Morgunblaðið - 29.11.2018, Blaðsíða 76
76 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018
DRAUMAEIGN Á SPÁNI
Nánar á www.spanareignir.is
ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
adalheidur@spanareignir.is
Sími 893 2495
Ármúla 4-6, Reykjavík
Karl Bernburg
Viðskiptafræðingur
karl@spanareignir.is
Sími 777 4277
Ármúla 4-6, Reykjavík
• Frábær staðsetning, göngufæri við Playa Flamenca
ströndina, La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðina og
laugardagsmarkaðinn
• Vandaðar íbúðir með sérgarði, stórum svölum eða
þaksvölum
• Val um 2 eða 3 svefnherbergi og 1 eða 2 baðherbergi
• Bílakjallari
• Lokað svæði með sundlaugargörðum, göngustígum
og hlaupabrautum, líkamsræktaraðstöðu o.fl.
• Kaffihús/bar og ýmis þjónusta í fallegu grónu umhverfi
inni á svæðinu
Flamenca Village
FORSALA - FORSALA - FORSALA
Flamenca Village, íbúðirnar sem beðið hefur verið eftir
eru nú að koma í sölu. Dásamlegt þorp við Miðjarðarhafið.
Skráið ykkur á forsölulistann - Fyrstir fá að velja bestu eignirnar
VIÐTAL
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Fyrir stuttu gaf bókaforlagið Partus
út bókina Kláði, sem hefur að geyma
smásögur eftir Fríðu Ísberg. Fríða
átti áður ljóð í ljóðasöfnunum Ég er
ekki að rétta upp hönd og Ég er
fagnaðarsöngur, sem komu út á síð-
asta ári, og ljóðabókin Slitförin kom
út sama ár. Hún segist hafa skrifað
smásögur árum saman, samið þær
samstiga ljóðum, en þetta er í fyrsta
sinn sem sögur eftir hana eru gefnar
út,
„Kláðinn, titill bókarinnar, kom
frekar snemma á síðasta ári og þá
byrjaði ég markvisst að vinna með
málefni sem sögupersónur mínar
gæti klæjað undan. Það er gott að
klóra sér og það er líka vont — lang-
tímalausnin er að láta kláðann í friði,
en skammtímalausnin er að klóra
sér.
Ég er að vinna með þetta, til
dæmis það að gefa undan, að láta
undan freistingum þegar maður veit
að maður ætti að láta þær í friði.“
— Gott dæmi um það er í sögunni
„Fingur“ þegar sögupersónan klór-
ar sér til blóðs á vinstri baugfingri
og hægri löngutöng: hjónabands-
fingrinum og fokkjúputtanum. Það
leysir ekki hennar vandamál að
klóra sér, í eiginlegri eða óeiginlegri
merkingu.
„Hún er að leita að skammtíma-
lausnum við því vandamáli að kom-
ast í samband og skammtímalausn-
irnar eru ekkert að virka, hana
klæjar bara meira og meira — það
er það sem gerist þegar maður klór-
ar sér á kláðabletti, hann verður
verri og það svíður ennþá meira, þó
það sé kannski gott til að byrja með.
Sama má segja um marga, í sein-
ustu sögunni þá er það sorg, sögu-
persónan er búin missa tvíbura-
bróður sinn og sleppir ekki sorginni.
Þar af leiðandi fer hún að bregðast
líkamlega við á svo skrýtinn hátt.
Það er svo sjaldan farið í langtíma-
lausnina, að leyfa kláðanum að
dofna með tímanum.“
Klæjað undan samfélaginu
— Í sögunni „Einmitt“ segir
skemmtilega frá þeim Inga og Sigga
sem tengjast í gegnum lestur á On
the Road eftir Jack Kerouac.
„Þessir tveir strákar eru að vissu
leyti andstæður, ég tengi svo mikið
við þá báða, það er partur af manni
sem vill affirrast, vill ná tengingu,
en þegar það er farið út í öfgar af-
neitar maður því. Þá klæjar undan
samfélaginu, þeir vilja öðlast dýpri
skilning og vilja báðir tengjast um-
hverfinu betur en kunna það ekki,
ná því ekki. Þessi saga snýst líka um
það að það er búið að selja okkur
upplifunina, nú er upplifunin orðin
svo mikil söluvara. Við eigum að
læra að tengjast okkur sjálfum og
heiminum meira með upplifuninni
en síðan þegar við erum komin út í
sjálfa upplifunina erum við ennþá
jafn dofin.“
— Vegna þess að það er ekki
hægt að kaupa þetta.
„Já, einmitt, það er ekki hægt að
kaupa þetta og við höldum að það sé
bráðabirgðalausn.“
— ... og erum líklegri til að telja
að það sé eitthvað að okkur, frekar
en að það sé eitthvað að lausninni.
„Það er satt, algerlega. Síðan er
þessi aðalkarakter, það er búið að
hægja aðeins á honum, hann er orð-
inn þrítugur, kominn með konu og
barn og líður í smástund eins og
hann hafi misst af hinni lestinni,
misst af upplifuninni, misst af því að
jarðtengjast, að hann sé firrtur með
fjölskyldulífinu, sem er alls ekki
málið, það er ekkert verra en eitt-
hvað annað. Endurtekningin getur
verið jarðtengingin, að dvelja í
augnablikinu og geta lifað endur-
tekninguna og tekið eftir smá-
atriðum í leiðinni.“
— Ertu með skáldsögu í koll-
inum?
„Já, ég er að skrifa skáldsögu, en
það má ekki gera lítið úr smásögum.
Ég er búin að fá svo margar spurn-
ingar um skáldsöguna að ég fæ
reglulega mótþróaköst, mér verður
skapi næst að segja: heyrðu, nei, ég
ætla bara að skrifa smásögur og
ljóð, af því mér líður svo mikið eins
og fólk sé að segja: nú ertu búin með
menntaskólann í ljóðum og síðan
ertu búin með BA-gráðuna í smá-
sögum og nú ertu komin á masters-
stigið. Það er rosalega pirrandi þeg-
ar maður fær þessa spurningu úr
svo mörgum áttum og finnur fyrir
því viðhorfi að smásagan sé bara
stökkpallur.
Núna er Guðrún Eva með frábært
smásagnasafn, Þórdís Helga með
æðislegt smásagnasafn, hún er með
rödd sem ég hef ekki séð á Íslandi,
og Friðgeir með sitt annað smá-
sagnasafn.
Það er svo mikið að gerast í smá-
sögunni úti í heimi, til dæmis í Bret-
landi og Bandaríkjunum, þar er
samtal að eiga sér stað í því bók-
menntaformi, einhvers konar fram-
þróun, og maður finnur fyrir að hér
er þetta samtal að byrja líka. Mér
finnst smásagnasafnið hafa það
fram yfir skáldsöguna að rithöf-
undar geta notað þetta tól til að hafa
margar raddir, til að tala fyrir
minnihlutahópa og að nálgast mál-
efni frá mörgum áttum. Smásagna-
safnið verður að kór í staðinn fyrr
einsöng og það verður oft svo flott i
krafti kórsins ef það er gert vel.“
Smásagnasafnið verður að kór
Í nýju smásagnasafni segir Fríða Ísberg af fólki sem grípur alltaf til skammtímalausnarinnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kór Í Kláða fjallar Fríða
Ísberg um það að láta und-
an freistingum sem maður
ætti að láta í friði.
Líffræðikennarinn fyrrverandi
Stephen Hillenburg, sem varð
frægur fyrir að skapa Svamp
Sveinsson, eina vinsælustu teikni-
myndafígúru síðustu ára, og
skrautlegt persónugallerí í kring-
um hann á hafsbotni, er látinn 57
ára að aldri. Banamein hans var
hreyfitaugahrörnun eða ALS en
Hillenburg var greindur með sjúk-
dóminn í fyrra.
Teiknimyndirnar um Svamp
Sveinsson slógu í gegn í sjónvarpi
en einnig í kvikmyndaformi; Hillen-
burg leikstýrði sjálfur kvikmynd-
inni The SpongeBob SquarePants
Movie sem kom á markað árið 2004.
Margir í dægurheiminum, teikn-
arar jafnt sem leikarar, hafa vottað
minningu Hillenburg virðingu á
samfélagsmiðlum. Strandvarða-
stjarnan David Hasselhof, sem lék í
fyrrnefndri kvikmynd, sagði til að
mynda að missirinn væri mikill og
að hinn látni hefði skapað einstaka
og stórkostlega karaktera.
Höfundur Svamps Sveinssonar látinn
AFP
Hæfileikaríkur Teiknarinn Stephen Hil-
lenburg skapaði vinsæla karaktera.
Sjónvarpsefnis-
veitan Netflix
hefur samið við
dánarbú barna-
bókahöfundarins
Roalds Dahl um
að framleiða og
sýna teiknimynd-
araðir sem
byggjast á mörg-
um hans vinsæl-
ustu sögum. Framleiðsla þáttanna
hefst á næsta ári og meðal verka
sem verða framleidd má nefna
Matilda – leikgerð sögunnar verður
senn frumsýnd í Borgarleikhúsinu,
The BFG, Kalli og sælgætisgerðin
og The Twits.
Í yfirlýsingu frá Netflix segir að
við gerð þáttanna verði anda og
tóni sagna Dahl sýnd full virðing.
Ekkja hans, Felicity Dahl, lýsir
verkefninu sem nýjum og spenn-
andi kafla í heimi sagnanna og seg-
ir að Roald hefði verið spenntur.
Sögur Roalds Dahl njóta mikilla
vinsælda hjá yngri lesendum víða
um lönd. Yfir 200 milljónir bóka
hafa verið seldar og sögurnar
þýddar á 58 tungumál.
Netflix gerir þætti eftir sögum Dahl
Roald Dahl