Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónu- verndar, segir gríðarlegt álag vera á stofnuninni í kjölfar setningar nýju persónuverndarlaganna. Um 220 mál eru nú í sameiginlegri vinnslu hjá Evr- ópska persónuverndarráðinu og þarf Persónuvernd að fara yfir hvert ein- asta mál og at- huga hvort það sé snertiflötur við Ís- land. Þá hefur símtölum hjá stofnuninni fjölgað um 50% til 100% suma mánuði. Þá hefur gengið erf- iðlega að halda ut- an um nýskrán- ingu mála fjölda þeirra vegna auk manneklu. Í Evrópu hafa verið skráðir 27 þúsund öryggisbrestir frá setningu nýju persónuverndarlaganna hjá Evrópusambandinu. Kvartanir til per- sónuverndarstofnananna innan svæð- isins eru um 57 þúsund talsins. Ráða fjóra nýja lögfræðinga „Við vorum með sjö til átta stöðu- gildi í upphafi vors. Í sumar náðum við því að verða 11 og höfum verið 11 núna frá því í sumar. Við erum að ganga núna frá fimm nýjum ráðn- ingum, þar af eru fjórir nýir lögfræð- ingar að bætast við og við náðum að bæta við tveimur tæknimönnum í síð- ustu ráðningu,“ segir Helga spurð hvort þurfi að fjölga starfsmönnum. „Álagið hefur verið á því stigi að það er ekki hægt að bjóða fólki upp á það mikið lengur. Umfang þeirra verkefna sem Persónuvernd hefur fengið í fangið við þessa löggjöf hefur reynst langt umfram það sem gera mátti ráð fyrir.“ Í fyrra voru 1.911 mál hjá Persónu- vernd og vinnur stofnunin nú að því að skrá öll nýju málin hjá sér fyrir ára- mót. Helga segir ljóst að þau mál fari langt yfir 2.000 talsins. Persónuvernd lauk í vikunni hring- ferð um landið þar sem nýju persónu- verndarlögin voru kynnt fólki, fyrir- tækjum, sveitarfélögum og opinberum aðilum. Heimsótti stofnunin Akureyri, Ísafjörð, Vestmannaeyjar, Höfn, Sel- foss, Reykjanesbæ, Borgarnes og endaði með fund í Reykjavík nú sl. mánudag. „Þetta hefur gengið gríðar- lega vel. Aðsókn hefur verið mismun- andi en það mættu t.d. hátt í 200 manns á Selfossi,“ segir Helga. „Á mínum 20 ára ferli hef ég aldrei lent í öðru eins verkefni,“ segir hún en verkefnið hófst árið 2016. Eftir opinn kynningarfund í lok 2016 opnuðust flóðgáttirnar þar sem þverskurður af íslenskum fyrirtækjum óskaði eftir einstaklingsbundinni ráðgjöf og kynn- ingu. Upplýsingagjöf og vitundavakn- ing Persónuverndar um nýju persónu- verndarlöggjöfina var hagað með þeim hætti að vitneskjan bærist sem flestum í hvert sinn. Má þar nefna að öllum dómstólum landsins var lokað í einn dag í maí á málþingi Dómstólasýslunnar sem var helgað persónuverndarmálefnum. Starfsmenn Persónuverndar sáu þar um fræðslu fyrir starfsfólk og dómara. Skólar og heilbrigðisstofnanir Spurð um eftirlitshlutverk Per- sónuverndar á næstu árum segir Helga þau málþing, sem stofnunin hefur haldið, vera vísbendingu um hvar áherslur Persónuverndar liggja. Hún segir að vinnsla persónuupplýs- inga í heilbrigðisgeiranum og í skóla- samfélaginu sé meðal forgangsmála hjá Persónuvernd. „Þegar maður er með takmarkaðan mannskap til að bregðast við þarf að sýna ákveðna skynsemi í forgangs- röðun. Það eru ýmsir aðrir geirar sem við munum fylgjast með og ákveða hvar við munum bera niður.“ Helga segir stofnunina einnig glíma við ákveðinn fortíðarvanda þar sem mál séu farin að safnast upp hjá þeim sem þarfnast úrlausnar, stofnunin hafi ekki heimild til að ýta neinum málum frá sér. „Við þurfum að koma auga á alvar- legu málin sem liggja hjá okkur og bregðast við þeim en á sama tíma að vera leiðandi stjórnvald á okkar sviði.“ Tvöfalt álag á Persónuvernd  Mikil fjölgun mála eftir setningu nýrra persónuverndarlaga  Skrásetning mála gengur erfiðlega vegna manneklu  27 þúsund öryggisbrestir innan ESB AFP Persónuvernd Stofnunin hefur m.a. sett í forgang að tryggja að persónu- upplýsingum nemenda sé ekki deilt milli skólastarfsfólks á Facebook. Helga Þórisdóttir Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Á þriðja tug starfsmanna frá Skag- anum 3X, Frost og Rafeyri eru nú við störf á Shikotan, sem er ein Kúrileyja austast í Rússlandi. Þar er unnið að uppsetningu búnaðar í full- komið frystihús og er ráðgert að hann verði gangsettur í maí næsta vor. Mánaðarhlé verður gert á vinnunni í Shikotan um hátíðar og halda starfsmennirnir heim á leið viku til tíu daga af desember. Ingólfur Árnason, framkvæmda- stjóri Skagans 3X, segir að verkefnið á Shikotan gangi samkvæmt áætlun. Um þrjá mánuði tekur að flytja bún- aðinn frá Íslandi til Kúrileyja, en uppsetning hefur gengið vel. Jöfnum höndum hefur verið unnið að smíð- um á búnaði og er reiknað með að þeirri vinnu ljúki fyrir áramót og öll framleiðsla verði þá tilbúin til flutn- ings. Einkum verða smásíld og alaska-ufsi fryst í verksmiðjunni í Shikotan, sem er byggð fyrir dóttur- fyrirtæki rússneska útgerðarfélags- ins Gidrostroy. Norður til Petropavlosk Ráðgert er að búnaður, tæki og tól starfsmanna verði flutt næsta vor norður til Petropavlosk á Kamts- jatka-skaganum. Þar er verið að taka grunn að verksmiðju fyrir nýtt fiskiðjuver Lenin-samvinnufélagsins og sjá fyrrnefnd íslensk fyrirtæki einnig um búnað og uppsetningu á búnaði þar. Sú verksmiðja verður búin lausn- um til að stærðarflokka, vinna og frysta tegundir eins og alaska-ufsa, nokkrar tegundir villts lax, kyrra- hafsþorsk, uppsjávarfisk og smokk- fisk. Shikotan Hátt er til lofts og vítt til veggja í nýja fiskiðjuverinu. Mánaðarhlé á Kúrileyjum  Um þrjá mánuði tekur að flytja tæki Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum MOZART REQUIEM Í LANGHOLTSKIRKJU ÓPERUKÓRINN Í REYKJAVÍK ÁSAMT SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT OG EINSÖNGVURUM STJÓRNANDI: GARÐAR CORTES Miðasala: midi.is / sími 552 7366 / í Langholtskirkju 1 klst. fyrir tónleikana TÓNLEIKARNIR ERU HELGAÐIR MINNINGU MOZARTS OG ÍSLENSKRA TÓNLISTARMANNA SEM LÉTUST Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA: Kristinn Daníelsson / Júlíus Sigurðsson / Þorsteinn Kragh Ingibjörg Ólafsdóttir / Björgúlfur Egilsson / Sveinn Rúnar Björnsson Guðmundur Haraldsson / Esther Garðarsdóttir / Gauja Guðrún Magnúsdóttir Tómas Magnús Tómasson / Þórir Magnússon / Jóhann Jóhannsson Heimir Klemenzson / Björn Stefán Guðmundsson / Már Magnússon Grétar Magnús Grétarsson / Bjarni Marteinsson / Sigríður Einarsdóttir Bjarni Sigurðsson / Birgir Einarsson / Helga Guðrún Helgadóttir Njáll Þórðarson / Sigríður Þórunn Fransdóttir / Ragnar Ásgeir Óskarsson Hafliði Jósteinsson / Engilráð Óskarsdóttir / Jón Sigurðsson Arnfinnur Friðriksson / Louise Kristín Theodórsdóttir Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir / Brynjólfur Sigurður Árnason Árni Ísleifsson / Guðmundur H. Norðdahl / Brynja Tryggvadóttir Hallveig Rúnarsdóttir Viðar Gunnarsson Garðar Thór Cortes Sesselja Kristjánsdóttir Garðar Cortes Þriðjudaginn 4. des. 2018 kl. 00.30 – húsið er opið frá 23.50 –
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.