Morgunblaðið - 29.11.2018, Side 79
MENNING 79
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2018
Kvenfólk eftir Eirík G.Stephensen og HjörleifHjartarson í hljómsveit-inni Hundur í óskilum er
þriðja sýningin frá Leikfélagi
Akureyrar (LA) sem undirrituð sér á
fjölum Borgarleikhússins á síðustu
fjórum árum, en árið 2014 rataði
Gullna hliðið suður og ári seinna Öldin
okkar. Þegar leiðin liggur alltof sjald-
an í höfuðstað Norðurlands er
þakkarvert að LA veiti höfuðborgar-
búum kost á að njóta afbragðssýninga
á heimavelli. Gott orð hefur farið af
Kvenfólki síðan sýningin var frum-
sýnd norðan heiða í leikstjórn Ágústu
Skúladóttur fyrir rúmu ári – og ekki
að ástæðulausu. Þríeykið vinnur aug-
ljóslega afskaplega vel saman þar sem
hugmyndaauðgin fær notið sín með
kímnina að leiðarljósi á sama tíma og
samfélagsádeilan er aldrei langt und-
an.
Kvenfólk mun vera síðasti hluti þrí-
leiks Hunds í óskilum sem hófst með
Sögu þjóðar 2012, þar sem félagarnir
fóru á hundavaði í gegnum Íslands-
söguna, og hélt áfram í Öldinni okkar
2015, þar sem þeir horfðu til atburða
21. aldarinnar með fókus á efnahags-
hrunið 2008 og afleiðingar þess. Í öll-
um þremur sýningum leikur húmor-
inn lykilhlutverk, en óhætt er að segja
að Eiríkur og Hjörleifur séu nokkurs
konar hirðfífl þjóðarinnar sem leyfist
að gagnrýna menn og málefni með
bros á vör og sakleysisblik trúðsins í
augum áhorfendum til ómældrar
skemmtunar – og stundum jafnvel
undrunar. Eftir að hafa sökkt sér
fyrst ofan í Íslandssöguna og síðan
samtímasöguna hafa tvímenningarnir
dregið þá „rökréttu“ ályktun að konur
hafi ekki komið til Íslands fyrr en
laust fyrir aldamótin 1900 og í Kven-
fólki deila þeir uppgötvun sinni með
áhorfendum og greina í framhaldinu
sögu kvenna og kvennabaráttunnar
hérlendis með nokkrum vel völdum
vísunum út fyrir landsteinana.
Eiríkur og Hjörleifur leggja út af
fortíðinni með bráðskemmtilegum
hætti þar sem ólíkir tímar mætast
með skapandi hætti. Í meðförum
þeirra er auðvelt að sannfærast um að
Íslendingasögurnar hafi beinlínis ver-
ið skrifaðar af munkum á miðöldum
sem viðvörun við því hvaða afleið-
ingar það gæti haft að hleypa konum
til Íslands, enda gripu menn, að
þeirra sögn, til íþyngjandi reglugerða
til að stemma stigu við landnámi
kvenna. Beitt er ádeilan þegar orð-
ræða samtímans um óæskilega fjölg-
un útlendinga sem ræni af heima-
mönnum störfunum fyrir mun lægra
kaup er snúið upp á konur.
Víða er komið við í yfirferð tví-
menninganna og áhugaverðum mol-
um úr veraldarsögunni lætt að áhorf-
endum í bland við nýstárlegri
túlkanir. Þannig fræðast leikhús-
gestir um Olympe de Gouges sem
missti höfuðið í frönsku byltingunni
eftir að hafa barist fyrir réttindum
kvenna og rifjað er upp þegar versl-
unarkonunni Vilhelmínu Lever tókst
að kjósa í sveitarstjórnarkosning-
unum á Akureyri bæði 1863 og 1866 –
allnokkrum árum áður en konur
fengu formlega kosningarétt hér-
lendis. Þá fær hin merka baráttukona
Bríet Bjarnhéðinsdóttir sinn skerf, en
hún stofnaði sem kunnugt er Kven-
réttindafélag Íslands fyrir 111 árum
og var ein fjögurra kvenna sem náðu
kjöri í bæjarstjórnarkosningunum í
Reykjavík 1908.
Þó að margar þeirra upplýsinga
sem Eiríkur og Hjörleifur bera á borð
í sýningunni séu vel þekktar stað-
reyndir mátti iðulega heyra andköf
áhorfenda og upphrópanir á borð við
„Að hugsa sér!“, til dæmis þegar rifj-
að var upp að þegar Jóhanna Sig-
urðardóttir settist á þing 1978 hafi
hún aðeins verið tíunda alþingiskonan
hérlendis og að fyrsta verkfall lands-
ins hafi verið knúið fram 1912 af
konum sem kröfðust sömu launa fyrir
sömu vinnu – krafa sem því miður enn
er í fullu gildi rúmum hundrað árum
síðar. Því eins og þeir félagar benda
réttilega á hafa hlutirnir þokast alltof
hægt í átt að jafnrétti – þrátt fyrir að
við Íslendingar teljum okkur iðulega
vera heimsmeistara í kynjajafnrétti
(þó að tölurnar segi síðan annað). Á
sama tíma og áhorfendur gátu hlegið
sig máttlausa yfir skemmtilegheitum
Eiríks og Hjörleifs fór þungur undir-
tónn sýningarinnar ekki á milli mála,
enda ekkert launungarmál að bar-
áttan fyrir jöfnum tækifærum og
kjörum kynjanna á enn töluvert í
land.
Umgjörð sýningarinnar sem Íris
Eggertsdóttir hannaði gladdi augað í
einfaldleika sína. Grunnbúningar
tvíeykisins voru svartir kjólar, sem
undirstrikuðu þá íhaldssömu hefð
sem enn gildir í fatavali, enda klæðast
karlmenn almennt ekki pilsum og
kjólum. Hvítur þvottur á snúru aftar-
lega á sviðinu minnti á aldalangt strit
kvenna við heimilisstörfin, en þjónaði
einnig sem strigi fyrir myndefni Jóns
Páls Eyjólfssonar og glæsilega lýs-
ingu Lárusar Heiðars Sveinssonar.
Hvítklæddar gínur breyttust með lit-
ríkri lýsingu jafnauðveldlega í konur
á kvenfélagsfundi og innrásarlið
kvenna undir aðalstefinu úr Innrás-
inni frá Mars, en hljóðhönnun Gunn-
ars Sigurbjörnssonar var vel unnin.
Líkt og fyrri daginn leikur tónlistin
stórt hlutverk í sýningunni þar sem
Eiríkur og Hjörleifur túlka ýmis
þekkt erlend lög með sínu nefi, og iðu-
lega frumsömdum texta, allt frá
„Aquarius“ úr Hárinu, „9 to 5“ eftir
Dolly Parton og „Babooshka“ eftir
Kate Bush yfir í þekkt íslensk lög á
borð við „Ekkert mál“ sem Grýlurnar
gerðu frægt, „Pamela“ sem Dúkkulís-
urnar sungu um og „Áfram stelpur“
sem varð einkennislag kvennahreyf-
ingarinnar á áttunda áratug síðustu
aldar. Sérsmíðuð hljóðfæri úr smiðju
Eiríks, Ilmar Stefánsdóttur og Jóns
Marinós Jónssonar glöddu jafnt augu
og eyru. Í mörgum tilvikum var hefð-
bundnum vinnutækjum kvenna
breytt til tónsköpunar, eins og þegar
rokkum var umbreytt í trommur og
vefstól fyrst í nokkurs konar langspil
og síðan höggstokk. En ólíkt Frökk-
um sem brenndu og hálshjuggu
sterkar baráttukonur sínar hafa
íslenskir karlmenn, að sögn Hunds-
ins, gripið til mun árangursríkari leið-
ar sem felst í því að þagga konur í hel
– sem birtist skýrt í nafnleysi þeirra í
gegnum söguna og Hjörleifur syngur
um í áhrifaríkum óði til ömmu sinnar.
Í ljósi þess að enn hallar á konur
innan leikhússins, hvort heldur er í
hópi leikskálda, leikstjóra eða burðar-
hlutverka, spyr sig vafalítið einhver
hvað tveir miðaldra karlar vilja upp á
dekk í sýningu um kvenfólk. Því er til
að svara að sama er hvaðan gott kem-
ur. Hundur í óskilum skilgreinir sig
kinnroðalaust sem femíníska hljóm-
sveit, en femínisti er einfaldlega karl
eða kona sem veit að jafnrétti
kynjanna hefur ekki enn verið náð og
vill gera eitthvað í því. Kyns síns
vegna ná Eiríkur og Hjörleifur vafa-
lítið eyrum sem kvenkyns femínistar
eiga erfiðara með að ná og það er já-
kvætt. Á sama tíma eru tvímenning-
arnir meðvitaðir um mikilvægi þess
að raddir kvenna heyrist. Það birtist
skýrt í lokakafla sýningarinnar sem
er ótvíræður hápunktur hennar.
Hann hefst með upptöku af ræðu
Árna Johnsen á Alþingi 1984 í um-
ræðu um fæðingarorlof þar sem þing-
maðurinn fræddi þingheim um mikil-
vægi reglulegrar brjóstagjafar og
lauk með magnaðri innkomu kvenna-
hljómsveitar sem nefnist Bríet og
bomburnar og skipuð er Fríðu Björgu
Pétursdóttur, Hrafnhildi Einars-
dóttur, Margréti Hildi Egilsdóttur og
Unu Haraldsdóttur. Af viðbrögðum
leikhúsgesta að dæma komust fleiri
við en undirrituð þegar hæfileikakon-
urnar ungu tóku sviðið yfir og fluttu
vel þekkt lag frá sjöunda áratug síð-
ustu aldar sem inniheldur mikilvæga
sjálfstæðisyfirlýsingu kvenna sem
enn er í fullu gildi.
Áfram stelpur
Ljósmynd/Auðunn Níelsson
Hirðfífl þjóðar Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson eru „nokkurs konar hirðfífl þjóðarinnar sem leyfist
að gagnrýna menn og málefni með bros á vör og sakleysisblik trúðsins í augum,“ segir í rýni um Kvenfólk.
Borgarleikhúsið
Kvenfólk bbbbn
Höfundar og flytjendur: Eiríkur G.
Stephensen og Hjörleifur Hjartarson.
Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir. Tónlist:
Hundur í óskilum sem Eiríkur G. Steph-
ensen og Hjörleifur Hjartarson skipa.
Leikmynd, búningar og leikmunir: Íris
Eggertsdóttir. Gervi: Soffía Margrét
Hafþórsdóttir. Sérsmíðuð hljóðfæri:
Eiríkur G. Stephensen, Ilmur Stefáns-
dóttir og Jón Marinó Jónsson. Lýsing:
Lárus Heiðar Sveinsson. Myndbands-
hönnun: Jón Páll Eyjólfsson. Hljóð-
hönnun: Gunnar Sigurbjörnsson. Hljóm-
sveitin Bríet og bomburnar: Fríða Björg
Pétursdóttir, Hrafnhildur Einarsdóttir,
Margrét Hildur Egilsdóttir og Una
Haraldsdóttir. Raddir: Ólafur Darri
Ólafsson og Jón Páll Eyjólfsson. Frum-
sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar í Sam-
komuhúsinu 29. september 2017, en
rýnt í fyrstu sýningu á Nýja sviði Borg-
arleikhússins 22. nóvember 2018.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
LEIKLIST
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk.
s: 781-5100
Opið: Mán-fim: 12-18
fös: 12-16
Mathilde M. - Falleg baðlína og heimilisilmir
ICQC 2018-20
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í
erlendum tungumálum stendur fyr-
ir málþingi og sýningu á dansk-
íslenskri hönnun í samvinnu við
verslunina Epal og sendiráð Dana á
Íslandi í dag og er viðburðurinn
hluti af dagskrá aldarafmælis full-
veldis Íslands og styrktur af af-
mælisnefnd og danska menningar-
málaráðuneytinu.
Málþingið hefst kl. 14 með ávarpi
Auðar Hauksdóttur, prófessors í
dönsku og á eftir henni setur Eva
Egesborg Hansen, sendiherra
Dana, málþingið formlega. Af öðr-
um sem flytja erindi á málþinginu
má nefna Kristján Garðarsson arki-
tekt sem fjallar um danska hönnun
í Veröld – húsi Vigdísar; Æsu
Sigurjónsdóttur, dósent í listfræði,
sem flytur erindið „Sigurjón Ólafs-
son og Finn Juhl – hugarflug milli
höggmyndar og hönnunar“ og Arn-
dísi Árnadóttur hönnunarsagn-
fræðing sem fjallar um Svein Kjar-
val og tengsl hans við danska
hönnun. Aðgangur er ókeypis.
Fyrirlesari Æsa Sigurjónsdóttir, dósent í
listfræði, er meðal þeirra sem taka þátt.
Málþing og sýning
á hönnun í Veröld