Morgunblaðið - 29.11.2018, Side 63

Morgunblaðið - 29.11.2018, Side 63
DÆGRADVÖL 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Reyndu að miðla að reynslu þinni til þeirra sem yngri eru. Sýndu þolinmæði í uppeldinu, reiði eða pirringur gerir bara illt verra. 20. apríl - 20. maí  Naut Farðu þér hægt og veldu hvert skref af kostgæfni því ein lítil mistök geta reynst dýrkeypt. Betra er seint en aldrei, hafðu það í huga í umferðinni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú átt alveg skilið það hrós sem þú færð fyrir vinnu þína og sérstaklega lausn ákveðins verkefnis. Makinn kemur þér á óvart. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er eitthvað sem þér finnst ekki vera í lagi, þú bara veist ekki alveg hvað það er, ennþá. Vertu stolt/ur af árangri barna þinna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur um skeið unnið að ákveðnu máli bak við tjöldin. Hugsanlegt er að þú hellir þér í nám aftur á nýju ári. Þú færð frábæra hugmynd sem leysir vandamál með pláss heima fyrir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hafðu augun opin og ekki láta sár- indi úr fortíðinni hindra að þú nýtir tækifæri sem bjóðast. Gamall vinur skýtur upp koll- inum og þú finnur að lengi lifir í gömlum glæðum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hláturinn lengir lífið, á því leikur enginn vafi. Þú kemur frábærri hugmynd á koppinn og færð hrós fyrir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú færð óvænta athygli sem þú kærir þig alls ekki um. Kaflaskil í lífi þínu blasa við, ekki óttast, allt mun fara vel. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vertu þolinmóð/ur og nær- gætin/n við maka og nána vini í dag. Var- astu að láta hugmyndaflugið hlaupa með þig í gönur. Framtíð þín er björt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Settu þér það takmark að vera öðrum góð fyrirmynd. Það kemur upp ósætti í fjölskyldunni en öldurnar lægir fljótt. Þú færð boð í brúðkaup. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að leysa fjárhagslegt vandamál sem upp hefur komið. Ekki ör- vænta, þetta er vel yfirstíganlegt. Leggðu land undir fót þegar tækifæri gefst. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt gott sé að skoða mál frá sem flestum hliðum, kemur að því fyrr en seinna að það verður að taka ákvörðun. Virkjaðu bjartsýni þína og settu þér háleit markmið. Jón skáld Jónatansson segir fráþví að á sokkabandsárum sín- um hafi sér verið bannað að busla í sjónum – „gætu mörg sjóskrímsli komið og étið mig, svo sem vatna- nykur og selir, er sumir væru mannætur, að sögn. Konurnar hefðu líka sagt margar ljótar sögur af því.“ – „Á þennan lestur hlýddi ég þegjandi og niðurlútur, þar til ég fór að hlæja og segi: Má ég ekki lifa og láta líkt og hinar skepnurnar, hlaupa, synda, flökta og fáta fjörinu til hressingar?“ Árla á sunnudag skrifaði Sigur- jóna Björgvinsdóttir á Boðnarmjöð: Sólarupprás seint á ferð, sést til hvítra fjalla af þeim sökum enn ég verð upp að klífa á hjalla. Og enn orti hún og hefur lög að mæla: Göngutúr sem græðir mein, gleði og kraftinn veitir; best er að ganga alveg ein út um borg og sveitir Bjarni Sigtryggson yrkir á Boðnarmiði: Í Silfri morguns má víst sjá er magnast orðasenna að freka karlinn finna má fullt eins meðal kvenna. Tryggvi Jónsson spurði á sunnu- dag hvort ekki væri komið að þeim tíma sem maður yrði að græja sig upp fyrir veturinn: Haustlauf falla, hríma tún, heldur á síðu þunnur. Nú ég gamla beisla Brún og brytja hann ofaní tunnur. Ingólfur Ómar Ármannsson tók þessu rólega og sagði bjart og stillt veður með frosti: Gróður frýs um grund og völl, greinar íshúð skarta Geislum lýsir gil og fjöll glóðardísin bjarta. Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson yrkir „eina skammhenda í tilefni flensu“: Ég hef slæma flensu fengið, ferðast innan húss. Orðið viðkvæmt gamla gengið, gæti þegið sjúss. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af jarðarskepnum, fjall- göngum og gamla Brún „Ég er nokkuÐ sáttur viÐ c mínus í meÐaleinkunn, en ef þú ert ósátt get ég alltaf hakkaÐ mig inn á skólanetiÐ og breytt því í c. ” „HvaÐ er aÐ þér? ég er aÐ leita AÐ ávísanaheftinu!” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að eiga hugsanlega lítinn snilling. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann NÚ RÆÐST LJÓNIÐ Á BRÁÐINA ALVEG EINS OG ÉG! EN ÉG HEFÐI NOTAÐ STEIKARSÓSU UNDIRBÚÐU ÞIG FYRIR EILÍFÐINA! ÉG VEIT EKKI … ÞEIR VIRÐAST NÁLGAST OKKUR ÓÐFLUGA! Það ætlaði allt um koll að keyra ávinnustaðnum í gær þegar bráðabanaskákirnar í heimsmeist- araeinvígi þeirra Magnúsar Carlsen og Fabiano Caruana voru tefldar. Sjónvarpstæki eitt var stillt á norska ríkissjónvarpið, NRK, sem fylgdi sínum manni að sjálfsögðu og bauð upp á skákskýringar með. Verður að segjast að mikill sómi var að þeirri umgjörð sem NRK setti um einvígið. x x x Úrslit einvígisins urðu á endanumþau sem flestir höfðu búist við. Carlsen náði að snúa á Caruana þeg- ar tímamörkin til að hugsa voru skemmri en í fyrri einvígisskák- unum tólf sem komu á undan bráða- bananum, og er verðskuldaður heimsmeistari. x x x Gerðust sumir af samstarfs-mönnum Víkverja kannski full- bráðir á sér í yfirlýsingum um getu Caruana í hraðskák þegar ljóst varð í hvað stefndi. Þykist Víkverji full- viss um að hann myndi ekki hafa betur í hraðskák við áskorandann, jafnvel þó að heimsmeistari síðustu fimm ára hafi reynst honum ofjarl. Talar Víkverji þó þar eingöngu fyrir sjálfan sig. x x x Einvígið þótti að þessu sinni ekkiendilega það mest spennandi sem háð hefur verið. Það er skiljan- legt þegar haft er í huga að í tólf keppnisskákum voru gerð tólf jafn- tefli. Víkverja skilst að ýmislegt hafi verið lagt til á undanförnum árum til þess að gera skákina „sjónvarps- vænni“, meðal annars að stytta um- hugsunartíma keppenda. x x x Skák er raunar ekki eina íþróttinþar sem talað hefur verið fyrir styttri tíma. M.a.s. knattspyrnan, ein vinsælasta sjónvarpsíþrótt heims, hefur sætt gagnrýni fyrir að leiktíminn sé of langur og að t.d. mætti stytta hann niður í klukku- tíma, en stöðva klukku dómarans í hvert sinn sem boltinn fer úr leik. Miðað við reynsluna af öðrum íþrótt- um myndi það ekki stytta leiktímann sem neinu næmi. vikverji@mbl.is Víkverji Þannig skuluð og þið álíta sjálf ykkur vera dáin frá syndinni en lifandi Guði í Kristi Jesú. (Rómverjabréfið 6.11)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.