Morgunblaðið - 29.11.2018, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 29.11.2018, Qupperneq 60
Á sgeir Gunnar Jónsson fæddist í Reykjavík 29.11. 1948: „Ég fædd- ist á 25 ára afmælis- degi móður minnar sem verður 95 ára í dag. Við höldum því sameiginlega upp á daginn.“ Ásgeir Gunnar ólst upp á Þverá í Eyjahreppi í hópi sjö systkina, við öll almenn bústörf þeirrar tíðar en hefur búið í Stykkishólmi frá 1966. Hann hóf nám í farskóla í Eyja- hreppi, var einn vetur í framhalds- skóla á Staðarstað hjá séra Þor- grími Sigurðssyni, fór þaðan í Iðnskólann í Reykjavík, lauk prófi í húsasmíði og lærði faglega þáttinn í Trésmiðjunni Ösp í Stykkishólmi. Hann hlaut meistararéttindi 1971 og síðar byggingarstjóraréttindi. Ásgeir Gunnar stundaði smíðar að aðalatvinnu í 30 ár og rak sam- hliða um tíma steypustöð: „Starfið var fjölbreytt því að í Öspinni var allt smíðað sem smíðað varð úr tré og á þurfti að halda í þá daga, s.s. bátar, borð og stólar, hurðir, gluggar og rúm, einingahús, líkkist- ur skápar og skúffur, svo nokkuð sé nefnt.“ Ásgeir Gunnar hóf síðan störf hjá umdæmisskrifstofu RARIK í Stykkishólmi 1996, fyrst í sölukerfi fyrirtækisins og seinna í áætlana- gerð, teikningum, mælingum og vél- gæslu. „Á Þverá og víðar kom faðir minn upp vatnsaflsrafstöð og starfrækti hana alla sína búskapartíð. Uppsetning og rekstur vatnsafls- virkjana varð áhugamál hjá okkur feðgum sem varð til þess að ég hef komið að nýsmíði og endurbótum á nokkrum vatnsaflsvirkjunum.“ Ásgeir Gunnar Jónsson byggingarmeistari – 70 ára Heima í sófa Ásgeir Gunnar og Guðrún Anna með börnunum þremur, Gunnari, Kristínu Guðrúnu og Erlu Ósk. Einn af þúsundþjala- smiðum ættarinnar Móðir Ásgeirs Kristín Guðríður Þorleifsdóttir fékk Ásgeir í af- mælisgjöf. Hún verður 95 ára í dag. 60 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Birkir Þór Stefánsson,bóndi í Tröllatungu áStröndum, er fimm- tugur í dag. Bærinn liggur við veginn sem lá yfir Trölla- tunguheiði frá Ströndum og í Geiradal. Nú er ekið um Þröskulda sem voru opnaðir árið 2009 og er Tröllatunga eini bærinn á Tröllatungu- vegi. „Ég er mjög sáttur við að vegurinn var færður, þetta var orðið óbærilegt áður en Þröskuldar voru opnaðir. Maður komst ekki á milli bæja, það var orðin svo mikil umferð. Það eru þrír kíló- metrar á næsta bæ, áður fyrr fannst manni bærinn vera út úr en núna finnst mér þetta vera alveg passlegt,“ en Birk- ir ólst upp í Tröllatungu og tók við búskapnum af föður sínum 18 ára gamall. Fjárbúskapur er í Trölla- tungu, rúm 600 fjár, en Birki finnst vanta heildarstefnu í sauðfjárrækt. „Flestir vinna með þessu, konan mín er leiðbeinandi í Grunnskólanum á Hólmavík og er í íþróttakennaranámi og ég er í skólaakstri í afleysingum.“ Birkir hefur stundað mikið skíðagöngu gegnum tíðina og unnið til margra verðlauna en er meira kominn í almenn hlaup. „Snjórinn hefur minnkað hérna og svo er auðvitað bara þægilegra að smella sér í hlaupaskóna.“ Hann hélt upp á fimmtugsafmælið með því að hlaupa Ultravasa 18. ágúst síðastliðinn en leiðin er 90 kílómetrar frá Sålen til Mora í Svíþjóð. Einnig hlupu með honum tveir hlauparar úr Flandra í Borgarnesi, en áður hafði Birkir tekið þátt þrisvar í Vasagöngunni. Til gamans má nefna að Birkir var næstum tvöfalt lengur á leiðinni að hlaupa vegalengdina en að ganga hana. Eftir að Birkir greindist með hrygggigt árið 2015 hefur hann markvist notað hreyfingu til að halda sér góðum. Eiginkona Birkis er Sigríður Drífa Þórólfsdóttir og börnin þeirra eru Árný Helga 11 ára og Stefán Þór 10 ára. Einnig á hann dæt- urnar Agnesi Sif 25 ára og Emblu Skeie 20 ára. 90 km að baki Birkir kominn í mark í Ultravasa-hlaupinu. Hljóp 90 kílómetra í tilefni afmælisins Birkir Þór Stefánsson er fimmtugur í dag Hafnarfjörður Hilmir Magnús fæddist 9. apríl 2018 í Reykjavík. Hann vó 3.790 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Hildur Magnús- dóttir og Heiðar Ólafsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is Opnaðu einfaldlega – með Yale Doorman Nýi Yale Doorman stafræni lásinn er einföld og örugg la loka útihurðum og innihurðum (IP55). Passar í sams ko læsingar. Lásinn er hægt að opna með því að slá inn nú rafrænum nema (Mifare, 3 kort fylgja með) eða með fja Mjög auðvelt er að skipta um númer, skipta út korti eða fjarstýringu. Alltaf er hægt að komast inn með númeri og vandamálið með að gleyma lykli er úr sögunni. Tengingar eru einfaldar og endingartími rafhlaða er langur. usn til að opna og nar úrtak og ASSA mer, nota kort með rstýringu (aukahlutur). TILBOÐ meðan birgðir endast 43.400 kr. (venjulegt verð 49.600 kr.) Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.