Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 25
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
105
2. mynd. Líkan Butlers um lífsferil áfangastaða.
– The Tourism Area Life Cycle (TALC) model by Butler.8
Samgöngubætur og breytingar á
vegakerfi landsins breyta möguleikum
ferðamanna til að velja sér áfanga-
staði (staðarval) og upplifun. Kjarni
ferðamennskunnar er að ferðamenn
eiga sér upprunastaði (fasta búsetu) og
ferðast þaðan um ákveðin svæði (t.d.
um háloftin í flugi eða eftir vegum í
bíl) til að komast á áfangastað. Á milli
þessara þriggja svæða eru vensl sem
mynda það sem Leiper11 kallar „kerfi
ferðamennsku“ (e. the tourism system).
Ástæður þess að fólk ferðast milli
staða til afþreyingar geta verið margs
konar. Þær ráðast meðal annars af innri
hvötum eins og t.d. hvað fólki þykir
eftirsóknarvert og hve mikla fyrirhöfn
það vill leggja í ferðir sínar sem og ytri
þáttum eins og tíma sem það hefur
til ráðstöfunar. Að ferðast fljúgandi,
akandi eða hreinlega fótgangandi felur
í sér ólíka fyrirhöfn og tekur mislangan
tíma. Það ræðst svo af samspili hvata og
ferðamáta hvaða áhrif fjarlægðin milli
uppruna- og áfangastaðar hefur.
Firðarfall (e. distance decay) er hug-
tak sem lýsir kjarna ferðamennskunnar
og segir til um hvernig samband tveggja
eða fleiri þátta veikist með vaxandi
fjarlægð þeirra í millum. Firðarfallið
er hægt að tjá sem F=aD-b, þar sem F
er flæðið, D er fjarlægðin og a og b eru
fastar. Gildi b endurspeglar hve bratt
firðarfallið er frá upprunastað, það er
hversu mikil mótstaðan er. Fastinn a
er stilltur af með ýmsum rannsóknum,
svo sem á eðli tengsla milli uppruna- og
áfangastaðar, gæðum samgangna og því
hversu eftirsóttur eða þekktur staður-
inn er. Ferðamenn meta í þessu sam-
hengi stöðugt hvaða „hag“ þeir hafa af
ferðalaginu á móti fyrirhöfn og kostnaði
við ferðalagið. Mat fólks á fjarlægð,
fyrirhöfn og tíma hefur mikil áhrif þegar
ferðamenn velja sér áfangastað.12
Þetta mat fólks er í raun kjarninn í
þekktasta líkani ferðamálafræðanna
um „lífsferil áfangastaða“ sem Richard
Butler13 setti fram og er lýst í fimm
stigum (2. mynd). Fyrst er áfangastaður
uppgötvaður og fyrstu ferðamennirnir
heimsækja staðinn. Næst fer heimafólk
að þjónusta vaxandi fjölda ferðamanna
og til verða fyrstu vísar ferðaþjónustu.
Síðan þróast ferðaþjónusta á staðnum og
verður hagsmunaðili í samfélagi staðar-
ins. Ferðamönnum heldur áfram að
fjölga, sem og fyrirtækjum í ferðaþjón-
ustu og samkeppni eykst milli þeirra.
Síðan hægir á fjölgun ferðamanna og
leitast ferðaþjónustan við að styrkjast
með samruna fyrirtækja, en þá er hætt
við stöðnun í vöruþróun. Að lokum
verður áfangastaðurinn fjöldanum að
bráð þar sem mjög hefur dregið úr
gæðum aðdráttaraflsins. Ferðamönnum
fækkar og ferðaþjónustan skilar litlum
arði. Einhverjir staðir geta endurupp-
götvast ef sett er fjármagn í frekari upp-
byggingu og í markaðsstarf.
Forsenda þess að áfangastaður þró-
ist í skilningi Butlers13 er aðgengi að
staðnum. Aðgengileiki stýrist af fjar-
lægð og hún er afstæð eins og að ofan
hefur verið rakið. Samspil tíma og fjar-
lægðar við mat ferðamanna á því hvert
skal fara og hvernig best sé að komast
þangað færir áfangastaðina inn á kort
ferðalanga eða út af því. Þannig myndast
landslag ólíkra uppruna- og áfangastaða
sem mótast af samgöngum, því sem
hefur áhrif á þróun samgangna og svo
af hvötum og þörfum ferðamannanna.
Þetta landslag má skoða hnattrænt,
innan landa, á einstökum svæðum eða
hreinlega út frá tilteknum upprunastað.
SAMHENGI ÁFANGA-
STAÐA OG IÐJU
Nýir áfangastaðir verða til og aðrir
hverfa af korti ferðalangsins, þótt stað-
irnir sem slíkir eigi sér fastan sess í
hnattrænu evklíðsku hnitakerfi. Segja
má að landslag uppruna- og áfanga-
staða sé teygjanlegt og breytilegt en það
heldur þó alltaf eiginleikum sínum sem
samfella sem ekki rofnar.14 Venslin sem
viðhalda þessari samfellu eru í stöðugri
mótun og umbyltingu15 og umbreytingu
þeirra stýra ráðandi valdahlutföll og
-öfl í samfélaginu.16 Samfélagið verður
að skilja þau vensl sem móta það, þar
sem staðir eiga sér ekki beina braut til
neinnar einnar skilgreindrar framtíðar.17
Rétt eins og landfræði Íslands er
nokkuð fastmótuð samfella, að minnsta
kosti á tímakvarða sem við getum skynjað
og upplifað, komast staðir á landinu nær
hver öðrum þegar samgöngur batna eða
breytast. Til verður eins konar ferðakort
sem er eins og kennaratyggjó sem hægt
er að móta í ýmis form án þess að slíta það
í sundur. Katrín Anna Lund og Gunnar
Þór Jóhannesson18 rýna með þessum
hætti í sköpun áfangastaða á Ströndum.
Þau leggja áherslu á þátttöku ferða-
mannanna og hið efnislega í sköpun
áfangastaðarins og nefna einmitt
aksturinn á malarvegi norður Strandir
sem dæmi um hlutverk vegarins sjálfs
í mótun áfangastaðarins. Þannig er
það iðja ferðamanna og athafnir, auk
hins efnislega, sem sveigja og beygja
ferðakortið. Fjarlægðir og aðgengi eru
fjarri því að vera bara spurning um hnit
á korti. Tilurð áfangastaðar byggist á
ákvörðunum sem teknar eru um það sem
skal tengja saman og hvernig það er gert.