Morgunblaðið - 29.11.2018, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 29.11.2018, Qupperneq 57
MINNINGAR 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 ✝ Birkir Skarp-héðinsson fæddist á Akur- eyri 5. september 1938. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 19. nóvember 2018. Foreldrar hans voru Skarphéðinn Ásgeirsson, f. 3. mars 1907, d. 22. september 1988, og Laufey Valrós Tryggva- dóttir, f. 5. apríl 1911, d. 28. desember 1997. Bræður Birkis eru Brynjar Skarphéðinsson, f. 18. nóvember 1931, og Kristján Viðar Skarphéð- Kristófer Pálsson, f. 1. sept- ember 1989. 2) Laufey Birkis- dóttir, f. 22. janúar 1961, sam- býlismaður Friðrik Karlsson, f. 24. apríl 1960. Börn Lauf- eyjar: Birkir Thor Björnsson, f. 5. mars 1999, María Elísabet Björnsdóttir, f. 1. nóvember 2000. 3) Guðrún Margrét Birkisdóttir, f. 10. apríl 1967, maki Jóhannes Rúnar Jóhann- esson, börn Sigrún Ósk Jó- hannesdóttir, f. 29. október 1990, Egill Árni Jóhannesson, f. 1. júlí 1994. 4) Skarphéðinn Birkisson, f. 4. júní 1971. Birkir bjó alla sína tíð á Akureyri. Hann rak versl- unina Amaro með fjölskyldu sinni. Hann var einn af stofn- endum JC á Akureyri og var félagi í Oddfellow-reglunni. Útför Birkis fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 29. nóvember 2018, klukkan 13.30. insson, f. 21. júní 1946. Birkir var kvæntur Maríu Einarsdóttur f. 28. apríl 1940. For- eldrar hennar eru Einar Sigurbjörns- son, f. 19. febrúar 1917, d. 19. apríl 1975, og Matthild- ur Soffia Marías- dóttir, f. 14. maí 1919. Börn Birkis og Maríu eru 1) Hildur Birkis- dóttir, f. 7. september 1959, börn hennar eru Thelma Þor- bergsdóttir, f. 10. desember 1981, Pálína Kristín Páls- dóttir, f. 7. apríl 1988, Gunnar Elsku pabbi. Ég sakna þín. Ég er svo óend- anlega þakklát fyrir að hafa ver- ið hjá þér þegar þú kvaddir, svo friðsæll og fallegur. Ég geymi allar góðu minningarnar í hjarta mínu. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn. Þakklæti er mér efst í huga. Ég elska þig. Guð geymi þig. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spámanninum e. Kahlil Gibran) Þín dóttir Guðrún Margrét. Það var einn fallegan vordag 1957 að ungur maður kom yfir holtið í Litla Hvammi við Engja- veg til að heilsa upp á tilvonandi tengdaforeldra sína. Hann var dökkhærður, brúneygður, í leðurjakka, með brilljantín í hárinu. Það fylgdi honum fram- andi andblær. María systir og Birkir höfðu kynnst árið áður í gróðrarstöðinni í Vaglaskógi. Við litlu systkinin stóðum þarna á bak við hurðina í stofunni og skoðuðum tengdasoninn í gegn- um dyragættina. Við Ragnheið- ur höfðum aldrei séð annan eins gæja. Við vorum svo hvert á eft- ir öðru látin heilsa með handa- bandi og segja til nafns. Nokkr- um kvöldum áður þegar barnaskarinn var sofandi hafði Birkir komið og beðið um hönd elstu dótturinnar eins og í ævin- týrunum. Við höfðum oft verið send til dyra til að segja ungum mönum sem vöppuðu yfir holtið að heimsækja Maríu, að hún væri ekki heima, hún þá falin inni í fataskáp. En Birkir var al- vöru prins. Hann vissi ekki þá og ekki við heldur, mörgu börnin hans Einars og Matthildar, sem áttu eftir að verða enn fleiri, að flest okkar myndu dvelja hjá Bikka og Maju á Akureyri í lengri eða skemmri tíma á leið- inni út í lífið. Árið 1958 keyptu foreldrar okkar Hjörsey 2 og gerðust bændur. Ungu hjónin komu öll vor að hjálpa til í sveitinni. Þau komu á græna Volvónum og síð- ar Broncónum að norðan eftir rykugum malarveginum yfir heiðarnar með börnin í aftursæt- inu sofandi á bílveikipillum, svo þau sáu aldrei neitt annað lands- lag í sinni æsku en Akureyri og Hjörsey. Sumarið kom með þeim með norðlenskum hreim sem tók að linast um haustið. Birkir var áhugaljósmyndari og tók mikið af góðum myndum frá þessum tíma af fuglalífinu í eyjunni mannlífinu og náttúrunni sem í dag geyma dýrmætar minning- ar. Þessi ungi alvörugefni kaup- mannssonur frá Akureyri heill- aði tengdaforeldrana með sinni ljúfu framkomu. Það var móður okkar kappsmál að gefa honum gott að borða og Birkir elskaði gamlan sveitamat súrsaðan og sviðinn og þegar til var selur í Hjörsey fékk hann alltaf sér- fæði, sel og selspik. Þegar ég var 14 ára og skólaskyldan í sveit- inni liðin, buðu Birkir og María mér að vera hjá sér. Ég er þeim afar þakklát fyrir það tækifæri að fá að vera hjá þeim og ganga í Menntaskólann á Akureyri, þann góða skóla. Ég hef minnst þess með samviskubiti síðar hvað ég var oft löt að hjálpa til við húsverkin, þó ég hefði lofað foreldrum mínum því að vera dugleg að taka til hendinni. Það var ekki sjaldan sem ég gat ekki vaskað upp, því að annað hvort þurfti ég að læra eða að fara út að hitta stelpurnar. En það var aldrei neitt mál hjá þeim, þau studdum mig með ráðum og dáð. Birkir var alla sína starfsævi kaupmaður og rak með foreldr- um sínum og bræðrum Amaro á Akureyri, sem var lengi vel ein stærsta og glæsilegasta verslun á Norðurlandi. Mágur minn var ekki marg- máll né flíkaði tilfinningum sín- um, en hann var raungóður og stóð með sínu fólki. Elsku María systir og fjöl- skylda, við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Margrét Einarsdóttir. Birkir Skarphéðinsson ✝ GuðbrandurEiríksson fæddist í Reykja- vík 12. apríl 1926. Hann lést 23. nóv- ember 2018 á dvalarheimili aldr- aðra, Víðihlíð í Grindavík. Móðir hans var Margrét Eiríks- dóttir frá Byggð- arenda í Grinda- vík, f. 31. janúar 1903, d. 27. október 1986. Fósturfaðir hans var Alexander Georg Sigurðs- son, f. 16. september 1893, d. 17. maí 1942. Systir Guðbrandar er Elín P. Alexandersdóttir, f. 30. aldri til 22 ára aldurs er hann hóf nám í Samvinnuskólanum, en þar lauk hann tveggja ára námi 1950 með fyrstu einkunn. Eftir nám hóf hann störf í Hraðfrystihúsi Grindvavíkur sem skrifstofustjóri þar sem hann hafði umsjón með færslu bókhalds, launavinnuslu fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins, bæði landverkafólks og sjó- manna, auk annarra almennra skrifstofustarfa. Því starfi gegndi hann óslitið þar til fé- lagið hætti starfsemi. Eftir það starfaði hann hjá Ísfélagi Grindavíkur til starfsloka. Guðbrandur tók virkan þátt í félagsstörfum og var einn af stofnendum Lionsklúbbs Grindavíkur 1965 og hann söng í kirkjukór Grindavík- urkirkju í áratugi. Útför Guðbands fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 29. nóvember 2018, og hefst athöfnin klukkan 14. ágúst 1932, maki Edvard Júlíusson, f. 7. september 1933. Bróðir hans var Eiríkur Alex- andersson, f. 13. júní 1936, d. 11. júlí 2008, og maki Hildur Júlíus- dóttir, f. 7. júlí 1941. Maki Guðbrands var Hrefna Guð- mundsdóttir, f. í Vestmanna- eyjum 1936, d. 2. maí 2010. Þau gengu í hjónaband 5. ágúst 1972, en varð ekki barna auðið. Guðbrandur vann ýmsa verkamannavinnu frá unga Við kveðjum í dag móðurbróð- ur okkar, Gugga eins og hann var alltaf kallaður, sem hefur verið hluti af fjölskyldu okkar frá því að við munum fyrst og því skrýt- in tifinning að hann sé farinn. Guggi var hjálparhella fjöl- skyldunnar í ýmsum málum, sér- staklega þegar þurfti að keyra okkur með hraði til læknis í Keflavík eftir að okkur hafði tek- ist að slasa okkur við að kynnast heiminum sem ungir krakkar, enda eignuðust foreldra okkar ekki bifreið fyrstu árin í þeirra hjúskap en Guggi átti alltaf glæsilega bíla. Það voru ófár ferðir sem farn- ar voru á sumrin vítt og breitt um landið þar sem hann var iðulega þátttakandi. Oft voru einnig farið í svokallaða sunnudagsbíltúra með honum og ömmu Margréti, sem hann bjó hjá. Þá var ekið eitthvað út í sveit og sest í góða laut þar sem nesti var dregið fram og slegið upp veislu. Einnig bauð hann okkur systkinunum oft í bíó eða leikhús í Reykjavík, sem var ógleyman- legt ungum krökkum á þeim árum. Laxveiði hefur verið stór hluti af tómstundaiðkun fjölskyldunn- ar og tók hann virkan þátt í henni fyrstu árin og eru ýmsar ánægju- legar minningar tengdar þeim ferðum. Guggi var hægur og rólegur maður, en mjög fróður um flesta hluti og hagmæltur, sem gott var að heimsækja og spjalla við og leita ráða hjá þegar þannig stóð á. Við kveðjum með söknuði þennan fjölskyldumeðlim sem hefur verið hluti af fjölskyldu okkar alla tíð. Alexander, Kristín og Sigmar. Það er með söknuði sem ég kveð frænda minn hann Guð- brand Eiríksson, sem var aldrei kallaður annað en Guggi. Ég hélt lengi vel að hann héti bara Guggi og ekkert meira enda var ýmist talað um hann Gugga, Gugga bróður eða Gugga hennar Hrefnu, en hann var kvæntur Hrefnu Guðmundsdóttur sem lést 2. maí 2010. Ég á margar góðar minningar um hann Gugga eins og þegar lít- inn frænda langaði í fimm aura kúlur eða ís þá fór hann til Gugga sem átti risastóran peningaskáp. Í Hraðfrystihúsi Grindavíkur vann hann stóran hluta af starfs- ævinni sem skrifstofustjóri og var móðir hans, amma mín, iðu- lega ekki langt undan að gera að fiski við eitt af mörgum færiböndunum. Þarna á skrif- stofunni var þessi mikli peninga- skápur og alltaf var ég viss um að hann væri fullur af peningum enda sagði Guggi miklar sögur af skápnum góða. Alltaf vissi maður hvenær Guggi væri í heimsókn því ekki leyndi sér góða pípulyktin en píp- an var aldrei langt undan þegar þeir bræður tóku tali saman, pabbi með Camelinn og Guggi með pípuna en hann átti ýmsar gerðir af þeim sem voru ýmist hversdags eða til spari. Þegar við fjölskyldan í Grinda- vík fluttum frá Hólum í Heiðar- hraunið þá keyptu þau hjónin Hóla og gerðu húsið upp þannig að það varð eins og nýtt en þar bjuggu þau í áratugi þar til þau fluttu í Víðihlíð. Ég og fjölskyldan í Stórahjalla í Kópavogi kveðjum nú góðan mann og veit ég að bæði faðir minn og Hrefna taka vel á móti sínum manni. Við vottum Ellu frænku samúð okkar sem nú hef- ur kvatt bræður sína tvo. Leifur Eiríksson. Guðbrandur Eiríksson Ástkær móðir og tengdamóðir okkar, ELLEN LÍSBET PÁLSSON, Mosateigi 7, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 24. nóvember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 30. nóvember klukkan 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri. Sigríður Sverrisdóttir Brandur Búi Hermannsson Lárus Sverrisson Inga Björg Sverrisdóttir Torfi Ólafur Sverrisson Páll Sverrisson Guðbjörg Ingimundardóttir ✝ Ástkær móðir okkar og amma, elskulegur bróðir okkar og frændi, JENSA KITTY PETERSEN og ÞRÖSTUR VILBERGSSON sem létust sunnudaginn 18. nóvember og miðvikudaginn 21. nóvember verða jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 29. nóvember klukkan 13.30. Pétur Daníel Vilbergsson Jóna Björg Vilbergsdóttir Soffía Vilbergsdóttir Petersen og barnabörn Elsku eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur og afi, PÉTUR GUNNARSSON blaðamaður, Bólstaðarhíð 64, sem lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 23. nóvember, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 3. desember klukkan 13. Anna Margrét Ólafsdóttir Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, Kristján Oddur Sæbjörnsson Anna Lísa Pétursdóttir Hannes Pétur Jónsson Pétur Axel Pétursson Ragnheiður Ásta Pétursdóttir barnabörn og aðrir ástvinir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIF AÐALSTEINSDÓTTIR, Geitlandi 1, Reykjavík, andaðist laugardaginn 24. nóvember í faðmi ástvina. Útför hennar verður frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 4. desember klukkan 15. Jón B. Stefánsson Ívar Már Jónsson Svandís Íris Hálfdánardóttir María Birna Jónsdóttir Baldur Þór Sveinsson Vilborg Mjöll Jónsdóttir Friðrik Magnússon Margrét Lára Jónsdóttir Steinar Örn Sigurðsson og barnabörn Þökkum auðsýndan samhug og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURPÁLS ÁRNASONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Krummalundi í Boðaþingi fyrir einstaka umhyggju og alúð. Kristján Páll Sigurpálsson Sigríður Halldórsdóttir Sigurbjörg Sigurpálsdóttir Sigvaldi þorgilsson Kolbrún Sigurpálsdóttir Freysteinn Sigurðsson Sigurlaug Sigurpálsdóttir Sigurjón P. Stefánsson Árni Baldvin Sigurpálsson Harpa Jóhannsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningar- greinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.