Morgunblaðið - 11.12.2018, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2018
MIKIÐ AF ÚRVALS
VERKFÆRUM TILVALIÐ
Í JÓLAPAKKANN
TRÉRENNIJÁRN,
TRÉ ÚTSKURÐARJÁRN,
HVERFISTEINAR OG
HEFILBEKKIR Í MIKLU
ÚRVALI
Opið
virk
a
dag
a frá
9-18
lau
frá 1
0-16
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is
Ný
vefverslun
brynja.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú kemur sjálfum/sjálfri þér á óvart
með því að afþakka heimboð til að geta verið
heima. Horfðu á hlutina úr fjarlægð og gerðu
svo áætlun.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er stundum erfitt að horfast í augu
við staðreyndir en hjá því verður samt ekki
komist. Staldraðu aðeins við og mundu að
dómgreind þín hefur hingað til verið í lagi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Flest virðist ganga þér í haginn svo
þú getur slakað á og þarft ekki stöðugt að
vera að reyna að hagræða hlutunum. Ein-
beittu þér því að því að klára jólagjafainnkaup
í tíma.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það hefur ekkert upp á sig að láta
samviskubit naga sig vegna atburða sem þú
gast engu ráðið um. Ástarsamband heldur
áfram að vera spennandi, gefðu því tíma til að
dafna.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Rétt mataræði, útivist og hreyfing gera
kraftaverk fyrir heilsuna. Þér eru allir vegir
færir og það sem best er: þú trúir því.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú hefur haft mikið að gera í skemmt-
analífinu að undanförnu. Forðastu tal um pen-
inga eins og heitan eldinn. Ekki sýna of mikla
undanlátssemi heima fyrir.
23. sept. - 22. okt.
Vog Hlustaðu á gagnrýni á störf þín án þess
að stökkva upp á nef þér. Hugsanlegt er að
einhver plati þig, annaðhvort óviljandi eða af
ráðnum hug. Notaðu daginn í dag til að sinna
fjölskyldunni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Nálgastu rómantískt vandamál
frá öllum hliðum. Reyndu að ná tökum á
stressinu og þá fara hlutirnir að ganga. Vinur í
vanda leitar til þín.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert uppfull/ur af háleitum hug-
sjónum og rómantískum hugmyndum varð-
andi samband þitt við þína nánustu í dag.
Lærðu af reynslunni og láttu smávandamál
ekki slá þig út af laginu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú hugsar eins og sigurvegari
þessa dagana. Kannaðu hug fjölskyldunnar til
vetrarfrís. Þú ert slyng/ur í fjármálum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Orka þín vex og dvín í dagsins önn,
allt eftir því hverjir eru í kringum þig. Þú ert
undir smásjánni hjá einhverjum. Vertu snögg/
ur að ákveða þig þegar þú færð gott tilboð.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Einhver vill gleðja þig svo þú skalt bara
taka öllum tillögum með bros á vör. Þú situr
við stýrið í eigin lífi, enginn annar.
Að launa hvað þú laugst á mig,
Loðmfirðinga-rógur,
hrykki ekki’að hýða þig
Hallormsstaða-skógur.
Á laugardaginn tók ég upp íVísnahorni stutta klausu úr
ritdómi Tómasar Guðmundssonar
um Ljóðmæli Páls Ólafssonar sem
út komu árið 1944, Gunnar Gunn-
arsson rithöfundur gaf út og ritaði
formála. Í umsögn sinni í Helgafelli
tók Tómas upp þessa stöku með
þeirri breytingu þó, að fyrsta hend-
ingin hljóðaði svo: „Fyrir lygina
sem þú laugst á mig.“
Vegna ábendinga sem mér hafa
borist hef ég nú flett upp á þessari
vísu í útgáfu Gunnars og er hún
önnur vísan af þrem þar sem Páll
yrkir „um illgjarnan óþokka“:
Þú hefur oft á móti mér
málin sótt af kappi
en eg hef staðið undir þér
eins og Þráinn Hrappi.
Og þriðja vísan:
Betur fór, hann Bósi sór
og brúkaði stóra vitið.
Gerir minnst, ef málið vinnst,
þó mannorðið sé slitið.
Í útgáfu Gunnars stendur „að
launa hvað þú laugst á mig“ svo að
annars staðar verður að leita skýr-
inga á því hvers vegna Tómas segir
„fyrir lygina sem þú laugst á mig“.
Kannski hefur hann lært vísuna
þannig eða heyrt hjá einhverjum
Austfirðingi. Oftar en ekki er orða-
munur á vísum sem eru á hvers
manns vörum – jafnvel innan sama
héraðs.
Umhugsunarverð eru þessi orð
Gunnars í formálanum: „Fátækir
verðum við Íslendingar, þegar vér
eigum ekki lengur menn eins og
Pál Ólafsson og Guðmund á Sandi
meðal íslenskra bænda, svo að tveir
kjörkvistir aðeins séu nefndir og þó
sinn af hvoru taginu.“
Gunnar segir að Páll muni hafa
búið sæmilega fram eftir aldri, að
minnsta kosti meðan fyrri konu
hans Þórunnar Pálsdóttur naut við:
Á Hallfreðarstöðum heyja má,
heyið er sem viður.
Sex að raka, sjö að slá,
sjálfur spretti ég niður.
Páli var sérlega uppsigað við sr.
Björn á Dvergasteini – hér er and-
varp hans þegar kirkjan á Dverga-
steini fauk:
Kirkjuna Drottinn burtu blés í bræði
sinni.
Því var prestur þá ekki inni!
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Loðmfirðingarógi
og Hallormsstaðaskógi
SNILLINGUR. „GÖMLU BREMSURNAR BILUÐU!”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... stákastelpan sem
krækti í hjarta þitt.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
LÍSA, ÉG HLAKKA
TIL FYRIR LESTRAR-
INS Í KVÖLD.
JÆJA, ERT ÞÚ
SÉRFRÆÐINGUR
Í DÝRA-
LÆKNINGUM?
NEI, ÉG ER SÉRFRÆÐINGUR
Í LEIÐINDUM
Í ALVÖRU? FLESTUM
FINNST ÞEIR
LEIÐINLEGIR
EKKI
MÉR!
ÉG VAR AÐ VONA AÐ ÉG FYNDI ÞIG
EKKI HÉR Á BARNUM, HRÓLFUR!
EKKI KVÍÐA NEINU, BRÓÐIR ÓLAFUR! ÉG MUN EKKI
SEGJA NEINUM AÐ ÞÚ HAFIR VERIÐ HÉR.
ÞETTA ER RÁN!
OG ÞETTA ER
LÍMBYSSA.
Níu ára gömul sonardóttir Vík-verja er dugleg að segja afa
sínum brandara. Um helgina fékk
hann að heyra einn nýjan.
„Afi, þekkirðu lagið Nú liggur vel
á mér?“
Já. Heldur betur. Þetta er gamall
og góður slagari.
„Það var einu sinni stelpa sem var
alltaf að syngja þetta lag. Svo datt
þvottavél ofan á hana og hvað held-
urðu að hún hafi sungið þá?
Tja, nú veit ég ekki.
„Nú liggur vél á mér.“
Einmitt það. Skutlaði bara einum
broddi inn í textann.
x x x
Afinn verður að viðurkenna aðhonum þótti þetta svolítið fynd-
ið en vildi eigi að síður ganga úr
skugga um að allt hefði farið vel að
lokum. Aumingja stelpunni hefði
verið bjargað undan þvottavélinni.
„Já, já, henni var bjargað og
meiddi sig ekki neitt.“
Sennilega vegna þess að hún gat
sungið eftir hjálp.
x x x
Veislan verður bedri, saumaklúbb-urinn verður bedri, jólaboðið
verður bedra, allt verður bedra,“
segir í kexauglýsingu sem hljómar
daginn út og inn í sjónvarpinu um
þessar mundir. Er ekki mál til kom-
ið að lög verði sett um það í þessu
landi að Sigvaldi Júlíusson og aðeins
Sigvaldi Júlíusson lesi auglýsingar í
sjónvarpi? Það yrði miklu BETRA!
x x x
Umvöndun knattspyrnumannsinsRaheems Sterlings við breska
fjölmiðla um liðna helgi var athygl-
isverð en hún snerist um það að
svartir og hvítir leikmenn sitji ekki
við sama borð þegar kemur að því
að fjalla um hagi þeirra í fjöl-
miðlum.
Nefndi hann tvo unga samherja
sína hjá Manchester City, annan
svartan en hinn hvítan, sem fjár-
festu nýverið í sinni fyrstu fasteign.
Að sögn Sterlings kom það þannig
út í fjölmiðlum að sá svarti hefði
verið að strá um sig peningum en sá
hvíti að kaupa hús handa móður
sinni og fjárfesta í framtíðinni.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Munnur minn er fullur lofgjörðar um
þig, af lofsöng um dýrð þína allan dag-
inn.
(Sálmarnir 71.8)