Morgunblaðið - 29.11.2018, Síða 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018
Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta
Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda
og hagræða málin fyrir húsfélög
Traust - Samstaða - Hagkvæmni
eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005
Ráðgjöf
Veitum faglega ráðgjöf
til húsfélaga
Bókhald
Höfum umsjón með
bókhaldi fyrir húsfélög
Þjónusta
Veitum persónulega þjónustu
sem er sérsniðin að hverju
og einu húsfélagi
Valdbeiting í þágu listarinnar
Þvingun Marlon Brando og Maria Schneider í nauðgunaratriðinu í Last Tango in Paris. Margir áratugir liðu þar
til hið sanna kom í ljós, að Schneider hefði ekki vitað af smjörinu og grátið raunverulegum tárum í atrðinu.
myndin er góð er sumsé réttlætan-
legt að blekkja, misþyrma og fara
illa með leikkonur.
Í fimm ára gömlu viðtali við hol-
lenskan sjónvarpsmann, Wijbrand
Schaap, segist Bertolucci leiður yfir
því að Schneider hafi lagt fæð á hann
eftir þetta, hatað hann hreinlega það
sem eftir var ævi hennar en hún lést
úr krabbameini árið 2011. En að
öðru leyti virtist hann ekki sjá eftir
neinu. Spurningin sem gleymdist í
viðtalinu er þessi: Myndir þú, Bern-
ardo Bertolucci, vilja að Marlon
Brando girti niður um þig og træði
smjöri upp í rassinn á þér, án nokk-
urrar viðvörunar eða útskýringar?
Líklega hefði leikstjórinn ekki verið
til í það.
The Last Tango in Paris var
frumsýnd árið 1972 en það var ekki
fyrr en árið 2007 sem Schneider
sagði frá því hvað Brando og Berto-
lucci gerðu henni, í viðtali við enska
götublaðið Daily Mail. Schneider
sagðist hafa grátið við tökurnar af
reiði og niðurlægingu og liðið að
vissu leyti eins og henni hefði verið
nauðgað í raun og veru af leikar-
anum og leikstjóranum. Brando
hefði ekki huggað hana að töku lok-
inni eða beðist afsökunar. „Ég hefði
betur hringt í umboðsmanninn minn
eða beðið lögmann að koma á töku-
stað því það má ekki þvinga fólk til
að gera eitthvað sem er ekki í hand-
ritinu. En á þessum tíma vissi ég það
ekki,“ segir Schneider í viðtalinu.
Mörg ljót dæmi
Last Tango in Paris fjallar um
miðaldra og niðurdreginn Banda-
ríkjamann sem kynnist konu í París
sem er um 30 árum yngri en hann.
Hann vill eingöngu eiga í holdlegu
sambandi við hana og í sem stystu
máli fær hann sínu framgengt, líkt
og svo margir karlkyns leikstjórar
kvikmyndasögunnar.
Dæmin eru mörg. Í áhugaverðri
grein Ruby nokkurrar Hamad í
Sydney Morning Herald, Morgun-
blaðinu í Sydney, eru nokkur talin
upp. Stanley Kubrick var tólf mán-
uði að taka upp The Shining og
þurfti leikkonan Shelley Duvall að
gráta nær látlaust í tökum í níu mán-
uði, tólf tíma á dag. Álagið var svo
mikið að hún var meira eða minna
veik í hálft ár, að eigin sögn, al-
gjörlega örmagna. Annað stór-
menni, Alfred Hitchcock, var álíka
áhugalaust um heilsu aðalleikkonu
sinnar í The Birds, Tippi Hedren. Í
einu atriða myndarinnar, þar sem
fuglager ræðst á aðalpersónuna uppi
á háalofti, notaði leikstjórinn raun-
verulega fugla og batt meira að
segja einhverja fasta við leikkonuna.
Fuglarnir réðust að leikkonunni í
raun og veru og hlaut hún skurði og
skrámur svo blæddi úr. Hedren
sagði síðar frá því að Hitchcock hefði
ekki varað hana við, haldið henni í
andlegu fangelsi og hótað að eyði-
leggja feril hennar ef hún væri með
mótþróa.
Hræðilegt kynlífsatriði
Eitt dæmið enn (hægt væri að
telja upp fleiri) og það nýlegasta af
þeim sem hér verða nefnd, er svo
valdbeiting franska leikstjórans Ab-
dellatif Kechiche við tökur á verð-
launamyndinni La vie d’Adéle frá
árinu 2013. Í myndinni segir af
ástarsambandi tveggja ungra lesbía
sem leiknar eru af Léa Seydoux og
Adéle Exarchopoulos og hlaut
myndin mikið lof og verðlaun, m.a.
Gullpálmann, aðalverðlaun kvik-
myndahátíðarinnar í Cannes. Tökur
stóðu yfir í hálft ár og voru starfs-
menn gjörsamlega útkeyrðir, látnir
vinna í 16 tíma á dag og sögðu marg-
ir upp. Og líkt og með Last Tango in
Paris var það einkum eitt atriði sem
vakti mesta athygli og umtal áhorf-
enda og gagnrýnenda, sjö mínútna
langt kynlífsatriði leikkvennanna
sem mörgum þótti dansa á mörkum
kláms og listar. Í viðtali við vefinn
Daily Beast sagði Seydoux að tökur
á atriðinu hefðu tekið tíu daga (!).
Sagði hún leikstjórann hafa beðið
þær að gera eitt og annað sem fæst-
um myndi detta í hug að biðja leik-
konur að gera. „Guði sé lof að við
fengum Gullpálmann því þetta var
svo hryllilegt,“ sagði Seydoux í við-
talinu. Það kemur líklega engum á
óvart að leikstjórinn brást illa við
þessari gagnrýni, sagði þjáninguna
hluta af listsköpuninni og sakaði
leikkonuna um að eyðileggja mynd-
ina fyrir sér.
Þeir sem telja sig búa yfir heil-
brigðri skynsemi og siðferðiskennd
hljóta að vera sammála um að aldrei
sé hægt að réttlæta ofbeldi, þving-
anir eða annars konar brot á leik-
konum eða leikurum í þágu listar-
innar. Bertolucci heitinn var á öðru
máli og verður því ekki aðeins
minnst fyrir afrek sín heldur einnig
það sem hann gerði hinni ungu leik-
konu Mariu Schneider. Vonandi hef-
ur #metoo byltingin útrýmt þessari
gerð leikstjóra en ef svo er ekki geta
unnendur góðra kvikmynda lagt sitt
af mörkum með því að sniðganga
verk slíkra manna.
» Schneider sagðisthafa grátið við
tökurnar af reiði og
niðurlægingu og liðið að
vissu leyti eins og henni
hefði verið nauðgað í
raun og veru af leik-
aranum og leikstjór-
anum.
Hryllingur Shelley Duvall örvænt-
ingarfull í The Shining.
Fuglamartröð Tippi Hedren varð fyrir árás fugla í The Birds.
Ástarsaga Léa Seydoux og Adéle
Exarchopoulos í La Vie d’Adéle.
AF LEIKSTJÓRUM
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tveir leikstjórar héldu á vit for-feðra sinna og -mæðra nýver-ið, hinn enski Nicolas Roeg á
föstudag og Ítalinn Bernardo Berto-
lucci á mánudagsmorgun. Báðir
óumdeilanlega áhrifamiklir lista-
menn og taldir með stórmennum
kvikmyndasögunnar. Bertolucci
gerði fjölda kvikmynda en í flestum
fréttum voru þó einkum tvær nefnd-
ar, tífalda Óskarsverðlaunamyndin
The Last Emperor og Last Tango in
Paris. Fyrir þá síðarnefndu hlaut
Marlon Brando tilnefningu til Ósk-
arsverðlauna sem og Bertolucci fyrir
leikstjórn en aðalleikkonan, Maria
Schneider, var ekki tilnefnd. Hún
fékk þó David di Donatello verðlaun-
in en hefur mögulega átt erfitt með
að fagna þeim þar sem Bertolucci og
Brando fóru illa með hana við tökur
á kvikmyndinni. Tveir miðaldra
karlmenn níddust á 19 ára leikkonu,
það er óumdeilt og fræg eru þau um-
mæli Brandos við tökur á myndinni
að Schneider þyrfti engar áhyggjur
að hafa þar sem þetta væri „bara
kvikmynd“.
Nauðgun með smjöri
Og hvert var níðingsverkið? Jú,
Brando bað Schneider að ná í smjör-
stykki, lagði hana svo á grúfu, hélt
henni niðri, girti niður um hana, tróð
smjöri upp í rassinn á henni og
nauðgaði henni svo í endaþarm. Að
vísu – og sem betur fer – ekki bók-
staflega en engu að síður var leik-
konan beitt valdi, látin taka þátt í
þessu gegn vilja sínum. Þetta ógeðs-
lega atriði átti ekki að vera í kvik-
myndinni upphaflega en Bertolucci
bætti því við og þeir Brando fengu
svo þá „frábæru“ hugmynd að bæta
við smjöri. Einhverra hluta vegna
átti það að gera atriðið betra. Síðan
var ákveðið að láta Schneider ekki
vita af smjörinu. Og hvers vegna?
Jú, Bertolucci var svo mikill lista- og
raunsæismaður að hann vildi fá al-
vöru viðbrögð frá leikkonunni. Hún
mátti ekki leika að hún væri undr-
andi og síðan grátandi af sársauka,
ótta og niðurlægingu yfir ofbeldinu
sem miðaldra elskhugi hennar beitti
hana. Allt í þágu listarinnar.
Sá ekki eftir neinu
Þeir sem halda að þetta sé lyga-
saga geta horft á viðtöl á YouTube
þar sem Bertolucci viðurkennir að
þeir Brando hafi leynt þessu fyrir
leikkonunni til að fá raunveruleg við-
brögð. Schneider vissi á síðustu
stundu að nauðgunaratriði hefði ver-
ið bætt við en hún vissi ekki af
smjörinu. Og spurður að því hvort
hann sæi eftir því að hafa farið svona
með leikkonuna sagði Bertolucci nei,
hann sæi ekki eftir því vegna þess að
útkoman hafi orðið svo góð. Ef kvik-