Morgunblaðið - 29.11.2018, Síða 40

Morgunblaðið - 29.11.2018, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Ofbeldisfullir hópar laumuðu sér inn í miklu stærri hóp friðsamlegra mót- mælenda og stóðu fyrir skemmdar- verkum. Í átökum skaut lögregla rúmlega 5.000 táragassprengjum á frægustu götu Parísar og slökkviliðs- menn slökktu á annað hundruð bála. Stórbrotnar ljós- og kvikmyndir af atburðunum og afleiðingum þeirra voru birtar um allar jarðir. „Menn skyldu ekki vanmeta áfallið sem fólk í Frakklandi og í útlöndum verður fyrir að sjá í fjölmiðlum það sem helst líktist stríðsvettvangi,“ var Macron sagður hafa sagt á ríkis- stjórnarfundi. Hann gagnrýndi þar kjörna fulltrúa og álitsgjafa fyrir að verja framferði „skemmdarvarga“ sem blésu til ofbeldisaðgerðanna í París, að sögn talsmanns forsetans, Benjamin Griveaux. „Að baki reiði fólksins er augljóslega eitthvað sem ristir enn dýpra og við henni þurfum við að bregðast. Því þessi reiði, þess- ar áhyggjur hafa verið lengi fyrir hendi,“ bætti hann við. Minnkun kaupmáttar meginorsökin Minnkun kaupmáttar er megin- orsök mótmæla gulvestunga en Frakkland er nýkomið út úr stífum efnahagslegum aðhaldsaðgerðum og er efnahagur landsins enn í lægð. Þrátt fyrir hækkun olíuverðs síðustu tólf mánuðina úr 60 dollurum í 85 dollara ákvað stjórn Macrons samt að hækka eldsneytisskattinn frá og með 1. janúar 2019. Þótt það segi að- eins til sín hjá bíleigendum og þeim betur settu en snerti tæpast þorra fólks sem ferðast með almennings- samgöngum til og frá vinnu, þá vakn- ar spurningin hvers vegna hækkunin ýtti undir hin miklu mótmæli. Ein skýringin er að kaupmáttur launa hefur ekki aukist í takt við launahækkanir á almennum vinnu- markaði undanfarin ár. Það varð til þess að Nicolas Sarkozy náði ekki endurkjöri 2012 en í kosningabarátt- unni 2007 var það meginstef hans að efla kaupmáttinn; verða forseti kaupmáttarins, eins og hann orðaði það. Arftaka hans, Francois Hol- lande, biðu sömu örlög, af sömu rót- um; efnahagsleg stöðnun þar sem hvorki var hægt að hækka almenn laun né efla kaupmátt þeirra. Segja stjórnmálaskýrendur því að svo lengi sem kaupmátturinn eykst ekki verði frekari umbætur í efnahagslífinu byrði fyrir Frakka. Ógnir atvinnuleysisins Atvinnustigið er önnur megin- orsök mótmælanna. Það er hærra en nokkru sinni frá upphafi evrópsku skuldakreppunnar 2009 og atvinnu- leysið fór niður fyrir 10% í fyrsta sinn. Hins vegar hefur samsetning atvinnulausra breyst frá 2009, bæði eftir atvinnugreinum og kynferði. Lítilsháttar minnkun atvinnuleysis er ekki sögð duga til að bæta stöðuna á atvinnumarkaði í heild. Og meðan atvinnuleysisstigið lækkar ekki nóg- samlega munu frekari umbætur hafa lítil áhrif til hins betra. Þessu til við- bótar hefur verið straumur hæfi- leikamanna, auðmanna og fólks með sérhæfða þekkingu úr landi. Hefur það og aukið á vanda fransks efna- hagslífs og samfélags og hamlað um- bótum. Ríkisstjórnin skellti skuldinni af mótmælunum í París á hægri öfga- menn og sætti gagnrýni fyrir. Fjár- lagaráðherrann Gerald Darmanin kallaði yfir sig harða gagnrýni er hann sagði mótmælendur ekki gul- vestunga heldur „brúnu pláguna“ en þar skírskotaði hann til ofbeldis- sveita nasista. Guillaume Peltier, áhrifamaður í Repúblikanaflokknum, sagði það alltof einfalt að brennimerkja gul- vestunga og kenna þeim og hreyf- ingu þeirra um óásættanleg atvik í mótmælunum. Leiðtogi Þjóðarhreyfingarinnar, Marine Le Pen, lýsti stuðningi við mótmælendur og sagði aðgerðir þeirra „endurspegla gremju veru- lega mikils meirihluta þjóðarinnar sem gengið væri framhjá af hálfu lít- ils hóps sem hugsaði bara um sjálfan sig“. Úr tengslum við þjóðina Macron hefur þótt úr tengslum við þjóð sína sem upp til hópa lifi hóf- lætislífi á landsbyggðinni, utan stór- borganna. Þar sé raunveruleikinn annar en í París. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að láta alþjóðamál til sín taka í stað þess að fást við endur- reisn heima fyrir. Erlendis hefur hann sætt gagnrýni fyrir að vilja segja öðrum fyrir verkum og hafa í hótunum, til dæmis í málefnum ESB og Brexit. Ræða hans úr Élysée-höll í fyrradag þótti frekar eiga við tæknikrata en þjóðhöfðingja. Á er- lendum vettvangi hefur honum ekki orðið verulega ágengt. Nýlegar til- lögur hans um stofnun Evrópuhers hafa aðeins Angela Merkel kanslari Þýskalands og Vladímír Pútín Rúss- landsforseti tekið undir, en aðrir hafnað. Í rökstuðningi fyrir stofnun sveitanna sagði Macron rússnesku ógnina kalla á herinn. Macron var starfsmaður fjárfest- ingarbanka áður en hann datt inn í stjórnmálin sem ráðgjafi Hollande forseta. Hann sneri baki við honum og var kosinn forseti í maí 2017 út á loforð um að bæta kjör launþega. Þeir fengju meira í vasann, boðaði hann. Hann hét því einnig að endur- reisa traust almennings á stjórn- málin. Mótmælin þykja hins vegar endurspegla víðtæka gremju kjós- enda í garð stefnu hans sem sögð hefur verið í þágu fyrirtækja og stjórnmálaelítunnar. Forsetinn þótti lofa góðu í upphafi setu sinnar á valdastóli. Það hefur hins vegar breyst tiltölulega hratt. Er hann nú lemstraður vegna almennrar óánægju kjósenda með umbætur sem enn hafa ekki bætt hag þeirra. Umbætur hans í þágu fyrirtækja og viðskiptalífsins og áherslan á at- vinnustigið og kaupmátt tekna hafa enn sem komið er skilað takmörk- uðum árangri. Í því liggur óánægjan sem dró fólk á götur út. AFP Gulvestungar í Bordeaux Maður í gulu vesti sem á stendur: Macron, þú dælir okkur. Atvinnubílstjórar settu upp vegartálma víða í Frakklandi til að mótmæla hækkandi olíuverði og mótmælin hafa síðan breiðst út. ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER AF UMGJÖRÐUM Macron í mótbyr
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.