Morgunblaðið - 29.11.2018, Síða 49
Ertu nú ánægð kerling? til liðs við
verkefnin og þannig sköpuðust frjó-
söm tengsl við háskólaparið Dagnýju
Kristjánsdóttur og Kristján Jóhann
Jónsson. Um sumarið sótti ég tíma í
gítarleik hjá ungum tónlistarkennara
sem fljótlega gafst upp á að kenna
mér gripin en langaði til að gefa út
með mér plötu ef ég vissi um gott
efni. Og það gerði ég, upptendruð af
þeim fjölmörgu kvennasöngvum sem
ég hafði tekið þátt í að flytja, suma í
Þjóðleikhúsinu, aðra á baráttu-
fundum. Nærtækt var að hóa í þær
leikkonur sem mest höfðu sungið
saman en að auki styrktum við hóp-
inn með landsþekktri og vinsælli
vísnasöngkonu, Kristínu Á. Ólafs-
dóttur, sem þá starfaði með Leik-
félagi Akureyrar. Fljótlega kom upp
sú hugmynd að tengja útgáfu plöt-
unnar við fyrirhugað kvennafrí og þá
dró ég upp úr pússi mínu tveggja
laga plötu með baráttusöngnum úr
Jösses flickor! Befrielsen är nära
sem ég hafði keypt á Stadsteatern í
Stokkhólmi. Textinn var í leikskrá
sýningarinnar og með hann gekk ég
á fund Dagnýjar og Kristjáns Jó-
hanns og fékk þau til þess að snara
honum úr sænsku. Sem þau gerðu af
stakri snilld. Þeirra er síðan heið-
urinn af báðum titlunum á þeim mik-
ilvægu bókum um kvennasögu sem
ég hef getið hér að framan, Veröld
sem ég vil og Já, ég þori, get og vil.
Sama gildir um yfirskrift plötunnar
og hvatninguna: Áfram stelpur! sem
segja má að hafi hljómað óslitið frá
1975.
Dómur kynslóðanna
Viðlag baráttusöngsins er eftirfar-
andi:
Og seinna börnin segja:
Sko mömmu, hún hreinsaði til.
Já, seinna börnin segja:
Þetta er einmitt sú veröld sem ég vil!
En þori ég, vil ég, get ég?
Já, ég þori, get og vil!
Viðlagið hefur fólgið í sér fram-
tíðarspá og von sem enn er ekki fallin
út gildi. Margt úr textanum að öðru
leyti geymir tilfinningar kvenna sem
árið 1975 skynjuðu að þær stóðu á
sögulegum tímamótum, þar rúmaðist
jafnt reiði yfir aldalangri kúgun, stolt
yfir þeim sigrum sem unnist höfðu í
jafnréttisbaráttunni, hvatning til
þess að missa ekki móðinn og bjart-
sýni á framtíðina: Í augsýn er nú
frelsi!
Lag og íslenskaður textinn hittu
gjörsamlega í mark við frumflutning-
inn á kvennafrídaginn 24. október.
Langlífi sitt á Íslandi á söngurinn að
líkindum þrennu að þakka: Í fyrsta
lagi því að fundurinn á Lækjartorgi
varð svo sögulegur í stærð sinni og
umfangi að fréttamyndir um hann og
sjónvarpsupptökur hafa varðveist og
verið endurbirtar aftur og aftur þeg-
ar atburðarins er minnst. Í öðru lagi
því, að íslenskar kvennahreyfingar
gerðu sönginn að sínum, fyrst rauð-
sokkar, síðan kvennaframboðin og
Kvennalistinn. Hann hefur til að
bera klassíska eiginleika sem hafa
tryggt honum sess á efnisskrá
kvennahljómsveita og sönghópa og
nú síðast fjölmennra kvennakóra. Í
þriðja lagi lifir söngurinn vegna þess
að baráttunni er ekki lokið. Undir-
okun kvenna á sér svo djúpar rætur í
öllum samfélögum og er svo samofin
feðraveldinu, samskiptum kynjanna,
jafnt í einkalífi sem atvinnu-, félags-
og skemmtanalífi, að þar hefur ekki
enn að fullu verið „hreinsað til“. Um
það vitnar nýjasta bylgja fjölþjóð-
legrar baráttu gegn kynferðislegri
áreitni, sem kennd er við Me too.
Tack mödrar det gjorde ni bra
Það stenst ekki skoðun rúmum
fjórum áratugum eftir kvennafríið
1975 að þakka það einhverjum einum
hópi eða einstaklingum og hnýta í
aðra, sem ekki hafi verið á réttu lín-
unni. Sú magnaða og einstæða að-
gerð sem Kvennafríið var tókst
vegna þess að þær fjölmörgu konur
sem skipuðu forystusveitir íslenskra
kvennahreyfinga af öllum hugs-
anlegum gerðum, eða komu úr lista-
og menningarlífinu, skynjuðu að þær
voru hluti breiðfylkingar sem teygði
arma sína út um allan heim. Hug-
mynd sem hafði verið rædd víðar
komst í framkvæmd á Íslandi m.a.
vegna smæðar samfélagsins og eins-
leitni, tiltölulega lítils stéttamunar og
menntunarstigs, sem gerði það að
verkum að konur náðu hver til ann-
arrar og gátu skilið hver aðra í
grundvallaratriðum, þrátt fyrir kyn-
slóðabil og misjöfn kjör. Við vorum
t.d. fjórar kynslóðir kvenna sem tók-
um þátt í aðgerðinni, móðuramma
mín, f. 1896, móðir mín, f. 1924, ég, f.
1948, og dóttir mín, f. 1968. Ungar og
róttækar konur höfðu vissulega
stóru hlutverki að gegna með ákafa
sinn og nýjar hugmyndir að vopni, en
gamalreyndar konur í baráttunni
skiptu ekki minna máli. Þær sem
þekktu æðaslátt sögunnar og vissu
að hver kynslóð baráttukvenna naut
afraksturs hinna fyrri. Í viðlaginu
sem nefnt er hér að framan kemur sú
afstaða skýrt fram í sænska frum-
textanum:
Och en dag ska barnen säga:
Tack mödrar det gjorde ni bra.
Seinni línan í beinni þýðingu: Takk
mæður, þetta gerðuð þið vel.
Sem sagt: þökk sé fyrri kynslóðum
kvenna. Ung sænsk listakona, Anna
Lidman að nafni, hefur nú mótað
þökkina: TACK MÖDRAR DET
GJORDE NI BRA, í málm, í mögn-
uðu útilistaverki sem var sett upp í
Stokkhólmi og víðar í Svíþjóð sum-
arið 2015. Verkið tileinkar hún Suz-
anne Osten, Margaretu Garpe og
þeirra kynslóð baráttukvenna, á
meðan Suzanne og Margareta þakka
kynslóð sinna mæðra. Verkið má
finna á netinu og af því hafa verið
gerðar smækkaðar afsteypur.
Kvennabaráttu þarf sannarlega að
heyja á mörgum vígstöðvum og með
mismunandi áherslum eftir að-
stæðum á hverjum stað og tíma. En
þar sem konur eru um það bil helm-
ingur mannkyns skilar hún varanleg-
ustum árangri þegar hún er þver-
pólitísk og nær til allra kvenna.
Höfundur er leikkona og rithöfundur.
Bjarnfríður Leósdóttur, móðir höfundar, á fundi kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í kringum 1975. Er hún eina
konan í tuttugu karla hópi. Myndin sýnir glöggt þá miklu breytingu sem orðið hefur á stöðu kvenna í stjórnmálum.
UMRÆÐAN 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018
ÞINGVEL
LIR
Hárbei
tt umr
æða á
hverju
m sunn
udegi