Fréttablaðið - 25.04.2019, Page 32

Fréttablaðið - 25.04.2019, Page 32
Svo virðist sem þykkbotna strigaskór séu það vinsælasta þegar sumarið gengur í garð. Þeir eru klossalegir, hafa sést þó nokkuð í vetur en verða enn vin- sælli í sumar. Skórnir eru sagðir þægilegir og passa vel við bæði gallabuxur, stuttbuxur eða kjóla. Balenciaga hefur verið framarlega í framleiðslu á þessum skóm og það sést varla sú fyrirsæta á götum stórborga sem ekki er í skóm frá þeim. Skórnir geta verið ósköp lát- lausir þó stórgerðir séu en sumir eru afar skrautlegir, silfurlitir, gylltir eða í lit sem kallast rósa- gull og hefur verið mjög vinsæll undanfarið. Stórskornir strigaskór Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun fer fram í Hörpu 30. apríl. Útskriftarhátíð Listahá-skóla Íslands hefst í dag, fimmtudag, og stendur yfir til sunnudagsins 26. maí. Hátíðin þykir einn af hápunktum menningarlífsins á höfuð- borgarsvæðinu en þá fara fram fjölmargir viðburðir úr öllum deildum Listaháskólans, þ. á m. úr fatahönnunardeild. Á útskriftarhátíðinni er sýndur afrakstur á bæði bakkalár - og meistarastigi en hvern viðburð er hægt að kynna sér á vef Lista- háskólans og á Facebook-síðu skólans. Meðal viðburða fatahönn- unardeildar skólans má nefna tískusýningu útskriftarnema í fatahönnun sem fer fram í Hörpu þriðjudaginn 30. apríl kl. 19. Dagana 4.-19. maí verður útskriftar sýningin OMEN haldin en þar sýna nemar á meistarastigi í fatahönnun verk sín. Sýningin verður haldin í Ásmundarsal við Freyjugötu og er opnun hennar kl. 20. Frítt er inn á alla viðburði og eru allir gestir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Stór hluti annarra viðburða fer fram í menningarhúsunum í Kópa- vogi, t.a.m. útskriftarviðburður meistaranema í listkennslu og hluti tónleika útskriftarnema úr tónlistardeild. Aðrir viðburðir fara fram víðsvegar um Reykja- vík. Útskriftarhátíð Listaháskólans Katrín, hertogaynja af Cambridge, er alltaf glæsileg og virðulega klædd. Katrín, hertogaynja af Cam-bridge, vekur ávallt athygli hvar sem hún kemur. Allt sem hún klæðist vekur sömu- leiðis athygli. Þegar hún mætti í páskamessu á 93 ára afmæli drottningarinnar í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala var eftir því tekið að Katrín var með sömu demantseyrnalokka og hún bar á brúðkaupsdaginn sinn 29. apríl 2011. Það styttist í átta ára brúð- kaupsafmælið sem kallast brons. Bretar eru ánægðir með að hún skuli nota hlutina sína oftar en einu sinni. Katrín var í ljósbláum kjól og kápu úr smiðju Alexander McQueen en hatturinn er frá Jane Taylor. Venjulega kemur öll konungsfjölskyldan í páskamessu en að þessu sinni var Meghan fjar- verandi enda á hún von á barni á hverri stundu. Karl og Camilla voru sömuleiðis fjarverandi sem og Filippus prins sem er orðinn 97 ára. Vekur alltaf athygli FRÍTT Í SUND OG FJÖLSKYLDUGARÐINN! HOPPUKASTALAR OG ALLSKONAR SKEMMTILEGT SKÁTAFJÖR VIÐ LAUGARNAR OG Í FJÖLSKYLDUGARÐINUM Á SUMARDAGINN FYRSTA ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ÍTR.IS 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . A P R Í L 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 2 5 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D B -4 A C 4 2 2 D B -4 9 8 8 2 2 D B -4 8 4 C 2 2 D B -4 7 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 2 4 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.