Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 5. J A N Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  4. tölublað  107. árgangur  THICK SKIN FÉKK YFIR 100 ÞÚSUND ÁHORF Á VIMEO KÚRDAR SEGJA FRÁ SAFNAHÚSIÐ Í DAG 12ERLENDUR SVEINSSON 49 Mandarínönd, karlfugl í sínu fínasta pússi, er í heimsókn í Siglufirði þessa dagana. Hún er ættuð úr Austur-Asíu en er sennilega komin til Íslands frá Bretlandseyjum og er af flokki trjáanda. Þetta mun vera sú eina af 30-40 sem sést hafa frá upphafi skráninga sem fyrir augu ber á miðjum vetri og jafnframt sú fyrsta sem heilsar upp á Siglfirðinga, eftir því sem best er vitað. Núna munu t.d. um 7.000 pör vera í Bret- landi og töluverður fjöldi víða um Evrópu. Einnig eru nokkur hundruð varpfugla á ein- staka stað í Norður-Ameríku. Mandarínendur sjást af og til hér á landi. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Litskrúðugur gestur í ársbyrjun í Siglufirði Mandarínöndin er sjaldséð hér á landi  Öryrkjar, sem orðið hafa fyrir skerðingu á bótum vegna búsetu erlendis, hafa verið hlunnfarnir af Tryggingastofnun árum saman. Um 1.000 öryrkjar munu fá alls um hálfan milljarð endurgreiddan vegna ársins 2018 og annað eins vegna 2017. Samkvæmt bréfi vel- ferðarráðuneytisins, nú félags- málaráðuneytisins, sem sent var velferðarnefnd Alþingis fyrir jól, þarf Tryggingastofnun að gera upp við öryrkja fjögur ár aftur í tímann. Lengra verður ekki farið vegna fyrningarákvæða. „Við erum him- inlifandi yfir þessari niðurstöðu,“ segir Þuríður Harpa Sigurðar- dóttir, formaður ÖBÍ. »10 TR þarf að greiða öryrkjum milljarða Veiðifélag Hítarár stefnir að því að láta grafa í gegnum skriðu sem féll í Hítardal sl. sumar og endur- heimta með því Hítará í sínum fyrri farvegi. Stjórn félagsins hef- ur óskað eftir leyfi Borgarbyggðar sem er landeigandi á svæðinu til að fá að grafa. Framhlaupið sem kom úr Fagraskógarfjalli í byrjun júlí stíflaði farveg Hítarár. Áin fann sér farveg meðfram skriðunni en margir veiðistaðir og uppeldis- svæði fyrir lax þornuðu upp eða urðu ólaxgeng. Guðjón Gíslason, bóndi í Lækjarbug og stjórnar- maður í Veiðifélagi Hítarár, segir að búast megi við því að minnkandi laxgengd og styttra veiðisvæði komi niður á tekjum af ánni í framtíðinni. Ódýrara að grafa Verkfræðistofa sem Veiðifélagið leitaði til taldi að það myndi kosta um 300 milljónir að laga nýja far- veginn svo hann yrði laxgengur. Það myndi hins vegar kosta 264 milljónir að grafa í gegnum skrið- una 1,5 km leið, eftir fyrri farvegi. Þar sem skriðan er þykkust er hún um 10 metrar. Við þetta verk þarf að moka til um 300 þúsund rúm- metrum af jarðvegi. Guðjón vonast til þess að hægt verði að vinna þetta fyrir lægra verð. Hann segir æskilegt að hefjast fljótt handa svo áin geti skolað sig fyrir vorið. Ann- ars þurfi að bíða í ár. helgi@mbl.is Vilja endurheimta Hítarána Ljósmynd/Sumarliði Ásgeirsson Framhlaup Skriðan úr Fagraskóg- arfjalli stíflaði farveg Hítarár.  Veiðifélag Hítarár hyggst grafa farveg um skriðuna úr Fagraskógarfjalli Fiskistofa hefur svipt Kleifaberg RE-70 veiðileyfi í tólf vikur frá og með 4. febrúar nk. vegna brottkasts á fiski. Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem gerir frystitogarann út, hefur tilkynnt að það muni kæra úrskurð Fiskistofu og bendir á að stofnunin hafi bæði rannsakað meint brot og fellt úrskurð en félagið telur sig ekki hafa notið sann- gjarnrar málsmeðferðar. Félagið telur að með þessari ákvörðun sé verið að leggja niður 52 manna vinnustað. Ákvörðun Fiskistofu er mikið til grund- völluð á skoðun nokkurra myndbanda frá árunum 2008 og 2010 sem sögð eru sýna brottkast, og fyrrverandi skipverji afhenti veiðieftirlitssviði Fiskistofu í desember 2017, og einu myndskeiði frá árinu 2016. Fiskistofa telur að miklu magni af fiski hafi verið hent með vitund og samkvæmt fyrirmælum skipstjóra. Þykir brotið það al- varlegt að ákveðið var að hafa veiðileyfis- sviptinguna eins langa og lög heimila, eða tólf vikur. Lögmaður ÚR benti á það í andmælum til Fiskistofu að auðvelt væri að eiga við myndskeiðin og að þau meintu brot sem sögð eru framin á árunum 2008 og 2010 séu fyrnd. Fiskistofa tók ekki mark á því. Í tilkynningu Útgerðarfélagsins segir að svipting í 3 mánuði sé í raun dauðadómur yfir Kleifabergi enda muni tekjur félagsins rýrna um allt að milljarði og óvíst hvort skipið haldi aftur til veiða. helgi@mbl.is Sviptur veiðileyfi í 3 mánuði  Óvíst að Kleifaberg haldi aftur til veiða Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Frystitogari Kleifaberg RE-70 er eitt mesta aflaskip íslenska flotans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.