Morgunblaðið - 29.11.2018, Síða 66

Morgunblaðið - 29.11.2018, Síða 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi. Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Rejúníon nefnist nýtt íslenskt leikrit eftir Sóleyju Ómarsdóttur í leik- stjórn Árna Kristjánssonar sem leik- hópurinn Lakehouse frumsýnir í Tjarnarbíói annað kvöld, föstudag, kl. 20.30. Sam- kvæmt upplýs- ingum frá leik- húsinu gerist verkið, sem er fyrsta leikrit höf- undar í fullri lengd, í íslenskum samtíma og varp- ar ljósi á málefni sem sjaldan eru í deiglunni, þ.e. fæðingarþunglyndi, barneignir, sambönd og samfélags- pressu. „Verkið fjallar um Júlíu, sem er ekta íslensk ofurkona sem gefur sig 110% í allt sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er eftirsóttur ferlafræð- ingur með eigið ráðgjafarfyrirtæki en nýtt hlutverk hennar í lífinu hefur reynst henni krefjandi, það er móðurhlutverkið. Í stað þess að horf- ast í augu við erfiðleika sem fylgja nýja lífinu tapar hún sér í ferlagrein- ingu, bollakökubakstri og í hlutverki sínu sem Snapchat-stjarna. Þegar óumflýjanlegar breytingar vofa yfir hjá fjölskyldunni reynir hún að end- urnýja tengslin við æskuvinukonu sína. Saman ætla þær að skipuleggja grunnskólarejúníon aldarinnar,“ segir Árni. Með hlutverk Júlíu fer Sólveig Guðmundsdóttir, vinkonu hennar leikur Sara Martí Guðmunds- dóttir og eiginmann Júlíu leikur Orri Huginn Ágústsson. Reynir að gera hið ómögulega Spurður hvað við Rejúníon hafi heillað hann segir Árni að líkt og margir Íslendingar glími Júlía við óraunhæfar væntingar um eigin frammistöðu. „Júlía er að reyna að gera hið ómögulega, sem er að vera fullkomin í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur,“ segir Árni og tekur fram að sökum þess hversu vel plott- að verkið sé frá höfundarins hendi með endalausum hvörfum vilji hann ekki gefa of mikið upp til að spilla ekki upplifun væntanlegra áhorf- enda. „Þessi sýning hefur átt sér langan aðdraganda. Handritavinnan komst á fullt skrið í mars í fyrra, við völdum leikara í hlutverkin í fyrrahaust og vorum með vinnusmiðju í vor. Í raun má segja að meðgangan hafi verið fremur löng,“ segir Árni og rifjar upp að þau Sóley hafi kynnst fyrir fjórum árum þegar hún sótti hjá honum höf- undanámskeið í Tjarnarbíói. „Þetta var námskeið með fókus á endurskrif. Kenning námskeiðsins var að margir höfundar búi yfir ástríðunni til að skrifa fyrsta upp- kast, en skorti verkfærin og drif- kraftinn til að vinna áfram með verk- ið sem lendir þá iðulega bara ofan í skúffu. Með þessum fókus þróuðu nemendur handrit sín og eitt varð að sýningu strax. Sóley var þá að vinna með annað verk, en ég sá strax að þó að hún væri ekki með neinn grunn sem leikritahöfundur bjó hún yfir flottum hæfileika til að taka við hug- myndum, ábendingum og gagnrýni og vinna markvisst úr henni á sama tíma og hún heldur sínum stíl full- komlega. Samtímis bjó texti hennar yfir ákveðnum tón sem maður finnur ekki hjá hverjum sem er,“ segir Árni og minnist þess að nokkru eftir nám- skeiðið hafi Sóley boðið sér að vera með innlegg á öðru skrifkvöldi. Hreifst af stíl höfundar „Þar var um að ræða viðburð undir yfirskriftinni „Haltu kjafti og skrif- aðu“ þar sem fólk hittist til að skrifa saman í þögn. Þar sýndi hún mér frumdrögin að Rejúníon sem Sóley var þá búin að vinna í um tíma en var enn á grunnstigi. Ég hreifst af stíl hennar sem höfundar og umfjöll- unarefninu sem snerti við mér og ég vissi að myndi snerta við Hörpu líka,“ segir Árni og vísar þar til tónlistar- konunnar Hörpu Fannar Sigur- jónsdóttur meðstofnanda að Lake- house sem semur tónlist og hljóð- mynd fyrir Rejúníon ásamt því að ritstýra handritinu. „Í framhaldinu buðum við Sóleyju til samstarfs og unnum að handritinu í hálft ár áður en við sóttum um styrk hjá leiklistarráði,“ segir Árni og rifj- ar upp að styrkumsóknin hafi verið send af fæðingardeildinni því Harpa og Árni eignuðust frumburð sinn í október 2017. Þess má geta að Lake- house hlaut hæstan styrk til atvinnu- leikhópa fyrir árið 2018 samkvæmt tillögu leiklistarráðs eða ríflega 10 milljónir króna. „Þetta var í fyrsta sinn sem Lakehouse hlaut þennan styrk, þannig að þetta eru spennandi tímar,“ segir Árni en Rejúníon er fjórða uppfærsla Lakehouse frá stofnun félagsins 2016. „Sóley er með mjög góðan húmor og einstaklega flink að plotta fram- vinduna með óvæntum tengingum sem víkka skilning manns. Leikar- arnir hafa líka staðið sig mjög vel í því að skerpa á hverri senu og setn- ingu,“ segir Árni og bætir við að framlag leikaranna í sköpunarferlinu hafi verið óvenjumikið. „Þau hafa öll þrjú mikla reynslu af því að vinna að nýjum leikverkum. Sara er hörkuleikstjóri, Sólveig hefur varla unnið í verkefni án þess að þróa handritið í því og Orri er líka vanur leikari og leikstjóri. Þess utan búa þau yfir nauðsynlegri lífsreynslu, sem passar vel inn í umfjöllunarefnið. Í mínum huga eru þau ekki bara leik- arar heldur miklir listamenn sem hafa haft mótandi áhrif á handritið.“ Taka meiri áhættu Aðspurður segir Árni spennandi fyrir sig sem leikstjóra að fá fyrstur að setja nýtt leikrit á svið. „Eitt af því sem er skemmtilegast við að setja upp nýtt íslenskt verk er að manni þykir svo vænt um að það hafi orðið til, því það er ekkert sjálfgefið,“ segir Árni og tekur fram að hann skynji mikla grósku meðal íslenskra leik- skálda nú um stundir. „Það er ákveð- in blómatíð hjá íslenskum leik- skáldum nákvæmlega núna. Það eru margir að koma fram sem eru að skrifa mjög áhugaverð ný verk og nýjar raddir sem heyrast, sem er já- kvætt fyrir íslenskt leiklistarlíf.“ Spurður hvort hann líti á sig sem ljósmóður Rejúníon svarar Árni því umsvifalaust neitandi. „Þetta er góð myndlíking, en ég ber alltof mikla virðingu fyrir ljósmæðrum til að geta líkt mínu starfi við þeirra,“ segir Árni og tekur fram að hlutur Hörpu í dramatúrgískri vinnu verksins sé ekki minni en hans. „Mitt hlutverk hefur meira verið handritaráðgjafi um hvert bæri að stefna næst, en stöðugur yfirlestur Hörpu og ábend- ingar hennar hafa verið aðalelds- neytið í endurskrifunum. Það hefur síðan verið áhugavert að sjá hvernig það færist yfir í tónsmíðar hennar fyrir uppfærsluna.“ Inntur eftir því hvernig hann nálg- ist verkið sem leikstjóri segist Árni alltaf leita að sterkum og óvæntum andstæðum. „Þar sem Sóley gefur okkur í verkinu mjög natúralískan heim sem auðvelt er að tengja við, þá hefur það í raun frelsað okkur frá því að vera með vask og þvottavél í leik- myndinni. Vegna þess hversu vel jarðtengt verkið er þá veitir það okk- ur færi á að fara lengra sem lista- menn og taka meiri áhættur. Kallar á líkamlega nálgun Ég hef allan tímann verið meðvit- aður um að verkið kallaði á mjög lík- amlega nálgun og þess vegna fékk ég Völu Ómarsdóttur til liðs við mig, en hún er hreyfileikstjóri verksins. Við höfum þannig verið að skoða hvar verkið brýst frá natúralism- anum og verður að einhverju sem áhorfendur gætu ekki séð á Netflix heima hjá sér,“ segir Árni og tekur fram að eitt af því sem hann skoði sem leikstjóri sé samspil verksins við leikrýmið sjálft. „Ólíkt því sem var þegar við settum upp Í sam- hengi við stjörnurnar á sama stað í fyrravor verður áhorfendum ekki raðað upp hringinn í kringum leik- rýmið. Að þessu sinni vinnum við með lengd salarins sem kallast á við tískupallinn sem gegnir lykilhlut- verki í uppfærslunni og kallast á við upplifun margra nútímamæðra.“ Ekki er hægt að sleppa Árna án þess að grennslast fyrir um það fyr- ir hverja Rejúníon sé. „Ég myndi segja að þetta væri sýning fyrir mæður og alla sem þeim tengjast. Án gríns þá held ég að þetta sé sýn- ing sem tali til mjög skýrs mark- hóps sem heilt samfélag þarf engu að síður að geta skilið. Ég held því að sýningin sé jafnáhugaverð fyrir þá sem þekkja efnið af eigin raun og fyrir þá sem skilja ekki hvers vegna besta vinkonan varð fjarlæg þegar hún eignaðist barn eða hvers vegna vinaparið hvarf inn í hreiður, sem getur verið yndislegt en líka erfitt. Það er í raun ósanngjarnt hversu mikið tabú fylgi því að tala um erf- iðu tilfinningarnar inni í hreiðrinu.“ Þess má að lokum geta að næstu sýningar verða 2., 5. og 9. desember kl. 20.30 alla daga. Ljósmynd/Juliette Rowland Móðurhlutverkið krefjandi Sólveig Guðmundsdóttir fer með hlutverk Júlíu í Rejúníon eftir Sóleyju Ómarsdóttur. Glíma við óraunhæfar væntingar  Lakehouse frumsýnir Rejúníon eftir Sóleyju Ómarsdóttur í Tjarnarbíói annað kvöld kl. 20.30  Leikstjórinn Árni Kristjánsson skynjar mikla grósku meðal íslenskra leikskálda nú um stundir Árni Kristjánsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.