Morgunblaðið - 29.11.2018, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 29.11.2018, Qupperneq 84
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 ERTU AÐ LEITA AÐ JÓLAGJÖF? WWW.ILVA.IS/JOLAGJOF MARVIC blómavasi. Reyklitaður eða glær. 3.495 kr. AURA borðlampi. Messing eða svartur fótur. 9.995 kr. Tónleikaröðin Á ljúfum nótum held- ur áfram göngu sinni í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og á þeim kemur fram djass- sveitin Mantra og flytur þekkta djassstandarda og frumsamin lög í bland við framandi möntrur. Mantra er skipuð Aroni Steini Ás- bjarnarsyni, Erni Ými Arasyni, Gísla Gamm og Gunnari Gunnarssyni. Mantra spilar reglulega við messur og á tónleikum í Fríkirkjunni. Á ljúfum nótum með djasssveitinni Möntru FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 333. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. „Amma og mamma gerðu það gott á sínum tíma og eins afi minn. Ég geng inn í mikla sögu í handbolt- anum, sem ég er stolt af,“ segir handknattleikskonan Sigríður Hauksdóttir, sem fetar í fótspor þeirra með íslenska landsliðinu í undankeppni heimsmeistaramóts- ins í Makedóníu á næstu dögum. 4 Ég geng inn í mikla sögu í handboltanum ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Jón Gnarr mun segja sannar og lygilegar sögur af sjálfum sér í nýrri sýningu, Kvöldvöku, sem hefur göngu sína í Borgarleikhúsinu í jan- úar á næsta ári. Jón hefur komið víða við, starfað sem leikari, grín- isti, útvarpsmaður og borgarstjóri svo nokkur störf séu nefnd. Sumar sög- urnar hafa einhverjir heyrt hann segja í útvarpinu en flestar þeirra hafa aldrei heyrst áður. Fyrsta Kvöldvakan verður hald- in laugar- daginn 5. jan- úar. Jón Gnarr segir sannar og lygilegar sögur Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu lauk í gær. Ein þeirra um 400 kvenna, sem sóttu ráðstefnuna, Heather Stefanson, varaforsætisráðherra og fjölskylduráðherra Manitoba í Kan- ada, segir að þingið hafi opnað augu sín fyrir því að hún gæti lagt sitt af mörkum til þess að auka samskipti Kanada og Íslands og sérstaklega Manitoba og Íslands. „Við eigum svo margt sameiginlegt og möguleikarnir á samvinnu, til dæmis í ferðamálum, eru víða,“ segir ráðherrann, sem hefur setið óslitið á þingi fyrir Íhaldsflokkinn síðan 2000. Aðeins tveir núverandi þingmenn hafa meiri reynslu. Heather er af enskum og skoskum ættum en kynntist eiginmanni sínum, Jason Stefanson, þegar þau störfuðu sem aðstoðarmenn ráðherra á Kan- adaþinginu í Ottawa. Hann er af þekktri íslenskri ætt sem hefur látið til sín taka á mörgum sviðum í Mani- toba. Eric Stefanson, afi hans, var til dæmis þingmaður um árabil og Eric Stefanson yngri, föðurbróðir Jasons, fylgdi í fótsporið og var m.a. varafor- sætisráðherra. „Fyrstu kynni mín af íslenska sam- félaginu voru samt ekki í gegnum Jason því þegar ég var unglingur í Winnipeg kenndi amma vinkonu minnar okkur að baka vínartertu,“ segir hún. „Og ég beit á agnið.“ Tækifærið með heimsþinginu Heather segist ekki hafa beitt sér sérstaklega á sviði samskipta við Ís- land og ekki almennilega hugleitt það fyrr en boð kom um að sækja heims- þing kvenleiðtoga. Hún hafi rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráð- herra í hádegisverðarboði hjá Janice Filmon, fylkisstjóra Manitoba, í sumar, samskiptin hafi borið á góma og þegar Katrín hafi viðrað þátttöku á heimsþinginu hafi hún gert sér grein fyrir því að hún gæti komið góðu til leiðar á þessum vettvangi. „Orð eru til alls fyrst,“ segir Heather, sem notaði tækifærið í ferð- inni og ræddi óformlega við íslenska ráðamenn og stjórnendur Icelandair um möguleikana. „Íslenska sam- félagið í Manitoba er það fjölmenn- asta utan Íslands. Eins og Ísland höfum við upp á svo margt að bjóða og ég vil vekja athygli á því í sam- vinnu við Íslendinga.“ Heather leggur áherslu á að margt hafi áunnist í samskiptunum, sendi- herrar vinni gott starf sem og ýmsir einstaklingar eins og Eric Stefanson, Kris heitinn, bróðir hans, og Janis Johnson, en stöðugt þurfi að treysta undirstöðurnar og bæta við þær. „Það er til dæmis mikil upplifun að heimsækja Churchill, „höfuðborg ís- bjarna í heiminum“, fara í kajakróður innan um hvali eða synda í Hudson- flóa innan um ísjaka. Að standa úti á köldu vetrarkvöldi á Gimli og horfa á norðurljósin er sérstök upplifun.“ Vakin er athygli á íþróttum fatl- aðra í Manitoba í annarri viku júní ár hvert. Þökk sé Heather, sem fékk til- lögu þess efnis samþykkta á þinginu fyrir nokkrum árum, þrátt fyrir að hafa þá verið í minnihluta. Hún hefur lyft Grettistaki og er tilbúin í annað átak. „Ég vil vekja athygli á því hvað margt er líkt með Manitoba og Ís- landi, hvað megi upplifa á báðum stöðum og vonandi verður draumur- inn um beint flug milli Winnipeg og Íslands aftur að veruleika.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í Hörpu Heather Stefanson, varaforsætis- og og fjölskylduráðherra Manitoba í Kanada, er full orku í samskiptum. Beit á vínartertuna  Heather Stefanson segir margt líkt með Íslandi og Manitoba
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.