Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 26

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 26
Náttúrufræðingurinn 106 3. mynd. Arðsemisgapið í augum Smiths. – The rent gap as formulated by Smith.25 Ný virkjun sem leiðir af sér mann- gerðara landslag auk vegaframkvæmda breytir aðdráttarafli áfangastaðarins og höfðar þar af leiðandi til breytts hóps ferðamanna. Oft er talað um „massa- túrista“ eða hópa fólks sem koma bara til að segjast hafa komið, í stað þeirra ævintýragjörnu sem fyrstir „uppgötv- uðu“ staðinn. Áfangastaðurinn færist fram um þrep í lífsferlinum (2. mynd). Hvar þetta gerist er meðal annars háð ákvörðunum um hvar skuli virkjað og hvar ekki, en slíkar ákvarðanir eru að hluta til pólitískar, þ.e. teknar á Alþingi og í sveitarstjórnum. Áfangastaðinn ber þannig að skoða sem birtingar- mynd tengsla, milli þeirra sem hafa ákvörðunarvald eða aðgengi að ákvarð- anatöku stjórnmálamanna. Þar togast á ólík sjónarmið sem móta staðinn og legu hans á Íslandi og sem ákveðinn áfanga- stað á ferðakorti landsins.8 Að gera stað að áfangastað ferðamanna, þ.e. að skapa „ferðavöru“, felur óhjákvæmilega einnig í sér „virkjun“ ákveðinna ferla í samskiptum fólks í millum, sem í tilfelli ferðaþjónustunnar stýrast af fjárhags- legum hagsmunum. Þessir hagsmunir kunna að birtast okkur sem þróun byggðar, uppbygging atvinnulífs eða sem leið til að skjóta fjölbreyttari stoðum undir byggð sem stendur höllum fæti.19 Þegar öllu er á botninn hvolft þarf þó að ramma inn áfangastaðinn og skapa honum ímynd vöru sem hægt er að miðla og selja. Samgöngur leika lykilhlutverk við að ramma áfangastaði inn. Áfangastaður- inn Ísland er til að mynda jafnan rammaður inn með áfangastöðum á hringveginum og þannig „ber“ ferða- mönnum að ljúka við „hringinn“ eins og lýst er í ýmsum ferðahandbókum. Þegar landið og áfangastaðir þess eru skilgreindir sem viðfang ferðaþjón- ustu verður upplifun af stað (viðkomu- stöðum) að neyslu, sem líkt og hver önnur neysla byggist á vöruvæðingu (e. commodification). Þessi neysla verður hluti af hringrásum hagkerfisins, og í tilfelli ferðaþjónustu skapar hún hvata til ferðalaga til landsins og áfangastaða innan þess.20 Í næsta hluta verður rýnt nánar í sköpun ferðavöru, sem í sam- spili við aðgengi kveikir hvata til að heimsækja staði. Vöruvæðing jaðars og víðerna Hugmyndir fólks um Ísland hafa tekið breytingum í aldanna rás.21,22,23 Ímyndir norðursins, jaðarsins og hins framandi hafa kerfisbundið verið nýttar í íslenskri ferðaþjónustu til að skapa virði.24 Þessi vöruvæðing okkar daglega lífs, sem er gestunum framandi, gengur hvað lengst í því að gera umhverfið sjálft að neysluvöru eða stað þar sem neysla getur farið fram án þess að fólk finni fyrir því að það skeri sig úr á nokkurn hátt við iðju sína. Umhverfi neyslunnar, sá staður sem hún fer fram í, rennur því saman við vöruvæðinguna. Neyslan og hegðun fólks sem neytenda verður við- mið (e. norm). Debord áréttaði í þessum efnum á kaldhæðnislegum nótum að það sem birtist okkur sé gott og að allt gott birtist.20 Bætt aðgengi sviptir áfangastað sér- stöðu sinni, eða því sem Debord kallar „raunveruleika rýmisins“. Það styttir ferðatíma og dregur úr firðarfallinu. Þannig verður áfangastaðurinn að val- kosti fyrir fleira fólk en áður, fólk með annars konar væntingar eða hvata til ferðar en hinir upphaflegu ferðamenn; firðarfallið minnkar og mikilvægi ein- beitts vilja til að komast á áfangastaðinn minnkar að sama skapi. Ef þetta er sett í samhengi við umræðuna hér að ofan um lífsferil áfangastaða má segja að með þroska sínum verði áfangastaðurinn, með öllum sínum sérstöku eiginleikum, að vöru með skiptagildi (e. exchange value) á markaði ferðaþjónustu, sem í tilfelli Íslands er alþjóðlegur markaður. Áfangastaðurinn sem vara lagar stað- inn að skilgreindum væntingum ferða- manna á tilteknum mörkuðum. Með slíku virðismati staðar skapast það sem í borgarlandfræði hefur verið kallað arðsemisgap (e. rent gap). Neil Smith25 lýsir því þannig að ráðandi öfl og fjárfestar láti svæði í miðborgum vísvitandi drabbast niður og haldi fjár- magni frá þeim til að skapa sér vaxandi svigrúm til arðs þegar loks er ráðist í uppbyggingu. Þessi uppbygging er kölluð öðlun (e. gentrification) þar sem í henni felst að þeir sem búa á hinum niðurníddu svæðum eru jafnan tekju- lágir og jaðarsettir hópar, en þegar upp- bygging hefst er þeim bolað burt og við taka hinir tekjuhærri og þeir sem hærra sitja í samfélagsstiganum (e. gentry). Á 3. mynd má sjá arðsemisgapið eins og það er skýrt í samhengi við borgir og borgarskipulag. Smith byggir hugmyndir sínar á landfræði Henris Lefebvres, sem lýsir í bók sinni Borgarbyltingunni (e. The Urban Revolution)26 hvernig fasteign er orðin kjarni þess að skapa arð og allt þurfi því að fasteignavæða. Líkt og lýst var hér í inngangi er búið að hnattvæða þessa sýn þannig að það er ekki einungis eignarhald bygginga sem flæðir hindrunarlaust um allt, heldur líka fólk, og raunar allt sem getur öðlast
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.