Morgunblaðið - 24.12.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2018
Ásmundur Einar Daðason, fé-lags- og jafnréttismálaráð-
herra, undirritaði fyrir helgi nýja
reglugerð um framkvæmd not-
endastýrðrar persónulegrar að-
stoðar, NPA, fyrir fatlað fólk.
NPA er tiltölulega
nýleg þjónustuleið
fyrir fatlaða en
reynslan af henni
er góð og hún gerir
þeim sem aðstoð
þurfa kleift að lifa
lífi sínu við eins
góðar aðstæður og
unnt er. Og þeir
gera það á eigin forsendum, sem
skiptir miklu.
Hvers kyns sjúkra- og umönn-unarstofnanir eru vissulega
af hinu góða og stundum óhjá-
kvæmilegar þegar aðstæður fólks
eru með þeim hætti. Flestir kjósa
hins vegar dvöl á eigin heimili og
persónulega þjónustu þegar það
er mögulegt.
Góð reynsla af NPA verður von-andi til að unnið verði áfram
að því að auka val einstaklingsins
þegar kemur að því að leita sér
slíkrar þjónustu. Það getur verið
hagkvæm lausn og er örugglega
til þess fallin að auka lífsgæði
fólks.
Þetta á ekki aðeins við um fatl-aða, heldur alla þá sem þurfa
á þjónustu að halda, ekki síst aldr-
aða.
Með aukinni hjálp heima fyrir,sem sniðin er að hverjum og
einum, má gera þeim sem það
vilja kleift að búa lengur á eigin
heimili.
Með því mundi líka minnkaþörf fyrir vist á dvalarheim-
ilum, en þar er sem kunnugt er
allt of lítið rými að óbreyttu.
Ásmundur Einar
Daðason
Jákvæð þróun
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Litlu-Ávík Það sem af er desember
er búið að vera frábært veður í Ár-
neshreppi. Veðurhæð mest verið á
rólegu nótunum, þótt aðeins hafi
blásið af ýmsum áttum hluta úr dög-
um. Mest hafa verið austlægar vind-
áttir eða suðlægar og jafnvel breyti-
legar vindáttir.
Alhvít jörð var fyrstu sex daga
mánaðarins, en það snjóaði talsvert
um síðustu mánaðamót og fór snjó-
dýpt í 20 cm. Frá 7. desember var
flekkótt jörð en fyrir helgina gaf
veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík
upp auða jörð í veðurskeyti, rétt að-
eins smávegis snjór í djúpum laut-
um. Það er jafnvel ótrúlegt að sjá
veginn héðan úr Árneshreppi gefinn
upp auðan á þessum árstíma.
Fólk spáir oft í hvort verði hvít
eða rauð jól og veðurfræðingar og
jafnvel veðureftirlitsmenn einnig
mikið spurðir. En fólk hugsar þá lítið
um hvaða dag eða tíma er miðað við.
Á Veðurstofunni er alltaf miðað við
hvaða jarðlag, eða snjólag, er gefið
upp frá veðurstöðvum að morgni
jóladags klukkan níu að morgni þess
dags. Ekki er miðað við aðfangadag
kl. 18 þegar jólin eru hringd inn.
Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson
Vorlegt Veðurathugunarstöðin í Litlu-Ávík í Árneshreppi á Ströndum. Á
þessum árstíma hefur oft verið kafsnjór en núna er vorlegt um að litast.
Rauð og flekkótt jól
Veðrið í Árneshreppi á Ströndum í
desember hefur verið eins og að vori
OPIÐ ALLA DAGA
YFIR HÁTÍÐARNAR Í AUSTURVERI
9–18
24. des
9–24
25. des
9–24
26. des
9–24
27. des
9–24
28. des
9–24
29. des
9–24
30. des
9–18
31. des
9–24
1. jan
Opið fyrir þig Háaleitisbraut 68
Sími: 581 2101
www.apotekarinn.is
Starfsfólk Apótekarans óskar viðskiptavinum sínum gleðilegrar hátíðar
Hangikjötið er enn með mikla yfir-
burði yfir þá rétti sem landsmenn
ætla sér að borða á jóladag. Þrátt
fyrir að þeim fækki sem ætli að
borða hangikjöt á jóladag eru 69%
landsmanna sem ætla að hafa
hangikjötið á sínum diski þennan
dag. 9% ætla hins vegar að hafa
hamborgarhrygg, 4% kalkún og 4%
annað lambakjöt en hangikjöt.
Þetta kemur fram í könnun MMR.
Þá njóta grænmetisréttir meiri
vinsælda en áður en þó eru ekki
nema 3% sem ætla að hafa græn-
metisrétti á jóladag.
Hangikjötið með
yfirburði á jóladag