
borgarbúa, Esjuna. sisi@mbl.is
Snjólétt á Esjunni
miðar við árstíma
Morgunblaðið/sisi
Djásn Reykjavíkur Brátt gengur desember í garð og Esjan er eins og að vorlagi. Mögulega snjóar um helgina.
Stjórn Strætó hefur samþykkt að
breyta akstri leiðar 14 frá því sem
verið hefur. Verður leiðin stytt tals-
vert en vegna umferðar hafa vagn-
arnir átti í erfiðleikum með að
halda tímaáætlanir.
Vegna framkvæmda við Nýja
Landspítalann við Hringbraut verð-
ur Gömlu Hringbrautinni lokað fyr-
ir gegnumakstur í að minnsta kosti
6 ár. Þetta hefur áhrif á akstur leið-
ar 14. Ákveðið hefur verið að vagn-
arnir muni aka Hverfisgötu til og
frá Hlemmi, í stað þess að aka
Snorrabraut (hjáleið um Bergþóru-
götu/Barónsstíg og Barónsstíg/
Egilsgötu) og að Háskólanum og til
baka að Lækjargötu.
Þær stoppistöðvar sem detta al-
veg út úr akstursleið leiðar 14 eru:
Ráðhúsið, Fríkirkjuvegur, Snorra-
braut, BSÍ, Landspítalinn og HÍ.
Sparnaður vegna breytinganna
er talinn 40 milljónir á ári.
Einnig hefur stjórn Strætó sam-
þykkt að breyta akstursleið 3.
Vagnarnir munu aka um Sæbraut í
stað Hverfisgötu. sisi@mbl.is
Strætó breytir akst-
ursleiðum hjá vögn-
um númer 3 og 14
Morgunblaðið/Eggert
Unnið er hörðum höndum þessa
dagana við frágang í og við Vaðla-
heiðargöng, milli Eyjafjarðar og
Fnjóskadals. Meðal þeirra sem voru
að störfum í gær voru starfsmenn
verktakafyrirtækisins Finns á
Akureyri. Þeirra verkefni var að
helluleggja gangbraut við hring-
torgið Eyjafjarðarmegin.
Stefnt er að því að opna göngin
fyrir áramót og margvísleg verk-
efni í gangi, m.a. að setja uppi blás-
ara í göngunum, kantljós, fjar-
skiptabúnað og margs konar
rafbúnað. Þá er verið að setja
hvinrendur á slitlagið til að bæta
öryggi vegfarenda um göngin.
Jafnframt var unnið við það í vik-
unni að festa fjarskiptastreng á
striga en um strenginn fara fjar-
skipti eins og Tetra, GSM og FM.
Frágangur á fullu
við Vaðlaheiðargöng
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Framkvæmdir Unnið við hellulögn
á gangbraut við Vaðlaheiðargöng.