Morgunblaðið - 29.11.2018, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 29.11.2018, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Vogir sem sýna verð á vörum eftir þyngd Löggiltar fyrir Ísland og tilbúnar til notkunar ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum VERSLUNAR- VOGIR Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Unnið er að lengingu tveggja báta Skinneyjar-Þinganess í Nauta- skipasmíðastöðinni í Gdynia í Pól- landi. Þá er verið að smíða tvö 29 metra skip fyrir fyrirtækið í Víet- nam og eru þau væntanleg í lok næsta árs. Smíði skipanna er hluti af raðsmíði sjö skipa fyrir íslensk fyrir- tæki hjá norska Vard-skipasmíða- fyrirtækinu. Samstarf við Micro Skinney SF og Þórir SF verða lengd úr 29 metrum í 38 metra í Pól- landi og eru væntanleg til landsins í febrúar. Skipin eru tíu ára gömul, smíðuð á Taívan 2008. Ásgeir Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri veiða hjá Skinney- Þinganesi á Höfn í Hornafirði, segir að með lengingu skipanna í Póllandi fáist mun stærra vinnsludekk og gæði vinnslunnar aukist til muna. Horft er til þess að bæta kæli- og blæðitíma bolfisks og stórbæta alla aflameðferð á humri. Aðstaða til netaveiða verður betri um borð í skipunum eftir lengingu, en neta- dekkið flyst upp um eitt dekk og verður á togdekki fyrir ofan vinnslu- dekkið. Einum klefa verður bætt við fyrir skipverja og einnig setustofu þannig að rýmra verður um áhöfn. Vinnslulína í skipin verður hönnuð og smíðuð af Micro í Garðabæ í sam- starfi við starfsfólk Skinneyjar- Þinganess. Vinnsludekkið verður sett upp í Hafnarfirði og að því verki loknu er reiknað með að skipin fari á humarveiðar um miðjan mars. Breiðari og hærri skip Nýliðun hefur verið léleg í humar- stofninum síðustu ár og afli dregist saman. Ásgeir segir að sú staða hafi lítillega verið rædd við sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar og í byrjun janúar sé fyrirhugað að fara yfir málin með þeim. Í kjölfarið er von á tillögum stofnunarinnar um nýtingu humarstofnsins á næstu vertíð. Skinney-Þinganes er með tvö skip í smíðum hjá Vard, en auk þeirra er einnig verið að smíða skrokka tveggja skipa fyrir Gjögur í Víet- nam. Í Noregi er verið að smíða tvö skip eftir sömu teikningu fyrir Berg- Hugin ehf. í Vestmannaeyjum, sem er dótturfyrirtæki Síldarvinnsl- unnar hf., og eitt fyrir ÚA. Þegar greint var frá samningum um smíði þessara sjö systurskipa fyrir ári kom fram að hvert skip kostar um 100 milljónir norskra króna eða sem nemur um 1.440 milljónum íslenskra króna. Skipin eru jafn löng og skipin sem nú er verið að lengja, en breiðari og hærri. Skipin á öll að afhenda á næsta ári, en nokkurra vikna seinkun er fyrirsjáanleg á smíði þeirra. Tvö skip í lengingu og tvö í smíðum  Skinney og Þórir lengd í Gdynia  Aukin gæði vinnslu Í heimahöfn Þórir SF 77 kemur nýr til Hafnar í Hornafirði fyrir 10 árum. Breyting Þannig verður Þórir útlits eftir breytingarnar í Póllandi. Ljósmyndir/Skinney-Þinganes Þinganes Systurnar sjö í raðsmíðaverkefninu verða afhentar á næsta ári. Skipasmíðastöðin í Víetnam Vinnupallar umlykja skrokk nýja skipsins sem á að vera tilbúið í lok næsta árs. Ísfisktogarinn Helga María AK lét úr höfn í Reykjavík í fyrradag eftir að hafa komið inn með 165 tonna afla úr veiðiferð á Vestfjarðamið. Heimir Guðbjörnsson, skipstjóri á Helgu Maríu, minnist þess ekki í samtali við heimasíðu HB Granda að hafa fengið aðra eins veðurblíðu á Vestfjarðamiðum á þessum árs- tíma. Þar sem spáð er brælu á Vest- fjarðamiðum næstu daga var stefn- an á þriðjudag tekin á miðin út af Suðvesturlandi. Einstök veðurblíða miðað við árstíma Bjarni Ólafsson AK kom til Nes- kaupstaðar í gær með 1.600 tonn en veiðiferðin hjá honum tók eina tíu daga. Runólfur Runólfsson skip- stjóri segir að til að byrja með hafi lítið fengist en síðan hafi ræst úr. „Aflinn fékkst í átta holum og það var lengi dregið, einkum til að byrja með. Lengsta holið var 24 tímar og það er persónulegt met hjá mér. Ég hef aldrei dregið svo lengi áður. Þrjá síðustu dagana fékkst hins veg- ar þokkalegur afli en fiskurinn gef- ur sig bara seinni part dags og á nóttunni. Allan tímann vorum við að veiða norðaustur af Færeyjum,“ segir Runólfur í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Í gær voru Beitir NK og Börkur NK að veiðum 60-80 mílur norð- austur af Færeyjum. Aðeins að lifna yfir kolmunnaveiðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.