Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Síða 31

Náttúrufræðingurinn - 2018, Síða 31
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 111 Samantekt Í þeim þremur gagnasöfnum sem hér hafa verið rýnd kemur fram að þar sem búið er að virkja og skapa aðgengi er orðinn til hópur útivistar- og ferða- manna sem færa víðernishugmyndina einfaldlega yfir á það svæði þar sem þeir er staddir (Hengilssvæðið og Reykjanes- skagi). Upplifun af víðerni er þannig orðin að neysluvöru sem ferðamenn gefa nýja merkingu, byggða á fyrirframgef- inni ímynd sem ferðaþjónustan og fleiri hafa skapað af áfangastaðnum Íslandi. Líkt og Debord20 benti á: Allt sem birt- ist okkur er gott og allt gott birtist. Þar sem ekki hefur verið ráðist í neinar framkvæmdir og aðgengið er erfitt (t.d. Hvalá, Hagavatn og Skjálfandafljót), kemur í ljós að núverandi staða svæðis- ins í hugum gesta og heimafólks, eyði- byggð og kyrrð, þ.e. víðernishugmyndin í sinni ómenguðustu mynd, er nákvæm- lega sú hugmynd sem notuð er til að réttlæta bætt aðgengi svo að fleiri megi njóta. Í rannsóknum vegna 3. áfanga rammaáætlunar sést að staðirnir hafa helst aðdráttarafl sökum víðerniseigin- leika og yfirbragðs lítt raskaðrar nátt- úru, en Seltún sker sig úr hvað varðar þol gestanna gagnvart mannvirkjum, enda hefur hvað mestu verið raskað þar, meðal annars vegna rannsókna í þágu virkjunarframkvæmda. Það svæði er því hægt að bera saman við niðurstöður af Hengilssvæðinu, enda eru viðhorf ferðamanna á þessum svæðum keimlík. SÉRSTAÐA ÁFANGASTAÐA Aðgengi er grundvallarforsenda ferðamennsku og þar með ferðaþjón- ustu, en aðgengi verður jafnframt að skoða í samhengi við ferðahvata og hvaða tegund ferðaþjónustu það er sem til álita kemur að byggja upp. Spyrja má hvað verður um stað í hnattvæddum heimi sem væri öllum alltaf jafn aðgengilegur. Hvað verður um ferðalög ef þau gerast algerlega án allra vand- kvæða, fjarlægða eða tíma, og aðgengi er það sama á alla áfangastaði? Ljóst má vera að með hindrunarlausu aðgengi glata staðir sérstöðu sinni og aðrir hvatar verða til þess að fólk heimsækir þá. Hvatinn til ferðalaga samþættist samgöngum með því að skapa upplifun, sem er kjarni þess að skapa ferðavöru. Katrín Anna Lund, Kristín Loftsdóttir og Michael Leonard60 lýsa því hvernig eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, Icelandair, mótar Ísland sem ferðavöru. Áherslan er lögð á hraða og hvað ferðin er einföld, og væntanlegir viðskiptavinir eru hvattir til að komast yfir sífellt fleiri staði til að haka við þá á eigin ferðakorti. Með auknum hraða og þægilegri ferðalögum fá gestir ekki tækifæri til að upplifa samspil aðgengis og eigin hvata og þeir gera vöruímyndina að sinni til að lýsa eigin upplifun. Hluti af vöruímynd Íslands hverfist um víð- ernishugmyndina og er hún forsenda arðsemisgaps á áfangastöðum ferða- manna hér á landi. Rétt eins í borgunum er mikilvægt að gera grein fyrir og rýna nákvæmlega hverjir ætla sér að hagnast á því að fylla þetta gap og hvernig það á að gera. Því verður að spyrja: Hverjir eiga fjármagnið og hagnast á fram- kvæmdum, og hverjir móta stefnuna sem leyfir það? Debord vill meina að „varan“ sé nú um stundir það eina sem við sjáum og skiljum.61 Þegar kemur að víðernum landsins neyðist ferðaþjónustan til að vinna innan ramma sem hún skapaði ekki sjálf. Til þessa hefur aðgengi aðeins að mjög takmörkuðu leyti verið skapað fyrir ferðaþjónustu eða í þágu áfanga- staða, heldur hafa vegir jafnan orðið til eftir á, í kjölfar mannvirkjagerðar. Þegar 6. mynd. Borteigur og borhola sunnan við Sog og Trölladyngju á Reykjanesi. – A well pad and well south of the Sog area within the Trölladyngja geothermal field on the Reykjanes Peninsula, SW-Iceland. Ljósm./Photo: Anna Dóra Sæþórsdóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.