Morgunblaðið - 29.11.2018, Page 36

Morgunblaðið - 29.11.2018, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sumarið 2003 teiknuðu GP arkitekt- ar tillögu að þremur íbúðarturnum við Ánanaust í Reykjavík, nánar til- tekið á svonefndum Héðinsreit. Húsin skyldu hvert um sig vera um 400 fermetrar að grunnfleti og með inndregna þak- íbúð á 14. hæð. Skyldi húsunum vera lyft um 5 metra frá götu- hæð við Ána- naust. Gert var ráð fyrir bifreiða- stæðum á tveim- ur hæðum. Slík stórhýsi hefðu sett svip sinn á hverfið. Í hverjum turni hefðu verið 54 íbúðir og alls 162 á reitnum. Íbúð- irnar hefðu verið í fjórum stærðar- flokkum; 60, 80, 95 og 110 fermetrar. Miðað var við 243 bílastæði fyrir íbúðir, eða 1,5 bílastæði á íbúð. Þá skyldu vera 28 stæði fyrir 1.000 fer- metra af atvinnuhúsnæði sem yrði meðfram Ánanaustum. Byggingar- magn íbúða var 16.500 fermetrar. Guðni Pálsson, arkitekt og eigandi GP arkitekta, segir tillöguna ekki hafa hlotið brautargengi hjá skipu- lagsyfirvöldum í Reykjavíkurborg. „Það var sú stefna að húsin mættu ekki vera hærri en sjö hæðir,“ segir Guðni. Verkefnið tók því nýja stefnu. Íbúðir fyrir eldri borgara Guðni og samstarfsmenn hans teiknuðu því næst 120 íbúðir fyrir eldri borgara, 64 hjúkrunarrými og þjónustukringlu. Þar átti að bjóða heilbrigðis- og félagsþjónustu með áherslu á þjónustu við íbúa húsanna, ásamt því að þjóna íbúum í aðliggj- andi hverfum. Íbúðirnar skyldu vera 60 til 120 fermetrar og vera allar hannaðar með þarfir fatlaðra í huga. „Þjónustukringlan er þannig upp- byggð að fyrir utan fjölþætta hjúkrunarþjónustu verður m.a. hár- greiðslustofa, lítið kaffihús og mat- salur og tengt útisvæði, verslun, set- rými og kapella. Hugmyndin er að brjóta niður stofnanabraginn og hafa þetta eins opið og mögulegt er fyrir íbúa og utanaðkomandi. Íbúðarbyggingar eru hugsaðar sem turnar með fjórum íbúðum á hæð, þar sem auðveldara er fyrir eldra fólk að ferðast lóðrétt en lá- rétt,“ sagði í lýsingu GP arkitekta á fyrirhugaðri 18.000 fermetra byggð. Yrðu eins og heill hringur Til að gera langa sögu stutta var uppbyggingin samþykkt af skipu- lagsyfirvöldum. Verkefnið hafði þó tekið einhverjum breytingum. Hinn 1. febrúar 2008 sagði Morgunblaðið frá fyrirhugaðri uppbyggingu: „Guðni Pálsson, arkitekt hjá GP arkitektum, teiknaði húsið sem á að rísa á Héðinsreitnum og að hans sögn verða þar 176 íbúðir. „Þetta er smáhús,“ segir hann, „svona 32.000 fermetrar. Þarna verða íbúðir fyrir aldraða, með ákveðinni þjónustu.“ Stærðir íbúðanna verða á bilinu 70- 140 fermetrar. Guðni lýsir húsinu svo að það nái að Héðinshúsinu, Seljavegi, fari svo niður Vesturgöt- una, eftir Ánanaustum og fyrir horn- ið á Mýrargötu. „Þetta verður svona heill hringur og svo verður inn- garður í miðju húsinu,“ segir hann,“ sagði í frétt Morgunblaðsins. Hinn 8. ágúst 2008 var gefið út graftrarleyfi á reitnum. Tveimur mánuðum síðar brast á bankahrun og verkefnið var sett á ís. Síðar var horfið frá þessum áformum. Við tóku áralangar deilur um eignarhald á lóðunum á Héðinsreit sem útkljáðar voru fyrir dómstólum. Framkvæmdir eru hafnar við hótel á austari hluta reitsins og á næsta ári er áformað að hefja uppbyggingu íbúða á þeim hluta reitsins sem snýr að Ánanaustum (sjá næstu síðu). Fyrstu háhýsin í miðborginni Guðni Pálsson teiknaði á sínum tíma hvítu háhýsin við Skúlagötuna, vestan við núverandi Skuggahverfi. Hvítu húsin risu á svonefndri Völ- undarlóð við Skúlagötu og hófust framkvæmdir 1988. Þeim lauk svo um miðjan tíunda áratuginn. Ásamt hvítu húsunum voru byggðir turnar fyrir eldri borgara austar á Skúlagötunni. Voru þetta fyrstu háhýsin í miðborginni. Guðni kveðst hafa fylgt ströngu deiliskipulagi við hönnun turnanna á Völundarlóðinni. Samkvæmt deili- skipulaginu skyldu vera háhýsi við alla strandlengjuna. „Það var allt formað fyrir fram, nákvæmlega hver og einn turn. Meira að segja áttu allir turnar að vera einhalla. Við gerðum þetta þakform og vorum kærð fyrir það,“ segir Guðni, en hvítu húsin hafa burstalaga þak sem setur svip sinn á Skúlagötuna. Vildu nýta lóðina sem best Hann kveðst ekki hafa horft til eigin hönnunar á Völundarlóðinni við hönnun turna við Ánanaust. „Í fyrsta lagi var hugmyndin að fá sem besta nýtingu. Í öðru lagi að byggja húsin upp til að fá útsýni, í stað þess að teikna lokaða rand- byggð. Með því myndu íbúarnir fá útsýni út á sundin, “ segir Guðni. Þess má geta að uppbyggingu há- hýsa við Skúlagötu er ekki lokið. Framkvæmdir eru hafnar við 17 hæða hótelturn og áform eru um átta hæða íbúðarturn að auki. Tíðarandinn mótaði Héðinsreit  Arkitektar hafa teiknað minnst fjórar útfærslur af íbúðarbyggð á reitnum á síðustu 15 árum  Fyrsta tillagan var með þremur 14 hæða íbúðarturnum  Síðan teiknað hús fyrir eldri borgara 2003 2008 Teikning/GP arkitektar Upphafið Fyrst voru teiknaðir stílhreinir 14 hæða íbúðaturnar með 2 hæða bílageymsla. Teikning/GP arkitektar Næsta skref Síðan teiknuðu sömu arkitektar fjölbýlishús sem voru ætluð 55 ára og eldri. Teikning/GP arkitektar Norður eftir Vesturgötu Hér má sjá fjölbýlishúsið ætlað 55 ára og eldri frá öðru sjónarhorni. Hér sést í inngarð. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Héðinsreiturinn Um er að ræða eitt stærsta óbyggða svæðið í næsta nágrenni miðborgar Reykjavíkur. Teikning/GP arkitektar Útsýni Ein af íbúðunum sem voru fyrir 55 ára og eldri. Teikning/GP arkitektar Við sjávarsíðuna Þakíbúðir voru teiknaðar á húsin.Guðni Pálsson Uppbygging í miðborginni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.