Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Höfuðborgarbúar hafa tekið eftir því að Esjan er að mestu snjólaus, nú þegar jólamánuðurinn er að ganga í garð. Það er ekki algengt að svona lítill snjór sé á Esjunni á þessum árstíma, segir Trausti Jóns- son veðurfræðingur. Talsverður snjór hafði safnast á fjallið í haust en hann hvarf að mestu leyti í hlýindunum og og rigningunni sem gekk yfir Reykja- vík dagana 16. til 18. nóvember. Samtals komu 83,2 millimetrar í úr- komumælinn á Veðurstofutúni þessa daga. Var þetta met fyrir tveggja daga úrkomusummu í Reykjavík. Gamlir skaflar í Gunnlaugsskarði og nágrenni lifðu af hlýindin en sá gamli snjór er mun lífseigari en sá sem fallið hefur í haust. Umræddur skafl, sem öðlast hefur talsverða frægð, hefur lifað af öll sumur frá árinu 2015. Nú er öflug norðanátt á landinu og líklegt er að um helgina muni bætast við snjór í djásn höfuð- borgarbúa, Esjuna. sisi@mbl.is Snjólétt á Esjunni miðar við árstíma Morgunblaðið/sisi Djásn Reykjavíkur Brátt gengur desember í garð og Esjan er eins og að vorlagi. Mögulega snjóar um helgina. Stjórn Strætó hefur samþykkt að breyta akstri leiðar 14 frá því sem verið hefur. Verður leiðin stytt tals- vert en vegna umferðar hafa vagn- arnir átti í erfiðleikum með að halda tímaáætlanir. Vegna framkvæmda við Nýja Landspítalann við Hringbraut verð- ur Gömlu Hringbrautinni lokað fyr- ir gegnumakstur í að minnsta kosti 6 ár. Þetta hefur áhrif á akstur leið- ar 14. Ákveðið hefur verið að vagn- arnir muni aka Hverfisgötu til og frá Hlemmi, í stað þess að aka Snorrabraut (hjáleið um Bergþóru- götu/Barónsstíg og Barónsstíg/ Egilsgötu) og að Háskólanum og til baka að Lækjargötu. Þær stoppistöðvar sem detta al- veg út úr akstursleið leiðar 14 eru: Ráðhúsið, Fríkirkjuvegur, Snorra- braut, BSÍ, Landspítalinn og HÍ. Sparnaður vegna breytinganna er talinn 40 milljónir á ári. Einnig hefur stjórn Strætó sam- þykkt að breyta akstursleið 3. Vagnarnir munu aka um Sæbraut í stað Hverfisgötu. sisi@mbl.is Strætó breytir akst- ursleiðum hjá vögn- um númer 3 og 14 Morgunblaðið/Eggert Unnið er hörðum höndum þessa dagana við frágang í og við Vaðla- heiðargöng, milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Meðal þeirra sem voru að störfum í gær voru starfsmenn verktakafyrirtækisins Finns á Akureyri. Þeirra verkefni var að helluleggja gangbraut við hring- torgið Eyjafjarðarmegin. Stefnt er að því að opna göngin fyrir áramót og margvísleg verk- efni í gangi, m.a. að setja uppi blás- ara í göngunum, kantljós, fjar- skiptabúnað og margs konar rafbúnað. Þá er verið að setja hvinrendur á slitlagið til að bæta öryggi vegfarenda um göngin. Jafnframt var unnið við það í vik- unni að festa fjarskiptastreng á striga en um strenginn fara fjar- skipti eins og Tetra, GSM og FM. Frágangur á fullu við Vaðlaheiðargöng Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Framkvæmdir Unnið við hellulögn á gangbraut við Vaðlaheiðargöng.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.