Morgunblaðið - 29.11.2018, Page 72

Morgunblaðið - 29.11.2018, Page 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018 VIÐTAL Árni Matthíasson arnim@mbl.is Jón Gunnarsson var á sinni tíð áhrifa- og umsvifamikill í íslensku viðskiptalífi, stýrði Síldarverksmiðju ríkisins og byggði síðan upp fisksölu- fyrirtæki vestan hafs sem varð stærsta fyrirtæki Íslendinga í útlönd- um. Jakob F. Ásgeirsson, rithöf- undur og útgefandi, hefir ritað sögu Jóns og gefið út. — Jón Gunnarsson var þekktur maður á sinni tíð og umdeildur, en færri þekkja nafn hans í dag. Hver var Jón Gunnarsson? „Jón Gunnarsson var goðsögn í lif- anda lífi, en hann er því miður flest- um gleymdur nú um stundir. Hann var maðurinn sem hélt einsamall til Bandaríkjanna eftir heimsstyrjöldina síðari, stofnaði fisksölufyrirtækið Coldwater og setti á fót stóra fisk- réttaverksmiðju þar sem íslenskur fiskur var framleiddur í neytenda- umbúðir og seldur út um öll Banda- ríkin. Þetta var ótrúlegt afrek á sín- um tíma og ekki síðra ævintýri en Loftleiðaævintýrið. En það er ekkert rómantískt við framleiðslu og sölu á frystum fiski og Jón varð aldrei hetja í almenningsálitinu eins og þeir Loft- leiðamenn. Afrek hans hafði þó meiri þjóðhagslega þýðingu, því að hrað- frysting sjávarafurða var burðarás efnahagslífsins á Íslandi í 3-4 áratugi. Jón var áður framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins þegar síld- arvinnsla var undirstaða þjóðarbús- ins. Það var á kreppuárunum og í heimsstyrjöldinni síðari, en þá höfðu saltfisksmarkaðir lokast og hrað- frystingin var á frumstigi. Bókin um Jón er því öðrum þræði mikil at- vinnusaga, þótt fókusinn sé vitaskuld á Jóni og hans mikla framfarahug og eljusemi. Jón var af skagfirskum ættum, fæddist aldamótaárið 1900, en ólst upp í Húnavatnssýslu. Hugur hans hneigðist snemma til mennta. Hann fór í Samvinnuskólann þar sem Jónas frá Hriflu réð ríkjum. Jónas reyndist honum betri en enginn. Jón hélt síð- an til náms í Noregi og Bandaríkj- unum. Þrátt fyrir lítil efni gerði Jón sér lítið fyrir og lauk prófi í verkfræði frá MIT, fremsta verkfræðiháskóla heims, árið 1930. Prófið frá MIT opnaði honum þó engar dyr hér heima. Embættis- mennirnir og verkfræðingarnir í Reykjavík tortryggðu Jón vegna tengslanna við Jónas, sem þeir fyrir- litu, og líka vegna náms hans í Bandaríkjunum, sem þeir töldu síðra en þeirra nám í Danmörku og Þýska- landi. Jón fékk jafnvel ekki strax inn- göngu í Verkfræðingafélag Íslands. Ekkert starf bauðst þessum há- menntaða manni og fór svo að hann gerðist hænsnabóndi í Selásnum um hríð. En Jónas frá Hriflu var staðráðinn í að veita nemanda sínum braut- argengi. Hann sá um síðir til þess að Jón var ráðinn forstjóri Síldarverk- smiðja ríkisins sem var stærsta fyr- irtæki landsins í þá daga. Jón stýrði SR farsællega á miklu vaxtarskeiði í sögu fyrirtækisins í átta ár uns hann gekk í raðir SH-manna lýðveldisárið 1944.“ — Líkt og vera vill með atorku- menn, þá var Jón oft umdeildur, eins og fram kemur í bókinni, bæði sem framkvæmdastjóri SR og hjá SH og Coldwater. Að hve miklu leyti áttu slíkar krytur pólitískar rætur og að hve miklu leyti persónulegar? „Já, það léku stormar um Jón. Mér sýnist að það hafi oftar en ekki verið af litlu tilefni. Jón var kappsamur og atorkusemi hans gerði það vissulega að verkum að hann eignaðist óvild- armenn. Velgengni hans kallaði líka á öfund. Þá var hatrömm stjórnmála- barátta altumlykjandi á þessum ár- um. Jón stóð jafnan fast gegn af- skiptum afskiptasamra stjórn- málamanna af ríkisfyrirtækinu SR og það aflaði honum ekki vinsælda. Sjálfur var hann lítt pólitískur. Þá var Jón fráhverfur öllum undir- málum og hann smjaðraði ekki fyrir fólki til að vinna það á sitt band. Hann var fyrst og fremst maður at- hafna og stórhuga framkvæmda og bjó yfir þeim einstaka hæfileika að geta leitt hjá sér persónuleg árás- arskrif. Hann leit svo á að flest af því væri tilhæfulaust eða byggt á van- þekkingu og því ekki svaravert. Hans hugur var allur í athöfnunum: Áfram, áfram! var hans mottó.“ — Í bókinni má lesa að Jón hafi ekki notið sannmælis að öllu leyti í sögu SH. Var það ástæða fyrir því að ævisaga hans er rituð? „Það má kannski segja það. Ég skrifaði fyrir nokkrum árum litla bók um Jóhannes Einarsson verkfræðing og framkvæmdastjóra hjá Loftleið- um og Cargolux, en hann stýrði verk- smiðju Coldwater í Bandaríkjunum. Jóhannes var ósáttur við ýmislegt í sögu SH. Hann hvatti fjölskyldu Jóns til að fá mig til að skrifa ævisögu Jóns. Jóhannesi fannst ótækt að saga þessa mikla frumkvöðuls í atvinnu- sögu Íslendinga hefði ekki verið fest á blað. Ég vissi ekki mikið um Jón, en hreifst mjög af honum þegar ég fór að kynna mér heimildir. Jón er að mínu viti einn mikilvæg- asti maður í atvinnusögu landsins á tuttugustu öld. Farsæl stjórn hans á SR skipti miklu máli á erfiðleikatím- um í þjóðarsögunni og uppbyggingin vestan hafs hefði ekki orðið með sama hætti án hans atbeina. Það var bókstaflega enginn maður í landinu sem var fær um að gera það sem Jón gerði af eigin rammleik í Bandaríkj- unum á fyrstu eftirstríðsárunum. Jón hafði til að bera það sem þurfti: kjarngóða menntun, mikla stjórn- unar- og rekstrarreynslu, góða enskukunnáttu og hann þekkti vel til í Bandaríkjunum eftir nám sitt og störf þar í landi. Og þar nutu sín hans miklu eðliskostir - óbilandi kjarkur og dugnaður, stórhugur og sannfær- ingarkraftur. Því miður voru ekki allir sam- ferðarmenn hans í SH á sömu bylgju- lengd og hann lét af störfum allt of fljótt. Það varð hallarbylting í SH ár- ið 1962 eins og ég fjalla um í bókinni. En Jón naut þess að starfa náið með tveimur öðrum stórhuga afreks- mönnum í sjávarútvegi, Sveini Bene- diktssyni og Einari ríka Sigurðssyni. Sveinn stóð einarðlega við bakið á Jóni í SR og Einar lengst af í SH.“ — Þú hefur skrifað nokkrar ævi- sögur, hvert er næsta ævisöguverk- efni þitt? „Já, það er rétt, bókin um Jón Gunnarsson er fjórða stóra ævisagan sem ég skrifa. Áður hef ég skrifað um Alfreð Elíasson, flugstjóra og for- stjóra Loftleiða, Pétur Benediktsson, sendiherra og bankastjóra, og Valtý Stefánsson, ritstjóra Morgunblaðsins og skógræktarfrömuð. Allir voru þeir, eins og Jón, kappar miklir sem settu mikinn svip á íslenskt samfélag á tuttugustu öld með athöfnum sín- um og persónuleika. Næstur í röðinni er dr. Bjarni Benediktsson, prófess- or, borgarstjóri og forsætisráðherra, en ævisaga hans er óskrifuð. Ég hlakka mikið til að takast á við það verkefni.“ Áfram, áfram! var hans mottó  Í nýrri bók rekur Jakob F. Ásgeirs- son ævi Jóns Gunnarssonar sem hann segir hafa verið goðsögn í lifanda lífi Morgunblaðið/RAX Kappar Bókin um Jón Gunnarsson er fjórða stóra ævisagan sem Jakob F. Ásgeirsson skrifar. Samhent Jón Gunnarsson og eiginkona hans, Lína, Hólmfríður Sigurlína Björnsdóttir, um borð í breska farþegaskipinu Queen Elizabeth. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Bamix töfrasproti Verð 33.900 kr. Lyngás Breiðhöfða Grjóthálsi Fiskislóð nesdekk.is / 561 4200 REYKJAVÍK | GARÐABÆR | REYKJANESBÆR | AKUREYRI Láttu fagmenn dekkja bílinn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.