Morgunblaðið - 29.11.2018, Page 47

Morgunblaðið - 29.11.2018, Page 47
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Jólabækurnar Orðið plast kemur úr ensku og er mynd- að af lýsingarorðinu plastic sem þýðir formanlegt eða mjúkt og er sem nafnorð í fleirtölu plastics um allt plast. Frá byrjun plastiðnaðarins hefur þeim efnum sem kall- ast plast fjölgað mjög og telst sérhvert efni sem má flokka í einhvern þriggja aðalflokka fjölliða: 1. Náttúruleg efni. 2. Breytt náttúruleg efni eða hálfefnasmíðuð efni. 3. Algerlega efnasmíðuð (manngerð) verk- smiðjuefni. Við rekumst því all- staðar á risastórar fjölliður sem sameindir eða efni, í fötum okkar og matnum sem er að stórum hluta fjölliður og svo lífefnastarfsemin sem er að miklu leyti efnahvörf fjöl- liða. Þá eru mörg mikilvæg efni, líf- ræn eða ólífræn, náttúruleg eða manngerð, fjölliður. Þá má ekki gleyma að næstum allt gúmmí, trefjaefni, plast og límefni eru fjöl- liður. Efnafræðilega eru fjölliður (fjöldi raðtengdra einliða) nokkurra ein- faldra einliða (litlar sameindir) og mynda risastórar sameindir. Danir skilgreindu 1953 fjölliður í ofan- nefnda þrjá flokka. Í flokki eitt eru þekkt efni eins og náttúrulegt gúmmí og beðmi (sellulósi) auk ull- ar, baðmullar, silkis, trjáviðar og leðurs. Af lífefnum eru prótínin, líf- hvatarnir, mjölvi og glýkógen auk kjarnasýra líka fjölliður. Í flokki 2 eru t.d. sellófan, sellulósa-plast og kaseín (prótín mjólkur) -plast o.fl. auk glers, postulíns og pappírs. En það er þriðji flokkurinn eða plast hvarfað með tengingu fjölda einliða efnafræðilegra, efni sem kemur í stað trjáviðar og málma og sem veldur vaxandi umhverfisvand- málum og er stórhættulegt lífríkinu, einkum í sjó til lengri tíma litið. Árið 1913 voru framleidd af plasti í flokki þrjú í öllum heiminum 50.000 t, 1933 eru þetta 115.000 t, 1950 1,5 milljón tonn, 1960 um 6 milljón tonn og árið 2017 er þetta ekki und- ir 100 milljón tonna eða 13 kg á hvern íbúa jarðar. Aðalhráefnin koma úr jarðolíu og flest því lífræn. Efnafræðilega er hið iðnaðarlega gerða plastefni ekki hreint efni heldur er það lík- ust spaghettihrúgu sem lokar af óbundnar einliður, mýkingarefni og önnur aðskotaefni til að bæta eiginleika plastsins. En plast er líka flokkað eftir notkun: frauðplast, rafeinangrandi, umbúð- ir, steypt eða formað, plötur og filmur, fjaðrandi, límefni, fylliefni í málningu, litarefni og blek, trefjar og garnþræðir. Þá er það mismun- andi hitaþolið en flest hart plast má bræða og endurnýta. En eftir gerð hefur plast líka fengið eigin nöfn: Þanið pólýstýren (EPS) er notað í frauðplast, Mylar (PET) til pökk- unar matvæla, nylon í kvensokka o.fl., acríltrefjar t.d. í eftirlíkingu á kasmírull, polýetýlen (PE) í inn- kaupapoka og pökkun matvæla, plexigler í stað glers og er í þotu- glugga og gerviaugnasteina, teflon hrindir frá sér fitu og vatni á heilsu- pönnum og svo er það vínyl eða PVC sem er einna mest notað. Ef bruni verður inni í flugvél er þar mikið PVC sem getur brunnið og myndast þá saltsýra sem skemmir lungun. Þá er eina ráðið að skríða eftir gólfinu. Lyktin í nýjum bílum er líka frá tilsetningarefnum í plasti og sannar að efni berast frá plasti. Svo eru hættuleg plastefni eins og epoxý sem er m.a. notað í tannfyll- ingar og hert með UV-ljósi og þá hið einangrandi pólýúretan o.fl. Það var uppfinningamaðurinn og verk- smiðjustjórinn í plast- og röraverk- smiðjunni á Reykjalundi, Jón Þórðarson, sem þróaði aðferð til að framleiða plastfilmu samfellt og er það ferli notað við gerð m.a. plast- poka. Jón hafði því miður ekki bol- magn til að vernda einkaleyfi sín fyrir stóru plastframleiðendunum sem nýttu sér uppfinninguna. Umhverfisvandamálin eru að manngert plast útleysir litlum sam- eindum út í umhverfið. Þetta geta verið einliður þess sjálfs sem ekki bundust í framleiðslunni, tilsett ým- is efni eins og mýkingarefni, þung- málmar, efni sem ver gegn UV- geislunarniðurbroti, litarefni og efni til að varna bruna o.fl. Þessi efni fara smám saman út í umhverfið vegna smæðar sinnar ef vatn eða loft er í snertingu við plastið. Og enda svo að lokum í vötnum og sjó. Hart plast er minnst mengað að þessu leyti en lint mest. Margar einliður eru krabbameinsvaldandi eins og t.d. vínýlklóríð, formaldehýð og stýren. Vandasamt er að brenna plasti vegna myndunar á eiturefn- inu díoxín. Plast brotnar hægt niður í náttúrunni og enn hægar í þéttum sorphaugum. Þá er það helst UV- ljós sem hraðar niðurbroti plasts. Allur plastúrgangur er hættu- legur dýralífi. Bæði fuglar og sjáv- ardýr éta plast sem þau halda að sé matur og stífla með því melting- arveginn. Þá er bæði vatna- og sjáv- ardýrum hætt við mengun útleystra efna úr plastinu sem m.a. hafa áhrif á hormóna þeirra. Teflon er t.d. mjög skeinuhætt vatnafiskum. Þessi útleystu efni hafa líka áhrif á mann- skepnuna, mest á börn. Þá molast plastefnið niður í smáagnir (minni fjölliður) sem enda í fæðunni eða drykkjarvatninu og geta hlaðist upp í vefjum dýra. Það er því ljóst að koma verður sem mest í veg fyrir skaðleg áhrif plastefna svo áhrifin verði ekki óafturkræf til lengri tíma litið! Auðveldast er að gera þetta með því að fara meira yfir í flokk 2. og nota sem mest kartöflumjöl, soja- og mjólkurprótín sem öll brotna hraðar niður í náttúrunni. Hvað er plast? Eftir Pálma Stefánsson »Enn einn ógnvaldur tækninnar er hin mikla plastnotkun og skeytingarleysi um áhrif þess á lífríkið sem ekki er séð fyrir end- ann á. Ólafur Stephensen Höfundur er efnafræðingur. Í umræðunni um öldrunarmál hættir fjölmiðlum til að fjalla einna helst um veik- leika aldraðra. Þörf fyrir umönnun og hjúkrun, fátækt eldri borgara, hversu marg- ir aldraðir komast ekki til læknis eða geta ekki keypt sér nauð- synleg lyf og svo fram- vegis. Nú er ég síður en svo að gera lítið úr fram- angreindum málum, það vantar svo sannarlega fleiri hjúkrunarrými og of margir aldraðir hafa því miður ekki efni á nauðsynlegri heilbrigðis- þjónustu. Engu að síður er allt of lítið fjallað um alla þá fjölmörgu styrkleika sem aldraðir búa yfir. Þetta ágæta fólk hefur lifað lengi, lært margt og býr yfir margs konar dýrmætri reynslu sem við sem yngri erum mættum taka okkur til fyrirmyndar. Nú þegar ég sjálfur er að komast á efri ár, svona áleiðis í það minnsta, finn ég hversu dýr- mæt lífsreynslan er. Og samt á ég vonandi slatta af árum eftir. Hvað má þá segja um þá sem eru komnir á áttræðis-, níræðis og tíræðis- aldurinn. Þetta fólk er hokið af lífs- reynslu, þekkir alvöru kreppur og jafnvel styrjaldir á eigin skinni. Við eigum að notfæra okkur reynslu og þekkingu þessara mögnuðu ein- staklinga. Einstaka sinnum eru viðtöl við einhverja þá eldri sem hefur vegnað vel í líf- inu, en allt of sjaldan. Og við getum einnig í daglegu lífi „notfært“ okkur allan þann mannauð sem býr í þeim sem eldri eru. Amma og afi, eða langamma og langafi geta hjálpað til við heimalestur, og gera þau auðvitað í mörgum tilvikum, og annað heimanám, litið eftir barnabörnum og barnabarnabörnum og svo fram- vegis. Einnig miðlað þekkingu sinni og reynslu til okkar sem yngri er- um. Við erum að ég held of mörg föst í tækni nútímans. Í snjallsímanum, eins furðulegt og það nafn nú er, finnst ekkert snjallt við hann, og flakkandi um á veraldarvefnum í leit að einhverju sem við vitum sennilega ekki einu sinni hvað það er sem við leitum. Við bara leitum. Vöfrum held ég að íslenska nafnið sé. Njótum þess að eiga samskipti við þá sem eldri eru. Lærum af þeim og nýtum okkur styrkleika þeirra og hættum að einblína á veikleika þeirra. Styrkleikar í stað veikleika Eftir Gísla Pál Pálsson » Þetta ágæta fólk hef- ur lifað lengi, lært margt og býr yfir margs konar dýrmætri reynslu sem við sem yngri erum mættum taka okkur til fyrirmyndar. Gísli Páll Pálsson Höfundur er forstjóri öldrunarheimila. gisli@grund.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.