Morgunblaðið - 24.12.2018, Síða 41

Morgunblaðið - 24.12.2018, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2018 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í ICQC 2018-20 Söngsveitin Fílharmónía heldur ár- lega jólatónleika sína kl. 20 í Lang- holtskirkju fimmtudaginn 27. des- ember. Einsöngvari verður Þóra Einarsdóttir sópransöngkona og með kórnum leikur tríó skipað Snorra Sigurðarsyni trompetleik- ara, Þórði Sigurðarsyni píanóleik- ara, og Gunnari Hrafnssyni kontra- bassaleikara. Yfirskrift tónleikanna er Jólaljós og verða þeir í senn há- tíðlegir og með djassyfirbragði. Þóra kveðst hafa sungið einu sinni fyrir mörgum árum á jóla- tónleikum með Fílharmóníu, sem þá voru líka haldnir eftir að mestu há- tíðahöldin voru um garð gengin. Hentugur tími „Mér finnst þessi tími, rétt eftir jólin, mjög hentugur fyrir jóla- tónleika. Fólk getur sest niður í kirkjunni og látið jólastressið líða úr sér um leið og það hlustar á fallega tónlist; hefðbundin jólalög, kórverk og léttari verk með sveiflu.“ Sjálf verður Þóra á hefðbundnum, klassískum nótum, kórinn og tríóið sjá um djassívafið. „Auk þess að vera með sóló í nokkrum kórverk- um, syng ég lög sem ekki heyrast mjög oft og líka vinsæl lög eins og til dæmis „Ó helga nótt“ og „Ave Mariu“ hans Sigvalda Kaldalóns. Þessi tvö lög finnst alltaf jafn hátíð- leg og viðeigandi á jólunum.“ Þóra á góðar minningar frá Lang- holtskirkju og finnst einstaklega gaman að fá að syngja á jóla- tónleikum „akkúrat þar“, eins og hún segir. „Gegnum tíðina hef ég nokkrum sinnum sungið í kirkjunni, en ég söng með kirkjukór Lang- holtskirkju í mörg ár frá því ég var fimmtán ára – og alltaf á jólunum. Ég man mjög vel þegar Ólöf Kol- brún Harðardóttir óperusöngkona söng „Ó helga nótt“ og „Ave Maria“. Mér verður ennþá alltaf hugsað til hennar og þessa tíma þegar ég heyri eða syng þau sjálf. Þau bara tilheyra jólunum,“ segir Þóra. Á efnisskrá Jólaljósa eru líka lög eftir Ingibjörgu Þorbergs, Jór- unni Viðar og Jón Sigurðsson svo fáein tónskáld séu nefnd, og eru lög- in ýmist flutt í nýjum eða alþekkt- um útsetningum. Einnig verður boðið upp á jólalög frá ýmsum lönd- um og frumfluttur jólasálmur eftir Arngerði Maríu Árnadóttur og séra Davíð Þór Jónsson. Söngsveitin Fílharmónía var stofnuð fyrir nærri sextíu árum, en þá þótti nauðsynlegt að stofna kór sem ætlað væri að flytja stór kór- verk með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Stjórnandi Fílharmóníu síðan árið 2006 er Magnús Ragnarsson. Hluti af jólahaldinu „Svona bara mátulega,“ svarar Þóra þegar hún er spurð hvort hún hafi sungið á mörgum jólatónleikum þennan mánuðinn. „Þetta er búin að vera svolítil jólatörn hjá mér eins og undanfarin ár. Mér finnst alltaf jafn gefandi og fæ aldrei leið á að syngja á jólatónleikum, enda eru þeir orðn- ir stór hluti af jólahaldinu hjá mér,“ segir Þóra, sem í kvöld, aðfanga- dagskvöld, syngur í messunni klukkan sex í Fríkirkjunni í Reykja- vík. vjon@mbl.is Söngsveit Fílharmóníu Hinn tæplega sextugi kór, Söngsveit Fílharmóníu, fór síðastliðið sumar á kórakeppni í Flórens, þar sem þessi mynd var tekin. Hátíðlegt og djassað yfirbragð  Þóra Einarsdóttir einsöngvari á jólatónleikum Söngsveitarinnar Fílharmóníu Morgunblaðið/Eggert Gefandi Þóru Einarsdóttur finnst gefandi og fær aldrei leið á að syngja á jólatónleikum. Þegar búið verður að telja síðustu seldu bíómiðana á Bretlandi bendir allt til að þarlendir hafi farið 176 milljón sinnum í bíó á árinu. Viðlíka aðsókn hefur ekki verið í kvik- myndahús landsins síðan árið 1971 þegar mest sóttu myndirnar voru Diamonds are Forever, French Connection, Dirty Harry og Fiddler on the Roof. Niðurstöðurnar þykja tíðindum sæta, sérstaklega í ljósi þess að á sama tíma hefur streymisveitum á borð við Netflix vaxið fiskur um hrygg og veitt kvikmyndahúsum harða samkeppni. Þótt engar stór- myndir eins og til dæmis jóla- stjörnustríðsmynd hafi verið til að glæða miðasöluna þetta árið telja kvikmyndasérfræðingar að frum- sýningar í desember á kvikmynd- unum Mary Poppins Returns, Aquaman, Bumblebee og teikni- mynd um Kóngulóarmanninn hífi aðsóknartöluna upp. Að sögn sér- fróðra spilar líka inn í að kvik- myndaframboðið er orðið fjöl- breytilegra en áður og litlum sjálfstæðum kvikmyndahúsum fer fjölgandi. AFP Ofurhetja Jason Momoa, aðalleikarinn í Aquaman, á frumsýningu í Los Angeles. Algjör sprengja á hvíta tjaldinu Eftirtaldar kvikmyndir verða frum- sýndar á annan í jólum. Mary Poppins Returns Barnfóstran Mary Poppins snýr aft- ur aldarfjórðungi eftir að hún sveif á braut og eru Banks-systkinin sem hún gætti nú orðin fullorðin. Michael á þrjú börn á svipuðum aldri og þau Jane voru á þegar Poppins kom í heimsókn á sínum tíma. Þegar fjölskylduvandi steðjar að birtist Poppins á ný. Leikstjóri er Rob Marshall og með helstu hlut- verk fara Emily Blunt og Ben Wis- haw. Metacritic: 65/100 Bumblebee Upprunasaga Transformers-- vélmennisins Bumblebee er rakin hér. Charlie Watson er nýbúin að fá bílprófið og dreymir um að eignast bíl. Henni tekst að safna fyrir gam- alli Volkswagen-bjöllu og uppgötv- ar að þar fer vélmenni sem getur breytt sér í bíl og er auk þess á flótta. Leikstjóri er Travis Knight og aðalleikarar Hailee Steinfeld, Dylan O’Brien og Megyn Price. Metacritic: 68/100 Second Act Maya sem er komin á fimmtugs- aldur er í láglaunavinnu í stór- markaði. Hún hefur ekki menntun eða reynslu til sækja um betur laun- uð störf en henni býðst hálauna- starf eftir að eiginmaður vinkonu hennar tekur upp á því að falsa fer- ilskrá hennar. Leikstjóri er Peter Segal og með helstu hlutverk fara Jennifer Lopez, Vanessa Hudgens og Milo Ventimiglia. Metacritic: 49/100 Almennar sýningar hefjast auk þess 26. desember á Spider-Man: Into the Spider-Verse sem sagt var frá þegar hún var forsýnd. Bíófrumsýningar Poppins snýr aftur Endurkoma Emily Blunt fer með hlutverk Mary Poppins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.