Morgunblaðið - 29.11.2018, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018
Ofbeldisfullir hópar laumuðu sér inn
í miklu stærri hóp friðsamlegra mót-
mælenda og stóðu fyrir skemmdar-
verkum. Í átökum skaut lögregla
rúmlega 5.000 táragassprengjum á
frægustu götu Parísar og slökkviliðs-
menn slökktu á annað hundruð bála.
Stórbrotnar ljós- og kvikmyndir af
atburðunum og afleiðingum þeirra
voru birtar um allar jarðir.
„Menn skyldu ekki vanmeta áfallið
sem fólk í Frakklandi og í útlöndum
verður fyrir að sjá í fjölmiðlum það
sem helst líktist stríðsvettvangi,“ var
Macron sagður hafa sagt á ríkis-
stjórnarfundi. Hann gagnrýndi þar
kjörna fulltrúa og álitsgjafa fyrir að
verja framferði „skemmdarvarga“
sem blésu til ofbeldisaðgerðanna í
París, að sögn talsmanns forsetans,
Benjamin Griveaux. „Að baki reiði
fólksins er augljóslega eitthvað sem
ristir enn dýpra og við henni þurfum
við að bregðast. Því þessi reiði, þess-
ar áhyggjur hafa verið lengi fyrir
hendi,“ bætti hann við.
Minnkun kaupmáttar
meginorsökin
Minnkun kaupmáttar er megin-
orsök mótmæla gulvestunga en
Frakkland er nýkomið út úr stífum
efnahagslegum aðhaldsaðgerðum og
er efnahagur landsins enn í lægð.
Þrátt fyrir hækkun olíuverðs síðustu
tólf mánuðina úr 60 dollurum í 85
dollara ákvað stjórn Macrons samt
að hækka eldsneytisskattinn frá og
með 1. janúar 2019. Þótt það segi að-
eins til sín hjá bíleigendum og þeim
betur settu en snerti tæpast þorra
fólks sem ferðast með almennings-
samgöngum til og frá vinnu, þá vakn-
ar spurningin hvers vegna hækkunin
ýtti undir hin miklu mótmæli.
Ein skýringin er að kaupmáttur
launa hefur ekki aukist í takt við
launahækkanir á almennum vinnu-
markaði undanfarin ár. Það varð til
þess að Nicolas Sarkozy náði ekki
endurkjöri 2012 en í kosningabarátt-
unni 2007 var það meginstef hans að
efla kaupmáttinn; verða forseti
kaupmáttarins, eins og hann orðaði
það. Arftaka hans, Francois Hol-
lande, biðu sömu örlög, af sömu rót-
um; efnahagsleg stöðnun þar sem
hvorki var hægt að hækka almenn
laun né efla kaupmátt þeirra. Segja
stjórnmálaskýrendur því að svo lengi
sem kaupmátturinn eykst ekki verði
frekari umbætur í efnahagslífinu
byrði fyrir Frakka.
Ógnir atvinnuleysisins
Atvinnustigið er önnur megin-
orsök mótmælanna. Það er hærra en
nokkru sinni frá upphafi evrópsku
skuldakreppunnar 2009 og atvinnu-
leysið fór niður fyrir 10% í fyrsta
sinn. Hins vegar hefur samsetning
atvinnulausra breyst frá 2009, bæði
eftir atvinnugreinum og kynferði.
Lítilsháttar minnkun atvinnuleysis
er ekki sögð duga til að bæta stöðuna
á atvinnumarkaði í heild. Og meðan
atvinnuleysisstigið lækkar ekki nóg-
samlega munu frekari umbætur hafa
lítil áhrif til hins betra. Þessu til við-
bótar hefur verið straumur hæfi-
leikamanna, auðmanna og fólks með
sérhæfða þekkingu úr landi. Hefur
það og aukið á vanda fransks efna-
hagslífs og samfélags og hamlað um-
bótum.
Ríkisstjórnin skellti skuldinni af
mótmælunum í París á hægri öfga-
menn og sætti gagnrýni fyrir. Fjár-
lagaráðherrann Gerald Darmanin
kallaði yfir sig harða gagnrýni er
hann sagði mótmælendur ekki gul-
vestunga heldur „brúnu pláguna“ en
þar skírskotaði hann til ofbeldis-
sveita nasista.
Guillaume Peltier, áhrifamaður í
Repúblikanaflokknum, sagði það
alltof einfalt að brennimerkja gul-
vestunga og kenna þeim og hreyf-
ingu þeirra um óásættanleg atvik í
mótmælunum.
Leiðtogi Þjóðarhreyfingarinnar,
Marine Le Pen, lýsti stuðningi við
mótmælendur og sagði aðgerðir
þeirra „endurspegla gremju veru-
lega mikils meirihluta þjóðarinnar
sem gengið væri framhjá af hálfu lít-
ils hóps sem hugsaði bara um sjálfan
sig“.
Úr tengslum við þjóðina
Macron hefur þótt úr tengslum við
þjóð sína sem upp til hópa lifi hóf-
lætislífi á landsbyggðinni, utan stór-
borganna. Þar sé raunveruleikinn
annar en í París. Hann hefur sætt
gagnrýni fyrir að láta alþjóðamál til
sín taka í stað þess að fást við endur-
reisn heima fyrir. Erlendis hefur
hann sætt gagnrýni fyrir að vilja
segja öðrum fyrir verkum og hafa í
hótunum, til dæmis í málefnum ESB
og Brexit. Ræða hans úr Élysée-höll
í fyrradag þótti frekar eiga við
tæknikrata en þjóðhöfðingja. Á er-
lendum vettvangi hefur honum ekki
orðið verulega ágengt. Nýlegar til-
lögur hans um stofnun Evrópuhers
hafa aðeins Angela Merkel kanslari
Þýskalands og Vladímír Pútín Rúss-
landsforseti tekið undir, en aðrir
hafnað. Í rökstuðningi fyrir stofnun
sveitanna sagði Macron rússnesku
ógnina kalla á herinn.
Macron var starfsmaður fjárfest-
ingarbanka áður en hann datt inn í
stjórnmálin sem ráðgjafi Hollande
forseta. Hann sneri baki við honum
og var kosinn forseti í maí 2017 út á
loforð um að bæta kjör launþega.
Þeir fengju meira í vasann, boðaði
hann. Hann hét því einnig að endur-
reisa traust almennings á stjórn-
málin. Mótmælin þykja hins vegar
endurspegla víðtæka gremju kjós-
enda í garð stefnu hans sem sögð
hefur verið í þágu fyrirtækja og
stjórnmálaelítunnar. Forsetinn þótti
lofa góðu í upphafi setu sinnar á
valdastóli. Það hefur hins vegar
breyst tiltölulega hratt. Er hann nú
lemstraður vegna almennrar
óánægju kjósenda með umbætur
sem enn hafa ekki bætt hag þeirra.
Umbætur hans í þágu fyrirtækja og
viðskiptalífsins og áherslan á at-
vinnustigið og kaupmátt tekna hafa
enn sem komið er skilað takmörk-
uðum árangri. Í því liggur óánægjan
sem dró fólk á götur út.
AFP
Gulvestungar í Bordeaux Maður í gulu vesti sem á stendur: Macron, þú dælir okkur. Atvinnubílstjórar settu upp
vegartálma víða í Frakklandi til að mótmæla hækkandi olíuverði og mótmælin hafa síðan breiðst út.
ÞAR SEM
ÚRVALIÐ
ER AF
UMGJÖRÐUM
Macron í mótbyr