Morgunblaðið - 29.11.2018, Page 35

Morgunblaðið - 29.11.2018, Page 35
FRÉTTIR 35Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Hinn árlegi jólabasar Kattavina- félags Íslands verður haldinn laugardaginn 1. desember kl. 11-16 í Kattholti, Stangarhyl 2 í Reykja- vík. Á boðstólum verða ýmsir munir sem tengjast jólunum, s.s. jólakort, merkispjöld, jólapappír, jólaskraut, handverk og handunnin kerti. Til sölu verður dagatal ársins 2019, könnur og innkaupapokar merktir Kattholti. Einnig kisutengdur varn- ingur eins og kattastyttur, skart- gripir og basardót. „Eins og endranær verðum við með girnilegar smákökur og annað bakkelsi. Yndislegar kisur verða sýndar sem allar eiga það sameig- inlegt að þrá að eignast ný og góð heimili,“ segir í fréttatilkynningu frá Kattholti. Allur ágóði fer til styrktar óskila- kisunum í Kattholti. Jólabasar í Kattholti 1. desember  Ágóði til styrktar óskilakisunum Ljósmynd/Kattholt Kattholt Jasmín er hótelstýra á Hótel Kattholti um þessar mundir. Ljósin á Hamborgartrénu verða tendruð kl. 17 laugardaginn 1. desember nk. en tréð stendur á Miðbakka Reykjavíkurhafnar, fyrir framan Hafnarhúsið. Allir eru vel- komnir til athafnarinnar og í mót- töku að henni lokinni. Þetta er árlegur siður í upphafi aðventunnar, en allt frá árinu 1965 hafa góðir vinir í Hamborg sent jólatré til Íslands. Við athöfnina munu fulltrúar frá Hamborg flytja stutt ávarp um leið og þeir afhenda gjöfina. Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður stjórn- ar Faxaflóahafna sf., þakkar fyrir jólatréð fyrir hönd hafnarinnar. Herbert Beck, sendiherra Þýska- lands á Íslandi, ávarpar gesti ásamt dr. Sverri Schopka, fulltrúa Þýsk- íslenska félagsins í Þýskalandi. Að athöfn lokinni er gestum boðið í heitt súkkulaði í Hafnarhúsinu. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur og jólasveinar kíkja í heimsókn. Jólatréð er tileinkað íslenskum togarasjómönnum sem sigldu til Hamborgar með fisk eftir seinni heimsstyrjöldina. Sjómennirnir gáfu svöngu og ráðlausu fólki á hafnarsvæðinu fiskisúpu á meðan verið var að landa úr togurunum. Á hverju ári síðan 1965 hefur Eimskipafélag Íslands flutt tréð endurgjaldslaust frá Þýskalandi til Reykjavíkur. Íslandsvinafélögin í Hamborg og Köln hafa styrkt þetta framtak árlega. Faxaflóahafnir og Þýsk-íslenska viðskiptaráðið hafa staðið fyrir móttöku trésins og skipulagt uppsetningu þess á hafnarbakkanum. sisi@mbl.is Ljósin tendruð á Miðbakka Morgunblaðið/ÞÖK Miðbakki Hátíðleg stund þegar ljósin eru tendruð á jólatrénu frá Hamborg.  Íslandsvinir hafa sent hingað jólatré í meira en hálfa öld Gerð hefur verið krafa fyrir Hér- aðsdómi Suður- lands um farbann yfir litháískum karlmanni á fimmtugsaldri eftir að lög- reglumenn hand- tóku hann á sveitabæ í uppsveitum Árnessýslu á þriðjudag. Þar vann hann að ræktun kannabisplantna í töluverðu magni. Um er að ræða á fjórða tug fullvax- inna plantna og töluvert magn af græðlingum. „Maðurinn hefur kannast við að eiga ræktunina sjálfur. Hún er vel búin og unnt að fylgjast með henni og húsinu þar sem hún fór fram með netmyndavélum úr fjarlægð,“ segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Dómari tók sér frest til dagsins í dag til að úrskurða um kröfu lög- reglu og verður maðurinn í haldi fram að uppkvaðningu úrskurðarins. Maðurinn er búsettur í Litháen. Lögreglan stöðvaði rækt- un á kannabis Ómissandi í jólabaksturinn! E N N E M M / S ÍA / N M 9 10 9 9

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.