Morgunblaðið - 29.11.2018, Page 42
42 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa
hvatt Evrópuríki til að gera meira
til stuðnings Úkraínu vegna spennu
í samskiptum landsins við Rússland
eftir að Rússar hertóku tvö úkra-
ínsk varðskip og dráttarbát í
Kertsjsundi á sunnudaginn var.
Talsmaður bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins sagði að framfylgja
þyrfti betur refsiaðgerðum sem
þegar hefur verið gripið til gegn
stjórnvöldum í Rússlandi. Áhrifa-
miklir stjórnmálamenn í Þýska-
landi, Austurríki, Póllandi og Eist-
landi hafa sagt að til greina komi að
grípa til frekari refsiaðgerða gegn
Rússum vegna málsins.
Hætt við fund?
Donald Trump Bandaríkjaforseti
sagði í viðtali við The Washington
Post að hann kynni að hætta við
fund með Vladimír Pútín Rúss-
landsforseta í tengslum við leiðtoga-
fund G20-ríkjanna í Buenos Aires í
Argentínu á föstudaginn og laug-
ardaginn kemur. Gert hafði verið
ráð fyrir því að Trump og Pútín not-
uðu tækifærið til að ræða öryggis-
mál, afvopnunarmál, deilur Rússa
og Úkraínumanna og átökin í Mið-
Austurlöndum.
„Mér líkar ekki þessi yfirgangur,“
sagði Trump um aðgerðir Rússa í
Kertsjsundi milli Rússlands og
Krímskaga sem var innlimaður í
landið árið 2014. Skip þurfa að fara
um sundið til að komast til borga í
austanverðri Úkraínu, m.a. Maríu-
pol. Samkvæmt samningi ríkjanna
frá árinu 2003 geta þau bæði haldið
uppi eftirliti á Azovshafi. Mike Pom-
peo, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, og ráðamenn í fleiri vestræn-
um ríkjum hafa sagt að aðgerðir
Rússa til að hindra aðgang Úkra-
ínumanna að Azovshafi séu brot á
alþjóðalögum.
Sakaðir um ögrun
Rússnesk varðskip skutu á úkra-
ínsku skipin þrjú áður en þau voru
hertekin. Tuttugu og fjórir Úkra-
ínumenn voru handteknir og þrír
þeirra særðust í átökunum, að sögn
Rússa. Stjórnvöld í Úkraínu segja
að sex skipverjanna hafi særst.
Dómstóll á Krímskaga úrskurðaði
Úkraínumennina í tveggja mánaða
gæsluvarðhald. Rússar hafa gefið til
kynna að þeir ætli að sækja Úkra-
ínumennina til saka fyrir að hafa
farið með ólöglegum hætti yfir
landamæri Rússlands og verði þeir
dæmdir sekir eiga þeir yfir höfði sér
allt að sex ára fangelsi.
Pútín sagði í gær að rússnesku
landamæraverðirnir hefðu uppfyllt
skyldu sína með því að hertaka
skipin til að verja landamærin.
Öryggisyfirvöld í Úkraínu hafa
sagt að úkraínskir leyniþjónustu-
menn hafi verið í varðskipunum sem
voru hertekin og þeir hefðu tekið
þátt í aðgerðum á vegum sjóhers
landsins til að svara „þrýstingi“ sem
rússneskir leyniþjónustumenn
hefðu beitt Úkraínumenn. Rúss-
neska öryggislögreglan FSB sagði
að sigling varðskipanna með leyni-
þjónustumenn um borð væri
„ögrun“ við Rússa af hálfu Úkra-
ínumanna. Rússar segja að mark-
mið úkraínskra stjórnvalda með því
að ögra Rússum sé að stuðla að
hertum refsiaðgerðum gegn Rúss-
landi og auka stuðninginn við for-
seta Úkraínu, Petró Pórósjenkó,
fyrir forsetakosningar sem fara
fram 31. mars. Kannanir benda til
þess að Pórósjenkó bíði þá ósigur.
„Hann þurfti að gera eitthvað til að
valda aukinni spennu,“ sagði Pútín.
Pórósjenkó hefur sagt að Rússar
séu að undirbúa innrás í Úkraínu og
hafi fjölgað hermönnum sínum við
landamæri ríkjanna verulega og
þrefaldað fjölda skriðdreka sinna á
svæðinu. Þing Úkraínu hefur sam-
þykkt beiðni forsetans um að setja
herlög sem eiga að gilda í 30 daga á
svæðum við landamærin að Rúss-
landi. Herlögin gera m.a. stjórn-
völdum kleift kalla almenna borgara
til að gegna herskyldu, leggja höml-
ur á frelsi fjölmiðla og banna úti-
fundi á svæðunum.
Talsmaður Pútíns sagði í fyrra-
dag að atburðirnir á sunnudag gætu
orðið til þess að átök blossuðu upp
að nýju í austurhéruðum Úkraínu.
Rúmlega 10.000 manns hafa beðið
bana í suðausturhluta landsins frá
árinu 2014 þegar aðskilnaðarsinnar
hófu uppreisn með stuðningi Rússa.
Flutningaskip tafin
Spennan í samskiptum ríkjanna
jókst í maí þegar Rússar tóku í
notkun nítján kílómetra langa brú
yfir Kertsjsund. Áætlað er að brúin
hafi kostað jafnvirði rúmra 500
milljarða króna, að sögn breska
dagblaðsins The Guardian.
Eftir að brúin var opnuð hafa
Rússar tafið flutningaskip sem sigla
til og frá mikilvægum úkraínskum
höfnum við Azovshaf. Að sögn
bandaríska dagblaðsins The Wall
Street Journal er markmið Rússa
með þessu að skaða efnahag Úkra-
ínu. Skipin töfðust fyrst í nokkrar
klukkustundir en síðustu mánuði
hafa þau þurft að bíða dögum sam-
an í Kertsjsundi, að því er blaðið
hefur eftir Andrí Klymenko, úkra-
ínskum sérfræðingi í siglingamálum
og ritstjóra fréttavefjarins Black
Sea News. Tafirnar hafa orðið til
þess að vöruflutningarnir til úkra-
ínsku hafnarborgarinnar Berdyansk
hafa minnkað um 21% og til Maríu-
pol um 7%. Úkraínskir sjómenn
hafa einnig kvartað yfir aukinni
áreitni Rússa á Azovshafi, einkum
eftir að úkraínskt varðskip færði
rússneskt fiskiskip til hafnar og
handtók áhöfn þess í mars fyrir
meintar ólöglegar veiðar.
Að sögn The Guardian hafa
fréttaskýrendur verið með vanga-
veltur um að deilan um aðgerðir
Rússa í Kertsjsundi verði til þess að
stuðningurinn við Pútín aukist í
Rússlandi. Vinsældir forsetans hafa
minnkað verulega vegna þeirrar
ákvörðunar rússneskra stjórnvalda
að hækka lágmarkslífeyrisaldur
landsmanna. The Guardian bendir á
að síðast þegar stuðningurinn við
Pútín mældist um 65% eins og nú
lét hann innlima Krímskaga í Rúss-
land og stuðningurinn við hann
jókst þá í 85%, ef marka má rúss-
neskar skoðanakannanir.
Hætt við gasleiðslu?
Bandaríkjaþing er að íhuga frek-
ari efnahagslegar refsiaðgerðir
gegn Rússlandi, að sögn The Wall
Street Journal. Blaðið segir að
slíkar aðgerðir beri mestan árangur
þegar gripið sé til þeirra í samstarfi
við Evrópuríki og bendir á að
stjórnvöld í Þýskalandi gætu endur-
skoðað áform um að auka innflutn-
ing Þjóðverja á rússnesku jarðgasi
með fyrirhugaðri gasleiðslu, Nord
Stream 2, frá Rússlandi á botni
Eystrasalts til Þýskalands. Græn-
ingjar, sem hafa stóraukið fylgi sitt
samkvæmt skoðanakönnunum, eru
andvígir gasleiðslunni. „Ef við vilj-
um að Pútín taki okkur alvarlega
aftur þurfum við aðeins að hætta við
gasleiðsluna Nord Stream 2 í
Eystrasalti,“ sagði Cem Özdemir,
leiðtogi Græningja, fyrr á árinu.
Rætt um að herða refsiaðgerðir
Rússar sakaðir um að hafa brotið alþjóðalög Stjórnvöld í Rússlandi saka Úkraínumenn um ögrun
Segja að forseti Úkraínu vilji magna spennuna til að auka sigurlíkur sínar í kosningum á næsta ári
RÚSSL.
ÚKRAÍNA
KRÍM
60 km
Simferopol
Sebastopol
Jalta
Maríupol
Odessa
Svarta-
haf
Kertsjsund
Azovs-
haf
10 km
Úkraínsk skip hertekin
Á valdi upp-
reisnarmanna
sem Rússar
styðja
Innlimað í
Rússland Svarta-haf
Azovs-
haf
2. Rússar hertóku
tvö úkraínsk
herskip
1. Rússneskt varðskip er
sagt hafa siglt á
úkraínskan dráttarbát
Krímbrúin
RÚSSL.KRÍM
Kertsj
Túzla-
eyja
Taman
Kútsjúgúrí
maps4news.com/©HERE
Á sunnudag
AFP
Spenna Úkraínskur hermaður á verði í herskipi í höfn borgarinnar Maríu-
pol við Azovshaf. Borgin er nálægt yfirráðasvæði uppreisnarmanna.
Sagðir neyddir til
játningar
» Rússneska öryggislögreglan
hefur birt myndskeið þar sem
nokkrir úkraínsku skipverj-
anna, sem voru handteknir, eru
yfirheyrðir.
» Einn þeirra kvaðst gera sér
grein fyrir því að sigling úkra-
ínsku varðskipanna sem voru
hertekin hefði verið „ögrun“ af
hálfu Úkraínumanna.
» Yfirmaður sjóhers Úkraínu
sakaði rússnesku öryggis-
lögregluna um að hafa neytt
úkraínsku skipverjana til að
játa að þeir hefðu brotið rúss-
nesk lög.
Kínverskur vísindamaður segist
ætla að bíða með frekari tilraunir
með erfðabreytingu á börnum eftir
hávær mótmæli vísindamanna og
almennings eftir að hann sagðist
hafa breytt erfðaefni tveggja
stúlkna.
He Jiankui, vísindamaður sem
segist hafa búið til fyrstu erfða-
breyttu börn sögunnar, sagði á
læknaráðstefnu í Hong Kong í gær
að sér hefði tekist að breyta erfða-
efni tvíburastúlkna. Faðir þeirra er
með HIV að sögn He en breytingin
á erfðamenginu þýði að dætur hans
geti ekki smitast af veirunni. Í ræðu
sinni á ráðstefnunni sagðist hann
stoltur af vinnu sinni.
Erfðabreyting á fósturvísum eins
og sú sem He segist hafa fram-
kvæmt er bönnuð í flestum löndum
heims.
He segir að átta pör hafi boðist til
að taka þátt í frekari tilraunum. Í
öllum tilvikum er karlinn HIV-
smitaður en konan ekki. Eitt par
hefur þegar hætt við þátttöku að
sögn He eftir að umræða um til-
raunina fór af stað í fjölmiðlum. He
segir að niðurstöðum tilraunarinnar
hafi verið lekið í fjölmiðla án sinnar
vitundar og því sé hún nú í biðstöðu.
He sagðist hafa unnið að tilraun-
unum í samstarfi við sjúkrahús í
Kína en yfirmenn sjúkrahússins
grunar að undirskrift á skjali um
samþykkt tilraunarinnar sé fölsuð.
Sjúkrahúsið hefur beðið lögregluna
að rannsaka málið. Í yfirlýsingu
spítalans segjast yfirmennirnir al-
gerlega á móti genatilraunum á
mönnum. Þá hefur háskólinn sem
He starfar við neitað þátttöku og
segir He hafa unnið að tilraunum
sínum utan skólans.
Breytti erfðaefni barna
Vísindamaður stöðvar tilraunir með erfðabreytt börn
eftir hávær mótmæli Kveðst vera stoltur af tilraununum
AFP
Umdeildur Vísindamaðurinn He
Jiankui á læknaráðstefnu í gær.